Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 43 Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna: Mótmælir vinnubrögð- um verðlagsstjóra í skýrslu um inn- flutningsverzlunina Á NÝLEGUM aðalfundi Félags ísl. stórkaupmanna voru gerðar nokkrar ályktanir cr fjalla um verðlagsmál, greiðsluírest á að- flutningsgjöldum, lánsfjármál, skattamál og gjaldeyrismál. Fara ályktanir aðaífundarins hér á eftir. Verðlagsmál Á síðasta vori var á alþingi samþykkt ný verðlagslöggjöf og telur aðalfundur F.I.S. að hún sé spor í rétta átt og átelur harðlega þann drátt sem átt hefur sér stað á gildistöku hennar og hvetur til að hún taki óbreytt gildi hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. september n.k. Aðalfundur F.Í.S. 1979 fagnar þeirri umræðu um verðlagsmál sem orðið hefur á undanförnum misserum þar sem greinilega hefur komið í ljós hve úrelt núgild- andi verðlagslöggjöf er. Þrátt fyrir þetta sýndu kannanir að verzlunin skilar sambærilegu verði til neyt- enda hér og á öðrum norðurlönd- um, en ljóst er að hún getur ekki búið öllu lengur við núverandi starfsskilyrði, enda er greinileg þróun í þá átt að heildverzlun leggist niður í ýmsum greinum og flytjist úr landi, og koma nú erlendir sölumenn i hópum til landsins. Aðalfundur F.Í.S. 1979 mótmælir vinnubrögðum verðlags- stjóra í skýrslu um innflutnings- verzlun og neitar alfarið fyrir sitt leyti þeim dylgjum um umboðs- launaskil sem fram koma í skýrsl- unni. Fundurinn leggur áherzlu á, að verzlun fái sambærileg starfsskil- yrði á við aðrar höfuðatvinnu- greinar íslands. Greiöslufrestur á aöflutningsgjöldum Aðalfundur F.I.S. 1979 skorar á fjármálaráðherra að leggja fram frumvarp til laga um tollheimtu og tolleftirlit í samræmi við niður- stöður nefndar um tollamál frá ágúst s.l. Fundurinn vekur athygli á þeirri staðreynd, að ef gjaldfrestur yrði veittur á tollum, þá yrði hægt að flytja vörur beint frá skipshlið til vöruhúsa innflytjenda og heild- sala. Við þetta skapast margvísleg hagræðing, svo sem vinnu- sparnaður, aðflutningsgjöld inn- heimtast í reynd fyrr og vörurýrn- un minnkar, sem þýðir í raun lægra vöruverð til neytenda. Auk þess yrði miklu álagi létt af vörugeymslum skipafélaganna og auknir möguleikar á notkun nýtízku flutningatækni. Lánsfjármál Aðalfundur F.Í.S. 1979 vekur athygli stjórnvalda og lánastofn- ana á hinum gífurlega rekstrar- fjárskorti verzlunarfyrirtækja. Heildverzlunin á því í verulegum erfiðleikum með fjármögnun eðli- legra vörukaupa, sem dregur úr viðskiptaþjónustu, neytendum til tjóns. Fundurinn telur að núverandi lánastefna bankakerfisins sé með öllu óviðkomandi fyrir verzlunina sérstaklega ef tekið er tillit til þess að aðrir atvinnuvegir en verzlunin njóta afurðalánafyrirgreiðslu utan við útlánasamkomulagið, auk þess sem hann leggur áherzlu á að einkaverzlunin og samvinnu- verzlunin sitji við sama borð hvað útlán varðar. Aðalfundur F.Í.S. 1979 skorar á yfirvöld að taka upp breytta stefnu i lánamálum þar sem mun meira tillit væri tekið til arðsemi en verið hefur, samhliða frjálsari lána- og peningamarkaði, en slíku hefur verið svo þröngur stakkur skorinn að engin framþróun hefur orðið á síðustu áratugum. Skattamál Aðalfundur F.