Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 3 Öll bókaforlögin bjóða 6þús. titla BÓKAMARKAÐURINN 1979, markaður Félags íslenzkra bókaútgefenda hófst í morgun í Sýningahöllinni Bíldshöfða 20 á Ártúnshöfða. Bókamarkaðurinn sem er hinn 20. í röðinni og jafnframt hinn stærsti og f jölbreyttasti til þessa, markar nokkur tímamót. Öll bókaforlög í landinu eru þátttakendur og eru bókatitlar nú um 6000 talsins í 1000 fermetra rými. í aldarfjórðung hefur bókamarkaður Félags íslenzkra bókaútfefenda verið nærri árviss atburður, stopull í fyrstu, en hin síðari ár hvern vetur á miðri góu. Jónas Eggertsson og Lárus Blöndal bósalar veita markaðinum forstöðu sem þeir hafa gert frá upphafi, en formaður Félags íslenzkra bókaútgefenda nú, er Arnbjörn Kristinsson. Nokkrar aí teikningum Halldórs Péturssonar á markaðinum. Á markaðinum kennir margra grasa. Má þar nefna fræðibækur um andleg og veraldleg efni, ævi- og lífsreynslusögur, ljóð, nótnarit, leikrit og bókmenntir af ýmsu tagi. Ennfremur skáld- sögur og afþreyingarbókmennt- ir. Þá er einnig fjölda barna- og unglingabóka, fræðibækur, ’ skáldsögur og ævintýri auk margra annarra bóka. Hægt er að fá gamlar og nýjar bækur. hinar eiztu frá því um síðustu aldamót. Að þessu sinni eru á markaðinum auk bókanna frummyndir og teikningar eftir Halldór Pétursson af lands- kunnum íslendingum. Nú eru það tvær gerðir mynda og allar til sölu. I Sýningahöllinni þar sem bókamarkaðinum hefur nú verið valinn staður, fer fram margháttuð starfsemi, en nú hefiur fengist leyfi til kaffisölu og ýmissa annarra veitinga, sem á boðstólum eru fyrir þreytta fætur, sem farið hafa um salar- kynnin. Félagskonur Kven- félagsins Hringsins munu sjá um þann þátt, en allur ágóði mun renna til líknarmála, þar sm þörfin er mest hverju sinni. Bókamarkaðurinn stendur frá í dag, 28. febrúar, til 11. marz og verður opinn alla virka daga frá 9.00—18.00 nema á föstudögum og þriðjudögum, þá frá 9.00—22.00 og laugardögum frá 9.00-18.00. Triton og Lagmetisiðjan Garði: Haf a flutt út ræk ju fyrir 258 milljón- ir kr. frá áramótum Fyrirtækið Triton h.f. sem er útflutningsaðili fyrir Lagmetis- iðjuna f Garði h.f. hefur flutt út lagmetisvörur á þessu ári fyrir 258 milljónir króna. Hér er ein- göngu um að ræða niðursoðna rækju, og fer hún á markað í Vestur-Þýskalandi. Dr. Örn Erlendsson hjá Triton h.f. sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að unnt væri að selja Launahækk- un á morgun LAUN hækka vegna verðbóta- vísitölu á morgun. Öll laun undir vísitöluþakinu hækka um 6,9%. Vísitöluþak ASÍ-félaga er 278.680 krónur á mánuði og taka þau svo og lægri laun áðurnefndri vísitöluhækkun. Meðal félaga í BSRB og BHM er vísitöluþakið 280.966 krónur á mánuði og hækka þau laun og lægri um 6,9%. Öll laun, sem eru hærri en áðurnefnd þök, hækka hjá ASÍ-félögum um 19.230 krónur á mánuði og hjá BSRB- og BHM-félögum um 19.390 krón- ur á mánuði. mun meira magn en gert hefði verið, en því ylli óvissa í rækju- veiðum hér heima. Ef unnt væri að fá eins mikið hráefni og Lagmetis- iðjan óskaði eftir, þá kvað dr. Örn ekki vera neina erfiðleika á að selja niðursoðna rækju út fyrir sem svaraði 40 milljónum króna á viku. Það magn sem flutt hefur verið út á þessu ári nær yfir tímabilið 1. janúar til 28. febrúar. Dr. Örn Erlendsson sagði að það væri athyglsivert, að hjá Triton væri auk hans einn maður í heilu starfi og annar í hálfu, en samtals væri fyrirtækið búið að flytja út á þessu ári helminginn af því magni sem Sölustofnun lagmetis flutti út á öllu síðasta ári, ef útflutningur- inn til Sovétríkjanna er undanskil- inn. Hjá Sölustofnuninni kvað Örn hins vegar vinna fjórtán manns. Dr. Örn sagði, að öll salan færi til sama aðilans, sem er dreifingaraðili á sjávarafurðum í Hamborg í Vestur-Þýskalandi. Rækjan væri í legi sem væri gerður úr sykri, sítrónu og salti. Hráefnið kvað Örn Lagmetis- iðjuna fá bæði frá Húnaflóa og ísafirði. í Lagmetisiðjunni Garði vinna um 20 manns, en varan er flutt í viku hverri til Hamborgar sjóleiðina. Tregur netaafli á Akranesi AKRANESI 26. feb. — í dag er verið að landa um 150 lesta þorskafla úr togurunum Krossvík AK 300. Afli í þorsknet hefur verið mjög tregur hér að undanförnu, en veiðum á línu er lokið að sinni. Víkingur AK 100 var að koma í höfnina með fullfermi af loðnu sem fer að hluta til frystingar í Heimaskaga og í bræðslu hjá SFA. — Júlíus. Hún veit hvað hún i vill - Gjafasettiii 5 fráGIit: I MatarseU Kaffisett jdvfusett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.