Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 71 Þáttur foreldra II Hnupl Barnið þarfnast þá fyrst og fremst hjálpar Við hjálpum barninu þá ekki með lögum og ströng- um yfirheyrslum og kröf- um um játningu. Barnið veit oft, að það hefur gert eitthvað, sem er rangt, en getur sjaldan nefnt nokkra ástæðu til atferlis síns. Hnuplið stafar oft af innri erfiðleikum, sem barnið getur ekki útskýrt fyrir sjálfu sér eða öðrum, þótt það sé allt af vilja gert. Yfirheyrslur geta þá haft í för með sér, að barnið hnipri sig í hræðslu og þrjózku og virðist „forhert". Refsing er ekkert læknisráð, þegar leysa á tilfinningaflækjur, sem geta verið undirrót hnupls. Barnið skynjar stundum hnuplið sem óskiljanlega nauðungarþörf til að taka eitthvað. Lítið ekki á hnuplið sem merki um illt innræti og fyrirboða af- brotahneigðar hjá barn- inu. Reynið í þess stað að komast að orsökunum og hagið aðgerðum eftir þeim. Hver er aðstaða barnsins heima? Meðal félaganna? Finnt því það vera sett hjá, t.d. vegna systur eða bróður? Reynið að taka því með stillingu, þótt barnið hnupli einstöku sinnum, og auðsýnið barninu eins mikinn skilning, traust og uppörvun og þér framst getið! En ef þér getið ekki af eigin rammleik hjálpað barninu til að vinna bug á hnuplinu og ef það heldur uppteknum hætti utan heimilisins, er bezt að leita til einhverrar ráðgjafar- stofnunar eða læknis. SAGANATS c 0 2k m fprlægð fra]M Sor * Brndiði Kropps ;ur i non Prófessorinn 09 svo ferum jjaldiði Pro-^^ iXfasornum frá b IKroppa M«SÍg!5j/// Pað 5€Qi eg aldrei1 R'ófesorinn hefur banna^ mér þaS ® °9 þóó; viti að þac) sé ti| að finna 5-/5 seg 1 eg yklcur aldrei frá þvi-! J A KWSSKI*K1 WWXA Frumsamið Ijóð eftir Leif Eiríksson. Veturinn hefur verið óvenju harður og snjóþungur. Við sjáum smáfuglana fljúga um í stórum flokkum og leita sér matar. Við vorum minnt á það einu sinni enn fyrir skemmstu, þegar Morgunblaðið fékk send þessi ljóð og myndina, sem fylgir, að veröld smáfuglanna, er stundum enn harðari og erfiðari en veröld mannanna. Við þökkum fyrir ljóðið og hvetjum ykkur til þess að halda áfram að senda okkur frumsamin ljóð og sögur. Teikning: Auður Eysteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.