Morgunblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 (Jr síðasta þætti — dansinn dunar í Hruna. Dansinn í Hruna að Flúðum: Húsfyllir og sýningin þótti takast vel Ungmennafélag Hruna- manna frumsýndi leikritið Dansinn í Hruna eftir Indriða Einarsson f fclagsheimilinu á Flúðum föstudagskvöldið 8. des. Húsfyllir var á sýningunni sem þótti takast vel. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson cn leik- mynd gerði Vignir Jóhanns- son. Er þetta fimmta leikritið í röð sem Jón Sigurbjörnsson leikstýrir hjá UMF Ilruna- manna. Það hefur verið félaginu mikil! styrkur að hafa jafn dugmikinn og reyndan leik- stjóra sem Jón er og voru honum færðar miklar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf að lokinni frumsýningunni. Leik- endur eru 12 auk dansara, en með veigamestu hlutverkin fara Guðmundur Ingimarsson, Jón Hermannsson og Guðrún Sveinsdóttir. Tónlist er eftir Sigvaída Kaldalóns, en söngva æfði Sigurður Agústsson. Dansa æfðu Asta Guðný Daníelsdóttir og Halldór Guðnason, einsöng syngur Ast- hildur Sigurðardóttir. Ljósa- meistari er Tómas Þórir Jóns- son, leiksviðsstjóri er Gunnhild- ur Magnúsdóttir. Ekki verður hér rætt um túlkun leikenda á hinum einstöku hlutverkum, sem eru auðvitað misjöfn, enda leikendur mjög misjafnlega sviðsvanir. Einn leikendanna hefur leikið í flestum leiksýningum félags- ins síðan 1946 en aðrir að stíga sín fyrstu spor á fjölunum. Strax á fyrstu árum ungmenna- félaganna var víða farið að fást við leiklist og svo var einnig hér í sveit. Hefur leikstarfsemi ætið ver- ið snar þáttur í félagsstarfinu. Félagið átti 70 ára afmæli í vor og nú hefur verið ráðist í að sýna þetta verk af því tilefni. Dansinn í Hruna hefur aðeins tvisvar verið sett á svið áður, þ.e. hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó árin 1925 og 1942. Hér er það flutt nokkuð stytt, en það er í 5 þáttum og gerist í Hruna- mannahreppi árið 1518. I leik- skrá segir: „I þessu leikriti, eins og í flestum leikritum Indriða Einarsspnar, er efnið sótt í þjóðsögurnar að verulegu leyti. Söguþráðurinn er hér spunninn úr þrem alkunnum sögum. Það er í fyrsta lagi sagan um kirkjusmiðinn á Rein, sem í þessu tilviki hefir smíðað kirkj- una í Hruna fyrir gamla prest- inn, föður sr. Þorgeirs og í öðru lagi er hér sagan um karlsson- inn, sem hreppir kóngsdóttur- ina eftir að hafa uppfyllt viss skilyrði. Og svo síðast, en ekki síst, er hér sagan um dansinn í Hruna á jólanótt, og er ein rammasta galdrasaga sem um getur. Næstu sýningar á leikritinu verða milli jóla og nýárs. Til tals hefur komið að ferðast eitthvað með leikritið en það er alveg óráðið vegna mikils sviðs- búnaðar. Væntanlega verða margir til að sjá þetta leikrit, enda fátítt að kirkja sökkvi á leiksviði! Sig. Sigm. Leikarar, leikstjóri og starfsmenn. Ljósm. Sig. Sigm. Það sem guð- unum þóknaðist Sófoklesi ÞEBULEIKIRNIR. Oidípús konungur. Oidípús í Kólonos. Antígona. Þýðinguna gerði. Jón Gislason. