Morgunblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 27
27 þeirri músíkkölsku stemmningu, sem í henni bjó. Hún las mikið og átti safn góðra bóka. Guðný var yfirlætislaus og hlédræg, orðvör og orðheldin, hljóðlát um sína helgidóma. Hún átti gott skop- skyn, lágan mjúkan hlátur og viðmótið var létt og hlýtt. Snemma ævi sinnar kynntist hún stúlku, ættaðri frá Skorrastað í Norðfirði, Guðrúnu Jónsdóttur. Var hún nýkomin úr dvöl sinni í Skotlandi og kenndi Guðnýju ensku, en skrifstofustörf voru Guðrúnar atvinna. Tókst með þeim stöllum mikil tryggð og vinátta. I sameiningu létu þær reisa vandað ibúðarhús að Sjafnargötu 12, og bjuggu þar á efstu hæð, við hið fegursta útsýni, alla tíð síðan. Þær unnu sömu hugsjónum, voru andlega tengdar, þó skapgerðir þeirra væru harla ólíkar. Hygg ég að þær, í langri samvist, hafi sálrænt auðgað hvor aðra. Guðrún er nú ein í heimili þeirra, háöldruð en óbuguð. Um áramót 1921—32 tók Guðný til fósturs bróðurdóttur sína, Helgu S. Ólafsdóttur, sex ára gamla, er snögglega hafði misst föður sinn. Tveim árum fyrr hafði Guðrún tekið til fósturs frænku sína, Halldóru Sigurjónsdóttur, á sama reki. Bjuggu þær telpunum fagurt heimili, sýndu þeim ástúð í umönnun, veittu þeim hið bezta veganesti. Hafa báðar fóstur- dæturnar launað þeim með nær- gætni og elskusemi, svo sem vert var. Guðný sá og um uppfóstrun annars barns, bróðursonar síns, Ólafs Galta Kristjánssonar, þó ekki væri hann í hennar umsjá. A guðsvegum gekk hún hér á jörð og því mun hún áfram halda í nýju umhverfi uppheima. Guðnýju þökkum við systur- tryggð, vináttu og samfylgd um hálfrar aldar skeið. Líkt og kertalog blaktir í kyrrð jólaföstu, hlýtt og stillt, er minning sú sem við um hana eigum. Innilega samúð vottum við aðstandendum öllum. Steingerður Guðmundsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 FREDE JENSEN — MLNNINGARORÐ Fæddur 26. ágúst 1898. Dáinn 12. desember 1978 Þegar náinn ættingi eða vinur fellur frá, á sviplegan hátt, kemur margt í hugann, sem haldið var gleymt. Svo var um okkur yngstu systkinin frá Yzta-bæ í Aðalvík, þegar mágur okkar varð fyrir því slysi, sem leiddi hann til dauða, nærri samstundis. Þótt hægt sé að hugga sig við, að þetta sé leiðin okkar allra og við fáum engu um ráðið, hvenær kallið kemur, fer ekki hjá því að fólk hugleiði, hversu hörmuleg bif- reiðaslysin eru orðin í önn dagsins og virðist 'SJma hvaða ráðum sé beitt til úrbóta. En það fer um þetta eins og að ráða sínu skapadægri, við virð- umst svo vanmáttug og smá að við viðurkennum gjarna að auðna ræður. Jensen var fæddur í Ynding í Danmörku og kom til íslands árið 1927 og settist að á Akureyri, starfaði hann þar sem vefari hjá Gefjun. Þar hitti hann unga stúlku frá Látrum í Aðalvík Aðalheiði Friðriksdóttur og hafði um leið fundið sinn lífsförunaut og fylgd- ust þau að síðan og voru hvort öðru sá förunautur, sem allir kjósa sér að hafa. Þau gengu í hjóna- band 14. maí 1932. Stuttu eftir giftinguna komu þau í heimsókn til okkar í Aðalvík og fluttu með sér fjarlægan andblæ og var þetta tilhlökkunarefni í langan tíma áður, og auk þess ánægjuleg reynsla, sem við munum enn. Það höfðu til dæmis aldrei