Morgunblaðið - 28.02.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 28.02.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 VlW MORÖ-dNc KflFP/NO v oi' u > GRANI GÖSLARI •2I9V ©PIB COPINIUCIN .■ HOVLE- Hann hefur verið búinn að aðstoða einhvern. -í* Wfl Hvaða bar er þetta eiginleKa, — sem lætur gestina biða alla nóttina eftir afgreiðslu? 23/ Er símareikningurinn kominn? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Aðeins eitt spil verður alltaf öruggur slagur í trompsamningi. Sá sem á trompásinn hverju sinni hefur þó venjulega ekki úrslita- vald um vinning eða tap. Það getur þó skeð eins og spilið í dag sýnir. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. 10983 H. G6 T. 7 L. KDG1093 Vestur Austur S. KG52 S. ÁD764 H. 82 H. Á9 T. ÁKG62 T. 1043 L. 54 L. 872 Suður S. - H. KD107543 T. D985 L. Á6 COSPER Þeir komast aldrei lengra en að spyrja hvor annan: Ha? Hvað varstu að segja? Skammsýni í orkumálum Svonefnd Orkuspárnefnd hefur nú látið í ljós álit sitt eða alvisku- spádóm, um orkunotkun ís- lendinga til næstu aldamóta. Ég verð að segja að ef allar nefndir, ráð og starfshópar núverandi stjórnar væru jafnstaurblindar og þessi, þá er sannarlega ekki von á góðu, eða eru það orkuyfirvöld sem fyrirskipa og nefndirnar sem hlýða? Það var táknrænt um skamm- sýni núverandi ríkisstjórnar i orkumálum þegar forsætisráð- herra „féll allur ketill í eld“ er hann frétti um hina gífurlegu olíuverðshækkun sem nú blasir við. Það má segja að um mörg ár hafi fjölmargir bæði lærðir og leikir, erlendir og innlendir bent á hina miklu hættu er vestrænum iðnaðarþjóðum stafi af minnkandi olíubirgðum jarðar og bæði af því og ýmsum öðrum ástæðum (t.d. stjórnmálalegum) stórhækkun olíuverðs. Það virðist næsfcum vonlaust að koma þessum sann- leika inn úr afturhaldskalkaðri hausskel þeirra óheillaafla sem hafa borist af sinni alþekktu ósvífni gegn nánast allri beislun innlendra orkugjafa um margra áratugi. Nú vær þjóðin áreiðan- lega að súpa seyðið af því að hafa falið skammsýnum mönnum stjórn orkumálanna. • Ótrúleg skammsýni Viðbrögð orkuyfirvalda í þessum mikla þjóðarvanda sem nú blasir við eru sprenghlægileg. Rokið er til og tugir skólamanna sendir út um borg og bý til að kenna fáfróðum almenningi rétta stillingu hitunartækja, rétt eins og enginn maður „úti á landi" hafi minnsta vit á þeim efnum. Svo er líka talað um að breyta í hvelli vélum togaranna til brennslu svartolíu, jafnvel þótt mjög sé umdeilt af þeim sem reynt hafa hvort sú breyting borgar sig. Orkumálanefnd gerir ráð fyrir svo til sömu olíunotkun hérlendis til nætu aldamóta og nú er. Það er bara barið hausnum við steininn þótt vitað sé að olíubirgðir jarðar séu brátt á þrotum og jafnvel þótt takist enn um sinn að pína nokkurt magn út úr jarðarkúlunni þá er það jafn víst að þær dreggjar verða á því toppverði sem engan órar fyrir nú. Orkuráðherra lýsti því yfir í útvarpi að passlegt væri að það tæki 100 ár að virkja nýtanlega vatnsorku landsins. Formaður orkumála á Islandi lýsir, sem sagt, yfir algerum Þyrnirósarsvefni í orkumálum. Við erum nú þegar búin aö sofa orkumálasvefni allt of lengi. Nú þarf hinn íslenski kóngs- sonur bjartsýnis og framfara að brjótast í gegnum hið þéttriðna afturhalds orkumálaþyrnigerði er núverandi orkuráðherra virðist sitja fastur í. * • Arnesingar í orkusvelti Fólkið í þorpunum austan fjalls sem ekki hefur jarðhita „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi í sveitakeppni opnaði suður við — annað borðið á 4 hjörtum. Opnun- in tókst vel því allir sögðu pass þó A-V ættu 4 spaða í spilinu. Vestur tók fyrsta slaginn með tígulkóng og skipti síðan í tromp þegar hann sá einspilið á borðinu. Sexið frá borðinu og austur kom auga á mjög góða vörn þegar hann lét níuna. Sagnhafi fékk slaginn og trompaði tígul með seinna trompi blinds. Síðan spilaði hann laufun- um. I þriðja laufið lét sagnhafi tígul en vestur trompaði og skipti í spaða. Eftir