Morgunblaðið - 20.12.1978, Page 16

Morgunblaðið - 20.12.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Logið að láglaunafólki Ríkisstjórn skattheimtunnar haföi það að yfirvarpi að hún myndi leggja sig fram um að hafa náið samráð við aðila vinnumarkaðarins. Fljótt kom í ljós, að það var aldrei ætlunin að ræða við vinnuveitendur um eitt eða neitt, sem máli skipti. Allt voru það vísvitandi svik og blekkingar, sem sagt var um samráð við þá við myndun ríkisstjórnarinnar. Nú er það sama komið upp á teninginn í sambandi við launþega. Samráðið við þá nær einungis til forystusveitar Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni og einstakra Alþýðuflokksmanna. Á aðra er ekki yrt orði. Það verður líka æ meira áberandi, að vaxandi óánægju er farið að gæta með þessi vinnubrögð innan verkalýðshreyfingarinnar. Það þarf heldur ekki að leita lengi til að finna ástæðuna fyrir þessu. Flest af því, sem ríkisstjórn skattheimtunnar þykist gera launþegum til dýrðar, er ekki annað en orðaleikir og skrum, ef vel er að gáð. Dæmigert um það er, að nú á að lækka sjúkratryggingargjaldið um lítið hálft % á litlum hlut landsmanna, sem aftur er notað sem réttlæting fyrir því, að laun skuli lækkuð á öllum landsmönnum um 2%. Þegar það er jafnframt haft í huga, að sjúkratryggingargjaldið hefur aldrei verið í verðbótavísitölunni, verður skrípaleikurinn enn augljósari en ella. Þegar sjúkratryggingargjaldið var lagt á, var ekki tekið tillit til þess með hækkun verðbótavísitölunnar. Hið sama á að sjálfsögðu að gilda, þegar sjúkratryggingar- gjaldið er lækkað. Það á að koma launþegum til góða án þess að kaupgjaldið sé skert. Fleiri borga tekjuskatt en áður Mest er blekking ríkisstjórnar skattheimtunnar í sambandi við svokallaða lækkun beinna skatta. Beinir skattar eru ekki reiknaðir inn í verðbótavísitöluna. Launþegar hafa því aldrei fengið þá uppiborna með hækkuðu kaupgjaldi. Þótt sjúkratryggingargjaldið eigi nú að lækka um '/2% á litlum hlut launþega og enn minni hluti þeirra njóti þess ákvæðis, að neikvæður tekjuskattur skuli ná til greiðslu sjúkratryggingargjalds, ef svo ber undir, réttlætir það á engan hátt 2% skerðingu kaupgjalds allra launþega í landinu, jafnt láglauna- sem hálaunamanna. Launþegar láta hér miklu meira af hendi en þeir fá í staðinn. Blekkingin í sambandi við tekjuskattinn er enn nöturlegri. Þegar fjárlög voru lögð fram, var skattgjaldsvísitalan ákveðin óeðlilega lág. Nú hefur nokkur leiðrétting fengizt þar á, en samt vantar 2—3% til þess að skattgjaldsvísitalan fylgi þeirri meðaltalshækkun launa, sem var frá 1977 til 1978. Af því leiðir óumflýjanlega, að tekjuskatturinn nær til lægri launahópa en áður og að færri njóta neikvæðs tekjuskatts en ella. Hér er því um aukna skattlagningu að ræða, en ekki lækkun skatta eins og stjórnarsinnar eru að reyna að koma inn hjá þjóðinni, einkum þó Alþýðubandalagsmenn, sem fyrirmunað er að leggja mál rétt fyrir. Alþýðubandalagið ræður ferðinni Það verður að segja þingmönnum Alþýðuflokks til hróss,#að þeir kunna illa við sig í þeim félagsskap, sem stendur að ríkisstjórn skattheimtunnar. Þeir finna, að samráðið við verkalýðshreyfinguna er ekki annað en yfirvarp og vita, að á næsta ári er stefnt að meiri skattaáþján fyrir alla landsmenn en þekkst hefur síðan einhvern tíma fyrir Viðreisn. Þessu reyna þeir að standa á móti. En það er við ramman reip að draga þar sem Alþýðubandalagið er. Það er nú