Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur 25. marz Bls.33—72 Daglegt lífí Saudi- Arabíu — séð með vestræn- um augum Eftir Colin Smith RÉTTLÆTINU FULLNÆGT: í þessu tilvikinu var arabísk prins- essa líllátin ásamt elskhuga sín- um. Þau höfðu ætiað að forða sér saman úr landi þegar þeim var meinað að ganga í hjónaband. Bláberjaterta og opinberar aftökur Um daginn var ég staddur í veitingastofu í hreinsunarstöð Arabísk-ameríska olíufélagsins, Aramco, nokkuð norður af Dharan hér í Saudi-Arabíu. Það voru með mér tveir erindrekar Ashland-olíufélagsins í Kent- ucky í Bandaríkjunum, komnir að vestan að fala olíu af Saudi-Aröbum. Þeir höfðu fengið olíuna frá íran áður, 40 þúsund tunnur á dag, en nú hafði tekið fyrir strauminn þaðan. Þeir kunnu prýðilega við sig þarna í veitingastofunni, enda var þetta líkast því að vera kominn heim að því er þeir sögðu. Það var borin fyrir þá bláberjaterta. Úr útvarpshátöl- urunum glumdi bandarísk þjóð- lagatónlist, harmþrungnar ball- öður um skotfimar hetjur sem ekki höfðu fengið að eiga ástirn- ar sínar og hrepptu yfirleitt meinleg örlög; Aramco rekur sína eigin útvarpsstöð. Við höfð- um ekki setið lengi þegar hópur unglinga kom inn í stofuna, allir bandarískir, allir í stutterma bolum með einhverjum upp- hrópunum eða ögrunum áprent- uðum. Bandarískur yfirmaður í stöð- inni kom inn og gaf sig á tal við okkur. Hann kvartaði um leið- indi, sagði að þau væru verst. Það væri ágætt þarna ef ekki væru leiðindin. Það væri eigin- lega ekki við neitt að gera. Endrum og eins væri maður tekinn af lífi á almannafæri, á Réttlætistorginu í höfuð- borginni, Riyadh, og leigðu starfsmenn úr hreinsistöðinni sér þá gjarna rútu og færu að sjá aftökuna. Það væri helzt. Líklega hefur hann fengið ein- hverja bakþanka því hann leit á okkur afsökunaraugum og bætti við svo sem til áréttingar: „ ... það er svo lítið um skemmtanir hérna“... Togstreita um sálina Höfuðstöðvar Aramco eru í Dharan, einum sjötíu kílómetr- um sunnan við hreinsistöðina, skammt frá Brunni nr. 7, sem frægur er fyrir það að þar kom fyrst upp stöðugur olíustraum- ur. Það var árið 1938. Nú búa þarna 10 þúsund manns, innan girðingar, flest Bretar og Bandaríkjamenn, og halda sín- um háttum eins og tíðkast í nýlendum; en Saudi-Arabar búa utan girðingar, þar gildir lög- málið í útleggingu Wahabs spá- manns en Arabarnir eru orðnir fjáðir og búnir að kynnast hátt- um Vesturlandamanna svo það gefur að skilja að stundum verður togstreita um sálii nar. Spámaðurinn hét fullu nafni Múhammeð al Wahab, var uppi á 18. öld og mikils metinn af dultrúarmönnum en síður af opinberri kirkju. Hann mat hana ekki heldur mikils, hann var svipaðra skoðana að því leyti og hinn brezki samtíðar- maður hans, John Wesley, og taldi þjóðmoskuna úrkynjaða og komna langt af réttri leið. Saudi-Arabar tóku trú á boð- skap hans og urðu þeir trúflokk- ar hans og lifðu framvegis eftir lögmálinu eins og hann hefði endurvakið það, óbreytt frá sjöundu öld. En þetta lögmál er nokkuð strangt: menn kannast t.d. við ákvæðin um líflát við hórdómi og handhögg við þjófn- aði. Þess má geta að vest- ur-þýzkir diplómatar i Saudi-Arabíu hafa þungar áhyggjur af því hvað verða muni um landa þeirra þrjá sem teknir voru nýlega fyrir það að stela tveimur milljónum dollara. Það er ekki litið jafnströngum augum í engilsaxnesku nýlend- unni þótt menn fari í kringum lögin. Að vísu er mönnum refsað fyrir þjófnað og þvíumlík afbrot eins og víðast annars staðar, en lögmálið er víðtækt og meðal margs, sem bannað er, má ekki hafa áfengi undir höndum, selja það eða drekka. Þetta þykir útlendingunum hart sem von- legt er og fer hver í kringum þetta bann sem mögulega getur. Hafa margir bruggtæki heima hjá sér, eima, og blánda eldvatn sem þeir kalla Sadiqui; það er arabíska og merkir „vinur". Sumir hallast heldur að annarri framleiðslu, litlausum vökva líkum gini á bragðið, og segja bæði hreinni og betri. Stundum reyna menn að gera sér viskí með því að velkja eikarkubbum í þessum landa. Er þá drykkurinn orðinn alldularfullur á bragðið. Fursti fer á fyllerí Hér áður fyrr var starfs- mönnum Aramco leyfilegt að lögum að drekka heima hjá sér. En lögunum var breytt eftir að arabískur fursti skaut brezkan diplómat til bana; furstinn hafði setið að drykkju með kunningj- um sínum. Saudi-Arbar drekka vitanlega þrátt fvrir allt, þeir sem vilja og geta, en dýru verði kaupa þeir drykkinn. Kunningi minn í Riyadh bauð mér heini til skrafs og drykkju ekki alls fyrir löngu. Við vorum 10 eða 11 saman komnir og hann hafði orðið að kaupa 10 flöskur. Það var viskí. Svartamarkaðsverðið var 40 dollarar — hver flaska, sem sagt 400 dollarar alls. Óbreyttum og lítt menntuðum Saudi-Aröbum þykir margt framandlegt í nýlendu Arameo i Dharan og er algengt um helgar að heilar fjölskyldur geri sér ferð þangað að skoða rnenn og mannvirki. Er svo ekið um göt- urnar. bent og hrópað upp. likt og gerist í Disneylandi og slikum merkisstöðum. Af undr- unarefnum má nefna það. að konur ganga i stutthuxum og jafnvel sundfötum. Þo er það hápunktur skoðunarferðarinnar ef sést til konu aka bil. Saudi-arabískar konur fa ekki að aka bil og má mikið ganga a fyrr en það verður leyft. Varla gsvti þó umferðin í Saudi-Arabiu versnað nokkuð fyrir það. Hvergi i veroldinni hef ég séð bilflok jafn þétt meðfram vegum og í Saudi-Ara- biu. Saudi-Arabar eru almennt taldir einna verstir bilstjorar í Miðaust urlondum og er þá nokkuö sagt. Arekstrar eru Otrulega algengir þar. En Saudi-Aröbum finnst það ekki með öllu illt. þeir bénda a það að þetta sé m.a. til marks um þroun og framfarir. Su saga gengur að fyrir ta'pum 50 árum kom vöru- bill í þorp og höfðu bilar ekki Sja nœstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.