Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 7 r L Hinar rauöu rætur AlÞýðubandalagið er skrítilega samansettur stjórnmálaflokkur. Rætur Þess liggja um Samein- ingarflokk alÞýðu, Sósíal- istaflokkinn, eins og hann var kallaður, til Kommúnistaflokks ís- lands, sem stofnaður var árið 1930, og var upphafið og efniviðurinn í Þá flokksnefnu, sem nú blív- ur. Hinn gamli kommún- istakjarni, sem í nafni Leníns og Stalíns efndi hér til alræöisflokks í upphafi kreppuára, hefur allar götur síöan ráöið ferðinni, bæði í Sósíal- istaflokki og Alpýðu- bandalagi, Þó að öðru hafi verið haldið að al- menningi. Rætur AlÞýöu- bandalagsins eru I kommúnisma, Þó að Því Þyki hyggilegt, áróðurs- lega séð, að skýla sér að baki „verkalýðsbaráttu" og á stundum afbrigði- legri „Þjóðernishyggju." Sú alræðishyggja, sem ná átti til „öreiga allra landa", hefur nú Þróast „hugsjónalega" í stríð- andi andstæður, sem heimsfriðnum stafar hætta af. Sovétríkin og Kína eru { dag herveldi, sem hildi heyja, m.a. í Suðaustur-Asiu. Innrés Víet-Nama í Kambódíu og Kína í Víetnam eru talandi dæmi hins líðandi dags um Þá hættu, sem kommúnisminn skenkir mannkyni. Og peðling- arnir á vinstri væng ís- lenzkra stjórnmála hafa skipt sér í tvær „sértrúar- sellur,“ sem halda hvor með sínum armi hinna kommúnísku vopnavið- skipta austur Þar. Miklir menn erum við, Hrólfur minn, var eitt sinn sagt. „Sovézk heims- valdastefna“ eöa „árásarstríö Kínverja" Einingarsamtök kommúnista, marx- ista—leninista (EIK) hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir m.a.: „Víet-Nam er útvörður sovézku heimsvaldastefnunnar í SA-Asíu og hefur ástund- að grófa útÞenslustefnu, sbr. innrásina í Kam- pútseu og hersetuna í Laos. Víet-Namar hafa einnig haft í frammi sí- felldar ógnanir viö kín- versku landamærin sem skálkaskjól til að byggja Þar mikil hernaðarmann- virki og hafa hernumið kínverskt landsvæði. Þetta er liður í áætlunum Sovétríkjanna um aö slá hring um og einangra Kína... í Ijósi ofanritaðs telur framkvæmdanefnd og miðstjórn EIK innrás- ina (í Víet-Nam) réttlætanlega...“ Sú sellan, sem trú er Sovétríkjunum, efnir hins vegar til mótmælafundar í Félagsstofnun stúdenta í dag. Sá fundur er hald- inn til að „mótmæla árás- arstríði Kínverja í Víet-Nam“ og til að leggja áherzlu á Þá kröfu „að kínverskt herlið hverfi Þaöan á brott taf- arlaust." Til fundarins er boðað af félögum í Al- Þýöubandalaginu, BGH, Fylkingunni og fleiri ríkj- Kommúnismi og kapitalismi Hér skal enginn dómur lagöur á taugastríð Þess- ara „sértrúarsellna", sem Þrasa hér á ísa köldu landi um málefni Indó-Kína. Kommúnism- inn leiðir hvarvetna til svipaðs Þjóðfélags- ástands skertra mann- réttinda. Ekki einungis aö Því er varðar frelsi og lífskjör einstaklingsins í Þjóðfélaginu, heldur ekki síður að Því er varðar „stéttarlegan" rétt laun- Þegafélags. Hver hefur til að mynda heyrt talað um kaupkröfur eða verkföll í 60 ára sögu Sovétríkj- anna? Og hvar er Það ríki sósíalisma eöa kommún- isma, sem teflt getur fram virkari almennum Þegnréttindum eða betri almennum lífskjörum en „kapítalistaríkin“ í V-Evr- ópu og N-Ameríku? Þeirrar spurningar ætti hver og einn aö spyrja sjálfan sig. Og hvert Þjóðfélagsformið er lík- legra til aö Þróast frið- samlega, fyrir meirihluta- áhrif í frjálsum kosning- um, til velfarnaðar, ör- yggis og lífshamingju hvers einstaklings? Aðeins dagar J Norræna húsið: eru eftir af þessári stórfenglegu útsölu sem haldin hefur veriö í önaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg. Hafið þið séð önnur eins verð? HER ERU NOKKUR DÆMI: Dömujakkar .......................... frá kr. 3.000 Kakhi buxur ......................... frá kr. 2.000,- Flauelsbuxur ........................ frá kr. 4.400 - Herra og dömu teryleneföt .......................... frá kr. 3.800,- Blazerjakkar ........................... kr. 15.000 - Sjóliðajakkar .......................... kr. 11.200 - Punk teryleneföt ....................... kr. 22.500 - Dömufínflauelsdragtir .................. kr. 15.900 - Peysur ................................. kr. 1.500,- Kjólar ................................. kr. 4.500,- Barnaúlpur .......................... frá kr. 2.900 - Anórakkar .............................. kr. 1.700. Plötur innlendar ............... frá kr. 800—2.700,- F.rlendar plötur ............... frá kr. 1.900 — 2.700. Allskonar fataefni. Tryggiö ykkur úrvalsvörur á spreng- hlægilegu verði! Saumastofa Karnabæjar — Belgjagerðin - Karnabær — Björn Pétursson heildverzlun — Steinar h.f. Revíur — Bækur— Byggingarlist KYNNING á sænskri revíulist og -sögu hefst í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, 1. mars kl. 20.30. Uno Myggan Ericson fram- kvæmdastjóri Borgarleikhússins í Gautaborg heldur fyrirlestur- inn. Jafnframt verða næstu kvöld á eftir þ.e. 3. marz kynningar á norskum og dönskum bókum, auk þess sem danski rithöfundurin Sven Holm kynnir eigin verk 5. marz. Þá er 6. marz fyrirlestur um finnska byggingarlist og loks 10. marz kynning á nýútkomnum sænskum og finnskum bókum. Fyrirlestrarnir hefjast allir á sama tíma kl. 20.30. Á fimmtudagskvöld hefst eins og áður segir kl. 20.30 fyrirlestur Ericsons um sænsku revíuna. Hann talar um blómaskeið hennar, þar sem hæst ber nöfn eins og Ernst Rolf og Karl Ger- hard. Jafnframt mun hann sýna Uno Myggan Ericson fram- kvæmdastjóri Borgar- leikhússins í Gautaborg, en hann mun halda fyrirlestur í Norræna húsinu um sænska revíulist og -sögu kl. 20.30 á fimmtudagskvöld. stutta kvikmynd um Ernst Rolf. Uno Myggan Ericson er sér- fróður um sænska revíulist. Feril sinn hóf hann sem blaðamaður, en hefur starfað við Borgarleikhúsið í Gautaborg frá 1958, sem blaðafulltrúi, síðar fulltrúi leik- hússtjóra og nú framkvæmda- stjóri. Hann hefur haldið fyrir- lestra um revíur, í háskólum og fyrir almenning í heimalandi sínu auk þess sem hann hefur gefið út ýmsar bækur. Þar á meðal „Jugo- slavien", „Vita murar svarta berg“, Pá nöjets estrader" og „Frán scen och cabaret". Auk þess hefur hann verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi í fjölda ára um leikhús- og skemmtanalífið, en á síðastliðnu 'ári hlutu útvarps- þættir hans „Frán scen och cabaret" viðurkenningu fyrir að vera í senn skemmtilegir og hafa menningarsögulegt gildi. Sjónvarpskerfi milli Njarð- víkurkirkju og sóknarheimilis Sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju mun n.k. fimmtudag veita mót- töku gjöf frá Kiwanisklúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli, en síðasta verkefni klúbbsins er að koma upp sjónvarpskeríi milli hinnar öldnu Njarðvikurkirkju og sóknarheimilsins, þar eð kirkj- an er löngu orðin of lítii til að rúma kirkjugesti. Athöfnin hefst kl. 20.30. í fréttatilkynningunni segir ennfremur, að Kiwanisklúbburinn Brú á Keflavíkurflugvelli sé um þessar mundir einn af fjölmenn- ustu klúbbum sinnar tegundar á Islandi og hefur á undanförnum árum innt af hendi fjölbreytt starf. Klúbburinn er að mörgu leyti óvenjulegur og hefur m.a. innan sinna vébanda menn af sex þjóð- ernum. Markmið klúbbsins eru svipuð öðrum þjónustuklúbbum, að skapa grundvöll vináttu og samstarfs, ekki einungis meðal meðlima sinna heldur einnig að gera sitt til að styrkja góð málefni innan sinnar heimabyggðar og utan. Alúöarþakkir færi ég öllum þeim, sem meö kveöjum og öörum hætti sýndu mér vináttu og hlýjan hug á 95 ára afmæli mínu. Jörundur Brynjólfsson. Reiðskóli félagsins tekur til starfa mánudaainn 5. marz fyrir börn á aldrinum 8—14 ára. Kennd verður: áseta, taumhald og meöferö hesta. Kennari veröur Guörún Fjeldsted. Innritun fer fram á skrifstofu félagsins, fimmtudag og föstudag 1. og 2. marz frá kl. 9—17, báöa dagana, sími 33679. Kaffihlaðborð veröur n.k. sunnudag í félagsheimilinu. Fákskonur sjá um meðlætiö. Hestamannafélagið Fákur. VESTUR-ÞÝSKU »Bræðraborgarstig 1 -Sími 20080- LITSJÓNVARPSTÆKIN (Gengið inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.