Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 33

Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 37 Vigfús Jónsson Laxamýri: Hvers eiga bændur að gjalda? Hinn íslenski landbúnaður á nú við mikla erfiðleika að etja og er það ekki nýtt fyrirbæri. Þessi atvinnuvegur, sem lengst og best hefur fætt og klætt þessa þjóð, er nú af mörgum talinn hreint vandræðabarn í íslensku atvinnu- lífi. Það má þó undarlegt kallast, ef bændastéttin, lægstlaunaðasta stétt landsins, sú, sem mest vinnur og mest sparar, skuli geta orðið til stór vandræða. Á undanförnum árum, hefur verið rekinn ósvífinn áróður gegn landbúnaðinum, bæði af flokkum og fjölmiðlum. Sá áróður hefur án efa orðið til þess, að margur hefur skapað sér annarlegar skoðanir um landbúnaðinn. Það versta er þó, að ef þessi áróður verður til þess að langþreyta bændur sjálfa og forystulið þeirra svo mjög, að þeir megni ekki lengur að bera hönd fyrir höfuð sér svo að gagni megi koma. En það er mál út af fyrir sig. Veiðisala til útlendinga 800 millj Mér er tjáð, að veiðileyfisala til útlendinga færi nú þjóðinni ca. 800 millj. kr. árlega í erlendum gjaldeyri og eru þá meðtalin fargjöld og önnur þjónusta, sem útlendingarnir þurfa á að halda í sambandi við veiðar sínar hérlend- is. Þessa sölu veiðileyfa lít ég á sem hreinan útflutning frá land- búnaðinum og þennan útflutning má auðvitað stórauka. Islensku veiðiárnar eru langt frá því að vera fullnumdar eða full bættar, og hundruð stöðuvatna bíða þess, að bæði í byggðum og óbyggðum, að þeim verði sómi sýndur og gæði þeirra margfölduð. Sá árangur, sem náðst hefur í sambandi við fiskiræktina og þeir möguleikar, sem við blasa, eru vissulega mjög uppörfandi, enda Vigfús Jónsson áhugi bænda ört vaxandi fyrir frekari framkvæmdum á þessu sviði. Stef nir í að setja Dænaur unair ráðstjórn „En Adam var ekki lengi í Paradís" stendur á einum stað og skal það nú sannast á bændum. Postular einhvers óskiljanlegs réttlætis hafa upphafið raddir sínar og það í sjálfu Alþingi og telja einboðið að skattleggja öll veiðileyfi til útlendinga. Þeir hinir sömu tala ekki um að skattleggja sérstaklega farmiða eða þjónust- una, sem útlendingarnir fá hér- lendis, heldur bara það, sem á að renna í vasa bænda. Ja, sér er nú hvert réttlætið og mér verður á að spyrja. Hvaða útflutningsvara er það nú annars hér á landi, sem er sérstaklega skattlögð? Ég veit ekki betur en bændur borgi skatta og skyldur af þeim veiðileyfum, sem þeir selja til útlendinga, og ég held líka að sveitarfélögum út um land veiti yfirleitt ekkert af því að hafa sína tekjustofna óskerta. Þeir eru víst ekki of feitir fyrir. Eigi þessi fyrirhugaða skatt- lagning að vera þáttur í einhvers- konar byggðastefnu, þá er hún allavega mjög sérstæð. Ég sé ekki betur, en þó bændur vildu bæta sér skaðann og hækka veiðileyfin til útlendinga, þá hlyti markaðurinn að stór dragast saman eða jafnvel eyðileggjast með öllu. En það er e.t,v. líka meiningin hjá talsmönnum um- ræddrar skattlagningar. Allt sem nú er ráðgert í sambandi við landbúnaðinn, virð- ist stefna í þá átt að setja bændur undir nokkurs konar ráðstjórn. Þeir framleiða vörurnar án þess að fá fullt kaup fyrir, en allir, sem á þeim snerta, bera allt sitt úr bítum áhættulaust. Svo nærri hefur verið höggvið eignarrétti bænda, að þeir geta ekki lengur selt fasteignir sínar á frjálsum markaði. Enn virðist eiga að vega í sama knérunninn. Því spyr ég. Hvers eiga bændur að gjalda?. Mikilvægi fiski- ræktar vaxandi Ein af greinum landbúnaðarins er fiskirækt og veiðar í ferskvötn- um. í þeirri grein hafa bændur náð verulegum árangri og er mikilvægi hennar sívaxandi í landbúnaðin- um. Það er óhætt að fullyrða, að svo miðað sé við nútíma lífsskil- yrði, þá eru þó nokkrar jarðir á íslandi óhæfar til búsetu án þeirra tekna, sem veiðitekjur gefa. Með góðri leiðbeiningarþjónustu frá Veiðimálastofnuninni og oft í ágætri samvinnu við stangveiði- menn, hefur bændum tekist með fiskvegagerð að lengja veiðibakka íslensku fallvatnanna um hundruð kílómetra. Þeim hefur líka tekist, með fiskirækt, að fjórfalda lax- veiðina á því sem næst einum áratug. Þetta hefur hvorutveggja kostað mikið fjármagn og árang- urinn orðið til þess, að íslenskir stangveiðimenn ráða ekki við það framboð, sem nú er á laxveiðiám hérlendis. Því hefur af eðlilegum ástæðum hafist sala á veiðileyfum til útlendinga. Sú sala fer fram með tvennum hætti, þannig að ýmist versla bændur beint við útlendingana eða íslenskir stang- veiðimenn, sem ár leigja af bændum, endurselja útlendingum hluta veiðileyfanna. Á þann hátt geta þeir oft borgað bændum hærri árleigur og lækkað sín eigin veiðileyfi, þar sem útlendingar greiða yfirleitt meira fyrir veiði- leyfin en Islendingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.