Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 57. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR, 9. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Víetnam: Bardagar í landa- mærahéruðum en Kínverjar á útleið Carter var fagnað innilega við komuna til Egyptalands Kairó, 8. marz. AP. Reuter. TUGÞÚSUNDIR fögnuðu Cartcr Bandarikjaforseta innilega við komuna til Kaíró f dag, en á fyrsta fundi þeirra Sadats Egyptalands- forseta komu fram ákveðnar kröfur hins sfðarnefnda um „réttindi og frelsi“ til handa Palesti'nuaröbum. Áður hafði Khalil forsætisráðherra Egyptalands lýst því yfir að Egyptar mundu ekki hvika frá kröfum si'num um að sjálfstjórn Palestínuaraba á vesturbakka Jórdanárinnar, enda væru Egyptar reiðubúnir að Ieggja fram breytingatillögur við tillögur Bandaríkjastjórnar um málamiðlun við komu Carters forseta. Mustafa Khalil, Zbigniw Brzezinski og Cyrus Vance. Carter er sagður leggja mikla áherzlu á að leiða saman þá Sadat og Begin forsætisráðherra ísraels meðan á dvöl hans í Miðaustur- löndum stendur. Enn hefur ekkert verið látið uppi um hvenær Carter haldi aftur til Bandaríkjanna, en til ísraels fer hann á laugardags- kvöld. Begin hefur lýst því yfir að undirritun samninga sé á næsta leiti, en við heimkomuna frá Washington lýsti hann því yfir að síðasta vika hefði reynzt ísraels- mönnum notadrjúg, um leið og hann hvatti landa sína til að fagna Carter er hann kæmi til Tel Aviv. Bangkok, 8. marz. AP. ENN er barizt á mörgum stöðum í Norður-Víetnam. en heimildum ber þó yfirleitt saman um að átökin fari minnkandi og að Kínvcrjar séu á útleið. Spenna er ríkjandi í landamærahéruðunum og telja þeir, sem helzt hafa tækifæri til að fylgjast þar með gangi mála. að enn kunni að slá harkalega í brýnu milli Vítnama og kínverska innrásarliðsins. Athygli vekur mikill vi'gbúnaður beggja vegna landamæranna, einkum þó Kína-megin, en talið er líklegt að f jölgun í kínverska liðinu sé varúðarráðstöfun til að greiða fyrir brottflutningi Kínverja. Að því er næst verður komist eru um 100 þúsund kínverskir hermenn innan víetnömsku landamæranna, en hluti innrásarliðsins er kominn aftur til Kína, að því er áreiðanleg- ar fregnir herma Kafróbúar voru í hátíðarskapi er Carter Bandarfkjaforseti hélt innreið sfna f borgina f opnum vagni ásamt Sadat. (AP—símamynd). Hin opinbera fréttastofa Víet- nams greindi frá hörðum bardögum við Lang Son á fimmtudagskvöld, og féllu þar að sögn fréttastofunnar um 300 kínverskir hermenn. íran: Skotið að mót- mælakonum í gallabuxum Teheran, 8. marz. Reuter. HERSKÁIR múhammeðstrúar- menn skutu í dag með vélbyssum að mótmælaþvögu um 15 þúsund kvenna við aðsetur Bazargans forsætisráðherra. Konurnar voru klæddar að vestrænum hætti, ýmist f gallabuxum eða pilsum. og kröfðust þær þess að endi væri bundinn á einræðið í landinu. Slys urðu engin á fólki vegna skothrfðarinnar, að því er næst verður komizt, en atburður þessi er sagður dæmiger um vaxandi óánægju f landinu með einstrengingshátt og öfgar bylt- ingar- og trúarleiðtogans Khomeinis. Khomeini ávarpaði í >gær samkomu kvenna, sem eru f opinberri þjónustu. og kvaðst þar ætlast til þess að þær klædd- ust svörtum kyrtlum við vinnu sína. Þrjú hundruð dúfum var sleppt þar sem þeir Sadat og Carter óku um á leið sinni til Kubbeh-hallar, þar sem Sadat býr meðan Carter dvelst í Egyptalandi og þar sem fundir þeirra verða. Mannfjöldinn laust upp fagnaðarópi þegar friðartáknið flögraði yfir þjóð- höfðingjunum. Við komuna til hallarinnar fluttu báðir ræðu yfir miklum mannfjölda sem þar var saman kominn. Sadat fór hlýleg- um orðum um Carter, vegsamaði hann fyrir framlag hans í þágu friðar í Miðausturlöndum og kallaði hann „kæran vin og bróð- ur“. Enda þótt ljóst sé að enn standi ýmislegt í vegi fyrir endanlegu samkomulagi og Carter hafi tekið