Morgunblaðið - 09.03.1979, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
Þórarinn
Þórarinsson
fyrrverandi
skólastjóri:
Frekari vitni
Þeim ófáu Islendingum sem enn
eru vantrúaðir á skýrslur og álykt-
anir íslenskra skógræktarmanna
skal nú bent á skýrslu sem tæplega
verður véfengd eða talin samin af
óskhyggju eða með eigin hagsmuúi
i huga.
Að beiðni íslensku ríkisstjórnar-
innar og Skógræktar ríkisins sendi
Matvæla- og iandbúnaðarstofnun
Sameinuðu Þjóðanna, jafnan köll-
uð FAO, skógræktarsérfræðing
sinn, R.L. Willan að nafni, hingað
til íslands haustið 1971, til þess að
gefa skýrslu um núverandi ástand
skógræktar á Islandi og jafnframt
til að gefa leiðbeiningar um fram-
vindu skógræktar þar. Skýrsla
þessi, sem er all ítarleg, kom út
næsta ár, eða 1972. Höfundur segir
í upphafi skýrslu sinnar að hinn
takmarkaði tími hafi komið í veg
fyrir að unnt hafi verið að ferðast
um alla landshluta. Skoðuð hafi
verið ýmis svæði á Suðvesturlandi
Efri myndin: — Gróðursetning hefst á fyrsta skipulega bændaskógin-
um á íslandi 25. júní 1970. Bændurnir á Víðivöilum í Fljótsdal.
Rögnvaldur Erlingsson (t.v.) og Ilallgrímur Þórarinsson (t.h.) setja
niður fyrstu lerkiplönturnar. (Ljósm.: Halldór Sigurðsson).
Neðri myndin: — Ungur lerkiskógur á Víðivöllum í Fljótsdal. vaxinn
upp af plöntunum. sem gróðursettar voru 25. júní 1970. Myndin er
tekin í október 1978. (Ljósm.: Sig. Blöndal).
1978 44.188,9 tonn af trjáviði og
korki og svarar sú þyngd til um 73
þús. m3. Fyrir þetta magn guldu
þeir 37,6 milljarða króna, eða sem
svarar 169 þús. kr. fyrir hvert
mannsbarn í landinu. Við þennan
trjávöruinnflutning má raunar
bæta vörum sem unnar eru úr
úrgangstrjávið, svo sem pappír og
pappírsvörum, en fyrir þann inn-
flutning borguðu íslendingar eina
litla 53 milljarða á því herrans ári
1978.
í framhaldi af því sem hér hefur
verið sagt um arðsemisútreikning
nytjaskógræktar, má til gamans
geta þess að í Hallormsstaðaskógi
standa nokkur barrtré sem gróð-
ursett voru 1905 er hafa náð 16
metra hæð og með um eins ten-
ingsmeters viðarmagni. Með nú-
verandi verði á óunnu timbri, um
70 þús. kr. pr. m3 mundi eitt slíkt
tré leggja sig á 35 þús. kr. miðað
við 50% nýtingu eins og Willan
gerir í sínum arðsemisútreikning-
um og fyrr er getið. Hér er átt við
þann hluta trjástofnsins, sem fer
til sögunar. Hinn helmingurinn
fellur til sem hráefni, fyrir trjá-
vöruiðnað. Úr einu slíku tré mætti
búa til pappír í 2347 Morgunblöð
142 gr. að þyngd.
Upphaf nytja-
skógræktar á íslandi
Óvíst er að öllum sé um það
kunnugt að fyrir níu árum, eða
vorið 1970 var hafin nytjaskóg-
rækt sem aukabúgrein í einni sveit
á íslandi, eftir svokallaðri Fljóts-
dalsáætlun.
Ný búgrein —
nytiaskógrækt
Fyrir atbeina skógræktar ríkis-
ins og Skógræktarfélags íslands
fékkst í fjárlögum fyrir árið 1969
tekin inn fjárveiting til tilrauna
með nytjaskógrækt í löndum
bænda í Fjótsdal, (í fjárl. 1979 er
upphæðin 4.5 millj.)
Fjárveiting þessi var byggð á
áætlun skógræktar ríkisins, um
skipulega skógrækt og búskap í
einum hreppi eða byggðarlagi á
Fljótsdalshéraði, t.d. íN Fljótsdal.
