Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
39
ég væri ekki leystur út með
gjöfum, sem venjulega voru plögg
ýmiss konar unnin af Maríu
frænku af fádæma smekkvísi og
fallegu handbragði. Síðar, er ég
var við nám í Menntaskólanum á
Akureyri, naut ég umhyggju henn-
ar, sem ég mun seint gleyma.
María var gædd einstökum
dýggðum, sem lýstu sér í fölskva-
lausri hjartagæzku og mannkær-
leik. Hún mælti ógjarnan
styggðaryrði og hallmælti engum,
enda var hún dáð af öllum, sem
henni kynntust. Þegar ástvinir
falla í valinn, eru minningarnar
um hinn látna það dýrmætasta
sem eftir stendur. Það er ekki lítil
eign í þeim ljúfu minningum, sem
sú góða kona, María Thorarensen,
eftirlætur ástvinum sínum. Eg
vona að þær minningar verði þeim
huggun í harmi, sem um sárast
eiga að binda.
Andrés Svanbjörnsson.
40 ár. Sambúð Þórunnar við
tengdaforeldrana var með afbrigð-
um góð. Er því söknuður þessara
öldruðu hjóna mikill við fráfall
ástríkrar tengdadóttur.
Samband okkar Tótu rofnaði
aldrei. Við höfðum alltaf nóg um
að tala, en báðar eignuðumst við 5
börn, sem voru öll á líkum aldri.
Það kom fyrir að við gátum ekki
heimsótt hvor aðra vikum saman,
að iðulega átti sér stað hugsana-
flutningur milli okkar, og hentum
við þá frá okkur því sem við vorum
að gera, og hringdum í hvor aðra.
Eg á ógleymanlegar minningar
frá heimsóknum mínum til Tótu,
sérstaklega í sambandi við undir-
búning jólanna. Það var fastur
liður í þessum undirbúningi að
koma við hjá Tótu viku fyrir jól,
Mig langar til að minnast Maríu
frænku minnar með örfáum orðum
í þakklætisskyni fyrir árin mörgu,
þar sem hún var ævinlega eins og
sjálfsagður hluti af lífi mínu, allt
frá því ég steig fyrstu sporin og
fram á þennan dag.
Eg minnist hennar með söknuði
eins og ég minnist löngu liðinna
bernsku- og æskuára. Ára sem
aldrei koma aftur nema í minning-
unni einni.
Heimili Maríu frænku og Olafs í
Brekkugötu 11 var mitt annað
heimili í mörg ár. Alltaf finn ég
ilminn af nýbökuðu brauði og
einhvers konar yl, þegar ég hugsa
til þeirra tíma. Á vetrum var gott
að leita skjóls hjá henni, ef veður
voru vond og erfitt fyrir litla
fætur að feta sig upp brekkuna.
Um sumur var ævintýri næst að
koma í stóra trjágarðinn, sem
okkur Dodda og Diddu þótti eins
og frumskógur.
Og alltaf var María frænka eins
og haldreipi okkar barnanna. Hún
var hljóðlát en sterk. Aldrei man
ég eftir því öll þessi ár, að hún hafi
hækkað róminn eða skipt skapi.
Hins vegar man ég glöggt dillandi
hlátur hennar, nú síðast snemma í
sumar. Hún bar ekki þjáningar
sínar á torg.
María var frábær húsmóðir og
myndarleg í öllum sínum verkum.
í gamla fallega húsinu, sem faðir
hennar byggði af sinni alkunnu
snilld, bjó hún fjölskyldu sinni og
móður einstaklega hlýlegt og
aðlaðandi heimili. Og nú, þegar
jólin fara í hönd, hlýt ég að rifja
upp öll þau liðnu jól á heimili
Maríu frænku minnar, þar sem
gleði og kátína ríkti yfir kræsing-
unum hennar og kærleikurinn réð
húsum. Ég er sannfærð um, að nú
munu henni verða haldin jól.
Bryndís Jakobsdóttir.
drukkum við þá kaffi og prófuðum
nýbökuðu kökurnar hennar. Tóta
kveikti þá á aðventukertunum og
við töluðum um jólagjafir og
jólahald, og héldum okkar „litlu
jól“. Þessar hljóðlátu stundir í
notalegu stofunni hennar voru
okkar sálubót.
Þórunn var mjög glæsileg kona,
einstakleg heilsteypt og greind,
allt látbragð hennar var fágað og
fíngert. Hún var vinaföst og
trygglynd og vildi hvers manns böl
bæta, en algjörlega óhrædd að láta
í ljós skoðanir sínar, ef henni
mislíkaði.
Börnum sínum var hún fyrir-
myndarmóðir. Ást hennar og
umhyggja gagnvart þeim var
takmarkalaus, heimilislíf allt
einkenndist af festu og reglusemi,
sem leiddi til mikils barnaláns.
Börn Þórunnar og Runólfs eru
Einar fulltrúi, kvæntur Þórunni
Guðbjörnsdóttur, Guðrún Kristín,
gift Dale N. Campell-Savours,
Þorgeir rafvirki, kvæntur Jóhönnu
M. Guðnadóttur, Guðni Framkv.
stjóri, og Katrín, sem er nemandi í
6. bekk í Menntaskóla.
Hjónaband Þórunnar og Runólfs
var einstaklega farsælt, enda
byggt á traustum grunni. Okkur
hjónunum leið alltaf svo undurvel
í návist þeirra.
Ég votta Runólfi, börnum þeirra
og allri fjölskyldunni mína dýpstu
samúð. Guð gefi ykkur styrk í
sorg ykkar.
Blessuð sé minning þín, elsku
vinkona.
Guðrún Pétursdóttir.
Afmœlis- og
minningargremar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast
á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra
daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með
góðu línubili.
Greiösluskilmálar
til dæmis:
100 Þús kr. út og rest á 4 mánuðum
eða helmingur út, og rest á 6 mánuðum
Staðgreiðsluafsláttur
TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR
PLÖTUSPILARI:
Full stærð, 33 og 45 snúninga hraðar. Belt-drifinn, DC-rafeindastýrður mótor. Hálfsjálfvirkur. Mótskautun
og magnetískur tónhaus.
SEGULBAND:
Hraði 4,75 cm/sek. Dolby System. Bias filterar. Tíðnisvörun venjul. kasettu er 40-10.000Hz. Tíðnisvörun
Cr02 kasettu er 40-12.000Hz. Tónflökt og blakt er betra en 0,3% RMS.
Upptökukerfi AC bias 4 spora 2-rása sterio. Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun.^^^^^ \
MAGNARI: , I
5-IC. 47, transistorar. 23 díóður 80 musikwött (2x25 RMS) Með loudness. I f
FM. LW. MW. SW. «
HÁTALARAR: \ ■ ■. ■
20 cm bassahátalari af kónískri gerð. Mið- og hátíðnihátalari 7,6 cm '-Á t/ I
af kónískri gerö. Tínisvörun 50—20.000 Hz 4 Ohm. f
sendum I postkröfu Skipholti 19, sími 29800
Þau minnstu læra líka
meÖ Duplo
-stóruLEGO kubbunum
LEGORinýtt leikfang á degi hverjum
Það er vandi að velja þroskandi
leikföng við hæfi yngstu barnanna.
Þau þurfa að vera sterk, einföld,
litrík og þrifaleg. Og gefa tækifæri til
að móta eftir eigin höfði þó að
fingurnir hafi ekki öðlast fulla fimi,
vagna, bíla, flugvélar og aðra einfalda
hluti.
Þannig eru LEGO Duplo. Nú eru
komnir fylgihlutir sem auka
möguleikana og ánægjuna.