Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979
15
Mojahedeenskæruliði reynir að hafa hemil á fólki úti fyrir skrifstofu forsætisráðherra írans í
Teheran í gær. Fjöldi manns safnaðist saman til að freista þess að fá leyfi til þess að fara úr
landi. Eins og sagt er frá í forsíðufrétt hafa nú einnig verið settar skorður við því að konur
komist frá íran og hefur það vakið mikla reiði.
Stríðið í Rhódesíu
færist nú til Angóla
Jóhannesarborg, Salisbury, Nairobí. AP
— Reuter.
STJÓRNVÖLD í Angóla
staðfestu í dag að orrustu-
þotur hers stjórnarinnar í
Salisbury hefðu gert árásir
á stöðvar svartra skæru-
liða í austurhluta Angóla.
Talsvert mannfall varð í
árásunum, að sögn út-
varpsins í Angóla.
Útvarpið sagði að ráðist
hefði verið á skóla fylking-
ar Joshua Nkomos. Yfir-
völd hersins í Salisbury
sögðu hins vegar, að ráðist
hefði verið á æfingabúðir
skæruliða.
Robert Mugabe, annar af
leiðtogum svartra skæruliða,
sem berjast við her stjórnar-
innar í Salisbury, sagði í dag
að það hefðu verið orrustuþot-
ur flughers Suður-Afríku sem
gert hefðu árásirnar, en ekki
Canberra-flugvélar stjórnar-
hersins í Salisbury.
Mugabe sagði, að flugher Ian
Smiths hefði ekki yfir vélum
að ráða til aðgerða af þessu
tagi. Vélar hans hefðu ekki
nauðsynlegt flugþol til að gera
árás á stöðvar 1.000 kilómetra í
burtu. Mugabe sagði
Suður-Afríkumenn áður hafa
veitt stjórninni í Salisbury
beinan stuðning í aðgerðum
gegn skæruliðum.
Yfirvöld hersins í Pretoríu
víéuðu ummælum Mugabes á
bug. Sögðu þau að Mirage-þot-
urnar væru orrustuvélar, en
ekki langdrægar sprengjuflug-
vélar.
Loks sögðu yfirvöld í Salis-
bury, að Canberra-vélar
stjórnarhersins hefðu flugþol
til að gera árásir á stöðvar
innan Angóla.
Standa Rússar
aðbaMátökun-
um í Yemen?
Kairó. 27. febrúar AP
Sameiningarfylking Yemen veitt-
ist í dag að Sovétmönnum og sagði
þá bera ábyrgð á aðgerðum
Suður-Yemena í Norður-Yemen. í
tilkynningu frá höfuðstöðvum
fylkingarinnar í Kairó sagði að
takmark Rússa væri að sölsa undir
sig innsiglinguna í Rauðahafið og
auka áhrif sín f olíuframleiðslu-
rfkjum Araba.
Tilgangur árása Suður-Yemena
er að hrekja hina íhaldssömu stjórn
í Norður-Yemen frá völdum og
koma marzísku efnahagskerfi á í
landinu, segir ennfremur í til-
kynningu sameiningarfylkingar-
innar.
bar segir loks, að yfir 9.000
sovézkir ráðgjafar séu í
Suður-Yemen og stjórni þeir
herjunum á landamærunum. Njóta
þeir aðstoðar Kúbumanna og
Austur-bjóðverja.
Líklegt er talið að Eþíópíumer.n
eigi eftir að dragast inn í deilu
Yemen-ríkjanna. Yrði það enn-
fremur að undirlagi Rússa, sem
þannig fengju mikil áhrif yfir hinni
hernaðarlega mikilvægu innsiglingu
í Rauðahafið.
Bardagar héldu áfram á landa-
mærum Norður- og Suður-Yemen í
dag, fimmta daginn í röð. Stjórnvöld
í Suður-Yemen lýstu sig reiðubúin til
að fallast á að nefnd Arabaríkja
miðlaði málum í deilu Norður- og
Suður-Yemen.
