Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979
ES'ÆÆÆÆrÆÆWWÆÆW'ÆÆÆWÆjr**
^ Flóahlaupið:
$
*
§
Minni munur en
í öðrum hlaupum
SKEMMRA var á milli fyrstu tveggja manna í Flóahlaupi ungmenna-
félagsins Samhygðar í Gaulverjabæjarhreppi en í nokkru öðru
viðavangshlaupi vetrarins. en hlaupið var á laugardag og er hið fyrsta
sinnar tegundar í Gaulverjabæjarhreppi. Ágúst Þwsteinsson UMSB
bar sigur úr býtum eins og oft áður, en nafni hans Ásgeirsson ÍR kom
skammt á eftir.
Vegalengd hlaupsins var mæld 5,150 metrar og er tími tveggja fyrstu
því athyglisverður. Hafa þeir hlaupið fram hjá 5 km markinu á
14:40—14:45 mínútum. Það bendir til þess á Ágústarnir tveir séu í góðri
æfingu því hraðar hefur hvorugur hlaupið 5 km áður. Hlýindi og með- og
hliðarvindur hjálpuðu hlaupurunum, en tíminn er þó fyrst og fremst
afleiðing hörkukeppni og baráttu í hlaupinu. Steindór Tryggvason KA
var þriðji og hefur hann hlaupið fram hjá 5 km markinu á undir 16
mínútum.
Aðkomumenn voru fleiri en heimamenn í hlaupinu. Að keppninni
lokinni héldu keppendur, starfsmenn og aðrar hjálparhellur að
Vorsabæjarhóli. Þar beið hlaðið borð af kræsingum, eins og kóngafólk
væri í heimsókn, og kunnu aðkomumenn vel að meta góðgerðirnar.
Úrslit hlaupsins urðu annars:
1. Ágúst Þorsteinsson, UMSB
2. Ágúst Ásgeirsson, IR
3. Steindór Tryggvason, KA
4. Mikko Háme, IR
5. Óskar Guðmundsson, FH
6. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR
7. Markús ívarsson, HSK
8. Sigurjón Andrésson, ÍR
9. Ingvar Garðarsson, HSK
10. Ægir S. Hilmarsson, HSK
15:04 mín.
15:10 mín.
16:17 mín.
16:45 mín.
17:16 mín.
17:47 mín.
18:21 mín.
18:30 mín.
18:39 mín.
18:59 mín.
Staða efstu manna í stigakeppni víðavangshlaupa vetrarins að loknu
Flóahlaupinu er nú þessi (fjöldi hlaupa í svigum):
1. Ágúst Þorsteinsson, UMSB (6)
2. Ágúst Ásgeirsson, IR (6)
3. Gunnar P. Jóakimss., IR (7)
4. Mikko Háme, ÍR (5)
5—6. Hafsteinn Óskarsson, ÍR (4)
5—6. Steindór Tryggvason, KA (4)
7. Sigfús Jónsson, ÍR (3)
8. Sigurjón Andrésson, ÍR (6)
• Ágúst Ásgeirsson ÍR sem sést fremstur á myndinni, er í mjög góðri
æfingu um þessar mundir. Ágúst varð annar í Flóahlaupinu og er nú
annar ístigakeppni hlauparanna í víðavangshlaupum vetrarins.
Lietzke vann
NÝLOKIÐ er Opna Joe Garagiola Tuscson golfmótinu sem fram fer
jafnan í Tuscson í Arizona. Þetta er umfangsmikið og mikilsvirt mót
og margir af fremstu golfleikurum Bandaríkjanna mæta þar til leiks.
10 efstu menn mótsins urðu eftirfarandi, en tekjur þeirra fyrir
þátttöku sína og árangur fylgja með.
1) Bruce Lietzke 265 högg 45.000 dalir
2) Tom Watson 267 högg 18.667 dalir
89 stig. 3) Jim Thorpe 267 högg 18.667 dalir
79 stig. 4) Buddy Garner 267 högg 18.667 dalir
74 stig. 5) Marty Fleckman 268 högg 8.781 dalir
59 stig. 6) Victor Regaldo ■ 268 högg 8.781 dalir
49 stig. 7) Curtis Strange 268 högg 8.781 dalir
49 stig. 8) Howard Twitty 268 högg 8.781 dalir
43 stig. 9) Lee Trevino 269 högg 8.000 dalir
36 stig. 10) Dave Barr 269 högg 7.000 dalir
Öruggt
hjá UMFN
NJARÐVÍK vann öruggan sigur
á Þór fyrir norðan í úrvalsdeild-
inni f körfuknattleik. í lokin
skildu 20 stig, en aldrei tókst
Þórsurum að komast nær UMFN.
Mest skildu 24 stig, þannig að
segja má að leikurinn hafi verið í
miklu jafnvægi. Lokatölur
103—83, staðan í hálfleik 57—34.
Þórsarar voru afar lélegir í fyrri
hálfleik og var þá nánast um
einstefnu að ræða hjá UMFN.
