Morgunblaðið - 09.03.1979, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
Guðmundur Daníelsson:
Rissað eftir lestur, Ramma
slags Einars Pálssonar
„Er pabbi þinn nú farinn að
gráta með Einari Pálssyni?"
spurði einn sögukennarinn í
Reykjavík dóttur sína eftir að
fyrsta grein mín um Rætur
íslenskrar menningar birtist í
Morgunblaðinu 19. febr. 1977.
Þetta minnir mig á spurningu
Gunnars Lambasonar meðan
Njálsbrennu var að ljúka:
„Hvort grætur þú nú, Skarp-
héðinn?" „Eigi er það,“ segir
hann, „en hitt er satt, að súrnar
í augunum. En hvort er sem mér
sýnist, hlær þú?“ „Svo er víst,“
segir Gunnar.
Við munum hvurnin þeim
hlátri lauk og er óþarft að rekja
þá sögu lengra. En ég ráðlegg
sagnfræðingnum og sögu-
kennaranum að tala sem fæst
um „grát“ okkar Einars, hætta
að hlæja og gæta framvegis
auga síns — að það liggi nú ekki
út á kinn einhvurn daginn.
Ennþá hefur kennarinn tíma til
að endurskoða með auganu
barnalærdóm sinn um
menningararf okkar — um
söguna bak við söguna.
Það er ré„t, að mér og mjög
mörgum öðrum súrnar í augum
menningarsögulegt uppeldi ís-
lendinga. Fram til þessa dags
hefur hlutur Heimspekideildar
Háskóla Islands í því uppeldi
verið svo heimaalningslegt,
grunnfært og sjálfumglatt, að
þegar maður á borð við Einar
Pálsson kemur fram á svið
norrænna fræða með mörg-
þúsund blaðsíðna fræðirit um
rætur íslenskrar menningar og
sviptir tjaldinu frá leiksviði
hugmyndafræði og heims-
myndar fornaldar og miðalda og
sannar með óteljandi rökum og
dæmum, að menning landnáms-
manna Islands: trúarbrögð,
stjórnskipan og skáldskapur, er
í órofa tengslum og samhengi
við hámenningu allra helstu og
kunnustu menningarsamfélaga
heims svo langt aftur sem
menningarsagan verður rakin
aftur í aldirnar, þá setur alla
lærifeður okkar steinhljóða.
Þeir loka jafnvel augunum og
neita að sjá. Hugskot sumra
þeirra fyllist blygðunarfullri
reiði. Kannski er þeim nokkur
vorkun. Fallið hjá þeim sem
hæst hafa trónað meðal
skýrenda fornbókmennta okkar
og þjóðfélagssköpunar á lands-
námsöld, það er hátt og líklega
sársaukafullt. Það er stórum
hrikalegra en þegar stalínist-
unum okkár var allt í einu
tilkynnt það frá sjálfu háaltari
Kremlarmusteris, að messías
þeirra hefði verið blekking, —
hin dýrðlegi súperguð þeirra
hefði enginn guð verið, heldur
blóðþyrstur valdaræningi og
beinlínis andstæða alls, sem
þeim hafði áður verið kennt að
hann væri.
Bækur Einars Pálssonar eru
mestu byltingarrit, sem prentuð
hafa verið á Islandi, og þau hafa
heimssögulegu hlutverki að
Guðmundur Daníelsson
gegna, þar sem þau ljúka upp
ótal dyrum, sem fram til þessa
hafa verið læstar og innan
þeirra dyra geymst ráðning eða
lausn á mjög mörgum óráðnum
gátum varðandi hámenningu
fyrri alda víða um heim. Fyrir
okkur íslendinga er þetta þeim
mun merkilegra fyrir þá sök, að
lyklana hefur Einar fundið í
fornritum okkar, svo sem Njálu,
Snorra-Eddu og Landnámu.
En þó að rit Einars séu
byltingarrit, þá er ekki þar með
sagt, að þau muni valda neinum
aldahvörfum í heimspólitískum
skilningi. „Mitt ríki er ekki af
þessum heimi," gæti Einar sagt,
Einar Pálsson
éins og annar byltingamaður
sagði við andstæðinga sína fyrr
á tíð, menn sem ekki vildu skilja
og ekki sjá, af því það var
andstætt því, sem gert hafði þá
að lærifeðrum lýðsins.
Og eitt er víst: Einar Pálsson
hefur ekki skrifað sínar mörg-
þúsund blaðsíður um rætur ís-
lenskrar menningar — hug-
myndafræðina að baki
menningarinnar — í þeim til-
gangi að gera einn eða annan
doktor eða prófessor okkar að
viðundri, tilgangur hans er að
bregða ljósi á það sem myrkri
var hulið. Hann er ekki kominn
til að niðurbrjóta „lögmálið",
heldur til að fullkomna það.
