Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979
fMtogmiHftfrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstrseti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. ó mánuöi innanlands.
I lausasölu 125 kr. eintakió.
Þannig stendur
lessið á kær-
leiksheimilinu
Eins og menn rekur minni til voru fæöingarhríðir
ríkisstjórnarinnar erfiðar. Málefnalegur grundvöllur var
ekki fyrir hendi og það var ekki fyrr en á elleftu stundu, sem
myndun hennar varð loksins að veruleika, og þá eftir
brýningar frá Verkamannasambandi íslands, sem þeir Karl
Steinar Guðnason og Guðmundur J. Guðmundsson stóðu
fyrir.
Þessi aðdragandi olli því, að æ síðan hefur glumið í eyrum,
að ríkisstjórnin sé sérstakur hollvinur launastéttanna í
landinu. Líka þegar hún setur lög um skerðingu kaupgjaldsins
eins og 1. september og 1. desember, en bráðabirgðaráðstafan-
irnar þá byggðust fyrst og fremst á því, að „beygingar og
sveigingar voru gerðar á kaupgreiðsluvísitölunni" eins og einn
af þingmönnum þríflokkanna hefur komizt að orði.
Fram að þessu hafa forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags í verkalýðshreyfingunni staðið á bak við kaup-
skerðingarlög ríkisstjórnarinnar og staðið að ályktunum í þá
átt til þess að þau hefðu hinn rétta stimpil. Er skemmzt að
minnast sérstakra vinahóta Verkamannasambandsins fyrir
kjaraskerðinguna 1. desember í þessu sambandi og hins,
hversu vænt forsætisráðherra þótti um hið rósrauða bréf.
Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar. Fjárlög hafa verið
afgreidd átakalítið og 1. febrúar leið hjá, án þess að til
stórtíðinda drægi. Að vísu komu af og til yfirlýsingar, jafnvel
frá einstökum ráðherrum, um það, að ríkisstjórnin félli, nema
mörkuð yrði stefna innan ákveðins tíma. En á einstökum
kærleiksheimilum gleymist það fljótt, þótt einhverjum verði
það á að gera sig til fyrir fjölmiðlum. Ekki sízt þegar þetta
hendir alla jafnt, þegar frá líður.
Fram að þessu hefur þessi uppákoma orðið innan
ríkisstjórnarinnar eða á Alþingi. Verkalýðsleiðtogarnir hafa
reynt að halda Alþýðusambandinu utan við af skiljanlegum
ástæðum. En þó hlaut svo að fara, einkanlega þar sem sömu
menn eiga sæti í miðstjórn Alþýðusambandsins og á Alþingi,
að leikurinn bærist þangað.
„Ég kallaði þá forstokkað afturhald í þessari bókun og
viðhafði fleiri orð í þeim dúr. Það var styrjaldarástand á
fundinum í gær.“ Þannig lýsir Karl Steinar Guðnason því sem
gerðist á miðstjórnarfundi Alþýðusambandsins sl. mánudag
og heldur áfram: „Samþykkt miðstjórnarinnar var neikvæð
og fýlutónn í henni. Okkur virðist sem Alþýðubandalagið vilji
láta verða óbreytt ástand í efnahagsmálum þannig að allt
vaði á súðum og verðbólgan verði 40—50%.“
Þessi ummæli vita að þeim hatrömmu deilum, sem orðið
hafa um efnahagsmálafrumvarp Ólafs Jóhannessonar, sem
hingað til hefur ekki fengizt lagt fram á Alþingi. Að vísu
lætur höfundurinn sjálfur sér í léttu rúmi liggja, hvort breytt
verði einum stafkrók eða hundrað í frumvarpinu. Kratarnir
hins vegar hafa kokgleypt það í heilu lagi, svo að það vill
hvorki upp né niður, en kommar hafa allt á hornum sér, eins
og umsagnir miðstjórnar Alþýðusambandsins og trúnaðar-
ráðs Dagsbrúnar bera með sér.
