Morgunblaðið - 09.03.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
17
Fjármálaráðherrar EBE
vilja EMS í næstu viku
Washington, 8. marz, AP.
Fjármálaráðherrar ríkja
Efnahagsbandalagsins
(EBE) hafa lagt til við
ríkisstjórnir sínar, að
gjaldeyriskerfi Evrópu,
EMS, fari af stað í næstu
viku, að því er Hans
Matthöfer, fjármála-
ráðherra Vestur-Þýzka-
lands, tilkynnti eftir fund
ráðherranna sem staddir
eru í Washington.
Talið er nær öruggt, að
farið verði að ráðum fjár-
málaráðherranna á fulltrúa-
fundi EBE í París á mánudag
og þriðjudag. Matthöfer
sagði, að EMS yrði formlega
tekið í notkun í næstu viku,
nákvæm dagsetning skipti
ekki máli, og að seðlabankar
ríkjanna miðuðu viðskipti sín
nú þegar við að kerfið væri í
notkun.
Eftir er að ganga frá
nákvæmum gengisskráning-
um milli gjaldmiðla EMS.
Einstökum gjaldmiðlum, öðr-
um en ítölsku lírunni, verður
leyft að „flökta“ um 2,5 af
hundraði til og frá hinni
eiginlegu skráningu. Stefnt
er að því, að í fyllingu tímans
hafi ríkin öll einn og sama
gjaldmiðilinn, en það getur
ekki orðið að raunveruleika
fyrr en gengis„flöktið“
hættir.
McNamara vill aukna
aðstoð við þróunamki
Bonn, 8. marz. Reuter.
ROBERT McNamara for-
seti Alþjóðabankans skor-
aði í dag á Bandaríkin,
Japan og Vestur-Þýzka-
land að auka aðstoð sína
við þróunarlönd heims.
Þetta geróist
9. marz
1977— Aflétt banni við ferðum
Bandaríkjamanna til Kúbu, Víet-
nams, Norður-Kóreu og
Kambódíu.
1971 — John Gorton, forsætisráð-
herra Ástralíu, segir af sér.
1970 — Bandaríkin loka ræðis-
mannsskrifstofu sinni í Salisbury.
1969 — Forseti egypzka herráðs-
ins, Riad hershöfðingi, fellur við
Súez.
1963 — Bidault, andstæðingur De
Gaulles, handtekinn í Þýzkalandi.
1956 — Makarios erkibiskup flutt-
ur frá Kýpur til Seychelles-eyja.
1942 — Japanir leggja undir sig
Jövu.
1932 — Japanir stofna leppríki í
Mansjúríu — De Valera kosinn
forseti írlands.
1916 — Árás Pancho Villa á
Columbus, Nýju Mexíkó.
1905 — Japanir sigra Rússa við
Mukden.
1876 — Fjöldamorð Tyrkja á
Búlgörum hefjast.
1862 — Fyrsta orrusta brynvar-
inna skipa: viðureign „Monitor" og
„Merrimac" við Hampton Roads.
Virginíu.
1860 — Fyrsti sendiherra Japana
kemur til San Francisco.
1846 — Fyrra Síkha-stríðinu lýkur
með Lahore-samningnum.
1796 — Napoleon kvænist
Jósefínu.
1566 — David Rizzo, ritari Maríu
Skotadrottningar, myrtur.
Afmæli: Amerigo Vespucci, ítalsk-
ur sæfari (1451—1512) — V.M.
Molotov, rússneskur stjórnmála-
leiðtogi (1890----) — Samuel
Barber, bandarískt tónskáld
(1910---).
Andlát: Mazarin kardináli, stjórn-
skörungur, 1661.
Innlent: Landhelgissamningur við
Breta samþykktur á Alþingi 1961
— Þrjú hús brenna í Lækjargötu
og Iðnaðarbankahúsið stórskemm-
ist 1967 — Útför Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskógi 1964 — d. sr.
Friðrik Friðriksson 1961 — Símon
Dalaskáld 1916 — Björn Markús-
son lögmaður 1791 — Sjö skip frá
Stafnesi með 70 mönnum fórust
1685 — d. Snorri Narfason lög-
maður 1332 — Sverrir konungur
1202.
Orð dagsins: Hugsaðu ranglega, ef
þér sýnist, en umfram allt hugs-
aðu sjálfstætt — Gotthold Less-
ing, þýzkt leikritaskáld
(1729-1781).
McNamara sagði að framlag
ríkjanna þriggja á síðustu níu
árunum væri undir þeim takmörk-
um sem allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) hefði sett á sínum
tíma. Þar var kveðið á um að
iðnaðarríki heims verður 0,7 af
hundraði þjóðarframleiðslunnar
til aðstoðar við þróunarríki.
