Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 5 „Tilræði við afkomu launafólks” Fundur sambandsstjórnar Iðn- nemasambands Islands sem haldinn var laugardaginn 17. febrúar 1979 mótmaelti harðlega öllum tilhneig- ingum í þá átt að skerða umsamin kjör launafólks. Taldi stjórnin að þau ákvæði frumvarpsdraga for- sætisráðherra er kjaramál snerta væru beint tilræði vð afkomu launa- fólks og einnig yrði m.a. stefnt í stórfellt atvinnuleysi yrðu fram- varpsdrögin að lögum. Stjórnin gagnrýndi líka verkalýðs- forystuna fyrir að ljá máls á að til greina gæti komið að breyting á viðskiptakjörum hefði áhrif á verðbætur á laun. Krafðist stjórnin þess að verðbótavísitalan mældi fyllilega hækkun framfærslukostn- aðar og varaði við þeim ákvæðum frumvarpsdraga sem'hafa í för með sér stórfellt atvinnuleysi að mati sambandsstjórnar Iðnnemasam- bands íslands. í FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA hefur sá siður komist á að haldinn er svonefndur „furðufatadagur“ á sprengidag og var hann því í gær. Koma þá nemendur í alls kyns görmum í skólann og er gefið klukku- stundar-frí eftir hádegi sem þeir nota til að fara um bæinn. Um kvöldið er síðan „furðufataball“ og segja Suðurnesjamenn að ánægjuleg tilbreyting sé að þessu uppátæki. Ljósm. Árný. Rasmussen með tón- leika í Filadelfiukirkju í KVÖLD kl. 20.30 heldur banda- ríski organleikarinn Mary Jeane Rasmussen tónleika f kirkju Ffla- delfíusafnaðarins í Reykjavík. Á efnisskránni verða verk eftir J.S, Bach. Reger og Messiaén. Mary Jeane Rassmusserr lauk konsertorganleikaraprófi frá Tón- listarháskólanum í Vínarborg á s.l. ári og var prófessor Michael Radulescu kennari hennar þar. Hún starfar nú sem aðalorgan- leikari við eina sögufrægustu klausturkirkju Evrópu, í Heiligen- kreuz u.þ.b. 40 km frá Vínarborg. Hún er á heimleið úr tónleika- ferð um land sitt. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. W erner Herzog til íslands í heimsókn FIMMTUDAGINN 1. mars kemur þýzki kvikmyndastjórinn Werner Ilerzog í stutta heimsókn til íslands á vegum þýzka bókasafns- ins. Heimsóknin er liður í ferða- lagi Herzogs um Norðurlönd. og kemur hann hingað frá Noregi. Á fimmtudagskvöldið mun Herzog hitta að máli íslenzka kvikmyndagerðarmenn, en á föstudagskvöldið verður sýning í Tjarnarbíói á mynd hans „Aguirre — reiði Guðs“ (gerð 1972 í Suður-Ameríku). Sýningin verður opin almenningi og hefst kl. 9. Að sýningu lokinni mun Herzog svara fyrirspurnum áhorf- enda, og Thor Vilhjálmsson rit- höfundur stjórnar umræðum. Werner Herzog er einn þekkt- asti núlifandi kvikmyndastjóri Þýzkalands. Allmargar mynda hans hafa verið sýndar hér á landi, • • Oskudags- brenna í Kópavogi Öskudagsbrenna verður á Smáratúnsvelli í kvöld kl. 20 Það er Björgunarsveitin Stefnir sem stendur fyrir skemmtun- inni en sveitin hefir undanfarin ár staðið fyrir þrettándabrennu í Kópavogi en til hennar gaf ekki vegna veðurs um þrettánd- ann að þessu sinni og verður því skemmtunin haldin nú. Stór bálköstur hefir verið hlaðinn. Þá verður flugelda- sýning, púkar, tröll og fleira gott fólk verður á ferð. Þá á að slá köttinn úr sekknum og margt fleira verður til skemmt- unar. INNLENT t.d. var myndin „Stroszek“ sýnd hér á kvikmyndahátíð í fyrra, „Kaspar Hauser“ var mánudags- mynd í Háskólabíói og síðar sýnd í sjónvarpinu, og Fjalakötturinn hefur sýnt 4 mynda hans. Nýjasta mynd Herzogs er „Nosferatu" ný útgáfa af sögunni um Dracula greifa. Næsta vor verður frumsýnd í Þýzkalandi mynd sem hann hefur nú í smíðum og byggir á leikritinu Woyzeck eftir Georg Biichner, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Ný bók um Morgan Kane Út er komin 13. bókin í Morgan- Kane bókaflokknum og nefnist hún „Lög frumskógarins" Að þessu sinni er lögreglu- Morgan m Kane Log frumskógarins foringjanum Morgan Kane falið að leysa verkefni á Yucatan. Verkefnið er að bjarga vísindamönnum, sem hafa starfað í frumskóginum, undan ofsóknum Maya-Indíána sem sagt hafa hvítum mönnum á skaganum stríð á hendur. Á Yucatan giltu lög frumskógarins og þau þekkti Morgan Kane. Að drepa eða vera drepinn. Næsta vasabrotsbók frá Prent- húsinu verður fyrsta bókin í nýrri vasabrotsseríu S.O.S. og fjallar hún um harðsnúinn hóp málaliða sem taka að sér verkefni um allan heim. Með tilkomu þessa nýja bóka- flokks er gert ráð fyrir að út komi ný bók mánaðarlega frá Prenthúsinu. ■ ■V , í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.