Vera má, að mörg ár líði þar
til upp vaxa í norrænni hug-
myndafræði og menningarsögu
íslands lærdómsmenn, sem
kjark hafa til að viðurkenna
þann sannleika, sem Einar
hefur leitt í ljós. Þó mun sá tími
vissulega koma. Þá verður Völu-
spá og önnur Edduljóð gefin út
með öðrum og æði frábrugðnum
skýringum þeim sem nú eru
prentaðar úti á spásíum skóla-
útgáfunnar á þessum gullaldar-
arfi okkar. Skýringarnar með
skólaútgáfum Njálu munu einn-
ig breytast. Einar Pálsson hefur
gert Njálu margfalda í roðinu,
ef ég má taka svo óguðlega til
orða. Sesam Snorra-Eddu mun
ljúkast upp.
Rammislagur heitir síðasta
bindið, sem birst hefur til þessa
í ritsafninu Rætur íslenskrar
menningar. Það er hið 5. í
röðinni, það er á 5. hundrað
blaðsíður. Lesið hef ég öll bindi
verksins. Ég get vel ímyndað
mér að sumum finnst ýmsir
þættir þess flóknir, ekki síst
tölvísin forna. Stærðfræðingur
þarf maður þó ekki að vera til að
skilja hugmyndakerfið sem hún
er byggð á, öðru máli gegnir um
það hvurnin gömlu mennirnir
fóru að því að beita henni við
gerð ákveðinna mannvirkja og
mælinga. Um það efni leiði ég
hjá mér öll heilabrot. Ég býst
við að töluverð einbeiting
hugans sé nauðsynleg til þess að
týna ekki þræðinum og villast í
því mikla hugmyndafræðilega
og goðfræðilega völundarhúsi,
sem rit Einars eru orðin. Það
verður enginn lærður í þessum
fræðum með því að hraðlesa þau
einu sinni, kinka kolli og leggja
þau síðan frá sér. En trúlegast
þykir mér, að margir ís-
íendingar muni síðar meira
verja doktorsritgerðir um efni
úr ritum Einars Pálssonar. Og
Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur:
Um viðgerðir á
steypuskemmdum
í Morgunblaðinu 24.02. er grein
eftir Jón J. Fannberg, þar sem
hann lýsir viðgerðaraðferð, sem
hann beitti til að þétta lekt hús.
Jón skrifar greinina vegna sjón-
varpsviðtals, sem haft var við
undirritaðan vegna umfangsmik-
illar skýrslu, sem Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins gaf
út og fjallar um skemmdir á
steyptum mannvirkjum. I viðtal-
inu svo og skýrslunni var m.a. rætt
um aðgerðir til að stöðva alkali-
efnahvörf, þar sem þau hafa komið
fram og var sagt að stofnunin teldi
loftræsta klæðningu einu lausn-
ina, sem hægt væri að álíta örugga
út frá þeirri vitneskju, sem við
höfum í dag. Þar með á ekki að
vera sagt, að við teljum enga aðra
lausn koma til greina heldur ein-
göngu það, að við höfum ekki nógu
mikla reynslu af öðrum aðferðum
til að geta mælt með þeim. Engu
að síður leitum við að fleiri aðferð-
um og fylgjumst með viðgerðum
og njótum aðstoðar ýmissa aðila
þ.á m. byggingadeildar Reykjavík-
urborgar.
Stofnunin er öllum þakklát fyrir
upplýsingar um viðgerðaraðferðir,
sem menn kunna að hafa beitt og
hvaða árangri þeir hafi náð, ekki
síður þó hann hafi verið neikvæð-
ur. Við viljum því hvetja alla, sem
yfir slíkum upplýsingum búa að
koma þeim á framfæri annað
hvort opinberlega eða við undirrit-
aðan einkum ef menn telja sig
hafa verið að glíma við alkali-
skemmdir. Stofnuninni er því mið-
ur ekki gert kleift að stunda nema
brot af þeim rannsóknum, sem
sinna þyrfti, og því liggja brýn
rannsóknaverkefni óhreyfð. Þó
margir telji ofvöxt hlaupinn í
ríkiskerfið hefur sá vaxtakippur
ekki megnað að gera meðalmann
úr þeim dvergi sem byggingar-
rannsóknir hafa verið. Líti menn á
þær fjárupphæðir, sem árlega eru
festar í steinsteypu og það tjón,
sem menn hafa þegar orðið fyrir
hljóta allir að sjá, að vart verður
gengið áfram í blindni á sömu
hraut.
Ég mun nú reyna að taka af-
stöðu til þeirrar viðgerðaraðferð-
ar, sem Jón lýsir í grein sinni þann
24.02., en vil byrja á nokkrum
almennum orðum um skemmdir á
steyptum mannvirkjum. Orsakir
skemmdanna geta verið mjög
margvíslegar og grundvallar-
munur er oft á þeim viðgerðarað-
ferðum, sem við eiga í hvert sinn.