Fyrstu girðingunni var lokið 1970
og þar hafin gróðursetning lerki-
plantna, en sú viðartegund ber af
um vöxt, og viðgang á þessum
slóðum svo sem sjá má af skýrslu
Sig. Blöndals hér að framan. Alls
hafa nú verið girtir um 120 ha. á
fimm bæjum og er í áætlum
girðingar á fleirum. Girðingar
þessar eru frá 3 til 58 ha. á bæ og í
þær hafa verið settar nær 250 þús.
plöntur og hafa elstu trén nú náð
um 3.5 m. hæð, sum hver. Skóg-
ræktarmenn, sem fylgst hafa með
girðingum þessum telja árangur-
inn frábæran, síst veíri en í
Hallormsstaðaskógi.
Skógrækt þessi fer fram með
þeim hætti að Skógrækt ríkisins,
með atbeina fjárveitingarinnar frá
Alþingi, sem fyrr er nefnd, kostar
girðingar og plöntun að fullu en
fær fyrir, þegar þar að kemur,
10% af brúttóarði. Bændur sjá
hins vegar um allt eðlilegt viðhald.
Svo gæti virzt í fljótu bragði að
fyrirkomulag þetta væri væntan-
legum skógarbændum mjög í hag,
þar sem þeir hirða 90% af væntan-
legum arði án nokkurs stofnfram-
lags, annars en þess að leggja til
land undir skógræktina, þá ber að
hafa í huga, að auk þess að skerða
land sitt til venjulegrár búvöru-
framleiðslu, taka þeir á sig skuld-
bindingar um viðhald girðinganna.
Þá ber einnig þess að gæta að
þessir bændur geta ekki vænst
neinna afurða fyrr en eftir 10—15
ár og ekki fullra fyrr en eftir
40—50 ár eða jafnvel lengur. Þeir
alheimta ekki daglaun sín að
kvöldi og sumir máski aldrei. Með
það í huga sem hér hefur verið
sagt, er sjálfsagt að þessum mönn-
um sé veitt aðstoð og því meiri,
sem þeir leggja meira fram af
löndum sínum, eins og ráð er fyrir
gert í Fjótsdalsáætluninni. Þess
og mestur hluti skógræktarinnar á
Hallormsstað.
Verða hér á eftir rakin nokkur
atriði úr skýrslu þessari sem koma
sérstaklega inn á það mál sem hér
er til umræðu, nytja.skógrækt á
Islandi. Tilvitnanirnar eru orð-
réttar en merkt með ... ef sleppt
er úr.
„Notagildi birkiviðar er tak-
markað. Hann var áður notaður til
eldiviðar, en eftirspurn eftir hon-
um er úr sögunni, en er nú notaður
til girðingastaura og renni-smíði.
Mestur hluti viðarnotkunar er
barrviður, og öll ræktun innlends
barrviðar mun verða verðmætt
framlag til þjóðarframleiðslunnar
og spara erlendan gjaldeyri. Á
Hallormsstað hafa hinar fyrstu 30
ára grisjanir af lerki og furu verið
sagaðar borðvið. Þetta svæði lofar
nú mestu um samfellda nytjaskóg-
rækt í framtíðinni. — Lerkið hefur
vaxið að meðaltali 6,9 m3 /ha á ári
í þau 33 ár, sem liðin eru frá
gróðursetningu þess á Hallorms-
stað, en sá staður, sem það vex á er
talin í betra meðallagi. I saman-
burði við vaxtatöflur frá Norr-
landi og Dalarna í Svíþjóð (Edlund
1966) sést að hæðarvöxtur Hall-
ormsstaðasvæðisins er jafn vaxt-
arflokknum 18 (hæð 18 m við 50
ára aldur) í Svíþjóð sem er mjög
nálægt meðaltali fyrir sænska
tilraunafleti norðan 64. breiddar-
gráðu...Það er gild ástæða til að
reikna með meðalársvexti, sem
svari til 4 m3 fyrir öll svæði á
Hallormsstað, og minnsta kosti 6
m3 á bestu svæðunum ... Vaxtatöl-
ur fyrir stafafuru, eru ekki eins
ýtarlegar, en mesta hæð og meðal-
þverml um 30 ára aldur eru mjög
nálægt vaxtarflokki 4 í
Stóra-Bretlandi (Bradley et. al.,
1971), þar sem vænta má í mesta
lagi um 4 m3 meðalársvaxtar á 70
árum.“
Síðari hluti
Skógar til tímburframleiðslu
— áætlanir til fárra ára
(Kaflafyrirsögn skýrsluhöf.)