Iðnaðarríki heims hafa að jafn-
aði aðeins veitt um 0,35 af hundr-
aði þjóðarframleiðslu sinnar til
aðstoðar við þróunarlönd. Fram-
lag Bandaríkjanna, Japans og
Vestur-Þýzkalands hefur aldrei
'náð því hlutfalli, heldur verið
lægra, að sögn McNamara.
Eiga ad storka
sovézkum
herskipum?
Tókýó, 8. marz, AP.
KÍNVERSKUM fiskibátum hefur
fjölgað mjög upp á síðkastið í
Tsushima-sundi milli syðstu eyju
Japans, Kyushu, og Suður-Kóreu.
í gær voru þeir orðnir 221 og hafði
fjölgað úr 180 næsta dag á undan.
Talsmaður japönsku siglinga-
málastofnunarinnar sagði, að bát-
arnir væru allir á reki á sundinu,
en ekki við veiðar. Hann sagði að
þeir hefðu byrjað að venja komur
sínar í sundið um miðjan síðasta
mánuð. Það væri þó ekki á valdi
stofnunarinnar að segja um hvort
tilvera þeirra á sundinu væri eitt-
hvað tengd stríði Kínverja og Víet-
nama sem braust út 17. febrúar.
Talsmaðurinn sagði hins vegar,
að kínversku fiskiskipin hefðu látið
reka á siglingaleið rússneskra her-
skipa, þegar þau héldu til Suð-
ur-Kínahafs og Austur-Kínahafs
eftir að stríð Kínverja og Víetnama
brauzt út. „Okkur kemur ekkert við
hvað bátarnir eru að gera þarna,"
sagði talsmaðurinn. en bætti við, að
japanskir varðbátar hefðu þó eftir-
lit með þeim til að ganga úr skugga
um að kínversku bátarnir færu ekki
í óleyfi inn í japanska landhelgi.
Kínversku fiskveiðiskipin eru
flest frá Shanghai og nálægum
eyjum.
Brandt að skilja
Bonn, Vestur-Þýzkalandi, 8. marz. AP
WILLY Brandt, fyrrverandi kanzlari Vestur-Þýzka-
lands, og eiginkona hans Rut, hafa nú sótt um
skilnað, að því er skrifstofa Brandt tilkynnti í dag.
Þau hafá verið gift í 31 ár og eiga saman þrjá syni,
Peter, Lars og Matthias.
Engar ástæður voru gefnar fyrir skilnaðarumsókn-
inni. Brandt hitti konu sína árið 1944 í Svíþjóð og
giftust þau þremur árum seinna í Berlín. Árið 1944
skildi Brandt við fyrri konu sína, sem einnig var
norsk. Eina dóttur átti Brandt við fyrri konu sína, sem
einnig var norsk. Eina dóttur átti Brandt með þeirri
konu og starfar hún sem kennari í Noregi.
Brandt er leiðtogi vestur-þýzkra jafnaðarmanna.
Hann tók upp þráðinn að nýju við flokksstörfin í
síðustu viku, eftir fjarveru frá því í nóvember sl., en
þá fékk hann aðkenningu að hjartaslagi.
Gagnkvæmt
traust
Sparilánakerfi Lands-
bankans hefur frá byrjun
árið 1972, byggst á gagn-
kvæmu trausti bankans
og viðskiptavinarins.
Ef þú temur þér reglu-
semi í viðskiptum, sýnir
Landsbankinn þér traust.
Landsbankinn biður
hvorki um ábyrgðarmenn
né fasteignarveð.
Einu skilyrðin eru reglu-
bundinn sparnaður,
reglusemi í vióskiptum,
- og undirskrift þín og
maka þíns.
Biðjið Landsbankann
um bæklinginn
um sparilánakerfið.
Sparifjársöfnun tengd rétti til kui
i rtJ P
Sparnaður
þinn eftir
12 mánuöi
18 mánuði
24 mánuði
Mánaðarleg
innborgun
hámarksupphæö
25.000
25.000
25.000
Sparnaður í
lok tímabils
300.000
450.000
600.000
Landsbankinn
iánar þér
300.000
675.000
1.200.000
Ráðstöfunarfé
þitt 1)
627.876
1.188.871
1 912.618
Mánaðarleg
endurgreiðsla
28.368
32.598
39.122
Þú endurgreiðir
Landsbankanum
á 12 mánuðum
á 27 mánuðum
á 48 mánuðum
1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta
breytzt miðað við hvenær spamaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma.
LANDSBANKINN
Sparílán - tiygging í framtíð