Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 11 Bandalag kvenna um uppeldisleg markmið ræða þar eigum við að nota þurrdufts- eða kolsýrutæki, asbestteppi aftur á móti eru heppileg þar sem eldurinn er í íláti svo sem feitispotti eða uppþvottabakka, þá er auðvelt að ráða niðurlögum hans með því að leggja teppið yfir og kæfa hann. Handslökkvibúnaður er ekki til að ráða niðurlögum neinna stórelda, heldur til að ráða niðurlögum elda á byrjunar- stigi. Eldurinn gerir ekki boð á undan sér, frumskilyrði þess að handslökkvibúnaður komi að gagni er að við séum handviss á því hvar hann er að finna, hvers konar búnað sé um að ræða og hvernig eigi að beita honum, ef ekki þá segir sig sjálft að tækin koma að litlu gagni þau slökkva ekki eldinn sjálf, það þarf fólk til að beia þeim. Allar þessar ráðstafanir, hólf- anir, reykræsting, viðvörunar- kerfi og handslökkvibúnaður miða að því að gera sem minnst úr þeim eldi sem þegar hefur kviknað, en þær koma ekki í veg fyrir hann, þar er við okkur sjálf að sakast. Hávaðinn af öllum eldsvoðum eiga rót sína að rekja til kæruleysis okkar sjálfra, kæruleysis í meðferð elds og eldfimra efna og því fyrr sem við gerum okkur ljóst að elds- voðar verði ekki bara heldur eigum við sjálf stóran þátt þar í, því betra. Öll fræðsla, sem miðar að því að vekja okkur til umhugsunar í þessum efnum stuðlar að því að svo megi verða. Því eiga Junior Chamber Reykjavík, sem nú annað árið í röð fara af stað með kynningu á þessum efnum í brunaskólum borgarinnar, þakkir skilið fyrir sitt framlag. Gunnar Ólafsson. Árshátíd Húnvetninga- félagsins um helgina HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur árshátíð sína á Hótel Sögu laugardaginn 3. marz n.k. og verða miðar seldir í húsi félagsins Laufásvegi 25 fimmtu- daginn 1. marz klukkan 20—22. Húnvetningafélagið varð 40 ára á s.l. ári en það var stofnað 17. febrúar 1938. Á stofnfundinn koma á þriðja hundrað manns. Að undirbúningi unnu mest Arin- björn Árnason frá Neðri-Fitjum og Gísli Bjarnason frá Steinnesi. Fyrsti formaður var kosinn Friðrik Ásmundsson Brekkan. Húnvetningafélagið hefur alla tíð starfað af miklum þrótti og beitt sér fyrir ýmsum framfara- málum hér í Reykjavík og Húna- vatnssýslum. Félagið hefur haldið uppi fjölbreyttu félags- og skemmtanalífi og er árshátíðin einn liður í því starfi og eru þær jafnan vel sóttar og vel heppnaðar. Félagar eru nú nær 500, þar af rúmlega 100 ævifélagar. 15 manns hafa gegnt formennsku, lengst Friðrik Karlsson eða í 15 ár. Núverandi formaður er Halldór Kolka en aðrir í stjórn eru Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Anna Sigur- jónsdóttir, Steinþór Ólafsson og Aðalsteinn Helgason. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavfk um helgina sendi frá sér eftirfarandi: í tilefni af ári barnsins, sam- þykkti aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík sem haldinn var dagana 25. og 26. febrúar 1979, eftirfarandi stefnumörkun: að uppeldisleg markmið skuli vera þau, að hver einstaklingur verði fær um að standa á eigin fótum, andlega, félagslega sem efnalega, að allir skuli hafa tækifæri til að ná þeim þroska, sem hæfni og upplag gerir mögulegt, að á tímum sérfræðinga verði það réttur íslenzkra barna að fá góða almenna menntun í grunnskóla, sem grundvöll til þess að byggja líf sitt á, að menntun eigi sér rætur í íslenskri menningarhefð, að kennileiti í umhverfi íslenskra barna verði lýðræði, mannréttindi og sú mann- gildishugsjón, sem tekur mið af kristnu siðgæði, að heimili og fjölskylda njóti verndar og stuðnings til þess að axla þá ábyrgð, sem umönnun og uppeldi nýrra þegna leggur þeim á herðar, að í menntastofnunum hafi íslensk tunga og saga þjóðar- innar óskoraðan sess. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (JLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 hátíð m r'->..;;»V í Austurstræti 22 í dag — öskudag Við kynnum hina frábæruúAií 4 tónlist fatnaö í verzlunum okkar í Austurstræti 22 í i dag. Leikin veröur tónlist í Video tækjum þar sem allir leikararnir koma fram og sýnt veröur frá jjk veizlu, sem haldin var í tilefni frumsýningarinnar. , .w -■ ---3--- ■Á--ýrm áJ/ ..3 — j ■»} ^0KÁRNABÆR Austurstræti 22, simi (ra skiptiborði 28155 i .* Austurstræli 22 2 hæð <ni 28155 HLJOMDEILD Ötjjl KARNABÆR " Auiturstrati M >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.