Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 32
Tiliitssemi kostar ekkert % VerzliO $érverzlun með Mtasjónvörp og hljómtæki. Skipholtí 19. BUÐIN sími v 29800 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 Njarðvíkiirbær kaupir hlut í Sjöstjörnunni NJARÐVÍKURBÆR heíur gert samkomulatí við eigendur hraðfrysti- hússins Sjöstjörnunnar í Njarðvík um að bærinn eignist 10% hlutafjár í fyrirtækinu, og sagði Albert Sanders, bæjarstjóri í Njarðvík, í samtali við Mbl. að bærinn gerði þetta í þeirri von að flýta fyrir því að fyrirtækið fengi fullnægjandi fyrirgreiðslu til að hefja starfrækslu að nýju en reksturinn hefur legið niðri að mestu um nokkurt skeið. Hlutafé Sjöstjörnunnar er að nafnvirði um þessar mundir 57,1 milljón króna en bæjarsjóður Njarðvíkur skai greiða 22,8 milljónir króna fyrir sinn hlut eða kaupir bréfin á fjórföldu nafn- Guðmundur og Friðrik sömdu um jafntefli ÍSLENZKU stórmeistararnir Friðrik ólafsson forseti FIDE og Guðmundur Sigurjónsson tefldu saman í 3. umferð alþjóðlega stórmótsins í Miinchen f gær. Lauk skák þeirra með jafntefli. Heimsmeistarinn Anatoly Karpov tefldi í þriðju umferð við Austurríkismanninn Karl Robatsch og gerðu þeir jafn- tefli í aðeins 16 leikja skák, en helzti keppinautur Karpovs, Boris Spassky gerði jafntefli við landa sinn Balashov. En í annarri umferð mótsins hafði Karpov borið sigurorð af Bala- shov og var það fyrsta sigur- skák Karpovs eftir að hann vann heimsmeistaratitilinn gegn Viktor Korshnoj á Filippseyjum s.l. sumar. Spassky leiðir nú mótið með 2'á vinning. Á morgun teflir Guðmundur við brezka stórmeistarann Michael Stean, en Friðrik tefl- ir að öllum líkindum við Andersen frá Svíþjóð. verði. Njarðvíkurbær fær einn fulltrúa í stjórn Sjöstjörnunnar, og samkomulag er um að endur- skoðunarskrifstofa í Reykjavík annist endurskoðun fyrirtækisins. Samkomulagið mun því aðeins taka gildi að áform fyrirtækisins um skipakaup nái fram að ganga, en um skeið hefur legið fyrir hjá ríkisstjórninni beiðni Sjöstjörnunnar um kaup á tveimur rækjutogurum en hún hefur ekki enn fengizt afgreidd. Sjöstjarnan er í hópi þeirra frystihúsa sem sérstök úttektar- nefnd varðandi vanda frysti- iðnaðarins á Suðurnesjum lagði til að fengi sérstaka fyrirgreiðslu til að halda áfram starfrækslu. Bensínhækkunin: Nótt við dag í loðnunni í Eyjum 15 SKIP tilkynntu loðnuafla í gær, alls 8890 tonn og aðal- veiðisvæðið er austur af Ingólfshöfðanum. Það var ágætisveður á miðunum fyrri hluta dags í gær, en fór að gjóla upp úr því og enginn bátur tilkynnti veiði í gær- kvöldi. Þessir bátar tilkynntu um veiði í gær: Ilafrún með 300 tonn, Sæberg 650, Albert 560, ísleifur 400, Gullberg 590, Pétur Jónsson 670, Sæ- björg 600, Örninn 500, Gísli Arni 580, Hilmir 500, Huginn 520, Hrafn 580, Guðmundur 900, Skírnir 430, Keflvíking- ur 480, Kap II. 250 og Gjafar 380. Myndina tók Sigurgeir í Eyjum í gær í loðnuatinu, en þar er nú unnið á vöktum allan sólarhringinn við loðn- una, bæði í frystingu og bræðslu. Færir ríkisvaldi 2 milljarða í hækkuðum opinberum gjöldum BENSÍNLÍTRINN hækkaði eins og kunnugt er um 24 krónur, en af þeirri hækkun renna til hins opinbera rétt tæplega 16 krónur eða 67% hækkunarinnar. Arssala af bensíni er um 120 milljónir lítra og fær því ríkisvaldið af þessari hækkun nú á einu ári tæplega 2 milljarða króna, sem er hækkun tolla, vegagjalds og söluskatts af hverjum lítra. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hækkaði bensínlítrinn úr 181 í 205 krónur eða um 24 krónur. Þessi hækkun skiptist þannig: Hlutur ríkissjóðs af 24 kr. benzínhækkuninni Tollur kr. 1.16 í vegasjóð kr. 10.82 Söluskattur kr. 4,00 Samtals kr. 15,98 Síðan greiðast 0,27 krónur í landsútsvar. Geir Hallgrímsson á Alþingi í gær: Rjúfið þing og efnið til kosninga úr því samstaða næst ekki um efnahagsstefnu Miðað við að heildarsala á bensíni sé 120 milljónir lítra á ári, gefur skatt- heimtan af þessari hækkun ríkissjóði 619,2 milljónir króna, en vegasjóði 1,298,4 milljónir króna. Samtals er þetta 1.917,6 milljónir króna. Sé hins vegar lands- útsvarið talið með hagnazt ríkisvaldið á hækkuninni um 1.950 milljónir króna á ári. Afbrigði feUd vegna tíUögu YUmimdar um þjóðaratkvæði GEIR HALLGRÍMSSON, formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist þess af stjórnarflokkunum á Alþirigi í gær. að þing yrði rofið og efnt til kosninga, úr því að þeir gætu ekki komið sér saman um stefnuna í efnahagsmálum. Það er út í hött að Alþingi álykti um þjóðaratkvæði í máli, sem ekki er þingmál, enn sem komið er a.m.k., sagði Geir Hallgrímsson ennfremur. Alþýðuflokkurinn hef- ur samið eigið efnahagsfrumvarp, en hvorki haft dug eða þor til þess að bera það fram á Alþingi. Al- þýðuflokkurinn hefur nú tekið frumvarp forsætisráðherra upp á arma sér en hefur heldur ekki dug eða þor til að bera það fram á Alþingi, sagði Geir Hallgrímsson ennfremur. Umræður þessar urðu utan dag- skrár í gær er Vilmundur Gylfa- son leitaði afbrigða til þess að tekin yrði á dagskrá þingsályktun- artillaga hans um að efnt verði þegar í stað til þjóðaratkvæða- greiðslu um efnahagsfrumvarp það, sem Ólafur Jóhannesson kynnti í ríkisstjórninni fyrir skömmu. í tillögu þessari felst ennfremur að fresta skuli kaup- gjaldshækkunum, sem koma eiga til útborgunar um þessi mánaða- mót. Fellt var að veita afbrigði og var tillagan því ekki tekin á dagskrá í gær. Til þess að afbrigði yrðu veitt þurftu % viðstaddra þingmanna að samþykkja þau. 35 þingmenn greiddu atkvæði með afbrigðum. Allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins nema Jón Sólnes greiddu atkvæði með afbrigðum svo og allir þingmenn Alþýðu- flokksins. Bragi Sigurjónsson þingmaður Alþýðuflokksins greiddi atkvæði með afbrigðum en kvaðst andvígur þjóðaratkvæða- greiðslu um frumvarpið. Þing- menn Framsóknarflokksins utan þriggja greiddu atkvæði með af- brigðum. Þeir þrír sem sögðu nei voru Einar Ágústsson, Ingvar Gíslason og Halldór E. Sigurðsson. Allir þingmenn Alþýðubandalags- ins, sem viðstaddir voru, sátu hjá. í greinargerð fyrir tillögu Vil- mundar Gylfasonar kemur fram, að það strandi á „flokkspólitískum ástæðum" að frumvarp Ólafs Jóhannessonar verði að lögum fyrir 1. marz. í fyrrnefndri ræðu sagði Geir Hallgrímsson, að það væri til marks um hreina uppgjöf stjórn- arflokkanna að vísa málinu til þjóðaratkvæðis. Ef þeir gætu ekki komið sér saman um stefnuna' í efnahagsmálum ættu þeir að víkja, rjúfa þing og efna til nýrra kosninga og leggja málið með þeim hætti fyrir dóm kjósenda. Nýja búvöru- verðið vart fyrir 1. marz Sex-mannanefnd Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins hef- ur undanfarið setið á fundum til að reikna nýtt búvöruverð, sem taka á gildi frá og með næstu mánaðamótum. Guð- mundur Sigþórsson, ritari nefndarinnar, sagði í viðtali við Mbl. í gær að nokkuð verk væri enn óunnið innan nefndarinnar og kvaðst ekki reikna með að verðið lægi fyrir fyrr en komið væri fram yfir mánaðamót eða kringum næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.