þetta varð ekki hjá því komist, að gefa slagi á báða rauðu ásana. Einn niður. Á hinu borðinu endaði suður í 5 hjö tum og upphafið var það sama. En í þetta sinn tók austur á hjartaásinn þegar vestur skipti í hjarta og eftir það var sagnhafi ekki í vandræðum með að taka sína ellefu upplögðu slagi. Það var virkilega vel spilað hjá austri í fyrra tilfellinu að taka ekki á hjartaásinn. En spilarinn gat engu að síður unnið spilið. Aðeins þurfti að spila laufunum áður en seinna trompið í borðinu var notað. I þriðja laufið léti suður tígul eftir sem áður og vestur trompaði. En þá ætti hann ekki framhald sem dygði. Segjum hann spilaði spaða, trompað, tígull trompaður og laufi spilað. Austur mætti trompa með ásnum en um leið léti suður síðasta tígul sinn og spilið unnið. 71 — Þú getur verið alveg róleg. Þú getur bókað að ég fer héðan á þeirri sömu stundu og lögreglan veitir mér leyfi til þess, sagði Susanne og reyndi af alefli að halda stillingu sinni og settist við hlið Martins. Þegar henni varð litið á grát- bólgið andlit Mögnu frænku hætti hún við að segja það sem henni hafði búið í brjósti, en hún gat ekki komið í veg fyrir að hendur hennar skuifu þegar hún lyfti tekatlinum. — Ég skal hjálpa þér. Jasper sem sat við hlið henn- ar tók rólega teketilinn af henni og skenkti í bollann og reyndi að brosa til hennar uppörvandi. Martin virtist á hinn bóginn ekki veita því athygli að hún hefði komið inn. Hann drap í hálfreyktri síga- rettunni á undirskálinni og kveikti f nýrri en hann hafði ekki augun af Gittu augnablik. — Góði, scgðu citthvað, æpti Gitte. — Þú veizt cins vel og ég að það var hún sem keyrði hann niður. Annað er það að hún er huglaus og þorir ekki að taka út réttmæta refsingu en fyrst hún er nú farin að fiækja fjölskyldu okkar inn f sín myrkraverk þá verður að stöðva þetta ... — Ætli það séu ekki ákveðin myrkraverk framin í þessari fjölskyldu þótt ekki sé þetta, sagði Martin reiðilega. — Hvað ætli við getum svo sem sett okkur á háan hest og ákært aðra? — Nei, nú gengur svo sannarlega fram af mér. — Það dundi illskulega í Hermani frænda og hann blánaði f andlitinu. — Ég held þú farir fulllangt núna, drengur minn. Eitt er ærumál sem leyst er milli gam- alla vina og annað er morð og manndráp. — Þið hafið ekki minnstu sönnun fyrir því að Susanne segi ekki allt satt, sagði Martin og horfði nú í fyrsta skipti beint á Susanne. — Ja, þú verður að afsaka að við ræðuum þig svona fyrir fram- an þig, en það hefur þann kost að þú getur lagt þitt til mál- anna. — Susanne þarf ekkert að leggja til málanna, enda hcfur cnginn ráðist á hana, greip Herman inn í. — Ég var ekki að tala um Susanne, heldur um þig, sem skyndilega kemur með grófar ásakanir á hendur fjöl- skyldu þinni. Ég trúi því sannarlega að Susanne hafi keyrt Einar Einarsen niður af slysni og sfðan rekið höfuðið svo hrottalega f að hún man ekkert eftir því. — Og hvað þá með Lydiu? Gitte var skrækróma. — Lydia datt niður stigann. Herman frændi var bæði örvæntingarfullur og þreytu- legur og Magna frænka fór að vatna músum hvar hún sat við hinn borðsendann. Þungur hljóðlátur grátur svo að hún skalf frá hvirfli til ilja. — Eigum við nú ekki bara að reyna að taka þessu rólega, sagði Jasper. — Þetta getur ekki staðið endalaust. Það er engin ástæða til að við segjum citthvað í fljótfærni sem við myndum sjá eftir síðar. Þcgar ég var inni hjá Bernild sfðast var hann að tala um að hann héldi sig vera á villigötum. Þið getið bókað það að hann finnur ókunnan aðila á næstu klukku-t tfmum og handtekur hann og Susanne verður hreinsuð af öllum grun og við fáum öll leyfi til að halda hvert okkar leið. Martin leit á hann fullur þakklætis. — Þetta er rétt hjá þér Jasp- er. Við skulum reyna að taka þessu rólega. Þetta er orðinn langur dagur og við höfum ekkert fengið að hreyfa okkur og það hefur reynt um of á taugarnar hjá Gitte. Þú ert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.