Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: Svíum hefur gefizt kostur á að fræðast meira um Þýzkaland og það sem þýzkt er í vetur en í langan tíma. í Stokkhólmi stendur yfir sýning á Þýzkum listaverkum í Moderna museet og í sýningarsal í Kulturhúset sýningin „Deutschland Deutschland, Tyskland frán Karl den Store till Helmut Schmidt“ sem gerir grein fyrir sögu Þýzkalands í máli og myndum. I sjónvarpi var mynd Hans Jiirgen Syberbergs um Hitler sýnd fyrr í vetur og í síðustu viku var ameríska sjónvarpsmyndin. Holocaust sem á sænsku heitir Förintelsen sýnd en hún hefur vakið feikilega athygli hér sem í öðrum löndum. Inga Helm Weiss sér mann sinn fluttan brott. jafnmikill Berlínarbúi og þeir“ til manns síns í Warsjá. Rudi sonur þeirra hleypur aö heiman til að verða ekki gripinn og sendur í fangabúðir eins og Karl. Hann slæst í hóp með Síon-istum í Rússlandi og kemst að lokum til Palestínu. Hin fjölskyldan er þýzk. Arið 1933 hefur Dorf nýlega lokið lög- fræðinámi en fær enga vinnu og leitar því til öryggislögreglunnar, SS, og verður valdamikill innan hennar fyrir áeggjan konu sinnar sem segir börnunum að það þurfi að hegna Guðingunum „vegna þess að þeir drápu Jesú“. Weiss var læknir þeirra fram til 1934 en þó kemur Dorf til hans með ákæru fyrir að lækna aðra en Gyðinga og bendir honum á að yfirgefa Berlín sem fyrst því hlutirnir eigi eftir að fara versnandi. Þegar Weiss neitar að trúa því bendir Dorf honum á að ekki dugi að leita til sín. Það kemur í ljós að það var enginn sem hægt var að leita til. Hvers vegna gerðu Svíar ekki neitt? í einum þætti Holocaust skoða fulltrúar frá Svíþjóð og Sviss Holocoust vekur áhuga Svía á þýzkri sögu og örlögum Gyðinga Deutschland Deutschland Þýzka var fyrsta erlenda tungu- málið sem Svíar lærðu þangað til í seinni heimsstyrjöldinni en þá tók enska við. Menningartengsl land- anna hafa síðan dvínað og þekking Svía á þýzkri sögu farið að miklu leyti forgörðum. Sögusýningunni í Kulturhuset er ætlað að bæta úr þessari þróun og jafnframt vekja fólk til umhugsunar um þýðingu lýðræðisins. í formáia að bæklingi sem er gefinn út í tengslum við sýninguna segir að með henni sé reynt að lýsa þróun lýðræðisins í Þýzkalandi. Sýningunni, bæklingnum og um- ræðufundum sem stofnað er til er ætlað að gefa spurningum sem eru ofarlega á baugi í Vestur-Þýzka- landi um lýðræði í dag sögulegan bakgrunn. Sýningin vakti athygli þegar fyrir opnun hennar 2. fbrúar s.i. Þá var þó ekki rætt um lýðræði heldur uppsetningu sýningarinnar og raddir heyrðust sem vildu að frá henni yrði horfið því að hún sýndi Þýzkaland í of neikvæðu ljósi. Of mikil áherzla þótti lögð á kúgun og afturhald en kraftur lýðræðisins vanmetinn. Aðrir bentu á að sýningin ætti fullan rétt á sér, ef lýðræði leiðir til valdatöku nazista, uppgangs hryðjuverkamanna eða „Berufs- verbot“-laga þyrfti að sýna fólki það og þannig koma í veg fyrir sömu þróun annars staðar. Mikill fjöldi hefur sótt sýning- una sem stendur til 22. apríl. Þó hefur gestafjöldinn magnazt mjög í þessari viku eftir að Holocaúst var sýnd í sjónvarpi. Sá hluti sýningarinnar sem fjallar um Þriðja ríki Hitlers vekur- mesta athygii og nú streyma kennarar og nemendur víðs vegar að til að fá sanna mynd af örlögum þýzkra Gyðinga á 4. og 5. áratug þessarar aldar. Tekst það sem bókum og fræðslumyndum hefur ekki tekizt Sjónvarpsmyndin Holocaust hefur vakið gagnrýni í öllum þeim löndum sem hún hefur verið sýnd í. Hún ber þess merki að vera framleidd í Hollywood og er á köfium venjuleg amerísk glans- mynd sem ekki fer alveg rétt með staðreyndir. Persónurnar eru ann- að hvort góðar eða vondar og áhorfendum er ekki gefinn neinn dýpri skilningur á stjórnmála- ástandinu í Þýzkalandi þegar Hitler hóf ofsóknir á hendur Gyðingum. En myndina hafa þeg- ar nokkur hundruð milljónir manna séð og með því að höfða til tilfinninga þeirra hefur myndinni tekist að vekja þá til umhugsunar um meðferð nazista á Gyðingum. Það er nokkuð sem fjölda bóka og fræðslumynda hefur ekki tekizt, í sama mæli, fram til þessa. Holocaust var fyrst sýnd í Bandaríkjunum í fyrra en hefur síðan verið sýnd viðar, meðal annars í Israel, Þýzkalandi og Danmörku. Viðbrögð Israelsbúa voru almennt þau að hinir eldri sögðu að myndin vekti hryliilegar endurminningar