Morgunblaðið - 19.12.1978, Side 30

Morgunblaðið - 19.12.1978, Side 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 Þessi vinsæla samstæöa tieitir President Hún er 40 watta og fylgja henni tveir stórir og góöir hátalarar. n i Kaaiooær n Ármúla 38, (Selmúlamegin) 105 Reykjavík Símar 31133, 83177. Pósthólf 1366. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum Ferskir ávextir Jaffa appelsínur 3.kg. 885- 295—pr.kg. 1 kassi 20 kg. 5.780.— 289.-pr.kg. Epll^rauð Delicious U.S.A. 2kg. 650- 325.-pr.kg. 1 kassi 18 kg. 5.650.- 313 - pr.kg. Epli «i rauð frönsk Delicious 1 kassi 10 kg. 2.950.- Ekta Clementínur 1 kassi 10 kg. 4 1 kg. 590.- STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 1 það um leið vettvang að umræðu um umhverifismótun og allar greinar húsagerðarlistar. Eins og þeirra er von og vísa, munu þeir gera húsið upp, en það mun mjög hafa þarfnast gagngerðra lagfær- inga. Þeim er einnig treystandi til að breyta ekki útliti hússins að utan né innan, enda er hér um að ræða hús teiknað af Sigurði heitnum Guðmundssyni arkitekt, einum fremsta arkitekt þjóðarinn- ar. Þá lízt mér vel á, að þeir virðast jafnvel hafa fullan hug á því, að Ásmundar-nafnið tengist' áfram húsinu. Þetta var vafalaust langbesta lausnin, úr því að FIM virðist Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON sé umliðið, síðan þeir fluttu inn, sér gestur strax mun á, um leið og hann stígur þar fæti inn og þó mun þetta aðeins vera byrjunin. — I Ásmundarsal, sem hefur verið málaður hátt og lágt, sýnir fyrstur manna eftir hin sögulegu kaup Jörundur Pálsson arkitekt, um 40 myndverk, aðallega þó vatnslitamyndir. Jörundur er löngu þekktur fyrir ástfóstur það, sem hann hefur tekið við Esju og umhverfi hennar. Fyrir honum er Esjan sama og Mount St. Victoire var Cézanne — munurinn er sá, að Cézanne var vígður málverkinu af lífi og sál, en hjá Jörundi er þetta hollt tómstundagaman og hjart- ans áhugamál. Myndir Jörundar bera vissulega sterkan svip af Esju og eru fagmannlega gerðar, að mínu mati nokkuð misjafnar, en hinar beztu standa fyrir sínu og bera listrænum höfundi vitni. Það er sannarlega tilhlökkunar- efni að fylgjast með þeirri starf- semi, er fram mun fara í húsinu. Asmundarsalur og arkitektar Arkitektafélag Islands festi á þessu ári kaup á Ásmundarsal við Freyjugötu og Mímisveg, þar sem Myndlistarskólinn í Reykjavík var til húsa um árabil. Eins og kunnugt er byggði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari húsið á sínum tíma, og munu flestir, er komnir eru til vits og ára, muna eftir húsinu eins og það var, er meistarinn bjó þar og höggmyndir hans prýddu garðinn, er veit að Freyjugötu. Húsið var falt og var það vel að arkitektar skyldu kaupa það i þeim tilgangi að virkja húsið í þágu félagsstarfsemi sinnar. Gera engan áhuga hafa haft á húsinu og einstaklingar í myndlistarmanna- stétt hefðu trauðla haft bolmagn til að endurnýja húsið og virkja á sama hátt og arkitektar. Þá hefði það verið sorglegt, ef þetta fallega hús hefði lent í höndum „vanda- lausra" og jafnvel hlotið þau örlög að verða nýtt til verzlunarreksturs eða iðnaðar. Til íbúðar stenzt húsið naumast nútímakröfur — ekki einu sinni velflestra mynd- listarmanna, en það er önnur saga. Það er full ástæða til að óska arkitektum til hamingju með húsið og taka ofan fyrir þeim fyrir framtakssemi þeirra. Þótt skammt Rall um Island — Spil fyrir börn KOMIÐ er á markað svonelnt Rallyspil og cr það fyrirtækið Spilaborg sem gefur það út, en það heíur áður gefið út Útvegsspilið. Bæði þessi spil eru hugmyndir forráðamanna Spilaborgar og kynntu þeir Raliyspilið fyrir frétta- mönnum nýicga. Þeir Jón Jónsson, Tómas Tómas- son, Haukur Halldórsson og Einar Þorsteinn Ásgeirsson hafa hannað spilið, sem þeir segja ætlað börnum og með því kynnast þau landafræði Islands, en leikurinn er í því fólginn að láta bíla aka eftir ákveðnum leiðum, og merktum á íslandskort, sem keppendur draga um og um leið er minnt á ýmis atriði í umferðinni, sem gagnlegt er að vita. Þeir forráðamenn Spilaborgar sögðu að spil þetta hefði þegar verið skrásett á markað á Norðurlöndum og Englandi ndir nafninu Glopol og er nú í undirbúningi stofnun fyrir- tækis í Kaupmannahöfn til að annast dreifingu þess erlendis. Þeir hönnuðu rallyspilið og sáu um útgáfu þess f.v.i Jón Jónsson, Einar Þorstcinn Ásgeirsson. Tómas Tómasson og Ilaukur Halldórsson. Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.