sést gerfi- blóm á okkar stofuborði, aðeins sóleyjar. Einnig þótti okkur sjálfsagður hlutur, að maður svona langt að kominn, borðaði ekki soðinn bút- ung eins og við, heldur pulsur á danska vísu, en slíkt fágæti höfðum við aldrei áður augum litið, hvað þá bragðað, og var því beðið í miklum spenningi eftir því, hvort nokkuð yrði eftir við fyrstu máltíð og minnir þetta okkur á sögu Matthíasar Jochumssonar, um svipað atvik frá æsku hans. Fyrir utan að vera svona spenn- andi, var mágur okkar mjög góður okkur krökkunum og náðum við mjög góðu sambandi við hann. Þá kom í ljós að hann var sportmaður í sér, hafði gaman af veiði- og gönguferðum, enda stundaði hann hvorttveggja til hins síðasta og var einmitt á morgungöngu þegar kallið kom.. Þau Jensen og Aðalheiður eign- uðust fjögur börn, eða tvíburana Friðrik og Níels, en Níels lést fyrir 7 árum, þá Engilbert og Laílu, sem lézt á ellefta ári, auk þess gekk hann dóttur Aðalheiðar, Eddu í Fædd 30. ágúst 1939. Dáin 1. desember 1978. „Maðurinn með Ijáinn" hefur enn á ný gengið hér um garð, óvæginn og miskunnarlaus, og minnt okkur á, að við erum einskis megnug gegn valdi hans. Við sviplegt fráfall Kristínar Áskelsdóttur er efst í hugum okkar, samstarfsfólks hennar á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöð- inni, minningin um hana, rólynda, föðurstað. Þau hjónin fluttu frá Akureyri árið 1954, þar sem þau höfðu hafið búskap og settust að í Keflavík að Hátúni 10. Um tíma bjó sonur þeirra Friðrik í sama húsi og var mikið og gott samband þar á milli alla tíð. En þar sem Jensen var mikill sportmaður, sem áður sagði, lét hann sig ekki muna um að skreppa hjálpfúsa, styrka og umfram allt trausta. Við þökkum fyrir að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með henni. Eiginmanni Kristínar og börn- unum ungu og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þann, sem öllu ræður að styrkja þau og styðja á komandi tímum. Starfsfólk Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Egilsstöðum. KRIST/N ÁSKELS- DÓTTIR - KVEÐJA norður til Rauðuvíkur við Eyja- fjörð og heimsækja Eddu, sem þar býr, enda hægt að skreppa á sjó með barnabörnunum eða fara í veiði. Auk þess fóru hjónin margar ferðir til Danmerkur til þess að heimsækja ættingja hans, eftir að börnin voru flogin burt og utan- landsferðir orðnar tíðari en áður var. Foreldrar okkar fluttu frá Aðal- vík 1941 og þá til Akureyrar, fengu þau fyrst inni í húsi þeirra Jensens og Aðalheiðar. Auk þess dvaldi móðir okkar á heimili þeirra í eitt og hálft ár, þá háöldruð og er þetta hvorutveggja til marks um höfðingsskap þeirra hjóna og dró Jensen heitinn aldrei úr, heldur hjálpaði konu sinni á allan hátt, svo þetta mætti takast. I minningu okkar er Jensen hinn hjálpsami, trausti og glaðværi mágur, sem þótti gaman að lifa lífinu á jákvæðan og margbreyti- legan hátt og lét alltaf gott af sér leiða ef þess var nokkur kostur. Við biðjum honum góðrar heim- komu, til þeirra sem á undan eru farnir, eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum, Guðs blessunar. Systkinin Yztabæ tiaftland Hver ertu. ástin mín? V.W- 3 Æ 4 Æ Kornelíu tæmdist arfur og auðurinn gjörbreytti