og hinir yngri sögðust ekki læra neitt nýtt af myndinni. Ungir og gamlir voru sammála um að engin mynd gæti sýnt heiminum hversu hörmuleg örlög Gyðinga í fangabúðum naz- ista voru. Þegar myndin var sýnd í þýzka sjónvarpinu, hún er átta tíma löng og yfirleitt sýnd á fjórum kvöld- um, var umræðuþáttur fyrir og eftir hvern þátt til að útskýra nánar ástandið í landinu á þeim tíma sem þáttur myndarinnar fjailaði um. Tímabilið frá 1933 til loka heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur verið mikið feimnismál í Þýzkalandi hingað til. Til dæmis kom fram í skoðanakönnun sem var gerð fyrir nokkrum árum að þýzkir menntaskólanemendur vissu ekki hver Hitler var og héldu helzt að hann hefði verið einhver stjórnmálamaður á miðöldum. Með sýningu Holocaust hafa Þjóð- verjar lyft dulu af fortíðinni og nú spyrja börn foreldra sína sömu spurningar og heimurinn hefur velt fyrir sér lengi hvers vegna fólk mótmælti ekki og neitaði ekki að taka þátt í athöfnum Hitlers og félaga hans. Saga tveggja Berlínar- fjölskyldna Þegar Holocaust hafði verið sýnd í Þýzkalandi brugðu Danir skjótt við og tóku hana til sýning- ar í danska sjónvarpinu. Þeir höfðu sama hátt á og Þjóðverjar og ræddu í sjónvarpssal efni þátt- anna jafnóðum og þeir voru sýnd- ir. Svíar fengu sýningarrétt á Holocaust fyrir löngu síðan en voru ekki sannfærðir um að það ætti að sýna hana. Fræðsludeild sjónvarpsins neitaði að lokum að Weiss-hjónin í Auschwich. taka myndina til sýningar en þá brást skemmtideildin við og ákvað að hún skyldi sýnd. Hvort myndin á heima í fræðslu- eða skemmtideild er erf- itt að segja. Hún fjallar um tvær fjölskyldur í Berlín á árunum 1933 tii 1945. Weisp fjölskyldan eru Gyðingar sem neita að flýja Berlín þrátt fyrir síauknar ofsóknir á hendur Gyðingum og trúa ekki að þau verði hrakin á brott. Weiss er læknir í Berlín en fæddur í Pól- landi og er sendur þangað þar sem hann starfar í Warsjá þangað til að hann er sendur í fangabúðir. Elzti sonurinn, Karl, er listamaður og er snemma sendur í fangabúðir. Þar eru hendur hans brotnar því að hann neitar að segja nazistum hvar hann hefur falið myndir af raunverulegu lífi í fangabúðunum. Inga kona hans er „hreinn“ Þjóð- verji og bérst fyrir frelsi manns síns án nokkurrar samúðar fjöl- skyldu sinnar eða vina. Frú Weiss leggur áherzlu á menntun barna sinna fram í hið síðasta en þegar hún er orðin ein eftir í Berlín fer hún þaðan þrátt fyrir að hún „er svokallaðar draumafangabúðir og kinka kolli í velþóknunarskyni. Þetta atriði kemur við kaunin á íbúum hlutlausu landanna og í dag velta Svíar því fyrir sér hvers vegna þeir reyndu ekki að gera eitthvað til að stöðva ofsóknirnar á hendur Gyðingum eða tóku ekki við stærri hóp flóttafólks. Svíar stofnuðu ekki til umræðu í sjónvarpi vikuna sem Holocaust var sýnd en í útvarpi og dagblöð- um hófust skoðanaskipti áður en hún var sýnd og standa enn. Sjónvarpið hefur nú tekið við sér og í þessari viku eru þrjár dag- skrár helgaðar umræðu um Holo- caust. Utvarpið háfði til dæmis viðtal við forystu sænska nazista- flokksins og við skólakrakka sem segjast vera nazistar en þessir hópar eru ekki stórir hér. I blöðum er hafin deila um Síonisma og tengsl síonista við nazista í stríðinu. Mikið er gert úr þeim réttarhöldum sem enn standa yfir í Dússeldorf yfir göml- um st.ríðsglæpamönnum. Sam- kvæmt þýzkum lögum fyrnast glæpir á 30 árum og því munu morðingjar síðan í stríðinu sem ekki hafa hlotið dóm geta verið óhræddir eftir 1. janúar 1980. Hvort þessi lög eiga að gilda fyrir stríðsglæpamenn verður líklega rætt í þýzka þinginu innan skamms. Allt fjaðrafokið vegna sýningar sjónvarpsins á Holocaust hefur valdið því að nú eru engar bækur um Þriðja ríkið að fá á bókasöfn- um en þar liggja þær yfirleitt ósnertar. Menntamálaráðuneytið hefur látið semja bækling fyrir grunnskóla til að seðja forvitni nemanda um þetta tímabil í þýzkri sögu. Fulltrúi PLO á Norðurlönd- um hefur mótmælt þessari þróun og segir að áróður fyrir Síonisma eigi sér stað í sænskum skólum. Menntamálaráðuneytið er á ann- arri skoðun og telur að nota eigi tækifærið nú þegar áhugi nem- enda — og annarra — er sem mestur til að fræða fólk um örlög Gyðinga í Þýzkalandi fyrir aðeina 40 árum. ab

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.