Morgunblaðið - 28.02.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 28.02.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 Verk Jök- uls kynnt í Þýzkalandi í VETUR fór fram kynn- ing á Jökli Jakobssyni rit- höfundi og verkum hans við Norrænu stofnunina við Háskólann í Köln í Þýskalandi. Kynning þessi var einkum ætluð stúdent- um sem eru við íslensku- eða norrænunám, og voru leikrit Jökuls ýmist kynnt á íslensku eða þýsku. Prófessorinn sem umsjón hafði með þessari kynningu er dr. Ulrich Gromke, en hann er mörgum íslendingum kunnur og hefur með- Jökull Jakobsson al annars skrifað í Lesbók Morgunblaðsins nokkrum sinnum, og hefur hann dvalið hér á Islandi. Kaupmenn hækka álagningu 20. marz Kaupmenn hafa í hyggju að hækka, allir sem einn, álagningu á vörur sínar þann 20. mars næst- komandi. Verður þetta gert í sam- ræmi við dómsniðurstöðu bæjar- þings Reykjavíkur frá 23. janúar. Aðalfundur Félags matvörukaup- manna gerði eftirfarandi ályktun hinn 21. þessa mánaðar um álagn- ingarmál: „Aðalfundur Félags matvörukaup- manna haldinn 21. febrúar 1979 að Marargötu 2, fagnar niðurstöðu bæjarþings Reykjavíkur frá 23. janúar, þar sem samþykkt verðlags- nefndar frá 20. febrúar 1978 um verzlunarálagningu er dæmd ógild. Það er einróma álit fundarins, að áfrýjun málsins til Hæstaréttar fresti ekki framkvæmd dómsins. Hins vegar telur fundurinn, að þar sem allur þorri félagsmanna hefur enn ekki hækkað álagningu í sam- ræmi við dóminn, sé rétt að gefa frest á framkvæmd hækkunar til 20. marz, en að þeim tíma liðnum taki allir sem einn upp þá álagningu, sem dómurinn heimilar, ef ekki verður þá búið að leiðrétta verðlagsákvæðin." Ráðherra fáí heimild til að skerða framlög til jarðbóta næstu 5 ár LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur sent búnaðarþingi til umsagnar frumvarp til breytinga á Jarðræktarlögum frá 1972 en frumvarp þetta gerir m.a. ráð fyrir að ráðherra verði á næstu 55 árum heimilt, í samráði við stjórn Búnaðarfélags íslands, að skerða ýmis framlög til jarðabóta skv. 10. gr. laganna. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir að heimilað verði að verja fé sem sparast kann samkvæmt þessum heimildum til annarra verkefna er lúta að framkvæmd þeirrar stefnu, sem mörkuð er fyrir landbúnaðinn. í greinargerð með frumvarpinu segir að það sé samið í samræmi við það ákvæði samstarfsyfir- lýsingar ríkisstjórnarinnar að stefnt skuli að því að framleiðsla landbúnaðarvara skuli miðast fyrst og fremst við innanlands- markað og með þessu sé verið að draga úr framlögum sem mest hafa hvatt til aukningar í naut- gripa- og sauðfjárrækt. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heimilt verði að skerða framlög til nýrra vélgrafinna skurða á jörðum sem hafa 30 ha. túnstærð eða framræst ræktunarland. Framlög vegna dýpkunar skurða og endur- framræslu túna haldist óbreytt. Þá er heimilt að skerða framlög til plógræsa, til túnræktar, græn- fóðurræktar og áburðargeymslna og einnig verði felld niður framlög til hagaræktar nema grætt sé upp gróðurvana land. Gert er ráð fyrir að því fé, sem með þessum hætti sparast, verði varið til að styrkja nýjar tekju- öflunarleiðir bænda og auka fjöl- breytni í framleiðslu búvara, til að stuðla að bættri heyverkun, til hvers konar hagræðingar sem orðið getur til að bæta tekjur bænda án framleiðsluaukningar í nautgripa- og sauðfjárrækt og til lækkunar á fjármagnskostnaði, enda sé með því stuðlað að því að ná framleiðslu- og tekjumark- miðum. Tillögur okkar virð- astfarafyrir brjóstið á fram sókn armönnum — segir Pálmi Jónsson — Mér sýnist, að tillögur okkar Sjálfstæðismanna hafi farið eitthvað fyrir brjóstið á þeim framsóknarmönnum, sagði Pálmi Jónsson í viðtali við Morgunblaðið vegna þeirra ummæla