Morgunblaðið - 28.02.1979, Page 13

Morgunblaðið - 28.02.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 13 i Sigurður Þórir við tvö verka sinna. sama myndeíni er notað en unnið með mismunandi aðferðum, bæði til að þróa áfram myndina og til athugunar á hvernig hinar ýmsu grafíkaðferðir njóti sín og falli að myndefninu. Sýnir grafík í ísafirði SIGURÐUR Þórir Sigurðsson heldur sýningu á grafíkverkum sínum í Bókasafni ísafjarðar um þessar mundir. Sýningin sem var opnuð síðastliðinn laugardag, mun standa næsta hálfa mánuð og verður opin á venjulegum opnunartíma bókasafnsins. Myndirnar eru allar unnar í grafík, en með mismunandi aðferðum. Sumar eru unnar sem æting, og er þá sýra notuð til að éta upp kopar, þar sem teiknað hefur verið á plötuna. Einnig eru notaðar filmur, sem unnið er með á margan hátt og síðar yfirfærðar á koparplötur og sýran látin vinna verk sitt. Aðferðunum er gjarnan blandað saman meira og minna í sumum myndum og sama mynd- efni unnið með mismunandi aðferðum. Myndefnin eru yfirleitt þjóð- félagslegs eðlis, og sá veruleiki, sem við búum við í dag er dreginn upp á ljósan hátt og mikil áherzla lögð á að draga fram andstæður í þjóðfélaginu. Sigurður Þórir Sigurðsson er fæddur i Reykjavík 31. marz 1948. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1968 til 1970 og frá 1974-1978 við Konunglegu Akademíuna í Kaup- mannahöfn. Þetta er níunda einkasýning Sigurðar, en hann hefur sýnt í Reykjavík, á Akranesi, Þorláks- höfn, Kaupmannahöfn og Þórs- höfn í Færeyjum auk fjölda samsýninga heima og erlendis. Hóta aðgerðum ef ekki verður stað- ið við innihald félagsmálapakkans Á AÐALFUNDI Verkakvenna- félagsins Snótar, sem haldinn var 20. febrúar 1979, var harðlega fordæmdur sá dráttur sem orðið hefur á framkvæmd þess að eftir- vinna legðist niður í áföngum frá 1. janúar 1979, sem var eitt af því sem félágsmálapakkinn innihélt, og við hér í Eyjum lögðum mikið upp úr að kæmist á strax 1. janúar. Fundurinn samþykkti að ef ekk- ert væri farið að hilla undir efndir um miðjan marsmánuð, mætti búast við einhverjum aðgerðum af hálfu félagsins. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Jóhanna Friðriksdóttir. varaform. Gunn- laug Einarsdóttir, ritari Sigrfður Óskars- dóttir, xjaidk. Ólaffa Sigurðardóttir, meðstj. Kristín Helgadóttir. Trúnaðarr&ð skipa: íris Sigurðardóttir. Stella llauksdóttir. Aðalbjðrg Jónsdóttir. Ingibjörg Sigurðardóttir. Lmnenition' VILTU BENZÍN- AFSLÁTT? LUMENITION kveíkjubúnaðurinn nýtir benzínið betur. Mælingar staðfesta, aö benzínsparnaöurinn er á bilinu 9—16%, að meðaltali. Miðað viö að benzínlítrinn kosti kr. 240, sparas pannig, að meðaltali um kr. 30 á hvern líterl. HABERChf Skeilunni 3e*Simi 3-JJ45 Opinber framlög til veiða á útsels- kópum? ÁRNI G. Pétursson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, hefur lagt til við húnaðarþing, að það hlutist til um við stjórnvöld, að opinber framlög verði veitt til veiða á útselskópum. í greinar- gerð með tillögu sinni segir Árni að það sé staðreynd að útsela- stofninn hér við land sé nú f örum vexti en fuilkomin ástæða virðist hins vegar vera til þess, að stofnstærð hans sé haldið innan vissra marka. Nefnir Árni þrjár ástæður fyrir þeirri skoðun sinni að út- selastofninum verði að halda innan vissra marka; þær eru, að hann éti fisk og fiskafóður, sem nemur tugum þúsunda tonna, hann sé liður í tilveru hringorms í fiski og hann hreki landsel úr látrum, en landselur sé mun verðmeiri en útselur. Þá segir Árni: „Fjölgun útsels- ins stafar af því, að nú eru landsmenn að mestu hættir að leggja sér selkjöt til munns, en verð á útselsskinnum það lágt, að menn veiða hann ekki þeirra vegna. Því er eðlilegt, að hið opinbera komi til og beri hluta af kostnaði við veiðarnar, þar sem mál þetta varðar þjóðarhag, en er ekki einkamál selveiðibænda. Framlögum mætti haga á þann veg, að ákveðin fjárhæð verði greidd af hinu opinbera á innlagt kópskinn." LUXOR' 79 Rétt fyrir jólin fengum viö afgreidd Luxor 22” sjónvarpstæki á hreint ótrúlega lágu veröi. — við höfum nú fengið aftur tæki ennþá á lága veröinu eða aðeins kr-459.000® hjólaborði. Sænsk vara hefur löngum þótt bera af í gæöum og ber þar ekki hvaö minnst á Luxor fyrirtækinu. Þetta 22 tommu tæki hefur vakið verö- skuldaöa athygli um heim allan og ekki aö ástæðulausu. Einnig fáanleg 18” tæki fyrir aðeins kr. 379.000 Komiö og kynniö ykkur kosti Luxor sjónvarps- tækjanna strax í dag. SÆNSK GÆÐI Luxor GÆÐI Takmarkaðar birgöir á framangreindu verði. 3ja ára ábyrgö á myndlampa. Viögeröarþjónusta. Sendum heim. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.