Lekar sprungur geta stafað af
rýrnun í steypunni. Sé eengin
hætta á hreyfingu á sþrungunni
getur nægt að bursta sementsefju
inn í sprunguna með hörðum
bursta Sprungum, sem stafa af
hitaþenslum verður að loka með
teygjanlegum efnum. Sprungur
sem stafa af jarðskjálfta, spreng-
ingum eða og miklu álagi, sem ekki
er hætta á að endurtaki sig, er
hægt að líma saman með epoxiefn-
um. Sprungur, sem stafa af alkali-
efnahvörfum verður að gera við á
þann hátt að rakinn í steypunni
fari niður fyrir það magn, sem
þarf til að halda efnabreytingunni
gangandi og það er mergurinn
málsins.
Það vandamál, sem Jón lýsir í
grein sinni er leki í gegnum út-
veggi og þak í rigningu, á ekkert
skylt við alkaliskemmdir sem er
fremur hægfara niðurbrot á steyp-
unni og veldur yfirleitt ekki leka
fyrr en tiltölulega seint. Spurning-
in er, hvort sú aðferð sem Jón lýsir
gæti einnig dugað hér. Aðferðin
var fólgin í því að bera asfalt- eða
tjöru-emulsion á veggi og þök. Með
þessu tókst að þétta húsið algjör-
lega gegn regni og Jón telur að
með þessu móti séu veggirnir
þéttir að utan þ.e. að þeir hleypi
ekki heldur í gegnum sig vatns-
gufu innan frá. Að vísu gat höf-
undur ekki fengið upplýsingar um
gufuþéttleika efnisins en að öllum
líkindum er hann hár og við
skulum líta svo á sem efnið hleypi
hvorki vatni né vatnsgufu í gegn-
um sig. s
Ég vil því fjalla um tvær spurn-
ingar:
a: Er hægt að gera við alkali-
skemmdir með því að mála húsin
með algjörlega þéttu efni.
b: Er ráðlegt að þétta húsin
gegn regni með algjörlega þéttu
efni þ.e. efni sem hefði álíka
eiginleika og epoxyefni).
Fyrri spurningunni svara ég
afdráttarlaust neitandi og álít
aðferðina fremur hættulega en
hitt. Að vísu álít ég, að meirihluti
rakans í útveggjum húsa stafi af
slagregni, ýmiss konar lekum
sprungum og oft lélegum frágangi
á þakköntum og brúnum. Ef
alkaliefnabreytingar eru í gangi er
alla vega nógur raki til staðar. Ef
við lokum veggnum kemst þessi
raki ekki burt jafnvel þó ekkert
bættist við utan frá og efnabreyt-
ingin gæti haldið áfram. Hins
vegar er hætta á að raki bætist við
utan frá. Sprungur gætu komið í
þétta lagið t.d. yfir alkalisprung-
um í steypunni. Þessar sprungur
sjúga í regni vatn inn með hár-
pípukrafti. Útþornunin fer hins
vegar fram með útgufun
(diffusion), sem er mjög hæg og
nær engin, ef yfirborðslagið er
gufuþétt. Því er hætta á að rakinn
í veggjunum aukist jafnvel, án
rakans innan frá.
Hvað síðari spurningunni við-
kemur þá stöndum við þar frammi
fyrir því vandamáli hvort hættu-
laust sé að loka veggnum algjör-
lega að utan. Eins og áður sagði þá
er hætta á að vatn geti komist inn
í vegginn gegnum sprungur en
komist erfiðlega í burtu aftur og
auki þannig smam saman rakann í
veggnum. Við þetta bætist síðan
rakinn innan frá.
Eins og Jón segir í grein sinni er
kennt í fræðibókum, að ytri áferð
útveggja íbúðarhúsa þurfi að vera
þannig að vatnsgufa geti komist út
og er þá sagt að veggurinn geti
andað.
Vegna mismunandi gufuþrýst-
ings inni og úti á sér stað stöðugt
streymi á milli sem leitast við að
jafna út þennan þrýsting. Yfirleitt
er þetta gufustreymi út á við en
getur þó snúist við á einstaka
sumardögum. Það er hins vegar
háð ýmsum þáttum hversu mikið
þetta streymi er og hvaða leið það
fer. Ef lágt rakastig er inni og
loftræsting góð er lítið raka-
streymi út í gegnum vegginn og
ekkert ef rakaþétt lag er innan á
veggnum. Ef rakaþétt lag er utan
á veggnum er hins vegar hætta á
að þétting eigi sér stað í veggnum
líkt og innan á köldum rúðum, og
hann mettist hægt og hægt af
raka. Það getur hins vegar tekið
langan tíma uns einhver merki
fara að sjást um þann raka innan
á veggnum. Fyrr gætu menn veitt
því athygli að einangrunargildið
minnkar og hitakostnaður eykst,
vegna raka í einangrun, einnig
eykst hættan á frostskemmdum í
yfirborði útveggsins, svo og flögn-
un rakaþétta lagsins frá steyp-
unni. Það er óþarfi að skapa sér
slíka hættu ef komast má hjá því,
enda eru lek hús ekkert náttúru-
lögmál heldur tæknilegt vanda-
mál, sem oftast á orsök í rangri
hönnun eða útfærslu.
Ríkharður Kristjánsson, verkír.
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins.