Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 23 Daníel Kristjánsson Hreðavatni heiðraður Hvanneyri, 24. febrúar NÚVERANDI og fyrrverandi skólastjórum og skólanefndum Varmalandsskóla í Borgarfirði og fleiri gestum var boðið til veizlu í húsakynnum skólans í dag. Heiðursgestur samkomunn- ar var Daníel Kristjánsson, Hreðavatni, en hann varð sjötugur á síðastliðnu ári. Daníel hefur verið í skólanefnd Varmalandsskóla frá upphafi 1954, þar af formaður frá 1960 til vors 1978 er hann gaf ekki lengur kost á sér. I þakklætisskyni var honum í tilefni þessara tímamóta færð gjöf, málverk af Varma- landsskóla eftir Benedikt Gunnarsson listmálara. Davíð Aðalsteinsson Arnbjargarlæk formaður skólanefndar afhenti gjöfina og þakkaði Daníel fyrir mikið óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu þeirra sem aðild eiga að skólanum, en það eru öll sveitarfélögin í Mýrasýslu utan Borgarness. Skólastjóri Varma- landsskóla nú er Vígþór Jörundsson. ófeigur. Davíð Aðalsteinsson formaður skólanefndar Varmalandsskóla og Daníel Kristjánsson. Ljósm. Mbl. ófeigur. Davíð Aðalsteinsson formaður skólanefndar Varmalandsskóla og Daníel Kristjánsson. Ljósm. Mbl. ófeigur. Málverkið af Varmalandsskóla sem Daníel var gefið. Radlóviti br ann á Raufarhöfn Raufarhöfn. 26. febrúar. RADÍÓVITINN á Raufarhöfn brann til kaldra kola á föstudags- kvöld. Vitinn stendur á ásnum ofan við þorpið og varð því enginn eldsins var fyrr en bjarm- ann frá bálinu bar við himin. Þá var vitinn alelda og fékk slökkvi- lið við ekkert ráðið. Eldsupptök eru ókunn. Menn frá Vitamálastofnuninni eru væntanlegir hingað til að setja upp bráðabirgðavita. Byggt verður yfir nýjan radíóvita á rústum þess sem brann um helgina. Radíóvitinn á Raufarhöfn er mikið notaður af skipum og flug- vélum á Norðaftstursvæðinu. Einnig er hann mikilvægur fyrir flugsamgöngur til Raufarhafnar. Fréttaritari. FÍR um efnahagsfrumvarp Ólafs: Mótmælir þeirri háska- íegu samdráttarstefnu sem felst í frumvarpinu EFTIRFARANDI tillaga var sam- þykkt samhljóða á félagsfundi í Félagi íslenzkra rafvirkja á laugar- daginn: „Félagsfundur í Félagi íslenzkra rafvirkja, haldinn í Félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna laugardaginn 24. febrúar 1979, mótmælir harðlega þeim tillögum sem settar eru fram í efnahagsfrumvarpi forsætisráð- herra, um stórfellda skerðingu á umsömdum kjörum verkafólks, með takmörkun á greiðslu verðbóta á vinnulaun, töku óbeinna skatta og niðurgreiðslna út úr vísitölunni, auk annarra aðgerða sem mundu leiða til versnandi afkomu launþega. Þá mótmælir fundurinn þeirri háskalegu samdráttarstefnu sem frumvarpið felur í sér, sem hlýtur, ef framkvæmd yrði, að auka verulega það atvinnuleysi sem þegar er staðreynd í fjölmörgum starfsgrein- um. Fundurinn heitir á verkalýðssam- tökin að slá skjaldborg um kjör og atvinnuöryggi félaga sinna og beita samtakamætti sínum til þess að koma í veg fyrir að ríkisvaldiö rýri kaupmátt launa og geri atvinnuleysi að varanlegu ástandi á íslandi. ÞESSAR telpur, Laufey Guðmundsdóttir og Áslaug Þorfinnsdóttir, efndu til hlutaveltu fyrir nokkru til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Söfnuðu þær alls 10.600 krónum til féiagsins. TÆPLEGA 8900 krónum söfnuðu þessir krakkar, sem eiga heima vestur á Seltjarnarnesi, til Styrktarfél. vangefinna með þvf að efna til hiutaveltu í Bakkavör 3 þar í bænum fyrir nokkru. Krakkarnir heita Sunna Gunnlaugsdóttir, Hjalti V. Hjaltason og Stefán Halldórsson. ÞESSAR telpur, sem eiga heima suður í Hafnarfirði, efndu til hlutaveltu á Hverfisgötu 52b þar f bænum til ágóða fyrir Blindravinafélagið. — Söfnuðu bær rúmlega 4440 krónum. VESTUR á Seltjarnarnesi á Lindarbraut 11, efndu krakkar til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. Söfnuðust þar alls um 11.240 krónur. Á myndinni eru þeir Guðni Þór Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson. — En á myndina vantar þann þriðja úr hlutaveltukompaníinu, Höskuld Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.