Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 Kanna olíukaupa- málin í heild sinni Morgunblaðið innti Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra eftir því í gær hvort til stæði að endur- skoða olíusamningana við Portúgali vegna þess hve afgreiðsla gengi seint hjá þeim og hvort til stæði að Gáfu hundrað málverk til Siglufjarðar Siglufirði 27. feb. Arngrímur Ingimundarson og kona hans, Bergþóra Jóelsdóttir, hafa gefið Siglufjarðarkaupstað 100 olíumálverk og vatnslitamynd- ir, klippimyndir og grafíkmyndir eftir innlenda og erlenda lista- menn. M.a. eru verk eftir Jóhannes S. Kjarval í safninu. Samkvæmt umsögn Harðar Ágústssonar list- málara er hér um allgott safn að ræða og væri þetta safn án efa hið eina sinnar tegundar í einkaeign hér á landi. — m.j. taka upp samninga við Rússa um lækkun á viðmið- unarverði olíu. Svavar kvað ekki standa til að kanna riftun á samningunum við Portúgali vegna þess að tafirnar væru af óviðráðanlegum ástæðum, en hins vegar kvað hann ákveðið að kanna olíumálin ofan í kjölinn, m.a. samningana við Sovétmenn, þótt erfitt væri um vik að gera kröfur í þeim efnum á miðju samningstímabili og með eins ótraust ástand í olíuviðskiptum eins og raun ber vitni. Kvaðst hann hafa lagt til í ríkisstjórninni s.l. fimmtudag að þessi mál yrðu sérstaklega könnuð á vegum fjármála- og viðskipta- ráðuneytisins og væri tekið til starfa á þeim vettvangi. Fóstrur í Kópavogi frestuðu uppsögnum Fengu viðurkenndan undirbúnings- tíma og styttan viðverutíma á deild Fóstrur í Kópavogi hafa orðið við málaleitan bæjarráðs um að hætta ekki störfum 1. marz, þegar uppsagnarfrestur þeirra rennur út, heldur munu þær starfa áfram fram yfir næstu kjarasamninga og áskilja þær sér allan rétt varðandi uppsagnir næstu fjórar vikur eftir undirritun samninga, ef niðurstaða þeirra hefur ekki verið með þeim hætti að þær telji sig geta við unað. Það var á fundf bæjarráðs hinn 20. febrúar sl. þar sem fulltrúar fóstra voru mættir, að bæjarráð fór þess eindregið á leit við fóstrur að þær frestuðu uppsögnum sínum fram yfir gerð kjarasamninga, sem gilda frá 1. júiínk. enda sé bæjarráði ljóst að í þeim verði að koma til sérstök leiðrétting á launakjörum fóstra. Fóstrurnar féllust á þessi tilmæli gegn eftirfarandi yfirlýsingu af hálfu bæjarráðsmanna: Banaslys í Breiðholti Banaslys varð í Suðurhólum í Brelðholti í fyrradag er 29 ára gamall maður varð undir stálhlera sem féll þar sem verið var að vinna við húsbyggingu. Voru menn að vinna við hreinsun stálmóta er hlerinn féll. Maðurinn hét Einar Magnússon til heimilis að Klepps- vegi 98. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. „Þær uppsagnir fóstra í Kópavogi, dagsettar 1. des. 1979 sem kváðu á um lausn frá störfum 1. marz n.k., skulu framlengjast í allt að 4 vikur framyfir undirskrift kjarasamnings sem taki gildi frá 1. júlí 1979. Á þeim tíma munu fóstrur ákveða hvort uppsagnirnar verði dregnar til baka eða öðlist gildi fyrirvaralaust. Ákvæði 15. gr. reglna um réttindi og skyldur starfsmanna Kópavogs- kaupstaðar, varðandi rétt bæjarráðs til framlengingar uppsagnarfrests, gilda ekki fyrir ofangreinda fram- lengingu uppsagnanna frá 1. des. 1978. Bæjarráði er ljóst, að uppeldislegt starf á barnaheimilunum krefst undirbúnings af hálfu fóstra og fer þess á leit við fóstrur að þær sinni undirbúningsstörfum sínum áfram eins og verið hefur. Nánar verður kveðið á um fjölda undirbúningstíma og stytta viðveruskyldu á deild í næstu