Morgunblaðið - 25.03.1979, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.03.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 53 Stjórnvöld eru það megi hafa búin að komast að þeirri niðurstöðu að ýmislegt gagn af... gömlu kapítalistunum JAPAN Æskufólk sem er búið að glata lífs- viljanum Margir munu hafa þá hug- mynd um Japani, af sögum aftan úr öldum og úr heimstyrj- öldinni síðari t.d., að þeim þyki ekki tiltökumál þótt maður fremji sjálfsmorð. Er nokkuð til í þessu; Japönum a.m.k. í sumum stéttum, var lengi vel innrætt svo ströng sómakennd að þeir sáu oft engan útveg nema sjálfsmorð ef þeim var misboðið ákaflega. Sjálfsmorð eru enn mjög tíð í Japan miðað við það, sem gerist á Vesturlöndum. En orsakirnar eru nokkuð aðrar nú orðið. Mönnum leyfist orðið að lifa áfram þótt stolt þeirra háfi verið sært. Hins vegar farga sér nú æ fleiri vegna þess að þeir þola ekki streituna sem orðin er landlæg í Japan eftir að þar reis iðnveldi. Það er algengt að menn drepi sig af því þeir telja sig ekki geta framfleytt sér og sínum skamm- laust, eða vegna þess að þeir sjá fram á það að þeir muni ekki hljóta frama í starfi sem þeir telja sér bera. En þetta er fullorðið fólk. Hitt er óhugnanlegra hve sjálfs- morð hafa færst í vöxt meðal unglinga og barna. Er þetta svo algengt orðið að menn eru hættir að fylgjast með. Má nefna það til dæmis að fyrstu þrjár vikur þessa árs frömdu 19 börn og unglingar sjálfsmorð, þ.e. hér um bil einn á dag að jafnaði, og það sætti ekki tíðindum. Það var ekki fyrr en keyrði um þverbak dagana 20., 21. og 22. janúar og 12 unglingar drápu sig að menn hrukku við, málið var tekið upp í fjölmiðlum og spurt hvað ylli og hvert stefndi, þótt færra yrði um svör sem vonlegt er. Dagana sem þessi sjálfsmorðsalda reið yfir hengdi sig m.a. 11 ára gamall drengur af því að foreldrar hans neituðu honum um ný skíði, 13 ára telpa framdi sjálfsmorð ásamt elskhuga sínum, miðaldra manni, af því þeim ver meinað að eigast, 12 ára drengur hengdi sig af áhyggjum af heilsufari sínu, 14 ára drengur hengdi sig af.því hann var ein- manna, 16 ára stúlka kveikti í sér vegna þess að hún var orðin „hundleið á lífinu" og 18 ára stúlka hengdi sig af áhyggjum um nám sitt. Um daginn birtu lögregluyfir- völd í Japan niðurstöður athugun- ar sem fram fór um ein '450 sjálfsmorð barna og unglinga yngri en 19 ára, öll framin á fyrra helmingi síðasta árs. Kemur þar á daginn að langflestir frömdu sjáífsmorð af áhyggjum um skóla- nám sitt, hvorki fleiri né færri en 29%, en næstflestir af ástarsorg- um, þá veikindum og þá heimilis- böli ýmiss konar.... -MARK MURRAY PAKISTAN Bílalest hinna bannfærðu ZIA: Pakistönum stendur ógn af iögreglu hans Ali Bhutto fyrrum Pakistan- forseti var dæmdur til dauða fyrir alllöngu eins og kunnugt er úr fréttum. Það hefur verið mikið haft við vini hans og vandamenn síðan. Þeir hafa á eftir sér sífelld- an heiðursvörð hvert sem þeir fara. Ég kannast við fimm manns, alla tengda Bhutto með einhverj- um hætti, sem herforingjastjórnin leggur til opinberan félagsskap á sinn kostnað. Einn er tannlæknir Bhuttos, M.Z. Niasi að nafni; hann hefur á eftir sér einn herjeppa hvert sem hann leggur leið sína og er það reyndar lítið miðað við sómann sem hinum er sýndur. Victoria Schofield, vinkona Bena- zir dóttur Bhuttos hefur t.d. jafn- an á eftir sér tvo fólksbíla og eitt mótorhjól. Einn lögfræðingur Bhuttos, Abdul Hafeez Pirzada, fær svipaða fylgd í hvert sinn sem hann fer út úr húsi. Annar lög- fræðingur forsætisráðherrans fyrrverandi, D.M. Awan hafði til skamms tíma tvo bíla bg eitt mótorhjól til fylgdar en hefur sett ofan einhverra hluta vegna: nú fylgir honum bara einn bíll, en að vísu fjórir lögregluþjónar í honum. Yahya Bakhtiar, fyrrum dóms- málaráðherra Bhuttos og helzta lögmanni hans, var aðeins úthlut- að einum jeppa og mótorhjóli til