landbúnaðarráðherra, að þær væru furðulega líkar þeim frumdrögum, sem hann hefði sjálfur lagt fram á fjöl- mennum fundi bænda og neyt- enda. Tilefnið var það, að Pálmi Jónsson hafði gert stutta grein fyrir tillögum sfnum á fundi, sem landbúnaðarráð- herra efndi til með búnaðar- þingsfulitrúum og fleiri aðilum sl. föstudag. — Rétt er að hafa það i huga, að á fundinum lýsti ráðherra eftir nýjum hugmyndum og til- lögum, sem gætu orðið þáttur í þeirri stefnu sem hann kvaðst vera að vinna að, sagði Pálmi enn fremur. Það var því sjálf- sagður hlutur, að ég kynnti tillögur okkar sjálfstæðis- manna, sem eru þáttur í því starfi að marka stefnu flokksins skýrari dráttum í einstökum málaflokkum. — Um það, hvort tillögurnar séu furðulega líkar, kunna að vera skiptar skoðanir. I drögum ráðherra er gert mikið úr alla vega áætlunum og skipu- Pálmi Jónsson. lagningu í landbúnaði. Þannig er talað um „skipulag búvöru- framleiðslunnar“, „5 ára áætlun um þróun framleiðslunnar", „gerð verði neyzluáætlun fyrir þjóðina", „að gera búrekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir hvert býli á landinu og hvert framleiðslusvæði." Nærri lætur að hér sé að verulegu leyti um að ræða tillögur um áætlanir í landbúnaði án þess að það sé á nokkurn hátt útlistað, hvernig þær verði gerðar virkar eða þeim fylgt eftir, verði þær þá nokkurn tíma gerðar. M.ö.o.: Það lætur nærri að segja, að hér sé á ferðinni tillaga til þings- ályktunar um að það þurfi að marka stefnu í landbúnaðinum. — Gagnstætt þessu felur tíl- laga okkar Sjálfstæðismanna í sér skýrt markaða stefnu, sem er allnákvæmlega útfærð í ýms- um greinum. Hér skilur alveg á milli þessara tillagna. Að vísu er tillaga ráðherra aðeins drög enn, sem kunna að breytast. — Efnisatriðin stefna auðvit- að sum hver í sömu átt í tillög- unum, þótt ýmis veigamikil atriði, sem við Sjálfstæðismenn berum fram, sé ekki að finna í drögum ráðherra. Þannig leggjum við m.a. til, að samið skuli vera um verðtryggingu ríkisins á tilteknu heildarfram- leiðslumagni búvara, þar sem tekið sé mið af þjóðhagslegu gildi umframframleiðslunnar. — í tillögu okkar er ekki gert ráð fyrir ofskipulagningu eða áætlunum, sem kunna að verða meira og minna pappírsgagn eitt. Á hinn bóginn er lögð áherzla á t.d. sjálfseignarábúð bænda og varðveizlu eignarrétt- arins á landi og landsgæðum. Landbúnaðarráðherra: Leggur drög að þingsálykt- un um stefnumörkun i land- búnaði fyrir búnaðarþing SEM kunnugt er hefur landbún- aðarráðherra lýst því yfir að hann muni á næstunni leggja fyrir Alþingi tillögu til þings- ályktunar um stefnumörkun í iandbúnaði og hefur ráðherrann nú lagt drög að tillögu þessari fyrir búnaðarþing. í ályktunar- drögunum segir að Alþingi álykti, að meginmarkmið í mál- efnum landbúnaðarins skuli vera: 1) Fjölbreytt og hagkvæm fram- ieiðsla landbúnaðarafurða í sam- ræmi við neysluþarfir þjóðarinn- ar og hráefnisþörf iðnaðarins, 2) Tekjur og félagsleg aðstaða þeirra sem búvöruframleiðslu stunda, sem sé sambærileg því sem aðrar stéttir hafa. 3) Skiplag búvöruframleiðslunnar og at- vinnutækifæra í sveitum í sam- ræmi við þá stefnu sem ákveðin er f byggðamálum og eðliiega nýtingu landkosta. Þá segir að stefnt verði að því að ná ofangreindum markmiðum með beinum samningum ríkisvaldsins Sjötíu og fímm millj. kr. til aukins skattaeftirlits á þessu ári: Þegar búið ad auglýsa eft- ir skattaeftirlitsmönnum Fjármálaráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar störf skattaeftirlitsmanna við skatt- stofurnar í Reykjavík, Norðurlandi eystra, Reykjanesi og við rannsóknardeild rfkis- skattstjóraembættisins. Á fjár- lögum ársins 1979 er gert ráð fyrir 75 milljóna króna framlagi til þessara hluta, og hluti þeirrar upphæðar fer í að greiða