Morgunblaðið - 20.12.1978, Side 17

Morgunblaðið - 20.12.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 17 Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins: Kann að vera að ráðherraábyrgð- in setji svip á viðhorfmanna en um að rœða hæft 'að fresta afgreiðslu fjár- laga. Ég studdi tillögur Eggerts G. Þorsteinssonar og Magnúsar H. Magnússonar um aðra málsmeð- ferð en ofan á varð, og þegar þessar tvær tillögur höfðu verið felldar sat ég hjá því ég var jú sá sem átti það verkefni í vændum að fara með niðurstöðu flokksstjórnarinnar inn í ríkis- stjórnina." Mbl. spurði þá hvort hann teldi gang mála hafa myndað bil milli ráðherra Alþýðuflokksins og þingflokksins. „Um slíkt er alls ekki að ræða,“ svaraði Benedikt. „Það kann að vera að ráðherraábyrgðin setji einhvern svip á viðhorf manna. Við Magnús aðhylltumst tillögu, sem meirihlutinn hafnaði. Það var lýðræðisleg afgreiðsla í málinu. Og við Magnús vinnum í ríkisstjórn af fullum heilindum við afgreiðslu málsins í flokks- stjórninni, enda ekki um neinn málefnaágreining að ræða milli okkar og þingflokksins." Hin 6 frumvörp félagsmálaráðherra: 18 milljarða útgjalda- aukning atvmnuvegaima málefnaágreining er ekki „ÞAÐ ER LJÓST að fjárlögin taka töluverðri breytingu við þriðju umræðu því það er hart gengið fram í því að skera niður. Eg sé ekki betur en að fjárlögin séu mjög að nálgast þann ramma sem var settur upp í okkar efnahagsmálafrumvarpi og ég er sannfærður um að það er stefnt í þann greiðsluafgang sem íullnægir óskum okkar Alþýðuflokksmanna." sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í gær. „Ég hef boðað flokksstjórnarfund annað kvöld og þá verður málið rætt eins og það þá stendur og flokksstjórnin mun taka meginákvörðun í málinu. Benedikt sagðist vona fast- lega að það tækist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jólin. „Ég held að það hafi ekki gerzt síðan fyrir 1960 að afgreiðsla fjárlagafrumvarpsins drægist fram á næsta ár,“ sagði Bene- dikt. „Ég fylgdist með gangi mála þá sem blaðamaður og það var hreint óskaplegt. Ég tel að til slíks eigi ekki að koma nema fyrir hendi séu einhverjar yfir- þyrmandi ástæður.“ Mbl. spurði Benedikt hvað hann hefði að segja um gang mála í Alþýðuflokknum varð- andi mál fjárlagafrumvarpsins: „Ég var að gegna störfum erlendis, þegar þetta fór í gang núna, þannig að þetta hefur ekki hvílt mest á mér heldur for- manni þingflokksins. Þetta eru þróttmiklir menn, margir þessir yngri þingmenn okkar, og þeir vilja taka verð- bólguvandann föstum tökum. Þetta þýðir þó ekki að við eldri mennirnir séum á öndverðum meiði við þá yngri, hvað þetta snertir, en ef til vill höfum við önnur viðhorf til vinnubragða vegna reynslu okkar. Ég veit ekki um neinn efniságreining innan Alþýðuflokksins um efna- hagsmálin." Mbl. spurði Benedikt hvort það væri rétt að hann hefði setið hjá við atkvæðagreiðslur á Benedikt Gröndal. flokksstjórnarfundi Aiþýðu- flokksins á fimmtudagskvöldið. „Ég tók til máls undir lok umræðna," sagði Benedikt. „Ég lýsti fullum málefnastuðningi við frumvarp þingflokksins, en hins vegar taldi ég ekki raun- VÆNTANLEGA verða lögð fyrir Alþingi á næstu dögum svokölluð atvinnumálafrumvörp. sem fjalla um styttingu vinnutímans. breyt- ingu á uppsagnarfresti og breytingu á veikindarétti. í þessu sambandi hafa verið haldnar svokallaðir samráðsfundir og var einn slíkur haldinn í gær með fulltrúum ASÍ. Hins vegar hafa vinnuveitendur óskað eftir sam- ráðsfundi með ráðherrunum þremur. Tómasi Árnasyni, Svavari Gestssyni og Kjartani Jóhannssyni. en engin svör hafa borizt. Ilefur ráðherrunum af þessu tilefni verið skrifað bréf og send