Sem stendur er Hallormsstaður
og nágrenni það svæði, þar sem
auka má plöntun nú þegar í
þessum tilgangi með öruggri vissu
um góðan árangur. Að áætlaðri
plöntun í einka-eign (Fljótsdals-
áætluninni) ætti að vera vandalít-
ið að fá 1000 ha. af landi sem hæft
er til skóggræðslu á Fljótsdalshér-
aði milli Egilsstaða og Hallorms-
staðar ... Sá íbúafjöldi sem vænt-
anlega er hægt að sjá fyrir viðar-
afurðum frá þessu svæði, yrði sem
hér segir:
Ár Gróöur- Meðal Efni til
setningar ársvöxtur sögunar
(ha) (m^/ha/ár) (stofnar)
1990 750 4 3000
2000 1000 4 4000
Þótt skýrsla þessa sérfræðings
FAO-stofnunarinnar verði ekki
rakin frekar, ætti mönnum að vera
orðið ljóst hvaða skoðun þessi
maður hefur á framtíð íslenskrar
nytjaskógræktar. Benda má á, í
því sambandi, að skýrsluhöfundur
virðist vera afar varfærinn í álykt-
unum sínum sínum og arðsemisút-
reikningi. Hann reiknar t.d. aðeins
með 4 m35 ársvéxti á ha. þótt, eftir
því sem hann segir sjálfur, hafi
hann um 33 ára bil verið 6.9 m3 á
Hallormsstað. Þá er það og athug-
andi að þegar Willan ætlar 2 m3
sögunarvið af hverjum ha. eru
aðrir tveir nothæfir sem hráefni
til trjávöruiðnar.
Hvað pýða
pessar tölur
Svæði það sem skýrsluhöf. talar
um og segir hæft til ræktunar
nytjaskógar, milli Egílsstaða og
Hallormsstaða, er af kunnugum
talið um 21 þús. ha. Við þá tölu má
bæta 6 þús. ha. í Fljótsdal, því
viðurkennt er að skógræktarmögu-
leikarnir verða því meiri sem ofar
dregur á Héraði. Verða það því
samtals 27 þús. ha. neðan 150 m.
hæðarlínu sem til nytjaskógrækt-
ar eru fallnir á Fljótsdalshéraði að
mati hins erlenda sérfræðings. Við
þessa 27 þús. ha. má, að dómi
Hákonar Bjarnasonar, bæta öðr-
um 32 þús. hö. í Árnessýslu og
Borgarfjarðardölum, sem muni
henta enn betur til nytjaskógrækt-
ar en nokkurntíma Hallorms-
staðasvæðið. Samtals yrðu það því
um 59 þús. ha. á landinu öllu að
dómi þessara tveggja skógræktar-
Sagað Meðal ár- íbúar
efni m Vi leg notkun alls
árlega m'Á árlega á íbúa m Vi
1500 0,25 6000
2000 0,25 8000
manna, sem hæfir eru til þessarar
ræktunar.
I viðauka við skýrslu Willans,
sendimanns FAO, er sagt að með-
alviðarnotkun íslendinga á árun-
um 1965—69 hafi verið 54,4 þús-
und teningsmetrar á ári og með
hans arðsemisútreikningi, 4 m3 á
ári af hverjum hektara, mætti fá
þetta viðarmagn af 26 þús. hö.
lands, en það þýðir að á þeim 59
þús.-hö. sem til nytjaskógræktar
eru taldir hæfir, mætti framleiöa
rúmlega tvisvar sinnum það viðar-
magn sem flutt var inn fyrir tíu
árum síðan.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar fluttu Islendingar inn
Tré í 10 ára gömlum lerkiskógi í landi llafursár. Krókstafurinn, sem
hangir í trénu til hægri er rúmur einn metri á lengd. (Ljósm.: Sig.
Blöndal).