Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 15

Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 15 Kirkjuvika í Akureyrar- kirkju Akureyri, 9. marz. KIRKJUVIKA verður í Akureyrar- kirkju dagana 11. —18. marz og er það í ellefta sinn, sem slík vika er haldin á vegum kirkjunnar. For- maður undirbúningsnefndar kirkju- vikunnar er Jón Kristinsson. Guðs- þjónusta eða samkoma verður í kirkjunni alla dagana nema laugar- daginn 17. marz og mikill fjöldi fólks kemur þar fram og flytur ýmislegt efni í orðum eða tónum. Við guðsþjónustu 11. marz prédik- ar sr. Birgir Snæbjörnsson, við föstu- messu 14. marz sr. Pétur Þórarinsson og sunnudaginn 18. marz sr. Kristján Róbertsson. Aðra daga hefst sam- koma kl. 21 og eru orgelleikur, almennur söngur og samlestur prests og safnaðar fastir dagskrárliðir og sr. Bolli Gústavsson svarar spurning- um kvöldsins. Eftir samkomurnar annast konur í Kvenfélagi Akur- eyrarkirkju kaffiveitingar. Ræðumenn verða: Á mánudags- kvöld Hulda Jensdóttir forstöðukona, á fimmtudagskvöld Kristinn Jóhannsson skólastjóri og á föstu- dagskvöld Steingrímur Hermannsson dóms- og kirkjumálaráðherra. Ávörp flytja í sömu röð nemarnir Þorgeir R. Finnsson, Rúna Halldórsdóttir, Björk Bjarkadóttir og Jón G. Aðal- steinsson. Kirkjukór Akureyrarkirkju, stjórnandi Jakob Tryggvason, syngur á mánudag, kirkjukór Lögmannshlíð- arkirkju, stjórnandi Áskell Jónsson, á fimmtudag og Passíukórinn, stjórnandi Roar Kvam, á föstudag. Á þriðjudagskvöld verður æskulýðs- samkoma, sem félagar í Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju sjá um að mestu leyti. Þar syngja barnakórar á Akureyri og Jóhann Baldvinsson leikur á orgel, en endranær annast Jakob Tryggvason allan orgelleik. Félagar í Kiwanisklúbbnum Kald- bak munu aðstoða gamalt fólk eða fatlað við að komast til kirkju. Einkunnarorð kirkjuvikunnar eru að þessu sinni úr Jóhannesarguð- spjalli. „Börnin mín, elskum ekki með orði og ekki heldur með tungu, heldur í verki og sannleika". ■ Sv.P. Málverk Ásgeir Bjarnþórsson heldur yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstööum dagana 1. —17. apríl n.k. Þeir sem,eiga verk eftir hann og eru reiðubúnir að lána þau á sýninguna vinsamlegast hafið samband við Jónas Sveinsson í síma 26869 eða 18592. óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33 □ Ingólfsstræti VESTURBÆR: □ Skerjafj. sunnan flugvallar 11. □ Hávallagata □ Garöarstræti □ Faxaskjól □ Lindargata Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900 Loðnuskófla I.H. 500 Til afgreiðslu strax --:--------------\ Utgerðarmenn fyrirlicjcfjaracli: Eingirni — 7“ og 7'A“— garn 0,52 (nr. 11) 32 md. Væntanlegt í mars Eingirni — 7“ — garn 0,50 og 0,48 — 32 md. Jón Ásbjörnsson, heildverslun. Tryggvagötu 10, Rvk. Símar 11747 og 11748. Stjórnunarfélag íslands Stjórnunarkvikmyndir Stjórnunarfélagið gengst fyrir sýningu á sex kvikmyndum um stjórnun sem fengnar eru til landsins um stundarsakir á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Myndirnar eru í kvikmyndaflokknum „Stjórnandinn og fyrirtækiö“ og eru þær gerðar árið 1977 af stjórnunarfræðingnum Peter Drucker. Myndirnar verða sýndar í ráðstefnusal Hótels Loftleiða þriðjudaginn 13. og fimmtudaginn 15. mars og hefjast sýningar kl. 16.30 báöa dagana. Fyrri daginn veröa sýndar myndirnar „How to manage the boss“, „How to work with your fellow managers“ og „Helping people perform“. Síöari daginn verða sýndar „Planning and goal setting", „The manager as decision-maker" og „How to make the organization work for you“. Prófessor Þórir Einarsson flytur inngang um efni myndanna að lokinni sýningu verður rætt um efni þeirra. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Stjórnunarfélags íslands, sími 82930.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.