kjarasamningum." í samtali við Mbl. sagði Jóhanna Thorsteinsson, einn forsvarsmanna fóstra í Kópavogi, að fóstrurnar væru mjög ánægðar með að fá þá viðurkenningu sem fælist í yfirlýsingunni varðandi nauðsyn þess að fóstrur fengju undirbúnings- tíma og styttri viðveruskyldu á deild og teldu hana. sérlega mikilsverða. Jóhanna kvað mikla óánægju ríkj- andi í röðum fóstra um allt land með kjör þessarar stéttar og laun, enda sæist það bezt á því hversu stutt fóstrur stöldruðu alla jafnan við í starfi. Kvaðst Jóhanna fastlega gera ráð fyrir að fóstrur á fleiri stöðum á landinu og þá m.a. í Reykjavík gripu til áþekktra aðgerða og fóstrurnar í Kópavogi, en sérstök kjaranefnd á vegum fóstra er að störfum um þessar mundir til að undirbúa kjara- baráttuna. Jóhanna sagði ennfrem- ur, að fóstrur annars staðar hefðu stutt þær með ráðum og dáð, svo og Fóstrufélag Islands. Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, sagði að fóstrurnar hefðu fengizt til að gegna störfum áfram fram yfir gerð næstu kjara- samninga gegn bókun þess efnis, að bæjarráð sýndi skilning á ýmsum sjónarmiðum fóstra en hinsvegar hefði í engu verið horfið frá gildandi kjarasamningum. Hins vegar sagði Björgvin að eftir gerð kjarasamn- inga hefðu fóstrur þennan fjögurra vikna frest, „hafa þannig vöndinn yfir okkur," sagði Björgvin. Talsvert hefur verið um árekstra í borginni að undanförnu, sérlega þegar hert hefur í vætuna, en þessa mynd tók ól.K.M. í gær á Kringlumýrarbraut þar sem f jórir bflar höfðu lent saman í einni bendu. Á myndinni eru þrír af bflunum fjórum og lengst til vinstri er nýr og glæsilegur Benz. Matthías Bjarnason: Tillagan jafngildir van- trausti á ríkisstjómina TILLAGA VILMUNDAR Gylfasonar um að vísa efnahagsfrumvarpi forsætisráðherra, sem ekki er samstaða um í ríkisstjórninni, til þjóðaratkvæðagreiðslu, jafngildir vantrausti a ríkisstjórnina, sagði Matthías Bjarnason í umræðum á Alþingi í gær. Svo mikið vilja menn til vinna til þess að vekja athygli ennfremur. Matthías Bjarnason sagði enn- fremur, að þessar umræður sýndu, að forsætisráðherra hefði færzt í fang Vilmundar Gylfasonar en fjarlægzt fyrri vini í Alþýðu- bandalaginu. Með tillögu þessari sjálfum sér, sagði þingmaðurinn vildu kratar fá einn frestinn enn, enn eitt tækifæri til að skjótast fyrir horn og fela sig, því að undirbúningur og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu mundi taka a.m.k. tvo mánuði. í ræðu sinni vitnaði Matthías Bjarnason til þeirra orða við- skiptaráðherra, að kratar væru í sandkassaleik og sagði, að sand- kassarnir væru þrír og ekki færri en þrír að leik í hverjum. Tillaga þessi bæri því vitni að ríkisstjórn- in risi ekki undir ætlunarverki sínu, gæti ekki komið sér saman um nauðsynlegar aðgerðir og ætti því að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Minnihluti miðstjórnar ASÍ: Meirihlutinn vill að allt vaði á súðum í efnahagsmálum „VIÐ undirrituð viljum taka fram, að við erum ósammála umsögn miðstjórnar í veigamiklum atriðum. Sýnist okkur, að umsögnin lúti að því, að óbreytt ástand ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar, þar sem allt veður á súðum er leiða myndi til 40 — 50% verðbólgu. Við teljum verðbólgu versta óvin lág- launafólks í landinu og teljum þvf, að ASÍ þurfi að gera allt, sem hugsanlegt er, til að aðstoða ríkis- stjórnina í baráttunni við hana,“ segir í upphafi bókunar Karls Steinars Guðnasonar, Guðríðar Elfasdóttur, Sigfúsar Bjarnasonar og Jóns Helgasonar, sem þau lögðu fram á miðstjórnarfundi Alþýðu- sambands íslands 26. febrúar 1979. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, var orðalag bókunarinnar í upphafi mun harðara, en var mildað að kröfu annarra mið- stjórnarmanna ASÍ. Eftir þennan inngang, gera þessir fjórir miðstjórnarmenn athuga- semdir við hina ýmsu kafla og greinar frumvarps Ólafs Jóhannes- sonar um umsögn meirihluta mið- stjórnar ASÍ. Um annan kafla, „Um samráð", segjast þau vera efnislega sammála þeirri afstöðu, sem umsögn ASI gefur, en telja þó vegna framtíðar- innar nauðsynlegt að binda slíkt samráð í lög. Slíkt samráð megi þó ekki verða, nema fullt samkomulag náist um það við verkalýðshreyfing- una. Þá segja þau um 12. grein frumvarps Olafs Jóhannessonar, sem fjallar um stjórnun ríkisfjár- mála, og þau telji að nauðsynlegt sé að ná festu í þeim málum. Þar segir: „Því teljum við að miðstjórn ASÍ eigi að lýsa jákvæðri afstöðu sinni til efnis 12. gr. en benda jafnframt á, að ríkisvaldið verði að vera reiðubúið til þess að lyfta þaki ríkisútgjalda og ríkistekna, ef t.d. atvinnuöryggi er í hættu." Um fjárfestingar- og lánsfjáráætl- un, sem um er getið í 4. kafla frumvarpsins, segja þessir fjórir miðstjórnarmenn, að ASI ætti að sjálfsögðu að láta koma fram mjög jákvæð viðhorf til slíkrar framfara- stefnu í anda vinstri manna, jafnvel þótt ekki væri nema vegna þeirra fjölmörgu ályktana, sem um þörf slíks stefnumótandi áætlunarbú- skapar hafa verið gerðar á þingum ASI. Á hitt væri sjálfsagt að benda, að samfara gerð slíkrar fram- kvæmda- og lánsfjáráætlunar hins opinbera væri nauðsynlegt að gera yfirlit yfir mannaflaþörf fram- kvæmda og samræma áætlunina aðstæðum vinnumarkaðarins á hverjum tíma. Þá segja fjór- menningarnir jafnframt, að það sé misskilningur í umsögn meirihluta miðstjórnar ASÍ, að kafli frum- varpsins taki ekki til fjárfestingar einkaaðila, en um þær sé ákvarðaður ákveðinn rammi. Prófkjör í háskólanum um rektorskjör á morgun PRÓFKOSNING vegna rektorskjörs við Háskóla íslands fer fram í hátíðarsal skólans á morgun, fimmtudag, milli kl. 9—18. Samkvæmt lögum eru allir skipaðir prófessorar, 72 að tölu, kjörgengir. Einn þeirra prófessora sem nefndir hafa verið opinberlega sem hugsanlegt rektorsefni, dr. Gunnar G. Schram, er settur í embættið og því ekki kjörgengur á prófkjörsdegi, samkvæmt úrskurði kjörstjórnar, að því er segir í frétt frá Háskóla íslands. Stefán Sörensson, háskólaritari og formaður kjörstjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lögin segðu ótvírætt að aðeins skipaðir prófessorar kæmu til greina í rektorsembættið. Dr,- Gunnar G. Schram hefur hins vegar sótt um prófessorsstöðu sem auglýst hefur verið laus til um- sóknar. Einn umsækjandi er á móti honum og eru báðar um- sóknirnar nú til umfjöllunar hjá dómnefnd, en Stefán kvaðst hafa fengið þær upplýsingar að hún myndi vart skila af sér fyrr en 15.—20. marz n.k. Sagði Stefán því einnig vafamál að Gunnar yrði orðinn kjörgengur þegar rektors- kjör fer fram 4. apríl n.k., færi svo að hann yrði skipaður í prófessors- stöðuna. Atkvæðisrétt eiga allir prófessorar, dósentar og lektorar, þar með taldir dósentar og lektor- ar í hlutastöðum svo og erlendir sendikennarar. Ennfremur háskólamenntaðir starfsmenn háskólans og stofnana hans, sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs. Loks allir stúdentar, er skrásettir voru í Háskóla íslands fyrir 4. febrúar 1979. Greidd atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.