Morgunblaðið - 19.12.1978, Síða 44
W' i sérverzlun með
" litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19,
BUÐIN sími
29800
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
Alþýðuflokksmenn bíða
tilboðs fjármálaráðheira
Lánsfjáráætlun ekki lögð framfyrir jól
Jólin nálgast og
litlu jólin eru nú
víðast hvar haldin
í skólum. Þessa
mynd tók ljósm.
Mbl. Kristján er 8
ára börn í Breið-
holtsskóla héldu
sín litlu jól.
„ÉG REIKNA fastlega með að fjármálaráðherra sé að semja eitthvert
tilboð til Alþýðuslokksins, sem verði lagt íram á ríkisstjórnarfund-
inum í fyrramálið. Lánsfjáráætlunin hefur verið dregin til baka og
verður ekki sýnd fyrr en eftir áramót og spurningin er hvort tilboð
fjármálaráðherra varðandi fjárlögin verður þess efnis að við hleypum
þeim í þriðju umræðu cða ekki.“ sagði einn af þingmönnum
Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi.
Tómas Árnason sagði í samtali
við Mbl. í gærkvöldi að lánsfjár-
áætlunin yrði ekki lögð fram á
Alþingi fyrir jólin en varðandi
afgreiðslu fjárlaganna sagði hann
enn stefnt að því að ljúka af-
greiðslu þeirra fyrir jól og væri
hann vongóður um að það tækist.
Spurningu Mbl. um tilboð hans til
Alþýðuflokksins svaraði fjármála-
ráðherra: „Ég hef sagt að fjárlögin
séu í stærstu dráttum svipuð
þeirri stefnu, sem Alþýðuflokkur-
inn er að boða. Ég segi kannski
ekki alveg eins en mér sýnist
líklegt að þau beri þann svip,
þegar til þriðju umræðu kemur, að
samkomulag ætti að nást.“
Um lánsfjáráætlunina sagði
Lánsfjár-
áætlun 1978:
Nýjar láns-
fjárheimildir
upp á 9030
milljónir kr.
FRAM var lagt á Alþingi í
gær frumvarp til laga um
ábyrgðarheimildir og heimild
til lántöku vegna endur-
skoðaðrar lár.sfjáráætlunar
líðandi árs (1978) samtals að
fjárhæð 9030 m.kr. eða
samsvarandi upphæðar í
erlendri mynt. Þar af er
heimilt, skv. frumvarpinu, að
taka lán vegna endurskoðaðr-
ar lánsfjáráætlunar fyrir árið
1978, allt að 4000 m. kr.,
vegna þess að lántökur innan-
lands hafa reynst 2500 m.kr.
minni en áætlað var svo og
vegna meiri umsvifa á árinu
en ráðgerð voru. — Þá er
fjármálaráðherra, f.h. ríkis-
sjóðs, heimilað að ábyrgjast
allt að 230 m.kr. lán fyrir
Lánasjóð íslenzkra náms-
manna, svo að unnt verði að
veita lán er svöruðu til 85%
af svonefndri „umfram þörf
námsmanna", til viðbótar
heimild í fjárlögum ársins til
lántöku að fjárhæð 270 m. kr.
Loks er heimildarákvæði í
frumvarpinu til að ábyrgjast
með sjálfskuldaárábyrgð lán
er Akureyrarbær tekur að
fjárhæð 4800 m.kr. til
fjármögnunar á hitaveitu-
framkvæmdum.
Tómas að hún væri að mestu
unnin og venjan hefði verið
síðustu ár að hún væri samþykkt
svo í ríkisstjórninni að hægt væri
að leggja hana fram á Alþingi
fyrir jólahlé. Hins vegar stæðu
mál þannig að nú áætlunin yrði
trauðla samþykkt í ríkisstjórninni
fyrr en eftir jól.
„Það má vel vera að Tómas sé að
reyna að grafa upp eitthvert bein
handa Alþýðuflokknum", sagði
einn af þingmönnum Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Mbl. í
gærkvöldi. „Við bíðum bara og
sjáum hvað úr þessu verður. Að
vísu eru nokkuð skiptar skoðanir
um það meðal okkar, hvernig á að
taka á þessum málum. Margir
eldri mannanna, sem eru vanir
öllu samfelldari pólitík en þetta,
eru nokkuð þreyttir, en yngri
mennirnir eru vanari flugeldasýn-
ingum, eins og þessar innanflokks-
deilur kratanna eru“.