fylgdar. En að vísu er meira haft við hann ef hann bregður sér úr bænum. Þá fylgir honum sveit manna í jeppa, bíl og á tveimur mótorhjólum. Það yrði fróðlegt að sjá ef þetta fólk kæmi allt saman, og hver maður í sínum bíl. Mundi þá fljótlega sneiðast um bílastæði úti fyrir þegar komnir væru að auki einir 10 fólksbílar, herjeppar og mótorhjól. Þetta eru sannast sagna undar- lega strangur vörður. Manni er spurn hvað þetta fólk gæti eigin- lega gert af sér. Tæplega kemur yfirvöldum til hugar að það fremji stórkostlega glæpi meðan hálf herlögreglan er á hælunum á því, og varla heldur þótt þess væri ekki gætt. Enda mun ætlunin fyrst og fremst að hvekkja það og hræða, flæma burt vini þess og þar fram eftir götunum. Það reyndi Victoria Holt á dögunum. Hún hafði að jafnaði haft einn bíl á eftir sér. Hún var farin að venjast eftirför- inni; hún var jafnvel farin að vingast við herlögregluþjónana sem eltu hana. Þeir komu henni einu sinni til aðstoðar er hún lenti í smá-umferðarslysi; og þyrftu þeir að skreppa í búðir eða þá langaði að bregða sér í bíó sagði hún þeim einfaldlega hvar hún yrði um það bil sem þeir kæmu aftur. Þá sagði hún þeim af ferð- um sínum og gerðum í millitíðinni svo að þeir gætu skilað yfirmönn- um sínum heillegri dagskýrslu, og því næst hélt eltingarleikurinn áfram. En fyrir nokkrum vikum var fjölgað í fylgdarliði Schofield og bættist við bíll og mótorhjól. Schofield leizt ekki á blikuna en vissi ekki hvað halda skyldi, hvort ætti kannski að fara að handtaka hana. Hún hafði búið hjá vini sínum; hann fór að ókyrrast og óttast að missa vinnuna, og að lokum þóttist hann tilneyddur að biðja Schofield að flytja. Um daginn var ég sjálfur á ferð í leigubíl í Karachi ásamt félögum mínum tveim, blaðamönnum báð- um. Við höfðum ekki ekið lengi þegar við tókum eftir því að okkur var veitt eftirför. Eltingarbíllinn var hvítur Oldsmobile og okkur rak minni til þess að hafa séð hann utan við hótelið okkar. Ekki gátum við ímyndað okkur hvers vegna við vorum eltir. Herlögin eru víðtæk, en það var óhugsandi að hægt væri að bera okkur nokkrum sökum sem svo mætti kalla. En leigubíl- stjórinn missti gersamlega stjórn á sér, þegar hann tók eftir Olds- mobilnum. Það kom á hann skelf- ingarsvipur og hann varð óðamála, og skildist það af tali hans að nú væri lögreglan búin að skrifa hjá sér bílnúmerið, það yrði bankað upp á heima hjá honum í kvöld, hann handtekinn, færður til yfir- heyrslu og gott ef ekki skotinn. Við könnuðumst við þetta, höfðum áður orðið þess varir að Pakistön- um stendur mikil ógn af lögreglu Zia hershöfðingja, sem nú er vitanlega einráður í Pakistan þrátt fyrir allt lýðræðishjal. Yfir- völdin hafa enn ekki lagt í það að, handtaka útlendinga, láta sér nægja að hvekkja þá, en hins vegar er búið að handtaka þúsund- ir innfæddra — og þeim er senni- lega ekki vönduð meðferðin. - PETER NIESEWAND Petta gerðist líke ...» Ótroðnar slóðir Svo segir í ársfjórðungsskýrslu lögreglunnar í Suður-Yorkshire að menn hennar hafi orðið vægast sagt undrandi þegar þeir sáu bíl koma akandi eftir grasgeiranum sem skiptir akreina fárinu á Ml-hraðbrautinni sem svo er nefnd, þar sem hún liggur um héraðið. Þó varð undrun þeirra jafnvel meiri þegar þeir stöðvuðu bílinn, því að gömlu konurnar tvær, sem þá urðu fyrir þeim, trúðu þeim ósköp vingjarnlega fyrir því að þær hefðu rótgróna vantrú á hrað-brautum og væru sannfærðar um að það væri langtum áhættuminna aö halda sig við grasið. Tvær umkvartanir höfðu þær samt fram að færa sem þær vonuðu að blessaðir piltarnir kæmu til réttra aðila. í fyrsta lagi fannst þeim grasið varla nógu slétt og því ógreiðfært yfirferðar. Og í öðru lagi fannst þeim það hálfgert basl þegar þverbrautir deildu grasgeiranum í tvennt og þær máttu fram af þeim partinum sem þær voru á oguppánæsta. Svelgur________________________________________________ Eftirlitsmaður við Ford-verksmiðjurnar í Halawood í Englandi, sem drakk að jafnaði tvær flöskur af viský á dag, reyndist hafa 1,220 milligrömm af vínanda í blóðinu þegar hann lést núna á dögunum. Áfengismagnið kom í ljós við krufningu og var hvorki meira né minna en fimmtán sinnum umfram það hámark sem iöglegt er við akstur í Bretlandi og helmingi meira en fyrra „heimsmetið" af þessu tagi. Maðurinn, sem var 56 ára gamall piparsveinn, missti skyndilega ráð og rænu þar sem hann var staddur á heimili sínu. Dánarorsök reyndist vera áfengiseitrun, og kemur það ekki á óvart. Nú vandast málið _________________________________ Nú hefur jafnréttisbarátta bandarískra kvenna dregið þann dilk á eftir sér sem raunar var við að búast en sem kynni samt kannski að fá þær til að klóra sér í kollinum, sumar hverjar að minnsta kosti. Það hafa til skamms tíma verið lög í Alabama og ellefu fylkjum öðrum að í skilnaðarmálum sé hægt að skylda eiginmanninn en ekki eiginkonuna til þess að greiða hinu lífeyri. Hæstiréttur í Washington hefur nú ógilt þessi lög á þeirri forsendu að með því þau mismuni kynjunum þá brjóti þau í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. — Það var William nokkur Orr sem höfðaði málið eftir að dómstóll í Alabama hafði skipað honum að snara tafarlaust út þeim 5.000 dollurum sem hann skuldaði þá eiginkonunni fyrrverandi. í dómsorðum hæstaréttar er talað um það sem úrelt sjónarmið að konan eigi skilyrðislaust að sitja heima og gæta bús og barna en maðurinn aftur á móti að annast framfærsluna. Og síðan slá hinir vísu dómarar því föstu að spurn- ingin um það hver eigi að greiða hverjum lífeyri hverju sinni hljóti að velta á þörfinni fremur en kynferðinu. | Sitt lítið af hverjuT Samkvæmt upplýsingum James Krugers, dómsmálaráðherra Suð- ur-Afríku, skaut lögreglan þar í landi 207 manneskjur til bana við „skyldustörf" sín á síðastliðnu ári og særði 514. Einungis tveir hinna vegnu voru hvítir... Breskir félagsráðgjafar, sem staðið hafa í löngu og ströngu verkfalli, eru komnir í hálfgerðan bobba, segir í grein í The Guardian. Allt virðist ganga svo prýðisvel án þeirra... Kynvillingar i Bretlandi eru með ráðagerðir á prjónunum um stofnun stjórnmálasam- taka. Þeir segja að nýleg athugun þeirra hafi leitt í ljós að í þeim kjördæmum þar sem þingmenn hafi nauman meirihluta geti það riðið baggamuninn hvort kynvilltir sjái ástæðu til að fylkja sér um þá í næstu kosningum... Borgaryfirvöld í Cleveland í Ohio, sem hafa þungar áhyggjur af vaxandi drykkjuskap lögreglumanna staðarins auk þess sem hjónabönd þeirra vilja fara í hundana, hafa hvatt þá til þess að hafa eiginkonuna með í bílnum annað slagið þegar þeir eru í eftirlitsferðum. Það er von borgarfeðranna að kvenfólkið verði skilningsríkara og umburðarlyndara þegar það sjái með eigin augum hverskonar vandamál menn þeirra þurfi að glíma við í lögreglustarfinu... Efnahagsbandalagið er búið að láta taka 300.000 tonn af epium „úr umferð" vegna óvenju ríkulegrar uppskeru og ótta við algjört verðhrun í kjölfar hennar. Ekki er talið ólíklegt að bandalagið muni á næstu mánuðum beita sér fyrir eyðileggingu hálfrar milljónar tonna af þessum ávexti — að minnsta kosti... Vestur-Þjóðverjar hafa klófest nær hundrað njósnara austantjaldsþjóða síðan austur-þýzki njósnarinn Gunter Guillaume, sem orðinn var hægri hönd Willy Brandts, þáverandi kanziara, var handtekinn árið 1974. Yfirgnæfandi meiri- hluti fyrrgreindra njósnara hefur reynst á snærum austur-þýzku öryggislög- reglunnar... Nú er meira að segja vax- myndasafn maddömu Tussauds í London búið að gera aúmingja íranskeisara (mynd) að hálfgerðri hornreku. Forráðamenn safnsins hafa látið fjarlægja hina boröa- lögðu vaxmynd keisarans af stórmenna- palli sínum og firað henni út undir vegg í salnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.