Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 19 — Hver er ástæðan? Ástæðan fyrir aukinni verðbólgu er auðvit- að margþætt, en frumorsakir þess verðbólgustigs, sem er milli 40 og 50% er að leita til ársins 1974, þegar fyrri vinstri stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar hrökklaðist frá völdum. Ríkisstj. Geirs Hallgrímssonar, sem fékk 1974 yfir 54% verðbólgu frá ársbyrjun til ársloka í arf frá vinstri stjórninni, hafði náð þeim árangri að verðbólga var undir 26% á miðju ári 1977. Á þeim tíma voru gerðir kjarasamningar, svo- nefndir sólstöðusamningar. Þá var samið um miklar grunnkaups- hækkanir í heild og nýja útreikn- ingsaðferð vísitölu. Hvort tveggja hlaut að leiða til mikils skrúfu- gangs verðlags og launa, þótt hinir lægstlaunuðu fengju síst ofmæld- an hlut. Spyrja mætti, hverjir hvöttu til slíkra kjarasamninga. Svarið er augljóst: Þar voru fyrst og fremst að verki forystumenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks innan launþegahreyfingar og utan. Þegar sýnt var, að þessir kjara- samningar myndu valda slíkum víxlhækkunum launa og verðlags, að launþegar fengju einungis fleiri verðlausar krónur í sinn hlut, gerði ríkisstj. Geirs Hallgrímsson- ar ráðstafanir til þess að stöðva eða draga úr þeirri óheillaþróun. Samþykkt voru lög frá Alþingi um takmörkun vísitöluskrúfunnar, skattalækkun og niðurskurð ríkis- útgjalda í febrúar s.l. Þessum lögum var ekki vel tekið, eins og kunnugt er. Premstir í flokki þeirra sem brutu þessi lög niður og aðrar viðnámsaðgerðir fyrir ríkisstj. gegn verðbólgu voru forystumenn Alþb. og Alþfl. bæði innan laun- þegasamtakanna og í pólitískum vettvangi. Óraunhæf kosningalof- orð þeirra um samningana í gildi hafa að vísu fært launþegum fleiri en jafnframt verðminni krónur í vasann og verðbólgan hefur magn- ast. Nú glíma þeir við verðbólgu- draug sem þeir áttu drýgstan þátt i að vekja upp sjálfir og hafa nú brugðið á það ráð að fara í kring um vísitöluákvæði kjarasamninga til þess að taka aftur af launþeg- um það litla, sem þeir þóttust bæta þeim upp með efndum að hluta á loforðinu um samningana í gildi. Allt frá' því að núverandi stjórnarsamstarf hófst hafa farið fram hatrammar deilur milli stjórnarflokkanna innbyrðis. í raun og veru virðist þeim fyrir- munað að ná samkomulagi í nokkru máli, nema eftir yfirlýs- ingar í ræðum eða dagblöðum, sérstökum bókunum í þingnefnd- um eða beinum hótunum. Ræður formanna þingflokka Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags við 1. umræðu fjárlaga báru þessa glögg merki. Tillögur og umræður um skattamál, vaxtamál og landbún- aðarmál, svo eitthvað sé nefnt, eru með sama marki brenndar. Fyrsta græn- lenzka bókin „BÓKIN um POK“ heitir smákver. sem Einar Bragi skáld gefur út. Um tilurð þessa litla kvers, sem er upp á 11 síður skreytt teikningum segir þýðandinn m.a.i Arið 1724 tókst ungum Grænlandskaupmanpi, Hart- vig Jentoft, á að telja tvo Grænlendinga á að fara með sér til Kaupmannahafnar. og vakti fyrir honum að þeir leiðréttu eftir heimkomuna rangar hugmyndir landa sinna um líf manna og lands- hagi í Danmörk ... Um miðja 19. öld var maður að nafni Hinrich Rink skipaður konunglegur umsjónarmaöur Suðurgrænlands með setu f Nuuk (Góðvon). Þar setti hann á stofn iitia prentsmiðju. ... Strax sama ár gaf hann út bókina um Pok, sem er fyrsta grænlenzka bókin prentuð á grænienzkri grund...“ ' * «4 /4^4 ;,c; v/ Þróaður SHARP „LINYTRON PLUS“ storkostleg myndgæði, w. «..H. nsverk, „elektrónískur tónstillari með LED stöðvarveljara ndstilling“ (OPC) Hinn Þróaöi SHARP „Linytron Plus“ litmyndalampi Hinn sérlega hannaöi útbúnaö- ur í geislamóttakaranum notar svartar lóöréttar línur sem gefa skýrari, skarpari og eölilegri lit sem aldrei virkar „upplitaöur“. Micro móttakararnir eru sam- settir úr sem fæstum hlutum til aö tryggja minnst mögulegt viöhald, en eru jafnframt orku- sparandi og þurfa minni hitun. Næmur „elektrónískur“ tónstillir meö LED stöövarveljara Þetta áreiðanlega endingar- góöa elektróníska stykki er tengt átta næmum plötum, sem þú forstillir inn á þína uppáhaldsstöö. (Ekki um ann- aö aö velja en Ríkisútvarpið — Sjónvarp). Hljómdeild Pægileg fjarstýring Fjórfalt fjarstýringakerfi fyrir tón og myndstillingar og skipt- ingar á stöövum. Sjáandi myndstillir Skýrleiki, litur og skarpleiki aölaga sig aö birtu herbergis- ins sjálfvirkt. 10 cm breiður hljómmikill hátalari Hin nýja hönnun SHARP á hátalarakerfi á engan sinn líka, hvaö varðar skýran tón. 10 cm breiður hátalari gefur aukna möguleika á betri hljóm- buröi. Mynd og tal birtast á fjórum sekúndum og þar meö sparast dýrmæt orka. Tækiö er í mjög ve( geröum viöarlíkiskassa. Innbyggð AFT, ADC og AGC stjórntæki. LAUGAVEGI 66, 1 HÆÐ Simt tra skiptiboröi 281S5 Handhægt fjarstýritæki „Sjáandi" skynjari sér um stillingarnar sjálfvirkt. Nú ertu laus viö þreytandi og tímafrekar stillingar. Litur, skarpleiki og skýr mynd stillast sjálfvirkt þrátt fyrir breytingar á birtu í herberginu. Umframorka eyöist ekki lengur í myndsjána (picture tube) og þegar bjart er í herberginu (hverfur) máist myndin ekki. Nú veröur alltaf ánægjulegt aö horfa á myndina og allt sem þú þarft aö gera er aö sitja kyrr og njóta ánægj- unnar. Þróuö tækni SHARP er aug- Ijóst í þessu einstaka tæki þar sem notaðir eru mjög áreiðan- legir „ICs“ til aö fækka stórlega einingum í samsetningu. Þetta tæki þarf því lítið viöhald og má notast lengur. Hin einfalda samsetningar- tækni sparar einnig orkunotk- un SHARP. TV chassis notar þessa þróuöu samsetningartækni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.