Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Ayatollah Ezzedin Hosseini, leiðtogi íranskra Kúrda, er hann útskýrði byltingarmáistaðinn nýlega. Að baki honum standa vopnaðir verðir. (AP-mynd) Kúrdar reiknuðu dæm- ið rétt er þeir gengu í lið með Khomeini I>AÐ ERU fleiri máttugir ayatoll- ar í íran en Khomeini. í norð- vesturhluta landsins er Ayatollah Ezzedin Hosseini. leið- togi tveggja milljóna Kúrda í andlegum og tímanlegum efnum. Áhangendur hans bdrðust við hlið byltingarliða Khomeinis gegn keisaranum á dögunum, en ekki hafði fyrr tekizt að bola honum frá völdum en Hosseini lýsti því yfir, að af hálfu Kúrda væri byltingin ekki afstaðin. Öðru nær — hún væri rétt að hefjast. Kúrdar hefðu ekki barist við hlið stuðningsmanna Khomeinis af neinum heilögum hvötum, heldur hefðu þeir talið timabundinn stuðning við and- stæðinga keisarans óhjákvæmi- legan lið í frelsisbaráttu sinni og í Kúrdahéruðum írans lyki bylt- ingunni ekki fyrr en þjóðflokkur- inn hefði öðlazt sjálfsstjórn. Nú hefur komið f ljós að þessi hern- aðaráætlun var vænleg til árang- urs því að eftir margra vikna erjur og bardaga í Kúrdahéruð- unum hefur stjórn Bazargans f íran samþykkt að veita Kúrdum veruleg sjálfsstjórnarréttindi og má búast við því að þau verði enn aukin er frá Ifður. Kúrdar eru þjóð, sem stendur á aldagömlum merg. Þeir eru um flesta frábrugðnir Persum, eða því samsafni þjóðflokka, sem mælir á persnesku, en hinir síðarnefhdu kunna til dæmis bezt við sig svartklæddir og eru yfirleitt þungbúnir og tortryggnir í garð útlendinga. Kúrdar eru hins vegar glaðvært fólk, skrautgjarnt og gestrisið, enda þótt þeir séu her- skáir og til þjóðhátta heyri að bera jafnan vopn. Meðal Kúrda er afar fátítt að konur gangi sveipað- ar þannig að hvergi grilli í beran blett nema augu og hendur. Kúrdar teljast til Sunni-greinar múhameðstrúarmanna, en ekki Shiite, eins og flestir íbúar írans. Sama er að segja um Kúrda í öðrum löndum, en átthagar þess- arar þjóðar eru í fjallahéruðum íraks, Irans, Tyrklands, Sovétríkj- anna og Sýrlands. I flestum þess- ara landa hafa Kúrdar goldið þess að vera minnihlutahópur, meðal annars á þann hátt að þeim er bannað að kenna sína eigin tungu í skólum. Ayatollah Hosseini er 57 ára að aldri. Hann er sjálfmenntaður og tekur ekki laun hjá stuðnings- mönnum sínum, eins og Ayatollah Khomeini gerir, heldur elur hann önn fyrir konu sinni og sjö börn- um með því að kenna arabísku í múlla-skóla, en múllarnir eru lægst settu kennimenn múhameðstrúarmanna, og prédika og þjóna líkt og sóknar- prestar á Vesturlöndum. Styrkur Hosseinis er fyrst og fremst í því fólginn að hann er laginn við að fá hópa með ólíkar pólitískar skoð- anir til að vinna saman, en póli- tískur ágreiningur er áberandi í röðum Kúrda. Mest ber á vinstri- sinnum og marxistum, en skæru- liðahreyfingar láta jafnframt mjög til sín taka. Segja má að Kúrdar skiptist í fjóra meginflokka eftir stjórn- málaskoðunum. Þrír þessara flokka hafa sósíalisma og marxisma að leiðarljósi, en uppi- staða hins fjórða, sem á sér flesta fylgismenn, er hreyfing Mustafa Barzaniz, sem stundaði til skamms tíma skæruhernað í Irak. Barzaniz naut fram til ársins 1975 stuðnings Iranskeisara og Banda- ríkjastjórnar, en það ár samdi keisarinn við stjórn Iraks um að loka landamærunum fyrir skæru- liðunum. Ayatollah Hosseini er ekki marxisti. Hann hefur raunar lýst því yfir, að sem einlægur múhameðstrúarmaður geti hann ekki viðurkennt kommúnisma, en hins vegar sé ekkert því til fyrir- stöðu að vinna með kommúnistum að sameiginlegu markmiði, sem sé sjálfstæði Kúrda. Endanlegt tak- mark þjóðarinnar hefur löngum verið sameining og sjálfstæði gjörvalls Kúrdistans, en Hosseini er raunsæjari en svo að hann ætli sér að koma því í verk að stofna slíkt ríki. „Auðvitað er það glæpsamlegt athæfi að átta milljón manna þjóð, sem byggir sama landsvæði, á sér sameiginlega menningu og sögu og talar sama mál, skuli hafa verið neydd til að tvístrast til fimm ríkja og búa alls staðar við kúgun sem minnihlutahópur„, segir Hosseini. Hins vegar vitum við að við fáum aldrei okkar eigið land. Lítum á Kúrda í írak. Eftir bardaga í öll þessi ár hafa þeir engu fengið framgengt. Við verð- um að einbeita okkur að því að öðlast sjálfsstjórn hér, en sjálf- stæða kúrdíska þjóð getum við ekki svo mikið sem leyft okkur að hugsa um.“ Málningarvinna Tilboö óskast í aö mála þak og glugga aö utan á húsaeign vorri Aöalstræti 6 og 6 B. Tilboðin skulu vera í tvennu lagi, efni sér og vinna og áhaldaleiga sér. Vinsamlega hafið samband viö Guömund Blöndal, sem gefur nánari upplýsingar. Húseignin, Aðalstræti 6 og 6 b. G&LFHF m GOLFHF KÁRSNESBRAUT 32, KÓPAVOGI. SÍMAR: 40460 OG 76220. Hefur skapast vandræðaástand á vinnustað út af gólfum? Gólf hf. hefur sérhæft sig í lögn fúgulausra epoxybundinna DEKA-gólfa. Gólf hf. tekur einnig að sér viðgerð gólfa, sem dæmd hafa verið ónothæf af heilbrigðisástæðum. Veitum allar frekari upplýsingar. - Gerum föst tilboð. „reynsla, þekking, þjálfun." - ÖRUGGT ATHAFNASVÆOI A GÓLFLÖGN FRÁ GÓLFHF KARSNESBRAUT 32. KÖPAVOGI SIMAR 40460 OG 76220 við höf um ýmislegt á VISSIR ÞU AÐ UOPINN FÆST í 36 MISMUNANDI LITUM? EINNIG BJÓÐUM VIÐ MIKINN FJÖLDA PRJÓNA- UPPSKRIFTA ÞÚ /ETTIR AÐ LÍTA INN OG KYNNA ÞÉR ÞETTA SKEMMTILEGA URVAL Á ^llafossbúöin VESTURGÖTU 2 - SÍM113404 ib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.