Náði liðið þá þeirri forystu sem
það lét ekki af hendi það sem eftir
lifði leiks. Það er þó athyglisvert,
að Þór vann síðari hálfleikinn með
5 stiga mun, enda leikur liðsins
allt annar og betri. Það kann þó að
stafa af því að UMFN hafi slegið
eitthvað slöku við, er yfirburðafor-
ystunni var náð.
Mark Christensen var að vanda
langbestur hjá Þór og raunar á
vellinum ef út í það er farið. Þá
var Jón Indriðason sæmilegur.
Styrkleiki Njarðvíkur er öðru
fremur falinn í því hversu jafnir
leikmenn liðsins eru. Ted Bee var
þó einna sterkastur, en bæði
Gunnar Þorvarðarson og Geir
Þorsteinsson voru góðir.
Þráinn Skúlason og Guðbrandur
Sigmundsson dæmdu þennan leik
og gerðu það fremur illa.
Stig ÍHtrs: Mark 38, Jón Indriðason 16,
Eirtkur Sigurósson 9, Karl ólafsson 6.
Hjörtur Einarsson 6. Birgir Rafnsson,
Sigurgeir Sveinsson. Ómar Gunnarsson og
Alfreð Túlinfus 2 hver.
Stig UMFN: Bee 21, Gunnar Þorvarðar-
son 15, Geir Þorsteinsson 14, Stefán Bjark-
arsson 10, Guðjón Sigurðsson 10, Guðsteinn
Ingimarsson 8, Árni Þ. Lirusson 7, Júlfus
Valgeirsson 8, Brynjar Sigmundsson 5 og
Jónas Jóhannesson 4.
GG/gg.
Sparifjársöfnun tengd rétli til Iárrtökn
Sparnaður
þinn eftir
Mánaðarleg
innborgun
hámarksupphæð
Sparnaður í
lok tímabils
Landsbankinn
lánar þér
Ráðstöfunarfé
þitt 1)
Mánaðarleg
endurgreiðsla
Þú endurgreiðir
Landsbankanum
12 mánuði
18 mánuði
24 mánuði
25.000
25.000
25.000
300.000
450.000
600.000
300.000
675.000
1.200.000
627.876
1.188.871
1.912.618
28.368
32.598
39.122
á12 mánuðum
á 27 mánuðum
á 48 mánuðum
1) I tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta
breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma.
LANDSBANKINN
Sporílán-tryggmg í fmmtíð
Gagnkvœmt
unaust
m
Einu skilyrðin eru reglu-
bundinn sparnaður,
jlusemi í viðskiptum,
og undirskrift þín og
aka þíns.
iðjið Landsbankann
bæklinginn
sparilánakerfið.
Ef þú temur þér reglu-
semi í viðskiptum, sýnir
Landsbankinn þér traust.
Landsbankinn biður
hvorki um ábyrgðarmenn
né fasteignarveð.
Sparilánakerfi Lands-
bankans hefurfrá byrjun
árið 1972, byggst á gagn-
kvæmu trausti bankans
og viðskiptavinarins.
Laugdælir
skelltu ÍS
SVIPTINGARNAR í blakinu
aukast með hverri umferð og
óvænt úrslit urðu enn um
helgina, þegar Laugdælir
brugðu sér í bæinn og unnu
góðan sigur, 3—1, á ÍS. Á
sama tíma vann Þróttur
öruggan sigur á UMSE og eru
Laugdælir og Þróttarar nú
efstir og jafnir með 20 stig
hvort félag. ÍS er í þriðja sæti
með 18 stig.
Stúdentar ætluðu sér greini-
lega ekkert annað en sigur gegn
UMFL og unnu fyrstu hrinuna
af miklu öryggi 15—3. Blaðið
átti hins vegar eftir að snúast
við, næstu hrinu unnu Laug-
dælir 15—11 og þá þriðju eins,
eftir að hafa komist í 8—0.
Laugdælir tryggðu sér síðan
sigur í jafnri hrinu, sem lauk
15—13. UMFL hafði reyndar
góða forystu í byrjun hrinunn-
ar, en missti hana niður og rétt
fyrir leikslok var staðan
13-13.
Þróttarar tóku síðan í
hnakkadrambið á liði UMSE og
unnu öruggan sigur. Guðmund-
ur Pálsson lék með Þrótti að
nýju og endurnýjaði það sjálfs-
traust leikmanna Þróttar sem
tapað höfðu tveimur síðustu
leikjum sínum. Hrinurnar fóru
15-11,15-6 og 15-9.
UMSE lék einnig í suðurferð
sinni gegn Mími á Laugarvatni
og vann Mímir þar sinn fyrsta
sigur, 3—2. Hrinurnar enduðu
þannig (Mímistölurnar taldar
fyrst) 15-4, 3-15, 16-14,
4—15 og loks 15—7, en sjá má,
að miklar sveiflur hafa verið í
viðureign þessari.
Þá fór fram einn leikur í 1.
deild kvenna, ÍS vann ÍMA
3-1, 6-15, 15-5, 15-10 og
15-13.