Athugasemd miðstjórnar Alþýðusambandsins í sambandi
við verðbætur á laun er athyglisverð, en þar segir: „Við höfum
hins vegar lýst okkur reiðuþúna að ræða þætti eins og hvernig
beinir skattar séu teknir inn í vísitölugrundvöll, að setja
grunn verðbótavísitölu á 100 í tengslum við nýja samninga og
hvort og hvernig taka mætti upp viðskiptakjaravísitölu í
framtíðinni.“ I þessum ummælum felst staðfesting á því, að
núgildandi verðbótakerfi fær ekki staðizt, um leið og því er
hafnað að breytingar verði á því gerðar nema í tengslum við
nýja samninga. En þetta er einmitt sú stefna, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt höfuðáherzlu á í sambandi
við lausn kaupgjaldsmálanna, eins og fram kom í stefnumörk-
un hans, sem lögð var fram fyrir skömmu.
Þríflokkarnir eru a.m.k. þríklofnir í afstöðu sinni til
efnahagsmálanna nú og sá klofningur nær inn í raðir
verkalýðshreyfingarinnar. Engin ástæða er þó til að ætla, að
ríkisstjórninni sé hætt. Til þess eru ráðherrastólarnir of
mjúkir og þægilegir að sitja í.
Gunnar Thoroddsen:
Vísa ber tillögu
ar til ríkisstjóri
VILMUNDUR Gylfason
lagði fram í gær á Alþingi
tillögu til þingsályktunar
um þjóðaratkvæða-
greiðslu um efnahags-
frumvarp forsætisráð-
herra. Jafnframt undir-
búi ríkisstjórnin „ráð-
stafanir til að fresta þeim
breytingum á efnahags-
kerfinu, sem verða áttu í
tengslum við 1. marz
(hækkun verðbóta á
laun), unz niðurstöður
þjóðaratkvæðis liggja
fyrir. Leita þurfti af-
brigða til að afgreiða
málið, miðað við tíma-
setningu þess, til að taka
málið formlega á dag-
skrá. Samkv. 44. gr. þing-
skapa þurfa % viðstaddra
þingmanna að samþykkja
afbrigðin. Þessi afbrigði
vóru hins vegar felld, þar
eð aðeins 35 atkvæði féllu
með þeim (þ.e. atkvæði
allra viðstaddra sjálf-
stæðismanna — nema
eins — allra viðstaddra
framsóknarmanna —
nema þriggja — og allra
alþýðuflokksmanna).
Bragi Sigurjónsson (A)
taldi ekki rétt að vísa
málinu til þjóðarat-
kvæðis, en hins vegar
sjálfsagt að leyfa af-
brigðin. Nei sögðu Jón G.
Sólnes (S), Einar Ágústs-
son (F), Ingvar Gíslason
(F) og Halldór E.
Sigurðsson (F). Allir við-
staddir þingmenn Al-
þýðubandalagsins sátu
hjá, sem réð úrslitum um,
að málið fékkst ekki fyrir
tekið í gær með formleg-
um hætti. Hins vegar var
það rætt utan dagskrár
og verða þær umræður
lauslega raktar í helztu
efnisatriðum hér á eftir.
Holskefla nýrra
verðhækkana
Vilmundur Gylfason (A) rakti í
ítarlegu máli þær bráðabirgðaráð-
stafanir í efnahagsmálum, sem
gerðar vóru 1. september og síðan 1.
desember, sem og tilraunir Alþýðu-
flokksins til að fá fram efnahagsað-
gerðir til lengri tíma, til að ná niður
verðbólgu og tryggja jafnvægi í
þjóðarbúskapnum. Þá gerði hann
grein fyrir drögum að efnahags-
frumv., sem Alþýðuf. hefði kynnt í
ríkisstjórn, og þeim viðræðum milli
stjórnarflokka, sem fram fóru í
framhaldi af því, störfum ráðherra-
nefndar og loks viðbrögðum for-
sætisráðherra, sem lagt hefði fram
viðunandi frumvarp, sem nyti
stuðnings a.m.k. 26 þingmanna
tveggja stjórnarflokkanna. Sýnt
hefði hins vegar verið, vegna afstöðu
þriðja stjórnarflokksins, að ekkert,
bókstaflega ekkert yrði hafzt að,
sem stefnt hefði í enn hrikalegra
ástand en verið hefur undanfarin
misseri.