Í.S. vill enn á ný ítreka fyrri ályktanir um nauðsyn þess að heimilað sé skattfrjálst endurmat vörubirgða við ákvörðun brúttóágóða. Slíkt endurmat vöru- birgðanna er grundvallaratriði ef fást á rétt mynd af afkomu fyrir- tækjanna, en nú eru þær tekjur sem þarf til að viðhalda sömu vörubirgðum skattlagðar að fullu. Afleiðing þessarar skattlagningar er sú að verzlunin neyðist til að draga úr birgðahald'' sínu eða flytja það á hendu erlendra seljenda varanna. Það er álit fundarins að skatt- lagning fyrirtækja skuli fara fram eftir sömu reglum, óháð því hvert rekstrarformið er. I þessu sambandi vill fundurinn benda á heimild samvinnufélaganna til greiðslu á 3/t hlutum ágóðans í stofnsjóð. Þessi heimild veldur því að samvinnufélögin njóta algjörr- ar sérstöðu við álagningu tekju- skatts. Þessi mismunun er ósann- gjörn og óviðunandi og þarf að hverfa. Aðalfundurinn mótmælir aftur- virkni skatta sem hann telur að samræmist ekki landslögum. Einnig því að ríkið taki til sín 65% af nýfjármagnsmyndun fyrir- tækjanna. Fundurinn mótmælir harðlega hækkun fasteignagjalda ásamt sérstökum álögum sem lagðar eru á verzlunarhúsnæði. Fundurinn mótmælir skertum fyrningarreglum. Fundurinn vill vekja athygli á hækkun aðstöðu- gjalda, en þau hækkuðu í Reykja- vík nýlega allt að 160% m.a. í matvöruheildverzlun, þar sem af- koman er einna verst og er aðstöðugjald orðið nærri fjórðungur álagningarinnar. Fundurinn vill beina því til yfirvalda að arður af hlutafé sé meðhöndlaður á sama hátt og vextir af sparifé. Gjaldeyrismál Aðalfundur F.Í.S. 1979 hvetur afdráttarlaust til þess að leyfð verði frjáls gjaldeyrisverzlun. Aðalfundur F.Í.S. 1979 hvetur félaga sína og alla aðra er við verzlun starfa að vinna áfram ötullega að hagsmunamálum verzlunarinnar og standa vörð um frjálsa verzlun, þjóðfélaginu til hagsbóta, minnugir orða Jóns Sigurðssonar: „Verzlun er undirrót til velmegunar lands og lýðs, þegar hún er frjáls.“ Til sölu Volvo FB 86 73 Hiab 550 krani, Robbsondrif Landvélasturtur, drifhásing meö nágírum. Góöur bíll. Verö 12,5 millj. Jóhannes Bendiktsson, sími 95-2193 og 95-2134. nordíHende LITASJONVORPIN mæla með sér sjálf serstök vildarkjör 35% út og restin á 6 mán V^BUOIN Skipholti 19, sími 2980! i l"f ALLEQRO Enginn bíll jafnast á við framhjóladrifinn Austin Allegro, ef miðað er við verðflokk — og jafnvel þótt litið sé á enn hærri verðflokka. Lítið á allan útbúnaðinn — og dæmið sjálf. Vélin: Fjögurrastrokka70HÖSAE. Hitastýrö vifta, sem á sjálfvirkan hátt stjórnarhitastigivélarinnar. Vinnsluhltastig næst mun fyrr. Þetta dregur úr vélarsliti og minnkar bensínnotkun. Geymslurými: Geymslurýmið er stórt teppalagt og vel lýst, þar á allur farangur fjölskyld- unnar að komast fyrir. Stærðin er 265 lítrar. _ Sportlegt útlit: Allegro hefur verið reyndur f sérstökum vind- göngum og loftmótstaðan er Iftil. Hér eru nokkur atriði, sem eru aukakostnaður f öðrum bíl- um, en innifalinn I Allegro: Metallic lakk, vlnylþak, litað gler f alla glugga, gúmmflistar á hliðarnar, svartir hliðarspeglar og sport-hjólkoppar. Og svo er auðvitað búnaður elns og bakk- Ijós, upphituö afturrúða, vindlaKveikjari, o.m.fl. Fjöðrun og hjólaupphengjur. Framhjóladrif og Hydragas- fjöðrun. Fjöðrunarbúnaðurinn þarf sáralítið viðhald. Engir höggdeyfar, sem þarf að skipta um. Hjólin á hvorri hlið eru að hluta tengd saman, en sú tækni eykurðryggi og þægindi. Tvö- falt hemlakerfi veitir öryggi — aflhemlar með diskahemlun að framan. Yfirbyggingin: Rúmgóð fyrir fimm farþega. Ofið sætaáklæði, stillanlegt bak á framsætum. Vönduð innréttlng og mælaborð. Teppi ágólfi. Stjórntæki: I Allegro er tann- stangarstýri, sem tryggir örugg- ari stjórn bílsins og næmari til- finningu fyrir veginum. Án þess að taka hendur af stýri er hægt að ná til Ijósarofa, rofa fyrir rúöuþurrkur, rúðusprauturog stefnuljós. P. STEFANSSON HF. SÍÐUMULA 33 — SÍMI83104 ■ 83105 * ■ . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.