Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 17 Vilmund- larinnar! traust á stjórnarsamvinnunni, væri yfirlýsing um, að stjórnarfl. kæmu sér ekki saman um þau mál, sem heyra til stjórnun á þjóðarheimil- inu. Ef stjórnarflokkarnir geta ekki fullnægt þeirri skyldu, sem þeir hafa axlað með stjórnarmyndun, þ.e. að koma sér saman um ábyrga efnahagsstefnu, eiga þeir að víkja, rjúfa þing og efna til nýrra kosninga og leggja mál þann veg í dóm þjóðarinnar. Þetta mál er aðeins eitt til viðbótar fjölmörgum, er sýna þjóðinni ráðleysi, samstöðuleysi og getuleysi stjórnarflokkanna. Tillaga um vantraust á ríkisstjórnina Matthías Bjarnason (S) sagði þessa umræðu sýna, að forsætis- ráðherra hefði færzt í fang Vilmundar Gylfasonar en fjarlægst fyrri vini í Alþýðubandalaginu. Tillaga um vísun frumvarps for- sætisráðherra, sem ekki væri sam- staða um í ríkisstjórninni, til þjóð- aratkvæðis, jafngilti vantrausti á ríkisstjórnina. Svo mikið vilja menn til vinna að vekja athygli á sjálfum sér. En með þessari tillögu fá kratanir enn einn frestinn, enn eitt tækifærið til að skjótast fyrir horn og fela sig, því undirbúningur og framkvæmd þjóðaratkvæðis tekur sinn tíma, ekki minna en 2 mánuði. Mbj. vakti athygli á orðum alþýðubandalagsmanna um lágt framkvæmdastig. í frumvarpi for- sætisráðherra ætti enn að lækka þetta framkvæmdastig, skerða getu svo að segja allra sjóða atvinnuveg- anna. Ríkisstjórnin hefði bókstaf- lega ekkert gert til að styrkja stöðu atvinnuvega annað en að lækka gengið í þágu útflutningsatvinnu- vega. Nú ætti að mæta vanda ólíu- verðshækkana fyrir sjávarútveg þann veg, að færa á milli í sjóðum sjávarútvegsins, án krónuframlags úr ríkissjóði. Ekki bæri það vott um slæman viðskilnað fyrri stjórnar, að slík leið reyndist fær nú. Niðurgreiðslur, greiddar með auknum sköttum, og frestun á verð- hækkunum margs konar þjónustu, sem safnað væri saman í lón, er hlyti að bresta, gæfi stjórnarherrum vafasama ástæðu til að hreykja sér af hægari verðbólguvexti. Sú vaxta- hjöðnun væri þó tilbúin í tölum, sem ekki stæðist viðblasandi staðreyndir né fyrirsjáanlega þróun. Matthías vék að staðhæfingu Svavars Gestssonar, ráðherra, þess efnis, að kratar væru í sandkassa- leik. Ég held, sagði MBj. að sand- kassarnir séu þrír, og ekki færri en þrír að leik í hverjum. Sú sand- kassatillaga, sem hér er flutt, og ber vott um samstarfshæfnina í stjórnarliðinu, ér ótvíræð yfirlýsing um, að ríkisstjórnin rís ekki undir ætlunarverki sínu, getur ekki komið sér saman um nauðsynlegar aðgerð- ir. Hún á því að rjúfa þing og ganga til nýrra kosninga og meðtaka þann dóm, sem stjórnarflokkarnir hafa unnið til. Vísitala og skattar Sighvatur Björgvinsson (A) sagði Sjálfstæðisflokkinn í pólitísku orlofi og ekki væri rétt að ónáða þann orlofsþega. Hinsvegar væri ljóst að efnahagsráðstafanir núv. ríkis- stjórnar, bráðabirgðaráðstafanir, hefðu fallizt í því að greiða niður vörur í vísitölu með sköttum, sem ekki væru í vísitölu. Þegar verka- lýðsfélög gáfu eftir umsamdar verðbætur á laun 1. desemb. sl, átti ASÍ, sagði SBj, að krefjast samhliða efnahagsráðstafana til að draga úr verðbólgu, ráðstafana til lengri tíma, er tryggðu jafnvægi og atvinnuöryggi. Þessari skyldu brást ASÍ. SBj sagði Alþýðubandalagið hafa séð svo um, að sami hráskinns- leikurinn í efnahagsmálum hafi haldið áfram. Þess vegna hafi for- sætisráðherra gripið til sinna ráða með frumkvæði um nýtt efnahags- frumvarp. Þess vegna sé og þessi tillaga komin fram, svo að þjóðin fái að taka af skarið um það, sem nauðsynlegt