Því hefði ekki verið um annað að
ræða en ganga hreint til verks og
vísa þessu mikilvæga máli til um-
sagnar þjóðarinnar, með þeim
hætti, að hér hefði verið lagt tii, og
þeim aðgerðum, miðað við 1. marz,
sem tillögugreinin fæli í sér. Koma
þyrfti að við glötuðum efnahagslegu
sjálfstæði. Það væri skýlaus skylda
að fara þessa leið, fyrst aðrar hefðu
ekki reynst færar.
Ber að með
óvenjulegum hætti
Gils Guðmundsson, forseti
Sameinaðs þings, gerði grein fyrir
ákvæðum þingskapa, varðandi
framlagningu og meðferð tiilagna til
þingsályktana. Æskilegra hefði
verið að þessi tillaga hefði fram
komið fyrr, miðað við tímamörk 1.
marz, sem væru skammt undan en
tillagan bæri nú að með óvenjuleg-
um hætti. Rétt væri hins vegar að
heyra, hver afstaða forystumanna
þingflokka væri til málsmeðferðar,
áður en endanleg ákvörðun yrði
tekin.
Umræða sjálfsögð en
tímamörk knöpp
ólafur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, sagði óvenjulega tillögu á
ferð, nýstárlega og frumlega. Halda
þyrfti fast í leikreglur og þinghefðir,
en þó mætti ekki loka dyrum á allar
nýjungar. Sitt mat væri, að sjálfsagt
væri að leyfa umbeðin afbrigði, eins
þingvenja stæði til, en hins vegar
væri efamál, að tími ynnist til að
afgreiða tillöguna og frumvarp til
laga, sem af henni leiddi, ef sam-
þykkt yrði, á þeim daegrum, sem
eftir lifðu til 1. marz. Eg hygg að
flutningsmaður vilji skapa sér tæki-
færi til að tala hér á þingi fyrir sínu
máli, og hann má gjarnan fá það. Og
ég vil gjarnan þakka honum ein-
dreginn stuðning við frumvarpsdrög
mín, sem að baki liggur tillögu-
flutningnum.
Vitlausasta
tillagan, sem
á þingi hefur sést
Ragnar Arnalds, menntamála-
ráðherra, sagði þessa tillögu þá
allra vitlausustu, sem hann hefði séð
hér á þingi, og hefðu þó ýmsar verið
kynlegar. Hér væri um að ræða
flókið og fjölþætt frumvarp, í yfir 60
greinum, sem erfitt væri fyrir fólk
að taka afstöðu til með einu jái eða
neii, eins og gert væri við þjóðarat-
kvæði. Með hliðsjón af athugasemd-
lim launþegafélaga, sem nú væru að
berast, væri heldur ekki hyggilegt
að senda frv. óbreytt til slíks at-
kvæðis. Það gengi a.m.k. á móti
lofuðu samráði við verkalýðs-
hreyfinguna. Þá gagnrýndi ráðherra
ýmis efnisatriði 1 frumvarpi for-
sætisráðherra, aðallega viðvíkjandi
verðbótum á laun og samdrætti
framkvæmda. Sagði hann hlutfall
fjárfestinga í þjóðfélaginu véra
óvenju lágt og ekki hafa verið lægra
síðan á kreppuárum. Fljótræði væri
að afgreiða þetta mál á 2 dögum.