lífi hennar. Hún varð ástfangin af hertogan- um af Roehampton, hinum töfrandi Drogo, eftirsóttasta ungkarli Lundúna og þau ganga f hjónaband. Vonbrigði hennar verða mikil er hún kemst að þvf, að hann hefur aðeins kvænst henni til að geta hindrunarlftið haldið við hina fögru frænku hennar, sem hún býr hjá. Á brúðkaupsferð þeirra í París verður Drogo raunverulega ást- fanginn, — en í hverri? Er það hin leyndardómsfulla og töfrandi Desirée, sem hann hefur fallið fyrir, eða hefur hinni hugrökku Kornelfu tekist að heilla hann? Var um slys að ræða, — eða var það morðtilraun? Aylward var minnislaus eftir slysið, mundi jafnvel ekki eftir unnustu sinni. En þegar Constant Smith heim- sótti hann á sjúkrahúsið, vakn- aði hann á ný til Iffsins ... Þetta er ástarsaga af gamla taginu, eins og þær gerðust beztar hér áður fyrr. Og svo sannarlega tekst Theresu Charles að gera atburði og atvik, sem tengjast rauðhærðu hjúkrunarkonunni Constant Smith, æsileg og spennandi. bessi bók er ein allra skemmti- legasta ástarsagan sem Theresa Charles hefur skrifað og eru þær þó margar æsilega spennandi. Rauðu ástarsögumar Margtt Södpiholni BRÚÐURIN UNGA ' Karlotta var kornung þeg- ar hún giftist Ancarberg greifa, sem var mun eldri cn hún. Hjóna- bandið varð þeim báðum örlagaríkt, en þó einkum greifafrúnni ungu. Hún hrekst næst- um ósjálfrátt 1 faðminn á ungum fiski- manni, órcyndum f ástum, en engu að siður löngunarfullum og lífsþyrstum. í kofa fiskimannsins á Karlotta sinar mestu unaðs- og sælustundir, stolnar stundir og örlaga- ríkar. Greifafrúin unga verður barnshaf- andi og framundan er þrjózkufull barátta hcnnar fyrir framtfð þessa ástarbarns. sem vakið hefur lffslöngun hennar á ný. — Brúðurin unga er ein Ijúfasta Hellubæjar sagan. sem Margit Söderholm hefur skrifað. ELSE-MARIE NOHR rtÓTTINN Morten erl sendiboði and- and-spyrnu- hreyfingarinnar í einni slíkri ferð hittir hann írenu, þar sem hún er fársjúk og févana á flótta. Hann kemur henni til hjálpar, hættan tengir þau nánum böndum og þau upplifa hina einu sönnu ást. Grunsemdir vakna um að hún sé stúlkan. sem hrcyfingin leitar og telur valda að dauða systur Mortens. .Eðstaráðið dæmir írcnu til dauða í fjarveru hennar, — og sennilega yrði Morten falið að fram- kva'ma aftökuna. Ást Mortens heldur aftur af honum. hann vill sanna sakleysi írenu og frestar að taka ákvörðun. En tíminn líður og félagar hans leita hennar ákaft, hringurinn þrengist og hanvæn hættan nálgast... SIGGE STARK Ekki er öll fegurö I andliti fólgin Ástríður Berk var sérstæð stúlka og óvenjulega sjálfstæð. Hún bauð örlögun- um vissulega hirginn og brátt ka'mi . í Ijós hvort henni heppnaðist að endurreisa húskapinn á Steinsvatni og halda þvf starfi áfram, 1H scm stúlkurn- ar f Karl- hataraklúbbnum höfðu hafið. En hvernig átti hún að gera sér grein fyrir, að hún, sem engum tróð um tær og öllum vildi vel, ætti svarinn og hættulegan óvin? Og þessi óvinur gcrði henni svo sannarlega lffið lcitt! Ástríður bognaði að vfsu. en hún brast ekki. — ekki fyrr en ástin kom inn í líf hennar. Og þar féll síðasta vígi hins rómaða Karlhatarakiúbbs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.