Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 31 ness hefur nú gengið frá samningi við vestur-þýskan þjálf- ara Klaus Hilpert, sem kom hing- að til lands fyrir skömmu til skrafs og ráðagerða. Mun Klaus koma hingað til lands 10. marz næstkomandi og hefja þá strax þjálfun. Reyndar æfir Akranes- liðið nú eftir æfingatöflu frá honum. Klaus Hilpert þykir mjög góður knattspyrnuþjálfari í heimalandi sínu og var efstur á löngum lista sem ÍA fékk hjá hinum þekkta þjálfara FC Köln, Weisveiler. Hrósaði Weisveiler Hilpert á hvert reipi og gaf honum góð meðmæli. Hilpert hefur starfað sem þjálf- Ætíaaðsígrá Holland í kvöld Hin nýi Hilpert. þjálfari ÍA. Klau Frá Ágústi Inga Jónssyni á Spáni: JÓHANN Ingi Gunnarsson hefur ekki enn valið liðið sem leikur gegn Hollandi í kvöld hér í Barcelona. íslensku leikmennirn- Skagamenn ráða V-Þjóðverja ari hjá þýzkum 3. deildarliðum og undantekningalaust komið þeim upp í 2. deild. Það mun hafa verið Pétur Egg- erts sendiherra Islands í Bonn sem átti stærstan þátt í því að Hilpert fékk sig lausan úr starfi sínu við íþróttaháskólann í Köln og fékk fararleyfi til íslands. Gunnar Sigurðsson stjórnarmaður í knatt- spyrnuráði IA sagði í gær, er Mbl. ræddi við hann, að það væri enginn vafi á að ÍA hefði verið mjög heppið með þjálfara að þessu sinni. Þeir hefðu leitað vel og lengi og nú loksins hefðu þjálfaramál þeirra leystst farsællega. Þeir hefðu ekki viljað flana að neinu í þessum efnum. Mikill hugur er í Skagamönnum og æfingar vel stundaðar, enda stutt í næsta verkefni sem verður ferðin til Indónesíu. ÍA hefur endurnýjað auglýsingasamninginn sinn við Grohe, og hefur Ómar Kristjánsson hjá Þýzk-íslenska verslunarfélaginu verið þeim mjög innan handar við samninginn við Klaus Hilpert. - þr. ir slepptu æfingu í gær og hvfldu sig. Farið var í skoðunarferð um borgina. bá var ieikurinn gegn Spánverjum skoðaður gaumgæfi- lega, og þar sáu menn sín eigin mistök á myndsegulbandinu. Voru menn sammála um, að dómararnir hefðu verið liðinu frekar óhagstæðir í leiknum. í gærkvöldi var svo leikur Hol- lands og Tékkóslóvakíu skoðaður vel. Allir eru ákveðnir í að leggja sig alla fram og sigra Holland. Ekkert annað kemur til greina. Líkur eru taldar á, að Jens Einarsson markvörður komi inn í liðið í stað Brynjars Kvarans, og að Erlendur Hermannsson fái sinn fyrsta leik í ferðinni, en hann hefur hvílt til þessa. Jón Pétur Jónsson er óðum að ná sér af meiðslum þeim er hann hlaut og verður væntanlega með í liðsuppstillingunni. I gærkvöldi héldu íslensku leik- mennirnir mikið borðtennismót, þar sem allir léku við alla. Hentu menn gaman að því, að hin snöggi Bjarni Guðmundsson gæti leikið einn á borði og hlaupið á milli, svo fljótur væri hann. Þegar leikur íslands og Hol- lands fer fram á morgun kl. 20.00 leika aðeins 100 metra frá húsinu stórliðin í spænsku knattspyrn- unni, Barcelona og Valencia. Eru menn vonsviknir yfir að komast ekki á völlinn að sjá hinar frægu kempur eins og Kempes, Bonhof, Krankl og Neskens. Neskens hefur 110 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá FC Barcelona auk auglýsingatekna og fleira. 