Ekki í grafgötur um
áhuga Alþýðuflokks
Kjartan Jóhannsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði efnisatriði og
tímasetningu veigamikilla atriða í
tillögu VG þess efnis, að réttlætti
afbrigði, sem fram á hefði verið
farið, og skjóta afgreiðslu málsins.
Ekki væri rétt að stöðva mál, sem
væru jafn brýn, á grundvelli forms-
atriða. Tillagan sýndi, að ekki þyrfti
að fara í grafgötur um áhuga Al-
þýðuflokksins á að koma skipan á
efnahagsmál þjóðarinnar og snúa
ofan af verðbólguhjólinu.
Að vekja athygli á
sjálfum sér
Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði
afbrigði ekki óvenjuleg á Alþingi, en
að leita afbrigða fyrir máli, sem
ekki hefði verið tekið formlega á
dagskrá, væri einsdæmi. Þetta mál
eigi að sjálfsögðu að fá eðlilega,
þinglega meðferð, takast á dagskrá,
til að ákvarða meðferð, síðan í tvær
umræður, þar eð þjóðaratkvæði
hefði kostnað í för með sér. Hann
gæti út af fyrir sig samþykkt af-
brigði til að hraða málinu, ef það
bæri rétt að. Hins vegar hefði
flutningsmaður náð þeim eina til-
gangi, sem hann hefði haft með
flutningnum, að vekja athygli á
sjálfum sér. En ekki væri ástæða til
að taka málið fyrir í dag, með
óþinglegum hætti, umfram fjölmörg
mál, sem væru á dagskrá fundarins.
Að loknu máli Lúðvíks sagði Gils
Guðmundsson, forseti, að hann
myndi að sjálfsögðu fara að þing-
sköpum, varðandi meðferð málsins.
Kærleikurinn á
stjórnarheimilinu.
Geir Hallgrímsson (S) sagði þing-
Stjórnar
dag, sag
menn hafa kynnst ýmsu óvenjulegu
í sambúð þessara stjórnarflokka.
Það mál, sem hér væri til umræðu,
væri eitt af fjölmörgum. Hann taldi
ekki ástæðu til að standa gegn
umbeðnum afbrigðum, enda þing-
venja að veita þau, en hinsvegar
hefði flutningsmaður getað verið
fyrr á ferð. Það að leggja fram
tillögu til þingsályktunar, sem að
auki gerði ráð fyrir lagasetningu,
sem hvort tveggja þyrfti þinglega
meðferð, með 36 klst. fyrirvara,
miðað við tímasetningu í tillögunni,
væri sýndarmennskan einber.
Auk þess væri út í hött að Alþingi
ályktaði um þjóðaratkvæði í máli,
sem ekki væri þingmál, enn sem
komið væri. Alþýðuflokkurinn hefði
samið eigið efnahagsfrumvarp — en
ekki haft dug né þor til að bera það
fram á Alþingi. Flokkurinn hefði nú
tekið frumvarp forsætisráðherra
upp á arma sér, en hefði heldur ekki
dug né þor til að bera það fram á
Alþingi. í umræðu fyrir skemmstu
hefði forsætisráðherra ekki talið
ástæðu til að flýta framlagningu
frumv. sins. Vilmundur Gylfason
legði hins vegar til að frv. yrði þegar
vísað til þjóðaratkvæðis, og miðaði
enn við ákveðna dagsetningu, 1.
marz. Menn myndu aðrar dagsetn-
ingar í málflutning alþýðuflokks-
manna: 1. september, 1. desember, 1.
febrúar og nú 1. marz. Allar þessar
dagsetningar virtust sæta sömu
örlögum.
Vísun frumvarps til
þjóðaratkvæðis sem stjórnar-
flokkarnir sjálfir treystu sér ekki til
að taka afstöðu til, væri hrein
uppgjöf. Tillagan fæli í sér van-