öllum orðið ljóst, hvað fyrir því vakir. Annars vegar eru atvinnuvegirnir blóðmjólkaðir, þannig að sumar greinar eru 'komnar á heljarþröm, eins og glögglega lýsir sér í þessum ummælum Benedikts Davíðsson- ar: „Það er ljóst að heldur er skuggsýnt framundan í byggingariðnaðinum“, — og þurfa menn ekki að gera því skóna að hann máli ástandið of dökkum litum með hliðsjón af þeim ósvífnu yfirlýsingum, sem hann hefur gefið ríkisstjórn- inni til dýrðar. Gagnvart launþegum er ástandið þannig fyrir tilverknað Alþýðubandalagsmanna í ríkisstjórn og sakir undramikilla áhrifa þeirra á Olaf Jóhannesson, að atvinnuleysisvofan er þegar komin í dyragættina, en fyrir mönnum liggur að,greiða hlutfallslega meira í opninber gjöld en kannski nokkru sinr.i fyrr. Hver er sínum gjöfum líkastur, stendur þar, og þær jólagjafir, sem nú er verið að búa um í glanspappír á Alþingi, bera sannarlega svip þeirra manna, sem mestu ráða um stjórn landsins og allir eru í Alþýðubandalaginu. Birgir ísl. Gunnarsson: Alþingi má ekki hækka verðjöfnun- argjald á raforku I öllu því flóði frumvarpa og ákvarðana um nýja skatta og nýjar álögur, sem yfir okkur hafa dunið undanfarna daga, er eitt gjald, sem þarf að fá alvarlega umræðu á opinberum vettvangi. Það er frumvarp iðnaðarráðherra um að hækka svonefnt verðjöfnunargjald á raforku úr 13% í 19%.. — Hvað er hér á ferðinni? Hvað þýðir þetta gjald? Það skulum við athuga nánar. Skattheimta á rafmagnssölu óeðlileg Fyrst er rétt að vekja athygli á því að stjórn Sambands íslenzkra rafveitna hefur mót- mælt þessu gjaldi og að Borgar- ráð Reykjavíkur hefur einróma mótmælt þessari hækkun verð- jöfnunargjaldsins. Hér er því mál á ferðinni, sem Alþingi hlýtur að staldra við og skoða. Þessu máli má ekki þræla i gegn nú í flýtisafgreiðslu jólavikunn- ar. í greinargerð Sambands ís- lenzkra rafveitna (hér eftir nefnt S.I.R.) kemur fram, að allt frá því að slíkt verðjöfnunar- gjald var sett á, hefur S.Í.R. mótmælt því. Gjald þetta kemur ofan á smásöluverð allra raf- veitna í landinu, nema hitunar- taxta. Auk verðjöfnunargjalds- ins greiða allar rafveitur sölu- skatt, sem nemur 20%.. Ef þessi tillaga yrði samþykkt, þá myndi ríkissjóður hirða til sín 39%. álag á alla rafmagnssölu í landinu. Verðjöfnunargjaldið rennur til Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Þetta gjald er óeðlilegt að mörgu leyti. Þar sem það er lagt á sem prósenta ofan á gildandi rafmagnsverð frá hverri rafveitu, þá leggst það þyngst á notendur þeirra rafveitna, sem þegar hafa hæzt rafmagnsverð. — Það er því ekki réttnefni að kalla þetta „verðjöfnunargjald". Leysa verður vanda RARIK á annan hátt I tillögunni um þessa miklu hækkun verðjöfnunargjaldsins felst og viss uppgjöf við að leysá vandamál Rafmagnsveitna Ríkisins. Það fyrirtæki er nú rekið með miklum halla, en vitað er, að tillögur RARIK til lausnar á fjárhagsvanda fyrir- tækisins eru fólgnar í því, að ríkissjóður yfirtaki hluta af skuldum og veiti óafturkræf framlög vegna þeirra fjárfest- inga, sem telja má til félags- legra framkvæmda, þ.e. til rafvæðingar ýmissa dreifbýlis- staða, þar sem fyrirfram er vitað, að fjárfesting getur ekki skilað arði. Auðvitað er það mun skynsamlegri lausn. Hækkun „verðjöfnunargjalds“ leiöir til þess, að keyrt verður lengra út í fenið. Afram verður gengið á þeirri braut, að enginn veit hvað snýr upp og hvað niður í fjármálum og rekstri fyrir- tækisins. Áætlað er að