Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 40
AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 314 72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Hlutafjárboð Nýtækni á Islandi Stofnun Skipafélagsins Bifrastar hf. fyrir tveim árum markaöi tímamút í sögu íslenskra farmflutninga. Tilgangur og markmið félagsins frá upphafi var að efla samkeppni á sviði samgangna, sem er í raun líftrygging frjálsrar verslunar í landinu. í því skyni var m.a. innleidd ný tækni í farmflutningum sem íslendingum hafði ekki staðið til boða áður, svonefnt RO/RO (Roll on/Roll off.) Augljós árangur Þessi nýja flutningatækni leiddi til stóraukinnar hagkvœmni og bættrar vörumeð- ferðar sem sýndi sig best í pví að þar sem Bifröst hf. hefur fengið að spreyta sig hafa farmgjöld lækkað um 25%, en hækkað á öðrum siglingaleiðum um allt að 25%. Lækkun á farmgjö Idum kemur síðarfram í lækkuðu vöruverði, neytendum til góða. Aukin umsvif og viðgangur Bifrastar hf. er því hagsmunamál neytenda jafnt sem farmflytjenda. Cóð aðstaða í landi Sú hafnaraðstaða sem Bifröst hf. er búin í Hafnarfirði er glæsileg og býður uppá nær ótæmandi vaxtar- og athafnamöguleika. Þar rekur fyrirtækið sína eigin vöru- afgreiðslu sem staðsett er nánast við skipshlið. Það auðveldar að sjálfsögðu alla afgreiðshi og bætir þjónustuna til muna. Gagnvart landsbyggðinni stendur Bifröst hf. einnig vel að vígi. Bifröst hf. skilar vörunni á allar þær hafnir sem Skipaútgerð Ríkisins og Hafskip sigla á umhverfis landið, án aukakostnaðar. Framundan er Evrópa Framundan bíða mörg verkefni.í ráði erað kaupa nýtt skip og stefna því á Evrópuhafnir. Á þeirri leið opnast því auknir möguleikar á hagkvæmari vöruflutningum en til þessa. Stöðugt verður og leitast við að fylgjast með og kynna nýjungar á þessu sviði sem gætu komið viðskiptavinum jafnt sem hinum almenna neytenda til góða á einn eða annan hátt. Margt er sannarlega ógert ennþá. ..á hjólum yfir hafið.i SKffiAFEIAGID BJFRÖST HF Bréf í framtíð Með hliðsjón afglæstum framtíðarhorfum félagsins og áætluðum skipakaupum hefur verið ákveðið að cuika hlutafé félagsins. Með kaupum á hlutabréfi íBifröst hf. gerist þú ekki aðeins þátttakandi í uppbyggingu félags með framtíð, heldur leggurþú þinn skerf til frjálsrar og heilbrigðrar samkeppni á því sviði sem reynslan hefur kennt okkur að hennar er mjög þörf. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Bifrastar hf. Klapparstíg 29. Símar 29066 og 29073.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.