Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 PASKAMYNDIN í einu af kvikmyndahúsum borgarinn- ar veröur „Thank God it’s Friday" (Guöi sé lof, þaö er föstudagur), dans- og söngvamynd sem notiö hefur mikilla vinsælda víöa um lönd — einkum í Bandaríkjunum síöustu misserin. Er þetta ein af þeim kvikmyndum sem kynt hafa undir hinu mikla dansæöi sem herjar á mannabyggöir um þessar mundir ekki síöur en Travolta-myndirnar tvær „Saturday night fever" og „Grease". Söguþráöurinn ! „friday” getur ekki talist margbrotinn fremur en í öörum myndum í þessum dúr — áherslan er lögö á aöra hluti. í stuttu máli lýsir myndin föstudagskvöldi í einhverju skrautlegasta og fáránlegasta diskóteki í heimi. Þaö heitir réttilega The Zoo eöa Dýragarðurinn. Þangaö streymir fólk úr öllum starfs- stéttum umrætt föstudags- kvöld, skrautklætt í meira lagi, ýmist á skrautkerrum og tryllitækjum eöa bara gang- andi. Eitthvaö meira en lítið viöburöaríkt kvöld. Þær kynnast dansóðum leöur- töffara, Comez aö nafni, og reynist hann þeim vel — hippastelpan með bleikrauöa háriö og fjólubláu augnabrún- irnar gerir usla á staðnum meö furðulegu hátterni- „flippar” heitir þaö á fagmáli. Meira aö segja öskukallinn, sem reyndar er ungur maöur, mætir á staöinn eftir aö hafa leitaö til tölvuvæddrar hjúskaparmiðlunar. Þar fékk hann blátt spjald sem þýddi aö hann átti aö hitta blá- klædda stúlku á ákveðnum Diskó-drottningin Donna Summer kemur nokkuð við sögu. Dans- og söngvamyndin Thanks God it’sFriday sýnd bráðlega hér á landi stendur til og viö skulum huga aö gestunum. Ung hjón sem eiga fimm ára brúökaupsafmæli gera sér glaöan dag þetta kvöld, þótt ekki fari allt eins vel og á verður kosiö — skólastrákar stíga sín fyrstu dansspor og koma viö kvenmann í fyrsta sinn þótt tilburðirnir séu klaufalegir — tvær ungar sveitastelpur, nokkurs konar „tvær úr Tungunum” eiga Plötusnúðurinn stjórnar dansinum risaeðlueggi. staö í „Dýragaröinum“.Hann finnur stúlkuna eftir mikla leit en hún er þá hálfum metra hærri en hann — hæöinni gleymdi tölvan. Þetta líkar kalli illa og gerir hann sínar ráöstafanir. úr búri sínu, sem er eftirlíking af En þaö eru ekki bara skrautlegir gestir sem minna diskótekiö á alvöru dýragarö. Innréttingarnar gera þaö ekki síöur. Plötusnúöurinn hefur aösetur í eftirlíkingu af risa- eðlueggi sem risavaxnar King Kong-hendur halda á. Lyftu- vöröurinn í húsinu verður aö klæöast óþægilegum górillu- apabúningi viö starf sitt og til aö fullkomna allt saman svífa þjónarnir um staöinn í kööl- um meö drykki handa gestum klæddir Tarzan-skýlum einum fata. Þegar svo tónlistin dun- ar krydduð litfögrum Ijósum og eldglæringum og allur herskarinn stígur dans verður úr þessu hinn hressasti dans- leikur. Svertingjahljómsveitin Commodores leikur síöan, þegar heljarmikil danssýning fer fram og diskódrottningin Donna Summer syngur 1 eöa 2 lög viö góöar undirtektir. Öllu þessu er fléttað saman viö röö léttvægra atburða og smátt og smátt nær veislan í Dýragaröinum hámarki. Þá er hætt og „dýrin“ halda södd af gleöi og dansi út í húm næt- urinnar. Eins og áður er getið er söguþráöur myndarinnar ekki margbrotinn en sögusviöiö er svipaö og í Saturday night fever — kvöldstund meö glaöværu fólki, galsi, grín og síöast en ekki síst dans og aftur dans. /Etti þaö aö falla vel í kramið hjá dansunnend- um og þeim sem hafa fylgt Travolta hvert fótmál aö undanförnu. Má segja, aö nú færist fáriö yfir á föstudaga. T.H.A. Iðandi fjör í Dýragarðinum — svertingjahljómsveitin Commodores Dansóði leðurgæinn Comez sýnir listir sínar á bílþökum fyrir utan skemmtir. J)ýragarðinn“. Elton John — auðgaðist á poppinu en eyðir því í knatt- spyrnuna. „Fótbolta- popparinn ” Þennari prúðbúna herramann þekkja víst margir — kannski ekki svona kiæddan heldur skreyttan eins og jólatré fyrir framan aðdáendur sína syngj- andi og spilandi. Hann heitir Elton John og eyðir aurunum sínum til kaupa á knattspyrnu- mönnum. Síðustu ár hefur kappinn dregið sig að mestu í hlé frá erilsömu starfi stór- stjörnunnar og snúið sér af öllum kröftum að knattspyrnu- liði sínu Watford sem leikur í 3. deild á Englandi. Liðinu hefur gengið vel eftir að Elton kom til skjalanna og er það nú í efsta sæti deildarinnar og hefur tek- ið stefnuna á 1. deildina. Elton er greinilega margt til lista lagt, hvort sem hann situr við píanóið syngjandi eða við stjórnvölinn hjá Watford. „Hár- tískan fyrr og nú ” Árið 1965: Pabbinn viö soninn: Æ strákpjakkur láttu nú klippa þig — þaö sést ekki orðiö í eyrun á þér né framan í þig fyrir hári. Sonurinn: Pabbi, þaö eru allir strákarnir svona. Af hverju má ég ekki vera eins? Árid 1979: Sonurinn viö pabbann: Pabbi blessaöur láttu klippa þig. Háriö á þér er svo lummó svona. Pabbinn: Svona strákur, þaö verður hver aö hafa há(ið eins og hann vill. — Þvoö’ annars þessa árans fitu úr hárinu á þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.