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1978. MEÐ þýðingum sínum á Þebu- leikum Sófoklesar hefur Jón Gísla- son unnið þarft verk sem ber að þakka. Þessir þrír leikir eru nú komnir út í einni bók ásamt inngangi um leikritaskáldið Sófo- kles, ritgerð um leikritin þrjú, textasögu og skýringum. Verkið er því í heild sinni aðgengilegt almennum lesendum jafnt sem fræðimönnum. í því birtir Sófo- kles „grundvallarsannindi í bún- ingi innblásinnar listar" eins og Jón Gíslason kemst að orði. Boðskapur hans er ekki „þreytandi predikun" heldur stórbrotinn mannlegur vitnisburður. Það er æðri vilji sem ræður vegferð hvers og eins og þar er hinn glæsilegi Oidípús ekki undanskilinn. Örlög sín getur hann ekki flúið. Hver er þá sekt hans þegar hann hefur verið dæmdur af guðunum til að Sófokles. Jón Gíslason. vega föður sinn og geta börn með móður sinni? í Oidípús í Kólonos segir Oidí- pús í varnarræðu sinni andspænis Kreoni konungi: „Óðamáia eystu mig smán og svívirðingum og gefur mér að sök morðið, hjóna- bandið og ógæfu þá, sem ég hef í ratað óviljandi. Guðunum þóknað- ist að haga þessu þannig“. Til Kólonos er hinn blindi Oidipús kominn til að deyja samkvæmt úrskurði véfréttarinn- ar. Á hefur verið bent oftar en einu sinni og það gerir einnig Jón Gíslason nú að sumt hið fegursta í ljóðlist Sófoklesar sé að finna í þessú leikriti. Óðurinn til átthag- amma sem kórinn flytur er meðal hátindanna í griskum skáldskap. Oidípús konungur og Antígona eru að vísu magnaðri verk en Oidípús í Kolonos, en fáir sem kynnst hafa vildu missa af því. Antígonu lýkur á orðum sem fela í sér niðurstöðu Þebuleikanna: „Vizkan er það bjarg, sem ham- ingjan hvílir á. Þeim, sem guðina óvirða, er háskinn vís“. „Ýmsar persónur grískra harm- leika standa mönnum skýrar fyrir hugskotssjónum en sumar „raun- verulegar" persónur mannkyns- sögunnar“ skrifar Jón Gíslason í inngangi sínum. Ekki er líklegt að breyting verði á því. Mönnum verður tíðrætt um óþvingaðan stíl Sófoklesar. Það er eins og verk hans hafi orðið til án fyrirhafnar. Þá ber að hafa það í huga að til að valda hinu einfalda og ljósa þarf stundum meiri áreynslu, tvísýnni baráttu en njótendur listaverka gera sér grein fyrir. Eftirminnilegt er það sem þýska skáldið Friendrich Hölderlin segir í ljóði um leikrit Sófoklesar. Jón Gíslason vitnar til þess í inngangi sínum: „Margir hafa árangurslaust reynt að segja hið gleðilega með gleðibrag. Hér birtist mér það um síðir, hér, í sorg.“ Þýðingar Jons Gíslasonar eru á óbundnu máli, en verk Sófoklesar Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON eru ljóðleikir. Þýðing Jóns er prýðilega orðuð og kemur ekki að sök þótt hann freisti ekki að glíma við ljóðformið. Oidípús konungur og Antígona eru til í ljóðaþýðingum Helga Hálfdanarsonar. Það er eitt sem ég á erfitt með að sætta mig við í sambandi við þessa annars þokkalegu útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Próf- arkalestur er ekki nógu vandaður. Dæmi eru um villur, ónákvæmni í stafsetningu nafna og meira að segja línubrengl. Þetta má allra síst gerast i útgáfu klassísks verks og ætti Bókaútgáfa Menningar- sjóðs að sjá sóma sinn í að bæta ráð sitt. Nútímaást ' N. NV SKAL0S4GA EFTIR HOFUNO • J METSÖLUBOK ARINNAR V f/f I1//1 7 j frumsfir miómetri JBMIE/ Sheldon Sidney Sheldoni ANDLIT í SPEGLINUM. 