verðjöfnunar- gjaldið muni að óbreyttu orku- verði nema um 1500 millj. kr. Af því kæmi 1200 millj. kr. í hlut Rafmagnsveitna ríkisins og 300 millj. kr. í hlut Orkubús Vest- fjarða. Fyrirhuguð hækkun myndi auka gjaldið úr 1500 millj. kr. í 2200 eða um 700 millj. kr. Notendur Rafynagnsveitu Reykjavíkur myndu greiða 300 millj. kr. aukalega, ef þessi hækkun kæmist á, til viðbótar við um 600 millj. kr. gjaldi nú. Fjárhagsvandi Rafmagnsveitu Reykjavíkur Vitað er að Rafmagnsveita Reykjavíkur á við fjárhags- vanda að stríða. Meginástæða þess vanda er sú, að um langt árabil hefur R.R. ekki fengið að hækka sínar gjaldskrár og hefur því þurft að taka erlend lán til að standa undir eðlilegum fram- kvæmdum. Þessi erlendu lán íþ.vngja nú fyrirtækinu og ljóst er, að rafmagnsverðið í dag gæti verið lægra, ef ríkisvaldið hefði ekki á þennan óeðlilega hátt gripið inn í verölagsstefnu borgaryfirvalda. R.R. þarf nú um 22% hækkun og að auki nýtt erlent lán, að fjárhæð 1 millj. dollara, til að greiða niður eldri erlendar skuldir. Því furðulegra er það, að ætla nú að hækka raforkuverð í formi skattlagn- ingar til ríkisins. Samanburður í rafmagnsverði villandi í greinargerð með frumvarp- inu segir m.a.: „Ekki verður hinsvegar hjá því komizt að hamla nú þegar gegn þeim gífurlega mun sem er á raforku- verði í landinu, en hann bitnar fyrst og fremst á viðskiptavin- um Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða, eins og glöggt kemur fram í meðfylgj- andi töflu (fylgiskjal)“. í töfl- unni eru síðan tilgreind dæmi um raforkuverð á nokkrum stöðum á landinu. Þau dæmi eru mjög villandi, þar sem aðeins eru teknir tveir taxtar til samanburðar. Raunar er svipaða sögu að segja varðandi þann samanburð, sem nýlega hefur birst, þar sem borið er saman rafmagnsverð í Reykja- vík og Rangárvallasýslu. I samanburðinum er ekkert getið um sölu samkvæmt mark- taxta eða hitunartaxta, en sala skv. þessum töxtum nam 61% af heildarsölu RARIK á síðasta ári og notkun þessara taxta fer hraðvaxandi. Ef þessir tveir taxtar eru teknir með og reikn- að út meðalverð, koma allt aðrar tölur út en í samanburði ráð- herra eða Rangæinga. Samkvæmt söluskýrslu RARIK er meðalverð til Rangæ- inga þannig: Rangárvallaveita 7,62 kr/kwh., Hvolsvöllur 8,51 kr/kwh., Hella 8,43 kr/kwh. Meðalverð Rafmagnsveitu Reykjavíkur er 12,32 kr/kwh. I mótmælum Rangæinga er rætt um 84%. hærra rafhitunarverð en hjá R.R. og „175% hærra verð til iðnaðar en hjá R.R.“ Þessar tölur eru ekki réttar til samanburðar. Fyrri talan grundvallast í ósambærilegum töxtum, þ.e. forgangsorku hjá RARIK, en rofinni orku hjá R.R. Síðari talan virðist byggt á úreltum lýsingartaxta, sem er sáralítið notaður hjá RARIK (innan við 1%. af heildarsölu), en hins vegar mikið notaður hjá R.R. (24%. af orkusölu). Mörg fleiri slík dæmi mætti nefna, en af þessu má ljóst vera, að meginforsenda frumvarpsins, þ.e. samanburður á orkuverði, hvílir á mjög veikum grUnni og þarfnast mun betri athugunar. Tillaga ráðherra er greinilega flýtisverk og þarfnast endur- skoðunar. Alþingi verður að taka hana föstum tökum, en til þess þarf lengri tíma en gefst í þessari viku. Eðlilegast er nú að fram- lengja núverandi verðjöfnunar- gjald um eitt ár, en taka jafnframt fjármál RARIK til endurskoðunar svo og gjald- skrár fyrirtækisins. Stefna ætti að því í þeirri endurskoðun, að verðjöfnunargjaldið hyrfi alveg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.