skatta- eftirlitsmönnunum laun, að því er Árni Koibeinsson í fjármála- ráðuneytinu tjáði Morgun- blaðinu. Ekki er ákveðið hve margir verða ráðnir í stöður skattaeftir- litsmanna samkvæmt auglýsing- unni, en að sögn Árna kann það að fara nokkuð eftir því hverjir sækja um. Gestur Steinþórsson skattstjóri í Reykjavík sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hugsanlega yrðu þrír menn ráðnir sem skattaeftirlitsmenn að embættinu í Reykjavík. Ekki hafa verið samdar neinar starfsreglur fyrir skattaeftirlits- mennina, en Árni Kolbeinsson sagði að þeir myndi væntánlega verða undir stjórn viðkomandi skattstjóra, og eins myndi skatt- rannsóknastjóri hugsanlega hafa hönd í bagga með að skipuleggja störf þeirra. Gestur Steinþórsson sagði að hjá skattstofunni í Reykjavík væri þegar starfandi skattrannsóknardeild, og myndu hinir núju starfsmenn að líkind- um starfa þar. Skattrannsóknar- deildina kvað hann fyrst og fremst starfa við að athuga skattafram- töl, og að hluta til við að fara út í fyrirtæki til að kanna bókhald og söluskráningu. — Raunar væri það oftast gert eftir að framtöl hefðu verið yfirfarin. Ekki er ljóst hvenær skatta- eftirlitsmennirnir geta hafið störf, en það verður ekki fyrr en einhverntíma í aprílmánuði í fyrsta lagi að sögn Arna Kolbeins- sonar. Umsóknarfrestur er hins- vegar auglýstur til 26. mars. Lausar stöður ) Störí skatteftirlitsmanna viö skattstofurn- ar i Reykjavik. Reykjanesumdæmi, Norö- i urlandsumdæmi eystra og rannsóknar- I deild rikisskattstjóraembættisins eru llausar til umsóknar. Verfta störfin I upp- Ihafi veitt til eins árs. Störfin veröa fyrst og I fremst fólgin i eftirliti meö skattskilum og *ókhaldi atvinnurekstraraöila meö heim- jóknum i fyrirtæki. Nauösynlegt er aö lumsækjendur hafi hlotiö löggildingu til \ endurskoöunarstarfa, hafi lokiö prófi I 'ögfræöi, hagfræöi eöa viöskiptafræöi eöa hafi staögóöa þekkingu á bókhaldi og •kattskilum. Þeir umsækjendur sem ekki thafa lokiö háskólaprófi eöa hlotiö löggild- | ingu til endurskoöunarstarfa munu innan l árs frá ráöningu eiga þess kost aö sækja I námskeiö á vegum rikisskattstjóraem- | bættisíns i bókhaldi. skattskilum og i skattarétti og mega þeir er standast próf ) aö þvi namskeiöi loknu vænta framhalds, I ráöningar. . Umsóknarfrestur er til 26 mars n.k og Kskal skila umsóknum ásamt uppiýsingum lum menntun og fyrri störf til fjármála- Iráöuneytisins fyrir þann tima. Ivjarmálaráöuneytiö, 23. febrúar 1979. og þeirra sem búvöruframleiðslu stunda og á grundvelli 5 ára áætlunar um þróun framleiðslunn- Hin þrjú meginmarkmið álykt- unarinnar eru þessu næst skýrð nánar og kemur þar m.a. fram að gerð skuli neysluáætlun fyrir þjóð- ina með hliðsjón af almennum manneldissjónarmiðum og eðli- legri nýtingu innlendra fram- leiðslumöguleika. Nýjar búgreinar verði reyndar og lögð verði megin- áherzla á þær sem nýta innlenda fóðurframleiðslu. Lagt er til að landbúnaðarráðuneytið láti í sam- vinnu við samtök bænda gera búrekstrar- og framkvæmdaáætl- un fyrir hvert býli í landinu og fyrir hvert framleiðslusvæði. Lán og framlög til landbúnaðarins verði samræmd þessum áætlunum. í því skyni að ná tekjumarkmið- inu er lagt til að á áætlunartíman- um verði heimilt að flytja fjár- magn af styrkjum og útflutnings- bótum á milli ára enda verði heildarupphæð á tímabilinu innan þeirra marka sem lög leyfa. Til að forðast frekari röskun í byggð landsins skal stefnt að því að dreifing setinna býla um landið verði sem mest í því horfi sem nú er og verði í því skyni gerðar ráðstafanir til að styrkja búsetu í einstökum byggðum eða lands- hlutum. Kostnaður af slíkum að- gerðum verði borinn af því fé sem þjóðin ver til að halda jafnvægi í byggð landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.