Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 Af þessari hæð er hægt að fylgjast náið með allri umferð á öskuhaugana! Sektarmiðar Kona úr Kópavogi hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma eftirfarandi athugasemd á fram- færi: „Ég er húsmóðir og sjúklingur á tveimur hækjum og þarf því mikillar aðstoðar við þar sem ég get ekki gengið nema stuttan spöl í einu. Sonur minn keyrði mig til að versla hér um daginn. Við fórum í Hamraborg 1 og þar sem öll bílastæði voru full lagði hann bílnum ólöglega fyrir framan húsið. Þegar við komum aftur út sáum við að búið var að setja sektarmiða upp á nokkur þúsund krónur framan á rúðu bílsins. Er heim kom hringdi ég niður á Lögreglustöð og var mér vísað áfram til réttra aðila sem vald hafa til að fella niður sektir. Mér var hins vegar tjáð að slíkt kæmi alls ekki til greina, hægt hefði verið fyrir okkur að leggja bílnum bak við Hamraborgina. En þaðan hefði ég ekki ég ekki getað gengið inn í verslunina. Fékk ég ekkert nema ókurteisi og skömm í hatt- inn. En sem kunnugt er er á fáum stöðum í bænum aðstaða fyrir sjúklinga til að versla. Hef ég því eftir þetta aðeins verslað í Reykja- vík þar sem góð aðstaða er fyrir sjúklinga að leggja bílum sínum og að komast inn í húsið. Eitt sinn þurfti ég að koma við í gjafavöruverslun í Reykjavík og lagði ólöglega fyrir framan verslunina þar sem ekki var um annað að ræða. Ég fékk sektar- miða á bílinn eins og fyrri daginn. Fórum við niður á Lögreglustöðina og var okkur vísað til yfirmanns mótorhjóladeildarinnar sem kvað það sjálfsagt að fella niður sektina þar sem sjúklingur ætti í hlut og gæti ekki komist ferða sinna á við heilbrigt fólk.“ Kona úr Kópavogi. VELVAKANDI hafði samband við lögregluna vegna þessa og fékk þau svör að bifreiðar fatlaðra ættu að vera merktar með sérstökum miðum sem fást hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Sérstakt tillit er tekið til slíkra bif eiða. • Ferðir strætisvagna Á síðustu og verstu tímum eru það sífellt fleiri sem hafa ekki efni á að eiga og reka bíla og verða því að notast við strætisvagna. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Bridgeunnendur muna eflaust eftir heimsókn sænsku Evrópu- meistaranna Morath og Göthe og sigri þeirra á Stórmóti Bridge- félags Reykjavíkur á síðasta vetri. Nýlega bættu þeir enn einni fjöður í hatt sinn með sigri á Caransa Philip Morris mótinu í Amsterdam ásamt félögum sínum úr sænska landsliðinu, Brunazell og Lindquist. Annað árið í röð, sem þeir sigra í móti þessu. Spilið í' dag var verðlaunað sérstakiega á móti þessu. Hlaut þau Hollendingurinn Hans Krejns ásamt félaga sínum, Hans Vergoed. Og svo skemmtilega vill til, að Krejns var í hollenska landsliðinu. sem heimsótti B.R. um árið. Suður gaf, allir á hættu. Vestur S. D5 H. ÁIO T. G932 L. D10962 Norður S. G10972 H. D4 T. ÁKD7 L. K5 Austur S. K643 H. G83 T. 85 L. Á843 Suður S. Á8 H. K97652 T. 1064 L. G7 Eftir að suður hafði opnað á tveim tíglum, sögn með fjölda merkinga, varð hann sagnhafi í fjórum hjörtum. Hart sagt eins og oft er þegar reyndir spilarar kljást. Krejns var í vestur og spilaði út lauftíu, lágt úr borði og austur tók slaginn. Hann skipti í spaða, suður tók með ási og spilaði lágu trompi. Krejns tók strax á ásinn og spilaði spaðadrottningunni, sem austur tók með kóngi(!) og spilaði þriðja spaðanum. Með þessu móti tryggðu þeir félagar sér annan trompslag — einn niður. Rétt er það, að suður gat unnið spilið með því að taka ekki strax á spaðaásinn. En það breytir ekki því, að þeir félagar nýttu alla möguleika, sem fyrir hendi voru í vörninni. [ ..Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddí 12 hann áfram. — Ég hefði auðvitað tekið það fram í skýrslu minni. Já, ég hafði reyndar hugsað mér að hringja um leið og heim var komið, en fyrst þér komuð sjálfur Madsen get ég sagt yður rétt eins og er... — Já, ég hefði auðvitað uppgötvað það eí eitthvað hefði verið bogið við þetta. Madsen stóðst ekki lengur mátið heldur hneppti frá eísta hnappinum á einkennisbún- ingnum. meðan hann horfði á Holm la'kni. — Sannleikurinn er sá.., Það var engu Iikara en Holm læknir ætti erfitt með að viðurkenna það. — Sannleikur- inn er sá að það eru greinileg merki um rauðan sand í höfð- inu á fröken Wainberg. Ég meina — ég hefði auðvitað gctað sagt það strax. cn ég vildi ekki vekja kvíða með fólki. en það bendir til. — Rauður sandur — þú átt við eins og er á skógarstígnum? Madsen tuggði blýantinn í áfergju. — Já. það var einmitt það sem ég vildi sagt hafa. Það bendir sum sé til að fröken Wainberg hafi veriö slegin niður með sandpoka eða ein- hvcrju slíku, sagði Holm lækn- ir að iokum og lét augun hvarfla milli viðstaddra sem allir sýndu furðu sína í fasi og andliti. 3. kafli Seinna — löngu. löngu seinna — átti Susanne eítir að minnast þessa fyrsta kvölds á Eikarmosaba' í skugga hræði- legs morðs og blaðaskrifa. Hún átti eftir að spyrja sjálfa sig margsinnis hvort það væri hennar sök að morðinginn tók aí skarið og í huganum íór hún yfir hverja hreyfingu og hvert orð seih sagt hafði verið eftir að hún hafði opnað dyrnar að bókaherberginu. En hvernig átti hún að vita að hún á þessu fyrsta kvöldi á heimili Martins var meðvirk- andi orsök til takmarkaiauss óláns... Þegar hún lauk upp þungum dyrunum að bókaherborginu eftir að haía farið upp og haft fataskipti var ckkert sem sagði henni. að mannslffi myndi borgið ef hún í þess stað hefði þotið út um aðaldyrnar. Ilún var í öldungis ágætu skapi og fann að hún með skýrslu sinni hafði gert skyldu sína og taldi sig hafa hlíft sjálfri sér og fjölskyldu Martins við frekari óþægindum. Menn höfðu orðið ásáttir um að lfklega hefðu verið tveir fullir menn að slangra þarna. Einn sem hafði hnigið niður og svo hinn sem haíði rotað Susanne aí ein- hverjum ástæðum — og væntanlega bara af því að hann var fullur. Þetta var allt ósköp lciðinlegt. en það var engin ástæða til að gera meira veður út af því en nauðsynlegt var. Fyrst ba'ði Madsen. Jasper Bang. Martin. Ilerman Kelvin og Ilolm læknir höfðu farið út þegar hún hafði lokið við að gefa skýrsluna. en fundu hvergi nein ummerki eftir fullu mennina tvo. Svo að Susanne opnaði dyrn- ar að bókaherberginu með ágætri samvizku. Hátt var til lofts og vítt til vcggja og hún stóð andartak dolfallin af hrifningu f dyragættinni. Hús- gögnin voru hér sem annars staðar smekkleg og bækur þöktu veggina til lofts. Við eldinn var langur sófi með silkiáklæði og þykkum púðum og þar hafði fjölskyldan sýnilega safnast saman til að fá sér drykk fyrir kvöldveröinn. Ef Susanne hafði ómeðvitað kviðið fyrir að hitta Gittu aftur. sefaðist hún snarlega. Hver sem skoðun Gittu var á málinu þá hafði hún vit á að Jeyna henni og áður en Susanne vissi af hafði Gitta látið hana haía bezta sætið og gefið henni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.