1 I i i Hörð og spennandi keppni á EÆ í frjálsum íþróttum Frjálsíþróttamenn frá Austur-Evrópu voru sigursælir á Evrópumeistaramótinu í frjáls- íþróttum innanhúss í Vínarborg um helgina. Alls unnu frjáls- íþróttamenn frá löndum austan járntjaldsins til 14 gullverðlauna, en íþróttamenn frá Vestur- -Evrópu hlutu aðeins fimm gullverðlaun. Aðeins eitt nýtt Evrópumet var sett á mótinu, Pólverjinn Wladyslaw Kozakiewics bætti eigið met í stangarstökkinu um einn sentimetra er hann stökk 5,58 metra. Átti Kozakiewicz góðar tilraunir við nýtt heimsmet innanhúss 5,64 metra. Pólverjinn var í sérflokki í greininni, en sex menn háðu harða keppni um næstu sæti. Tveir Rússar, Volkov og Trofimenko, stukku 5,45 metra, og síðan komu fjórir stökkvarar, þar af tveir Pól- verjar, með 5,40 metra. Keppnin var ekki síðri í 400 metra hlaupi kvenna. Austurríska stúlkan Karoline Káfer hafði forystu í hlaupinu þegar örfáir metrar voru í mark og ætlaði allt að ganga af göflunum í íþrótta- höllinni í Vín, því heimamenn hvöttu sína manneskju hraustlega, En á síðustu stundu smeygðu þeær Verona Elder frá Bretlandi og Jarmila Kratochvilova frá Tékkóslóvakíu sér fram úr Káfer. Það tók dómarana 15 mínútur að skera úr um það hver sigraði. Elder var fyrst á 51,80 sekúndum, Kratochvilova önnur á 51,81 sek., og Káfer hlaut 51,90 sekúndur. Tékkar eiga góðan 400 metra hlaupara einnig í karlaflokki því Karel Kolar sigraði létt og af öryggi í þeirri grein á 46,21 sekúndu. Annar varð Stefano Malinverni frá Ítalíu á 46,59 sek., og þriðji varð Horia Toboc frá Rúmeníu á 46,86 sekúndum. Fyrstu gullverðlaun mótsins vann finnski kúluvarparinn Reijo Stahlberg. Kastaði hann 20,47 metra, en silfrið hlaut Bretinn Geoffrey Capes, sem hér keppti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, með 20,23 metra kasti. St.ahlberg náði sigurkastinu í fimmtu umferð en Capes náði sínu bezta í annarri umferð. Stahlberg varð einnig Evrópumeistari innanhúss í fyrra. Capes varð Evrópumeistari 1974 og 1976. Hann hlaut silfrið 1977, þegar Hreinn Halldórsson sigraði óvænt, og í fyrra hlaut Capes bronzverðlaunin. Rússinn Vladimir Kissilyev varð þriðji með 20,01 metra. Finnski kringlu- kastarinn Markku Tuokko varð fjórði með 19,55 metra, fimmti varð Rússinn Anatoly Yarosch með 19,12 metra, sjötti varð Tékkinn Jaroslav Brabec með 19,07 metra og sjöundi varð Bret- inn Winch með 17,03 metra. Sú grein sem minnst þótti til koma á mótinu var kúluvarp kvenna. Aðeins þrjár konur tóku þátt í greininni. Austur-þýzka stúlkan Ilona Slupianek sigraði með 21,01 metra kasti, silfrið hlaut landa hennar Marianne Adam sem kastaði 20,14 metra og bronzið hlaut brezka stúlkan Judith Oakes en hún kastaði 15,66 metra. Oakes hefur lengst kastað um 17 metra. Margar stúlkur hættu við keppni á síðustu stundu, og sögðu blöð í Austurríki ástæðuna líklega þá að skömmu fyrir mótið hefði spurzt út að keppendur yrðu allir prófaðir með tilliti til ólöglegrar lyfja- notkunar. Slupianek var á sínum tíma dæmd frá keppni í eitt ár fyrir að nota ólögleg hormónalyf. Coghlan í sérflokki írski hlauparinn Eamonn