er að gera. Sá árangur, sem vannst með bráðabirgða- aðgerðunum, er að glatast vegna þess að Alþýðubandalagið hefur hvorki verið hrátt né soðið í afstöðu til nauðsynlegra aðgerða. Vísum tillögunni til ríkis- stjórnarinnar Gunnar Thoroddsen (S) sagði rangt hjá SBj að suðan væri ekki komin upp í stjórnarsamvinnunni. Þar syði allt og kraumaði. GTh hvaðst fylgjandi þjóðaratkvæði, sem slíku. En þá þyrfti þjóðin að svara skýrum spurningum, sem hægt væri að afgreiða með jái eða neii. Hér væri hins vegar um margbrotið og margþætt mál að ræða, sem stang- aðist í grundvallaratriðum á við hugmyndina um þjóðaratkvæði. Auk þess skorti í frv. viðamikil atriði, eins og varðandi skattamál, sem ekki væri hægt að sniðganga í frumvarpi um efnahagsmál. G. Th. sagði þessa tillögu, sem fyrst og fremst ætti rætur í ósætti stjórnarflokkanna, bezt afgreidda með því að vísa henni til ríkis- stjórnarinnar, eins og stundum væri gert um tillögur til þingsályktunar, sem ekki þætti rétt að afgreiða með öðrum hætti. Ég legg til að forseti beri þá tillögu upp á því stigi máls, sem honum þykir henta. Atkvæðagreiðslan Þegar hér var komið gerði forseti hlé á umræðum og bar undir at- kvæði, hvort leyfa skyldi umbeðin afbrigði frá þingsköpum. Afbrigðin fengu ekki tilskilið samþykki, þ.e. % viðstaddra þingmanna. Tillaga V.G. komst því ekki með formlegum hætti á dagskrá í gær, en verður væntanlega fyrir tekin á þinglegan hátt á næsta fundi s.þ. Umræðan ut.an dagskrár hélt hins vegar áfram. Ofurtrú á frumvarpi forsætisráðherra Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, fjallaði m.a. um ofurtrú Alþýðuflokksins á efnahagsfrum- varpi forsætisráðherra, sem leysa ætti öll efnahagsvandamál, jafnvel hrunhættu fiskstofna og verðvanda olíuafurða, eftir því sem sér hefði skilist á málflutningi VG. Svo langt hefði VG gengið að segja í fram- söguhætti: Island ferst, árangurinn tapast, ef frv. fær ekki samþykki á Alþingi. Ég hefi aldrei vitað jafn afdráttarlausa trú á nokkurn pappír og felst í afstöðu VG til frumvarps forsætisráðherra. Þá ræddi SG um þá almanaksveiki þingmanna Al- þýðuflokksins, sem fælist í sífelldum dagsetningum ráðstafana, sem grípa ætti til. Alþýðubandalagið væri laust við þessa almanakssótt, en legði áherzlu á samninga um máls- meðferð milli stjórnarflokkanna allra, í samráði við launþega- hreyfingu. Sýður upp úr Alþýðuflokki Kjartan Ólafsson (Abl) sagði soðið upp úr hjá Alþýðuflokknum, svo lítið væri eftir í pottinum. Hér hefði verið um svo óvenjulegan málatilbúnað að ræða, að eðlilegt hefði verið, að afbrigðum var synjað, sem sjaldgæft væri. Hann vék að umsögn ASÍ og fleiri laun- þegafélaga um frumvarp forsætis- ráðherra og því að það þyrfti nú að endurskoða í ljósi samráðsloforða. Óeðlilegt væri að skoða verðbætur láglaunafólks á sama tíma og þaki á verðbótum hálaunafólks væri lyft. Alþýðuflokknum er að vísu frjálst að bera fram frumvarp forsætisráð- herra sem sitt frumvarp, ef ekki næst samstaða um eðlilegar breytingar á því, sem æskilegast væri. Hætt væri þó við að núv. stjórnarsamstarf entist ekki til að samþykkja frumvarpið óbreytt. KÓ vék að frumvarpi fyrri stjórn- flokkarnir halda sprengi- iði Ragnhildur Helgadóttir Frá Alþingi í gær: Neðst til vinstri sést Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra, næst honum ölafur Jóhannesson, forsætisráðherra, þá triðrik Sóphusson, síðan Geir Hallgrímsson, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, og Gils Guðmundsson, forseti sameinaðs þings. I ræðustól Vilmundur Gylfason, sem vísa vill