hafa verið hraðskeyti. Hins vegar voru vinnuveitendur boðað- ir í skyndi á fund Magnúsar II. Magnússonar félagsmálaráð- herra fyrir helgina. þar sem farið var yfir tvö þessara frumvarpa. Gunnar Björnsson, formaður Meistarasambands byggingar- manna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væri um neitt samráð að ræða, að nota það orð væri algjörlega út í loftið, þar sem frumvörpin liggja jafnan á borðinu þegar slíkir fundir eru boðaðir og aðilar þá ekkert spurðir að því, hvort þeir hafi eitthvað um frumvörpin að segja. Hið sama hafa fulltrúar ASI sagt í samtali við skattafrumvörpin, sem lögð voru fram á Alþingi í síðustu viku. Gunnar Björnsson sagði hins vegar, að þau fraumvörp, sem nú væru í undirbúningi og enn hafa ekki verið lögð fram, væru í raun samin af Alþýðusambandi Islands og aðnneginhluta til orðrétt upp úr tillögu sem ASI lagði fram. Gunnar Björnsson hefur verið að reikna út undanfarið, hvern kostnað þessi frumvörp, ef að lögum verða, hafa í för með sér fyrir atvinnureksturinn í landinu. Hann kvað vinnutímastyttinguna eina sér, þ.e.a.s. breytinguna úr eftirvinnu í næturvinnu, hafa í för með sér 1,6% kauptaxtahækkun í kostnaðarauka fyrir atvinnurekst- urinn eða 4,8 milljarða á einu ári. Ef veikindareglan er síðan metin, þá hefur það atriði mjög mikla þýðingu, að jafnhliða sem veikindarétturinn er stórlega lengdur, allt upp í 6 mánuði eftir 5 ára starf, 3 + 3, þá eru í öllum tilfeilum fyrstu 2 og 3 mánuðirnir á svokallaðri staðgengisreglu, sem í mörgum greinum hefur fallið út úr samningum og er ekki gildandi, t.d. í öllum byggingariðnaðinum. Þar hefur hún ekki gilt frá árinu 1972 og þetta atriði eitt sér hefur stórvægilegan kostnaðarauka að ræða, sem erfitt er þó að meta vegna þess að ekki hefur verið nægilega kannað hvert vægi þess- ara veikinda í kaupi er í raun og veru. Fljótlegt mat er þó ekki minna en 2V-i til 3% miðað við kaup. Ef talað er um þetta sem jafngildi þriggja prósenta í laun- um, fer ekki milli mála að það margborgaði sig fyrir atvinnu- reksturinn að greiða þessi 3% beint í launum, heldur en taka þetta inn á sig beint. Þar fyrir utan gæti þetta riðið litlum fyrirtækjum að fullu, þar sem þetta er ekki tryggingarhæft með staðgengisreglunni. Ekkert litlu fyritækjanna er fært um að hafa kannski einn til 2 menn í veikinda- fríi í ef til vill 6 mánuði. Marga þætti í þessum frumvörp- um, sem væntanlega verða lögð fram á næstunni, er erfitt að meta. Gunnar Björnsson kvað þau 3% sem rætt hefði verið um að þessir 6 pakkar kostuðu, vera langt fyrir neðan raunvirði þeirra. Ef þetta er metið lauslega þá er nær að ræða um 5 til 6%. Sumt af þessu er arfur síðustu ríkisstjórna, en ef meta á allt þetta, sem í frumvörp- unum felst, sagði Gunnar að það væri ekki innan 6% . Jafngildir það um 18 milljörðum króna á einu ári. Þessar lagasetningar og enn- fremur skattafrumvörpin, sem tengjast tekjuöflunarhlið fjárlaga- frumvarpsins, munu hafa í för með sér stórkostlega erfiðleika fyrir atvinnufyrirtækin, sagfd Gunnar Björnsson og bætti því við, að hann sæi ekki annað en það hlyti að verða stórhrun og þar með almennt atvinnuleysi. Ráðherra fylgjandi vörugjaldi á hljóðfæri FRUMVARI’ ríkisstjórnarinnar um timabundið vörugjald var afgreitt frá efri deild Alþingis í gær og sent neðri deild til nánari umfjöllunar. Samþykkt var að vörugjaldið skyldi einnig leggj- ast á hljóðfæri og meðal þeirra. er greiddu því atkvæði, var Ragnar Arnalds. menntamála- ráðherra. Ragnar lýsti því sem kunnugt er yfir fyrr við umræð- una. að hann væri mótfallinn slíkri álagningu á hljóðfæri. Breytingartillaga Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar og annarra þing- manna Sjálfstæðisflokksins í efri deild um að hljóðfæri yrðu undan- skilin hækkun vörugjaldsins var því felld. Var viðhaft nafnakall við atkvæðagreiðsluna og voru allir þingmenn stjórnarinnar í deild- inni samþykkir vörugjaldi á hljóð- færi, nema Bragi Sigurjónsson, sem sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. Þeir sem andvígir voru hækkun vörugjaids á hljóðfæri voru því eftirtaidir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins: Eyjólfur Konráð Jóns- son, Guðmundur Karlsson, Jón G. Sólnes, Oddur Olafsson, Ragn- hildur Helgadóttir og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. 3 frumvörp samþykkt í neðri deild ÞRJÚ frumvörp voru samþykkt í neðri deild sem lög frá Alþingi í gær. Þar er í fyrsta lagi um að ræða frumvarp til laga um Seðlabanka Islands varðandi heimild til endurkaupa af innlánsstofnunum lán vegna útflutningsframleiðslu með þeim kjörum að vextir og höfuðstóll séu háðir breyt- ingum á gengi. I öðru lagi frumvarp til laga. um skipan á innflutningi og gjaldeyrismál- um er fjallar um 2% leyfisgjald af fjárhæð þeirri sem leyfið hljóðar á. í þriðja lagi var samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um vöru- gjald og fjallar það m.a. um hlutdeild Styrktarfélags van- gefinna o.fl. Fœreysk löðniuiefnd í janúar FÆREYSK samninganefnd er væntanleg fyrri hluta janúarmán- aðar til viðra'ðna um loðnukvóta fyrir færeysk veiðiskip við ísland. í desember í fyrra var samið við Fa'reyinga um 35.000 tonna loðnukvóta þeim til handa. „Það eru óneitanlega töluvert brevtt viðhorf til loðnuveiðanna nú." sagði Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra í samtali við Mbl. í gær. „Bæði er nú talið að við getum hæglega sjálfir veitt allt það magn sem talið er að megi veiða og visindamenn eru nú varfærnari í spám sínum um loðnustofninn,“ sagði Benedikt. Mbl. spurði hvort hann teldi að við ættum að veita Færeyingum leyfi til loðnuveiða. „Um það vil ég ekkert segja að svo stöddu. Ég er í hjarta mínu vinveittur Færeyingum, en við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að stöðugt er veriö að herða að okkar eigin fiskveiðum og þá eru menn eðlilega tregari til að sætta sig við veiðiheimildir út- lendinga.“ Alþingi: Samþykkir stuðning við óperuflutning ÓFERUSTARFSEMI mun fram- vegis verða styrkt af hinu opin- hera eins og önnur leiklistarstarf- semi í landinu. eftir að breyting- artillaga frá Ragnhildi Helga- dóttur við leiklistarlög var sam- þykkt frá Alþingi á mánudaginn. Verður óperustarfsemi nú sett á bekk með Leikfélagi Reykjavík- ur. Leikfélagi Akureyrar. Banda- lagi íslenskra leikfélaga. áhuga- leikfélögum og annarri leikstarf- semi í landinu eftir samþykkt hreytingartilliigu Ragnhildar. í greinargerð sinni með tillög- unni sagði Ragnhildur meðal „Meðal sígildrar listar, sem flutt er á leiksviði, er söngleikur eða ópera. Leiklist í þrengstu merk- ingu, tónlist og danslist sameinast allt í flutningi óperu. íslendingar eiga á þessu sviði hóp mjög góðra og vel menntaðra listamanna. Þessi listgrein, íslensk óperustarf- semi, hefur þó orðið útundan. Ákvæöi í þjóðleihúslögum um ráðningar söngvara eru ekki fram- kvæmd og starfsemi söngvara er að engu getið í leiklistarlögum. Nýlega hefur hópur okkar bestu söngvara stofnað félag í þeim tilgangi aö setja upp og flytja óperur. Félagið hefur nú þegar unnið mikið og fórnfúst starf í listgrein sinni. Mikill áhugi er nú á söngnámi. Um 90 nemendur eru t.d. í Söngskólanum. Má því búast við, að senn verði tilbúinn til starfa nokkur hópur nýrra, vel menntaðra söngvara."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.