Coghlan sannaði í úrslitum 1500 metra hlaupsins að hann er í algjörum sérflokki í innanhúss- keppni. Hann tók mikinn sprett síðustu 200 metrana og skildi keppinauta sína alveg eftir. Hlaut Coghlan tímann 3:41,8 mínútur, Vestur-Þjóðverjinn Thomas Wessinghage varð annar á 3:42,8 og Bretinn John Robson þriðji á sama tíma. Coghlan setti nýlega heimsmet í míluhlaupi innanhúss, 3:52,6 mínútur, sem jafngildir um 3:36 mínútum í 1500 metra hlaupi. Svisslendingurinn Markus Ryffel endurtók sigur sinn frá því í fyrra í 3000 metra hlaupinu, en keppni þar var mjög spennandi. Ryffel fékk tímann 7:44,5 mínútur, annar varð Vestur-Þjóðverjinn Christoph Herle á 7:45,5 og þriðji Sovétmaðurinn Alexander Fedotkin, sem keppti hér á landi 1976, á sama tíma. Sekúndubroti frá verðlaunum var Austur-Þjóðverjinn Andreas Basig og Bretinn Nick Rose varð fimmti á 7:46,7 mínútum. Spánverjinn Antonio Paez leiddi 800 metra hlaup karla frá upphafi til enda og sigraði á 1:47,4 mínútum. Annar varð Búlgarinn Binko Kolev og þriðji varð Ungverjinn Andras Paroczai. Tíma þeirra vantaði í frétta- skeytið. Sovétmenn sterkir í stökkum Sovétmenn hlutu mikið safn verðlauna í þrístökki, langstöddi og í hástökki karla. Þeir sigruðu þrefalt í þrístökkinu, og hlutu gull og silfur í bæði hástökki og lang- stökki. Heimsmethafinn Gennandi Valyukevic stökk 17,02 metra, Anatoli Piskulin, sem keppt hefur hérlendis, stökk 16,97 metra og Yaak Uudmae 16,91 metra. Vladimir Iserelev stökk 7,88 metra og varð hlutskarpastur í langstökkinu, en Valery Podluzhny, fyrrverandi Evrópu- meistari, stökk 7,86 metra og Austur-Þjóðverjinn Lutz Franke stökk 7,80 metra og varð þriðji. Heimsmethafinn Vladimir Yashchenko og landi hans Genn- andi Belkov stukku báðir 2,26 metra í hástökkinu, en Yashchenko hlaut gullið þar sem hann fór yfir í fyrstu tilraun en Belkov í annarri. Báðir reyndu þrisvar við 2,29 metra. Þriðji varð Vestur-Þjóðverjinn Andre Schneider með 2,24 metra. Pólski spretthlauparinn Marion Voronin sigraði í 60 metra hlaupi karla og jafnaði um leið eigið Evrópumet, 6,57 sekúndur. Heims- metið á bandaríski svertinginn Houston McTear, 6,54 sekúndur. Landi Voronins, Leszek Denecki varð annar á 6,62 sekúndum og þriðji varð Búlgarinn Petar Petrov á 6,63 sekúndum. Nikolai Kölesnikov, meistarinn frá í fyrra, féll kylliflatur í startinu og varð hann að láta sér lynda að hafa komist í úrslitin. I úrslitunum voru aðeins hlauparar frá Austan- tjaldslöndum. Austur-Þjóðverjinn Thomas Munkelt sigraði í 60 metra grinda- hlaupi á 7,59 sekúndum, sem er næst bezti árangur í greininni frá upphafi vega. Annar varð Finninn Arto Bryggare á 7,67 sekúndum og þriðji varð Eduad Pereverzev frá Sovétríkjunum á 7,70 sekúnd- Óvænt úrslit ______í grind kvenna________ Úrslitin í 60 metra grindahlaupi kvenna komu mjög á óvart. Heimsmethafinn Grazyna Rabsztyn frá Póllandi varð að láta í minni pokann fyrir löndu sinni og ljósku Danutu Perka. Perka hljóp á 7,95 sekúndum en Rabsztyn á 8,00 sek. Þriðja varð sovézká stúlkan Nina Morgulina á 8,09 sek. Tatyana Anasimova, sem varð önnur í 100 m grindahlaupinu í Montreal, varð