Morgunblaðið - 09.03.1979, Page 40

Morgunblaðið - 09.03.1979, Page 40
L' . Tillitssemi kostar ekkert Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 V Buoin sími ^ 29800 FÖSTUDAGUR, 9. MARZ 1979 Ófært um Suður- og Vesturland: Bílar yfirgefnir og fólk teppt fjarri heimilum MJÖG miklir samgönguerfiðleikar urði í gærdag og -kvöld á Suður- og Vesturlandi vegna snjókomu og hvassviðris og var búizt við að það myndi færast norður og austur yfir landið í dag og snúast meir til norðanátt- ar. Vegagerðarmenn og björgunarsveitarmenn unnu að því að aðstoða fólk á leið heim og átti t.d. að reyna að koma starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli til Reykjavík- ur. Varð að hverfa frá því þar sem Reykjanesbrautin var ófær og starfsmönnum komið fyrir til gistingar á Vellinum, m.a. í bíóinu þar. úr Mosfellssveit sem sóttu skóla í Reykjavík heim og varð að útvega þeim gistingu í Reykja- vík. Félagsstarfi á Reykjavíkur- svæðinu var að mestu leyti aflýst. A Akureyri var ekki teljandi snjókoma, en hvassviðri og var veðrið að herða þar í gærkvöldi. Ekki höfðu orðið þar teljandi samgönguerfiðleikar. Sjá Ófærð í Reykjavík bls. 20-21. Fíkniefnamálið: Að sögn vegaeftirlitsmanna var nánast ófært um allt Vestur- og Suðurland allt til Kirkju- bæjarklausturs. Áætlunarbílar á leið á Snæfellsnes og Dali urðu að snúa aftur til Reykjavíkur í Hvalfirði í gærmorgun og sömu- leiðis bílar frá Borgarnesi á leið til Reykjavíkur. Ofært var til Keflavíkur sem fyrr sagði en þar voru margir bílar fastir og yfir- gefnir og hættu vegagerðarmenn aðstoð um kvöldið, og sást vart úr augum fyrir hríðinni. Menn úr björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellssveit aðstoðuðu lögregluna í Mosfellssveit við að koma fólki heim úr bílum er stöðvuðust í ófærðinni við Blika- staði, en Vesturlandsvegurinn var ófær er þangað var komið úr Reykjavík. Þá var illfært austur fyrir' fjall, en bílalest komst frá Sel- fossi til Reykjavíkur um Þrengsli í gærkvöldi með aðstoð, svo og bílar frá Reykjavík er lögðu af stað síðdegis. Reyna átti að leggja af stað á Snæfellsnes og norður nú í morgun. Rafmagnslaust varð um tíma á Snæfellsnesi og í Borgarnesi og mjög víða á Suður- og Vestur- landi var skólum lokað einhvern hluta dagsins og nemendur send- ir heim. Var nokkrum erfiðleik- um bundið að koma nemendum Þungfært var á götum Reykjavíkur í gær og bflar vanbúnir til akst- urs í snjó töfðu víða fyrir. Ljósm. Rax. Lögreglan krefst áfram- haldandi gæzluvarðhalds Talið ólíklegt að dómari samþykki Frá blm. Mbl. Sigtryggi Sigtryggssyni í Kaupmannahöfn GÆZLUVARÐHALD fjögurra af sex fslendingum, sem sitja inni vegna rannsóknar fíkniefnamáls- ins, rennur út í dag, föstudag. Fíkniefnalögreglan í Kaupmanna- höfn mun gera kröfu um að gæzlu- varðhald þeirra allra verði fram- iengt, þar sem rannsóknin sé ekki það langt á veg komin, að óhætt sé' að sleppa þeim iausum. Þessar upplýsingar fékk blaðamaður Mbl. þegar hann ræddi við Svend Thor- sted deildarstjóra i fikniefnaiög- rcglunni. Kvað hann að öðru leyti ekkert nýtt af málinu að frétta. Morgunblaðið hefur það hins vegar eftir áreiðanlegum heimiidum, að ólíklegt megi telja að dómarinn Þingrofstillaga Sjálf- stæðismanna felld Allir viðstaddir þingmenn Alþýðu- flokks greiddu atkvæði gegn henni TILLAGA sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar var felld í gær með 39 atkvæðum gegn 19 að viðhöfðu nafnakalli. Allir þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni, en þingmenn Sjálístæðisflokksins með. Fjarstaddir voru Jón G. Sólnes og Árni Gunnarsson. Breytingartillaga Braga Sigurjónssonar fékk aðeins eitt atkvæði hans sjálfs, en aðrir þingmenn Aiþýðuflokksins sátu hjá. Allir aðrir þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni. Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins, gerði grein fyrir atkvæði sínu með því að skýra frá samþykkt þingflokksins þá fyrr um daginn, en hún er birt í heild á bls 5. Þar kemur m.a. fram „að ríkisstjórnin verði í þessari viku að leiða til lykta umræðurnar um flutning stjórnarfrumvarpsins um aðgerðir í efnahagsmálum. Takist það ekki telur þingflokkurinn, að frekara málþóf í ríkisstjórninni sé til- gangslaust". Þingflokkur sam- þykkir „að greiða atkvæði gegn tillögu Sjálfstæðisflokksins um þingrof og nýjar kosningar en lýsir því jafnframt yfir, að hann muni beita sér fyrir slíku úrræði fari allar samkomulagstilraunir út um þúfur, þannig að þjóðin geti á komandi vori kjörið sér nýja for- ystu“. Með tilvísan til þessa sagði þingmaðurinn nei. Stefán Jónsson sagði, að ekki hefði brugðist í vetur, þegar for- maður þingflokks Alþýðuflokksins hefði gert grein fyrir atkvæði sínu, gerði hann það til þess að segja frá því, hvers vegna hann greiddi ekki atkvæði eftir samvizku sinni. — Þetta sýnir, sagði hann, að okkur hefur ekki tekizt að göfga hann né gera fróman og ekki gleðileg til- hugsun að þurfa að vinna með honum framvegis og þess vegna segi ég nei. Sverrir Hermannsson sagði, að í greinargerð Sighvats Björgvins- sonar kæmi fram, að líklegt væri að tillögugreinin yrði samþykkt á mánudag. — Það eflir mig í að greiða atkvæði með tillögunni og eflir mig einnig með hliðsjón af því sem Stefán Jónsson sagði, að ég hlakka til að vinna með Sig- hvati Björgvinssyni og segi því já. Albert Guðmundsson sagði: Með tilvísun til rúmrusks í stjórnar- sænginni segi ég já. Bragi Sigurjónsson vísaði til greinargerðar sinnar fyrir breyt- ingartillögu sinni og sagði nei. verði við kröfunni um að fram- lengja gæzluvarðhald allra, þar sem þáttur sumra í málinu mun óverulegur, samkvæmt sömu heim- ildum. Samkvæmt því, sem Svend Thor- sted upplýsti Mbl. um í gaer, hefur rannsókn þessa máls gengið hægt og er um að kenna gífurlegum önnum fíkniefnalögreglunnar, sem fæst nú við mörg stórmál. Það var fyrst á miðvikudag, að yfirheyrslur hófust fyrir alvöru í málinu og var þá íslenzk kona kölluð fyrir. I gær fimmtudag, stóðu yfirheyrslur frá því klukkan 9:30 til kl. 17. Þá staðfesti fyrrnefnd kona skýrslu sína og ennfremur kom til yfirheyrslu kona, sem sleppt hafði verið á þriðjudag, og tveir karlmenn. Ekkert er byrjað að yfirheyra þá, sem úrskurðaðir voru í 27 daga gæzlu- varðhald, enda kvaðst Svend Thor- sted nægan tíma til þess, þar sem gæzluvarðhald þeirra rynni ekki út fyrr en 30. marz. Eins og áður segir rennur gæzlu- varðhald Islendinganna fjögurra út á föstudagsmorgun. Verða þeir leiddir fyrir dómara kl. 9:30 í „Dommervægten" í lögreglustöðinni. Þar gerir lögreglan grein fyrir ástæðum frekara gæzluvarðhalds en réttargæzlumaður íslendinganna, Henrik Kástrup-Larsen, mun bera fram mótmæli við lengingu gæzlu- varðhaldsins, samkvæmt því sem hann tjáði Mbl. í gær. Eftir því sem bl. Mbl. hefur fregn- að mun lögreglan nú sérstaklega kanna samband þriggja íslendinga við Ungverjann, sem einnig vár tekinn vegna þessa sama máls með mikið af kókaíni og peningum. Ung- verjinn mun vera margfaldur af- brotamaður. íslendingarnir hafa til þessa neitað alfarið þeim sakargift- um, sem á þá eru bornar, nema hvað einn Islendinganna hefur viðurkennt að hafa átt tæp 20 gr. af kókaíni, sem hann kveðst sjálfur hafa ætlað að neyta. Eins og áður hefur komið fram hefur ein tveggja kvenna, sem inni sitja, fengið 5 mánaða stúlkubarn með sér í fangelsið. Þar sem aðbún- aður mun ekki vera sem beztur í fangelsinu mun nú í athugun að litla telpan og níu ára gamall bróðir hennar verði flutt heim til íslands en foreldrar konunnar hafa óskað eftir því að börnin verði send til íslands hið fyrsta. Foreldrar og skólafólk athugið Foreldrar á höfuðborgar- svæðinu eru beðnir að hlusta eftir tilkynningum í morgunút- varpinu í dag um það hvort skólahald verði fellt niður í dag vegna veðurs. Að því er Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri í Reykjavík tjáði Mbl. í gærkvöldi átti að taka afstöðu til þess árla í dag hvort skólahald á Reykjavíkur- svæðinu yrði fellt niður, þegar séð væri hvernig veður og færð væri. Ef ákveðið verður að fella niður skóla í dag mun það verða tilkynnt í morgunútvarpinu en að öðrum kosti hvatti Kristján til þess að foreldrar sendu ekki lítil börn einsömul í skólann ef færð væri erfið. Gera má ráð fyrir að svipaður háttur verði hafður á í nágrannabæjunum en Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af fræðslustjóra Reykja- neskjördæmis í gærkvöldi til að fá það staðfest. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.