Eftir er 21 einvaldsherra
EFTIR að „islamskt lýðveldi“
var stofnað f íran hefur ein-
valdsherrum fækkað og eru nú í
veröldinni 21 einstaklingur sem
ber viðurnefni einvaldsherra,
þótt völd þeirra sé mjög mis-
munandi. Tveir þeirra eru
keisarar, 15 konungar, einn
stórhertogi, tveir furstar og
einn indverskur fursti
(Maharadscha).
Þessir eru: Baudouin I. Belgiu-
konungur (frá 1951), Jigme
Singhi Wangtschuk fursti
(Maharadscha) Bhutan (frá
1972), Margrét Danadrottning
(frá 1972), Elízabet Englands-
drottning (frá 1952), Hirohito
Japanskeisari (frá 1926), Hussein
II. Jórdaníukonungur (frá 1952),
Moshoeshoe II. konungur af
Lesotho (frá 1966), Franz Josef II,
fursti af Lichtenstein (frá 1938),
Jean stórhertogi af Lúxemborg
(frá 1964), Hassan II konungur
Marokkó (frá 1961), Rainier III
fursti af Mónakó (frá 1949),
Birendra Bir Bikra Schah Dewa
drottning af Napal (frá 1972),
Júlíana Hollandsdrottning (frá
1948), Ólafur fimmti Noregs-
konungur (frá 1957), Chalid
konungur Saudi-Arabíu (frá
1975) , Karl sextandi Gústaf
Svíakonungur (frá 1973), Juan
Carlos fyrsti Spánarkonungur
(frá 1975), Sobhuza annar
konungur af Swasilandi (frá
1967), Bhumibol konungur af
Thailandi (frá 1946), Taufa'ahau
Tupou fjórði konungur
Tonga-eyja og Bokassa keisari
Keisaradæmis Mið-Afríku (frá
1976) .
Sanjay fékk 2 ár
Nýju Dehlí, 27. febr. Reuter — AP
SANJAY Gandhi og V.C. Shukla,
fyrrverandi upplýsingamálaráð-
herra Indlands, voru dæmdir í
tveggja ára fangelsi í dag. Þeir
voru fundnir sekir um að hafa
eyðilagt kvikmynd sem fjallaði
háðulega um stjórnvöld á valda-
tíma Indiru Gandhi, móður
Sanjays.
Tvímenningarnir verða að
stunda erfiðisvinnu í fangelsi. Þeir
voru að auki dæmdir í fjársektir.
Þeim var veittur frestur til 26.
marz til að áfrýja dóminum og
voru látnir lausir gegn tryggingu.
Skýrsla um hlustunar-, mið-
unar- og sendistöðvar hers-
ins velaur írafári í Noregi
Ósló. FrA Jan Erlk Laure, fréttaritara Mbl.
MIKILLAR ólgu gætir nú í röðum þeirra sem láta varnarmál
Noregs til sín taka. Þessi óánægja brauzt út eftir að skýrsla um
hlustunar- og miðunarstöðvar svo og sendistöðvar hersins var birt
opinberlega. Skýrslan var unnin af starfsmönnum Rannsóknar-
stofnunar friðarins í Ósló, en stofnunin er styrkt af hinu opinbera..
Yfirvöld varnarmála eru nú að kanna hvort upplýsingar er varða
öryggi landsins sé að finna í skýrslunni.
Veður
víða um heim
Akureyri 1 alskýjað
Amsterdam 4 skýjaó
Apena 12 skýjaó
Berlín 1 skýjaó
BrUssel 7 bjart
Chicago 2 bjart
Frankfurt 5 skýjaó
Gonf 3 sól
Helsinkí 2 skýjaó
Hong Kong 19 skýjaó
Jóhannesarb. 28 sól
Kaupmannah. 0 skýjaó
Líssabon 14 sól
London 7 sól
Los Angeles 17 bjart
Madrid 9 sól
Miami 22 bjart
Montreal +6 snjókoma
Moskva +2 alskýjaó
Nýja Delhi 24 úrkoma
New York 3 skýjaó
Ósló 4 skýjað
París 4 lóttskýjaó
Reykjavík -»3 snjókoma
Rómaborg 6 bjart
Stokkhólmur 5 sól
Sydney 26 skýjaó
Tókfó 8 haglól
Vancouver 9 rigning
Vfnarborg +1 snjókoma
Fram kemur í skýrslunni að
Norðmenn eigi alls 11 sendi-
stöðvar á átta stöðum í landinu.
