Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Unglingur frá öðru landi — til þín! „Þaö er ótrúlegt hve sjóndeildarhringurinn víkkar, hvaö maður dýpkar skilning sinn á eigin umhverfi, um leiö og maður kynnist einstaklingi af annarri menningu." Fjölskyldufaðir, sem tók skiptinema. AFS hefur yfir 20 ára reynslu í nemendaskiptum milli íslands og annarra landa. Hefur Þú áhuga á aö taka skiptinema? á íslandi Hverfisgötu 39 P.O. Box 753 121 Reykjavík Sími: 91-25450 Opið alla virka daga 15—18 -Bláberjaterta og opinberar aftökur komið þar áður. Þegar bíllinn rann inn í þorpið sáu þorpsbúar þegar hvers kyns var, að þetta var verkfæri djöfulsins, kveiktu í honum og brenndu hann. Óttast um gamlar hefðir Það veldur mörgum Saudi-Ar- öbum áhyggjum, að stundum virðist sem þeim berist meira gott en illt frá Vesturlöndum. Þeir óttast um innlenda menn- ingu, vita ekki hvernig henni muni reiða af þegar búið verður Lánið semhanka- .stnorarair raöaenguum Það er IB-lán. - Þú ræður upphæðinni og hvenær hún er til reiðu. Vantar þig 450 þúsund eftir þrjá mánuði? Eða 917 þúsund eftir hálft ár? Meira - minna? Gerðu upp hug þinn og líttu við hjá okkur. Dærmum vaLkösti sem mHdö emnotaölr. En]Deir em maigfelt fleiii. SPARNAÐAR- TÍMABIL MÁNAÐARLEG INNBORGUN SPARNAÐUR í LOKTÍMAB. BANKINN LÁNAR ÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGR. ENDURGR. TÍMABIL 3 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 3 man. 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 30.000 180.000 180.000 367.175 32.197 6 50.000 300.000 300.000 612.125 53.662 man. 75.000 450.000 450.000 917.938 80.493 man. BanMþeiim sem hyggja aó fiamtíóiimi Iðnaðarbankinn AÓalbanM og útíbú að innleiða vestræna tækni og útlendingar á hverju strái. Það er ekki aðeins að heiðingjum, þ.e. útlendingum, fjölgi sífellt í landinu heldur eru ungir náms- menn stöðugt að snúa heim og færa með sér alls kyns framandi hugmyndir og hætti. Það er ekki að vita hve lengi enn stjórnvöld- unum helzt uppi að neyða konur til þess að hylja andlit sitt á almannafæri, banna þeim yfir- leitt að taka þátt í þjóðlífinu og halda þeim heima við húsverkin. Og varla verða leikhús, dans- staðir og kvikmyndahús bönnuð enn til lengdar þegar upplýsing og kynni af erlendum háttum aukast. Nú eru um það bil 800.000 útlendingar starfandi í Saudi-Arabíu. Bretar og Banda- ríkjamenn eru í miklum minni- hluta meðal útlendinganna, þetta eru mestan part Pale- stínumenn, Indverjar, Egyptar, Filipseyingar, Yemenar og Pak- istanar. Yemenarnir og Pakist- anarnir eru flestir í verka- mannavinnu en hinir í ýmiss konar tæknistörfum og stjórn- unar, nema hvað Indverjar fást einkum við veitingasölu og hót- elrekstur eins og annars staðar í ríkjunum þarna. Bretar og Bandaríkjamenn sitja vitanlega að flestum þeim störfum sem mesta tnenntun þarf í. Aramco réð til skamms tíma einkum Bandaríkjamenn eins og skiljanlegt er, en upp á síðkastið er það farið að sækjast eftir Bretum, — þeir gera ekki jafnmiklar kaupkröfur. Eru nú u.þ.b. 3500 Bandaríkjamenn hjá Aramco en rúmlega 2000 Bretar. Hefur yfirbragðið í nýlendum útlendinga náttúrulega breytzt við þetta og t.a.m. sér maður nú oft leikið squash eða rugby á íþróttavöllunum. I Dharan búa einir 500 Bretar, í A1 Ghobar þar skammt frá er önnur Breta- byggð en sumir búa í hreinsi- stöðinni. Bretar hálfgerðar hornrekur Einn kunningi minn, Michael Charley, bókari frá Glouchest- ershire, skal tekinn hér til dæm- is um Bretana í Saudi-Arabíu. Hann vinnur í áætlana- og samningadeild Aramco og býr einn í dálitlum kofa í nýlend- unni í Dahran. Hann fékk kof- ann eftir sjö mánuði; þar áður var hann í herbergi með vinnu- félaga sínum einum. Það verða margir að láta sér lynda. Mich- ael segist hafa átt erfitt með að venjast „heimavistarlífi" á ný, eins og hann komst að orði, og varð feginn þegar honum var úthlutað kofa. En Bretarnir hjá Aramco búa yfirleitt við lakari kjör í öllum greinum en Banda- ríkjamennirnir. Michael hefur mun minni tekjur en starfs- bræður hans bandarískir, en hann lætur það sér lynda á þeirri forsendu að enginn hafi beðið hann að koma, hann hafi viljað þetta sjálfur, og svo hefur hann þó mun meiri tekjur þarna en hann hafði heima í Bretlandi. Hann skildi konuna og börnin eftir heima og sendir kaupið mestallt heim. Hann er þarna til þess að safna fé, enda eyðir hann engu í sjálfan sig: hann reykir og drekkur lítið sem ekkert, hann hefur ekki sjón- varp og jafnvel ekki útvarp, og þá vitanlega ekki bíl. Kaupir ekkert nema nauðsynjar, af- gangurinn fer heim og rennur í búskapinn. Þau hjónin keypti 40 ekra bújörð og þess vegna er Michael þarna niður kominn, að þetta var fljótlegasta leiðin til þess að borga jörðina. Að því búnu snýr hann trúlega heim aftur. En þangað til hefur hann um þetta takmark að hugsa og er þar öllu betur settur en þeir sem fyrr var getið og orðnir eru aðframkomnir af leiðindum þeg- ar langt er liðið frá síðustu opinberri aftöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.