aðeins í fimmta sæti. Heimsmet Rabsztyn er 7,86 sekúndur. I úrslitunum voru ein- göngu stúlkur frá Austantjaldslöndunum. Sylvia Kempin frá Vestur-Þýzkalandi, en hún hlaut silfrið í fyrra, féll úr í undanrásum. Hörkukeppni var í úrslitum 60 metra hlaups kvenna. Eins búist var við sigraði Austur-Þýzka stúlkan Marlies Göhr á 7,16 sekúndum. Göhr á heimsmetið í greininni, 7,12 sekúndur. Landa hennar Marita Koch, sem setti heimsmet í 100 yarda hlaupi kvenna innanhúss um síðustu helgi, hljóp á 7,19 sek., og í þriðja sæti varð varð Ludmila Storozhkova frá Sovétríkjunum á 7,22 sekúndum. Sænska stúlkan Linda Haglund, sem hlaut silfrið í fyrra, varð aðeins í fimmta sæti. Hljóp hún á 7,28 sekúndum. Spennandi millivegalengdarhlaup Keppnin í 800 metra hlaupi kvenna var mjög spennandi. Búlgarska stúlkan Nikolina Shtereva, sem vað önnur í Montreal, og Austur-Þýzka stúlk- an Anita Weisz, sem varð fjórða í Montreal, háðu spennandi keppni um sigurinn og hafði Shetereva betur. Hlaut hún tímann 2:02,63 mínútur, en tími Weisz fylgdi ekki í fréttaskeytum. Þriðja varð rúmenska stúlkan Fita Lovin. Þá var keppnin í 1500 metra hlaupi ekki síður spennandi. Rúmenska stúlkan Natalia Maracescu, sem nýlega setti heimsmet innanhúss, 4:03 mínútur, tryggði sér sigurinn á loka- sprettinum eftir mjög mikla keppni við sovézku stúlkuna Zamira Zaitseva. Svetlana Gushkova frá Sovétríkjunum varð þriðja skammt á eftir. Tími Maracescu var 4:03,9 mínútur og er talið að heimsmetið hefði fallið hefðu stúlkurnar lagt hraðar af stað en raun varð á. Ungverska stúlkan Andrea Matay, sem nýlega setti heimsmet í hástökki kvenna innanhúss, sigr- aði með yfirburðum í hástökkinu með 1,92 metra stökki. Önnur varð pólska stúlkan Urzula Kielan sem stökk 1,85 metra og þriðja varð Ólimpíumeistarinn frá 1972, vestur-Þýzka stúlkan Ulrike Meyfarth, sem stökk 1,80 metra. Þrjár aðrar stúlkur stukku 1,80. Langstökk kvenna var mjög spennandi frá upphafi og allt til loka því tvær stúlkur skiptust á að hafa forystuna. En með risastökki í síðustu umferð tryggði Sigrún Siegl frá Austur-Þýzkalandi sér sigurinn. Stökk hún 6,70 metra. Önnur varð Jarmila Nygrynova frá Tékkóslóvakíu með 6,42 metra og þriðja varð sænska stúlkan Lena Johansson með 6,27 metra. Hún er íslensku frjálsíþróttafólki af góðu kunn, því hún hefur verið aðsópsmikil í Kalott-keppninni undanfarin ár. Nygrynova varð Evrópumeistari í fyrra. Angela Voight frá Austur-Þýzkalandi á heimsmetið í greininni, 6,76 metra en hún varð að hætta við keppni á síðustu stundu. 14 ára drengur meó 11 rétta Á LAUGARDAG sagði íþrótta þulurinní brezka útvarpinu, að knattspyrnan vær nú loksins komin aftur í sinn farveg, og allir leikir ensku deildakeppninnar gátu farið fram. En úrslit sumra leikjanna í 1. deild voru þannig. að sumir hafa lfklega óskað eftir að teningakastinu yrði haldið áfram. Aðeins einn seðill kom fram með 11 féttum og er eigandinn 14 ára drengur norður í Mývatnssveit og hlýtur hann kr. 980.500.-. Fyrir 10 rétta verða greiddar kr. 34.700.- á röðina. en þær voru II talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.