Þær eru á Jessheim, Radaberg,
Skage í Namdalen, Fauske
(tvær), Kirkenes (þrjár), Vadö,
Karasjok og Vardö. Aldrei hefur
verið tilkynnt opinberlega um
tilvist stöðvanna í Vadö og
Kjarasjok. Hinar nákvæmu
lýsingar, sem fram koma í
skýrslunni á starfsemi
stöðvanna eru einnig nýjar af
nálinni og hafa ekki komið fram
fyrr. Meðal upplýsinganna í
skýrslunni eru nákvæmar teikn-
ingar af einstökum stöðvum,
loftnetum þeirra, hlustunar-
svæði og drægni.
Skýrslan hefur vakið sérstaka
athygli, einkum þar sem nú
standa yfir réttarhöld í hinu
svokallaða hlustunarmáli. Það
fjallar um ákæru á hendur
nokkrum aðilum sem gefið er að
sök að hafa viðað að sér og
komið á framfæri samsvarandi
upplýsingum og er að finna í
skýrslu Rannsóknarstofnunar
friðarins.
I skýrslunni, sem er 80 síður
að stærð, er því haldið fram að
norsk yfirvöld láti hlera fjar-
skiptaviðtöl til og frá erlendum
sendiráðum í Ósló. Hlustunin
fer fram í sendistöð á Jessheim,
sem er skammt fyrir norðan
Ósló.
Því er einnig haldið fram að
hlutverk stöðvanna sé ekki að-
eins á sviði fjarskipta og miðun-
ar. Sagt er að önnur stöðvanna í
Fauske sé án nokkurs vafa
stjórnarstöð bandarískra
njósnahnatta. Stöðin getur m.a.
breytt hlustunartíðni hnatt-
anna. Þá hefur stöðin í Karasjok
einnig sérstöku hlutverki að
gegna. Hún mælir árangur af
kjarnorkusprengingum, þ.á m. í
Sovétríkjunum, með því að
mæla ljósblossann sem fylgir
sprengingunni. Næmni stöðvar-
innar á hljóð er af því tagi að
fram kemur í henni þegar
orrustuflugvélar hefja sig til
flugs frá Murmansk. Stöðin á
Viksöfjell við Kirkenes er það
skammt frá sovésku landamær-
unum að Rússar þurfa ekki á
sjónauka að halda til að virða
hana fyrir sér.
Höfundar skýrslunnar segjast
hafa unnið skýrsluna úr
upplýsingum sem þeir hafi feng-
ið úr skýrslum Stórþingsins um
eignir hins opinbera. Einnig
hafi þeir staðsett stöðvarnar
eftir vísbendingum sem hægt
hafi verið að finna í símaskrám
landsmanna, en þar hafi þær
verið skráðar sem stöðvar
varnarmálaráðuneytisins.
Leggja höfundarnir áherzlu á
að allar upplýsingar sínár hafi
þeir fengið úr opinberum skýrsl-
um og heimildum sem almenn-
ingur hafi greiðan aðgang að og
ekki eru taldar hernaðarlega
mikilvægar.
Hlustunarmálið svokallaða
fjallar um útgáfu samsvarandi
upplýsinga. Fyrrverandi út-
breiðslustjóra sósíalíska útgáfu-
félagsins PAX, Ivar Johansen,
afhenti vikuriti hins sósíalíska
Venstre-flokks; ,Ny tid“, upp-
lýsingar um nokkrar af þessum
stöðvum. Einnig viðaði hann að
sér upplýsingum um alla þá er
störfuðu í leyniþjónustu norsku
lögreglunnar og upplýsinga-
þjónustu hersins. Johansen er
gefið að sök að hafa viðað
upplýsingunum að sér. Tveimur
blaðamönnum við Ny tid og
starfsmanni klúbbs nokkurs í
Ósló er gefið að sök að hafa
komið upplýsingunum á fram-
færi.