það skýrt fram áður en hann lagði upp í ferð sína að brugðið gæti til beggja vona, eru bandarískir fylgdarmenn forsetans yfirleitt bjartsýnir á að hann hafi árangur sem erfiði. Af hálfu bandarísku og egypzku sendinefndanna hefur lít- ið verið látið uppi um gang viðræðna í dag, enda er mikil áherzla á það lögð að ekkert síist út af fundunum. Carter og Sadat ræddust við í einrúmi í klukku- stund, en síðan var haldinn fundur þar sem meðal annarra voru 3 þúsund Kúbanir og Sovétmenn til N-Jemens Kuwait, 8. marz. AP. Á UNDANFÖRNUM þremur dögum hafa um 2.700 kúbanskir hermenn og 300 sovézkir hernaðarráðgjafar komið til Suður-Jemens frá Eþíópíu til styrktar kommúnistastjórninni í stríðinu gegn Norður-Jemen, að því er segir í fregnum frá Kuwait. Bardagar á landamærum Norður- og Suður-Jemens halda áfram, þrátt fyrir vopnahléssamkomulagið á laugardaginn var og áskorun Arababanda- lagsins frá því á þriðjudag um að herir ríkjanna legðu niður vopn en freistuðu þess í staðinn að jafna ágreining sinn við samningaborð. Suður-Jemenar hafa haft Saudi-Araba að bakhjarli í tíðum árekstrum við Suður-Jemena, sem Sovétstjórnin hefur hið mesta dálæti á. Sumir hafa leitt að því líkur að þessi flutningar á Kúbön- um og Sovétmönnum úr einu kommúnistaríki í annað standi í sambandi við komu bandarískrar flotadeildar í Arabíska hafið, — en haft er eftir háttsettum embættis- manni í Washington að með þeirri ráðstöfun vilji Bandaríkjastjórn sýna vanþóknun á árás Suð- ur-Jemena á Norður-Jemen á dögunum. Amin umkringdur — innrásarliðið að komast í skot- færi við Kampala og Entebbe Nairobi, 8. marz. AP. KAMPALA-ÚTVARPIÐ skýrði frá því í kvöld að árásarher Tanzaníu- manna nálgaðist nú óðum borgina Mpigi, cn þaðan er aðeins 40 kílómetrar leið til Kampala og Entebbe-flugvallar. Er talið að innrásarherinn eigi auðvelt með að ná borginni á sitt vald, en þá er hann kominn í skotfæri við höfuðborgina og flugvöllinn, en um hann liggja nánast allar samgöngur Úganda við umheiminn. Þá var því lýst yfir í útvarpinu að Tanzaníumenn hefðu sigrað hersveitir Amins í Masaka og Lukaya, en enda þótt ástandið væri mjög alvarlegt hefðu Úgandamenn enn sem komið væri ekki snúið vörn í sókn. Þessar yfirlýsingar Kampala- útvarpsins eru staðfesting á fregn- um heimildarmanna í Nairobi um að Tanzaníumenn og útlagar frá Úganda sæktu nú fram til Kampala. Að sögn þessara heimildarmanna þurfa innrásar- menn ekki að tefja sig á því að berjast við menn Amins þar sem andspyrna er nánast engin. Talið er að ekki séu nema um sjö þúsund manns í innrásarliðinu, en að því er talið er hefur Amin jafnfjöl- mennt lið til að verja höfuðborg- ina er bardagar um hana hefjast. Að sögn Vesturlandabúa, sem dveljast í Kampala, er lítið um að Amin „lífstíðarforseti“ í Úganda vera í höfuðborginni, en helztu vísbendinguna um ástandið í land- inu segja þeir þá að erfitt sé orðið að fá bensín. Brottflutningur Vestur-Þjóðverja frá Kampala var fyrirhugaður nýlega, en hætt var við þær ráðagerðir þar sem næg þátttaka í ferðina fékkst ekki. Um 130 Bandaríkjamenn eru í Kampala og hafði þeim verið ráðlagt að forða sér við fyrsta tækifæri, en á þeim er enn ekkert fararsnið. Flestir eru þeir kristni- boðar, sem margsinnis, hafa feng- ið áskoranir um að fara úr landi, en hafa samt sem áður setið sem fastast. Af Idi Amin Dada 'er það helzt að fregna að hann hefur tekið að sér embætti heilbrigðismálaráðherra í landinu og er önnum kafinn við undirbúning opnunar nýrrar skurðstofu í sjúkrahúsi í Kampala. Hann hefur látið boð út ganga um að „hinn mikli sigurvegari brezka heimsveldisins og yfirmaður her- aflans" hafi ekki ýkja miklar áhyggjur af ástandinu í landinu, enda muni hann verða síðastur til að renna af hólmi og ætli sér að berjast til síðasta manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.