Verzlunarráð telur nýjar álögur á atvinnuvegi nema 7,4 milljörðum
Eiga um að velja að fækka
starfsfólki eða hætta rekstri
VERZLUNARRÁÐ íslands hef-
ur látið frá sér fara ályktun þar
sem þeirri skattheimtu sem í
vændum er, er lýst sem ógnvæn-
legri, því að auknir skattar á
atvinnuvegina nemi um 6 millj-
ónum króna auk fyrirhugaðrar
hækkunar Reykjavíkurborgar
á fasteignásköttum og aðstöðu-
gjöldum um 1400 milljónir
króna. Segir ennfremur í álykt-
uninni að framhjá þeirri stað-
reynd verði ekki komizt að
atvinnurekendur eigi nú um
það að velja að draga saman
rekstur fyrirtækja sinna og
fækka starfafólki eða hætta
rekstri fyrirtækjanna alveg.
í ályktun Verzlunarráðsins
um horfur í atvinnumálum á
árinu 1979, sem gerð var á fundi
stjórnar og varastjórnar ráðsins
í gær, var mótmælt harðlega
þessum nýju álögum stjórnvalda
á atvinnulífið í landinu, þar sem
færu saman stórhækkaðir skatt-
ar samfara minnkandi tekjum
vegna hertra verðlagshafta. Tel-
ur Verzlunarráðið að verði boð-
aðar skattaálögur staðfestar sé
atvinnuöryggi lar.dsmanna
stefnt í bráða hætt.u.
Varðandi áform Reykjavíkur-
borgar um að hækka fasteigna-
skatta og aðstöðugjöld um 1400
milljónir kemur fram að af hálfu
borgaryfirvalda virðist núna
horfnar áhyggjur af framtíð
atvinnulífsins í borginni, sem
allir stjórnmálaflokkar höfðu
áhyggjur af fyrir kosningar, og
varðandi aukningu skatta ríkis-
ins á atvinnuvegina um 6 millj-
arða króna bæði í formi hækk-
unar tekju- og eignaskatts og
álagningar nýrra skatta, er bent
á að ekki sé langt um liðið síðan
H af skipsm álið:
Stjórnarformaður-
inn í gæzluvarð-
hald til 17. janúar
stjórnvöld álitu atvinnuvegina
ófæra um að greiða umsamið
kaup.
í niðurlagi ályktunarinnar
I segir síðan að Verzlunarráð
Islands hveti atvinnurekendur
og samtök þeirra til að standa
þétt saman og hefja virka
baráttu til varnar framtíð ísl.
fyrirtækja. Atvinnurekendur
geti ekki lengur setið aðgerða-
lausir og horft á efnahagslíf
landsins lagt í rúst, og lýsir
ráðið allri ábyrgð á yfirvofandi
stöðvun fyrirtækja og atvinnu-
leysi á hendur stjórnvöldum
vegna stefnu þeirra í verðlags-
og skattamálum.
MAGNÚS Magnússon stjórnar
formaður og fyrrverandi forstjóri
Hafskips hf. var í gær úrskurðað-
ur í gæzluvarðhald allt til 17.
janúar n.k. að kröfu Halivarðs
Einvarðssonar rannsóknarlög-
reglustjóra. Dvelst Magnús í
Síðumúlafangelsinu þar sem yfir-
heyrsiur fara fram.
Eins og fram kom í Mbl. um
helgina kærði stjórn fyrirtækisins
Magnús fyrir meint fjármálamis-
ferli, skjalafals og misbeitingu.
Hallvarður Einvarðsson sagði að
kæruefnið beindist að ýmis konar
meintu misferli í sambandi við
framkvæmdastjórn hins kærða
hjá Hafskipi hf. árið 1977 og ’78 og
varðaði m.a. skipakaup, skipasölur
og viðskiptabréfamisferli. Kvað
Hallvarður rannsóknina á frum-
stigi en nauðsynlegt hefði þótt í
þágu rannsóknar málsins að
krefjast gæzluvarðhalds yfir hin-
um kærða manni. Magnús var
handtekinn á laugardaginn og
gæzluvarðhalds var óskað á
sunnudag í sakadómi Reykjavíkur
og var úrskurður uppkveðinn í
gær.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
hrl. er lögmaður Hafskips hf. og í
gær lagði hann fram mjög ítarlegt
yfirlit með kærunni að sögn
Hallvarðs.
5
dagar
til jóla