221 bls. Þýð.i Ilersteinn Pálsson. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri. 1978. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur ár hvert út að minnsta kosti eina meiriháttar skemmtisögu, þýdda. Þýðandi er jafnan Her- steinn Pálsson. Meðal fyrri bóka af þessu tagi má nefna Hótel og Flugstöðina. Andlit í speglinum er að mörgu leyti dæmigerð nútíma- skemmtisaga og endurspeglar þær gagngerðu breytingar sem orðið hafa á allra síðustu árum á anda og efni slíkra bókmennta. Ástin er sem fyrr hið sígilda efni allra skemmtibókmennta. Hitt er breyt- ingum undirorpið hvernig höfund- ar túlka það mjög svo sígilda fyrirbæri. Fyrir mannsaldri eða svo voru þetta mestan part sögur um huglæga ást, stefnumót, ástar- játningar, afbrýði, sefjandi augna- tillit og dreymandi hvíslingar. Mikið var gert úr fríðleika sögu- hetjanna, kvenna auðvitað fyrst og fremst, en raunar einnig karla. Kæmi á daginn að einhver kven- persónan ætti von á barni hiaut lesandinn að spyrja furðu lostinn: hvar, hvenær og hvernig gat þess konar atvik hafa gerst sem leiddi til þvílíkrar þróunar málanna! Að slíku og þvílíku var nefnilega hvergi ýjað hvað þá meir. Nú má segja að þetta hafi snúist við, og hef ég þá meðal annars til viðmiðunar bók þá sem hér um ræðir. Þetta er að talsverðu leyti kynlífssaga með tilheyrandi verk- lýsingum. Og eins og rímna- hetjurnar í gamla daga gátu lagt ótrúlegan óvinafjölda að velli þannig gerast nú glaumgosarnir svo fjölþreifnir til kvenna að með ódæmum er: » ... brátt var Toby farinn að þjónusta hálfa tylft giftra kvenna í. hverfinu.« (Þess má geta að Toby er hér rétt að byrja, unglingur, og á eftir að afgreiða mun fjölbreyttari hópa síðar á ævinni). Einnig má segja að skemmtisög- ur sem þessi sæki nú í átt til sögulegra viðmiðana. Fyrrum var varast að nefna ártöl í svona sögum (til að þær yrðu síðar úreltar). Nú er gjarnan miðað við fastákveðinn stað og tíma og frægum mannanöfnum jafnvel blandað saman við nöfn söguhetj- anna til að skapa sennileikablæ, gefa frásögninni yfirbragð true story. »Árið 1919 var Detroit í Michigan-fylki sú iðnaðarborg í neiminum, sem átti mestum upp- gangi að fagna.« Þannig byrjar einn kaflinn. »Josephine Czinski varð þrettán ára þann 14. ágúst 1952.« Svona er hér allt í tímaröð. Bókmenntir eltir ERLEND JÓNSSON Enn eitt almennt einkenni ber þessi saga, sem sé margþættan efnisþráð. Hér eru margar persón- ur, hver meö sitt umhverfi í kringum sig, og sviðsskiptingar tíðar, en að lokum fer þó svo að línur skerast, leiðir söguhetjanna liggja saman vegna ófyrirsjáan- legra atvika og kynlegra tilviljana. Andlit í speglinum er saga um heitar ástríður — blóð, ást og dauða — allt í mörgum og sterkum og síendurteknum skömmtum. Kynslóðin, sem undi sér við Kapítólu, hefði lesið þessa bók með andköfum. Fyrir þrjátíu árum hefði hún verið — eins og »bláa bókin« — geymd undir búðarborð- inu og einungis seld fullorðnum, það er að segja ef hún hefði þá ckki verið bönnuð. Nú blöskrar þetta engum. Þannig breytast tímarnir. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.