frumvarpi forsætisráðherra um etnahagsmál til þjóðaratkvæðis. ar, um sama leyti árs, sem falið hefði í sér, eins og frumvarp ÓIJ, skerðingu verðbóta á laun. Þing- menn Alþýðufl. mættu gjarnan kynna sér umsagnir Björns Jónsson- ar, forseta ASÍ, um þau efnisatriði, en Björn væri nú í þingliði Alþýðu- flokks, hefði hann heilsu til. Haldið upp á sprengidaglnn Ragnhildur Helgadóttir (S) taldi stjórnarflokkana halda upp á sprengidaginn með viðeigandi hætti. Víst væri þessi tillaga VG óvenjuleg, en engu að síður skiljanleg, miðað við aðstæður. Hún felur það í sér að flm. er vonlaus um að stjórnarflokk- arnir geti náð samstöðu um aðgerðir í efnahagsmálum, sem að gagni mega koma, að hans dómi. Hún felur raunar í sér vantrú á þeim umsögn- um fámennra hópa í verkalýðs- hreyfingu, sem forystumenn Al- þýðubandalagsins hafa knúið fram. Hann vill því snúa sér beint til þjóðarinnar sem mótvægi við um- sagnaleik Alþýðubandalagsins. Til- lagan er borin fram í ljósi algjörrar vantrúar á að ríkisstjórnin sé þess umkomin að koma sér saman um efnahagsaðgerðir, og skiljanleg út frá því mati, þó umdeilanleg sé á ýmsan hátt. Einfaldara er, fyrst ríkisstjórnin hefur reynst svo gjörsamlega ófær að sinna skyldum sínum að gengið væri hreint til leiks með almennum kosningum. „Skæklatog" ríkis- stjórnarflokkanna, sem VG kallar svo, muni hvort eð er engan vanda leysa. Sýndartillaga Eðvarð Sigurðsson (Abl) kallaði tillögu VG sýndartillögu. Hann vék síðan að umsögn ASI, annars vegar um afstöðu í vísitölunefnd, hins vegar um frumvarp forsætisráð- herra. SBj hefði reynt að sýna fram á mótsögn í þessum umsögnum, slíkt væri rangtúlkun. Samræmi væri í umsögnunum. Las hann upp úr þeim, máli sínu til sönnunar. ES sagðist skilja tillögu VG á þann veg, að ef samþykkt yrði, þá skertust verðbætur á laun 1. marz nk., eða frestuðust um ótiltekinn tíma. Slíkt væri í samræmi við þær tillögur aðrar, sem Alþýðuflokkurinn héldi helzt til haga nú í seinni tíð. Fáránleg að allri gerð Sverrir Hermannsson (S) sagði tillögu VG fáránlega að allri gerð. Ekki væri langur tími til 1. mafz, sem tillaga VG væri við miðuð. Hún væri svo seint fram komin, það hlyti flutningsmanni að vera fullljóst, að útilokað væri að afgreiða hana ásamt frumvarpi um ráðstafanir 1. marz, á þessum tíma. Hér væri til leikbragða gripið, sem sízt efldu virðingu Alþingis, þótt sumir teldu sig til slíks kjörna. Hreinlegra hefði verið af VG að bera fram ógrímu- klædda vantrauststillögu á ríkis- stjórnina, en raunverulega væri það getuleysi stjórnarflokkanna til sam- starfs um nauðsynlegar aðgerðir, sem tillaga VG undirstrikaði. Máske væru ráð til að hjálpa upp á Alþýðu- flokkinn með slíka vantrauststil- lögu, sem væri við hæfi eftir þá opinberun uppgjafar, sem tillaga VG fæli í sér. Vantrauststillaga eðli- legt framhald Albert Guðmundsson (S) sagði vantrauststillögu á ríkisstjórnina eðlilegt framhald þeirra umræðna, sem hér hefðu farið fram. Þessar umræður vekja spurningu um, hvort ekki sé verið að kunngjöra alþjóð uppgjöf stjórnarflokkanna í við- leitni til sátta og samstarfs, hvort ríkisstjórnin sé ekki í raun fallin. Hann sagði þessar umræður minna sig á sögu, sem hann hefði eitt sinn lesið um konu, sem var að koma lyfi ofan í látinn mann sinn. Læknirinn hefði sagt konunni, að lyfjagjöf væri tilgangslaus, maðurinn væri allur. Vera má, sagði konan, en þetta getur líka verið þrjóska. Ríkis- stjórnin er öll, sagði AG. Það er 'þrjóskan í forsætisráðherra sem breiðir yfir þann veruleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.