Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 67 Á NÆSTUNNl Kvikmyndafréttir Fyrir nokkrum dögum síöan var frumsýnd í Bandaríkjunum kvik- myndagerö söngleiks- ins Hair. „Háriö“ fór sem eidur í sinu um hinn vestræna heim á árunum kringum 1970, var trúarbrögö ung- menna þess tíma og skildi eftir sig margvís- leg spor meöal samtíð- arinnar. Hérlendis gafst okkur tækifæri til aö sjá söngleikinn í áhrifamik- illi uppsetningu Brynju Benediktsdóttur. Og sýningarstaöurinn var enginn annar en hinn nú goösagnakenndi Glaumbær, sem æsku- lýöur núdagsins öfund- ar okkur talsvert af, enda ekki aö ástæöu- lausu. En hvað sem því liö- ur, þá Ijúka gagnrýn- endur upp einum munni um ágæti kvikmynda- geröarinnar, telja aö hér sé um meiri háttar mynd aö ræöa. Útsetj- arar, dansameistari og einkum leikstjóri mynd- arinnar, Milos Forman, allir eru þeir lofaðir upp í hástert. Og aösóknin lætur ekki á sér standa. Þaö skyldi nú aldrei veröa aö hártíska ung- menna eigi eftir að taka umtalsveröum breyt- ingum á næstu misser- um? Nýjasta mynd leik- stjórans Martin Ritt, Norma Rae, hefur einn- ig hlotiö einróma lof gagnrýnenda. Hún fjall- ar um unga og ómennt- aöa almúgastúlku í smábæ í Suðurríkjun- um. Hún veröur for- svarsmaöur þeirra sem beita sér fyrir bættum launum og vinnuaö- stööu í verksmiöjunni sem heldur lífinu í þorpsbúum. Hættir öllu fyrir málefniö. Sjónvarpsstjarnan Sally Field, (The Flying Nun), hér sjálfsagt þekktust sem vinkona Burt Reynolds í Smokey And The Bandit, sýnir hér stór- kostlegan leik, hliö af- buröaleikkonu, sem engan grunaöi aö blundaöi í „nunnu háloftanna". Líkt og aö venju er ekki mikilla frétta aö vænta af nýjustu mynd meistara Kubrick, The Shining. Þaö er helst aö myndatöku er svo gott sem lokiö og frum- sýningin veröur hugs- anlega í jólamánuöin- um. Fyrir þá sem ekkert þekkja til efnisins, skal þaö upplýst aö The Shining er ein svæsn- asta draugasaga sem birst hefur um langa tíö, bókin kom út í hitteö- fyrra. Fjallar um alkó- hólista sem gerir loka- tilraun til þess að halda fjölskyldunni saman meö því aö taka aö sér vetrarvörzlu á af- skekktu lúxushóteli hátt upp í Klettafjöllunum. Á það að baki æriö skuggalega sögu. Þar fara fljótlega að gerast hinir voveiflegustu hlut- ir, og litli, fimm ára gamli drengurinn hús- varöarhjónanna er skyggn... Þaö er órétt- látt aö rekja efnið lengra, en bókin, e. Stephen King (Carrie, Salem's Lot, The Standing), hefur feng- ist í bókaverslunum hérlendis alllengi. Meö aöalhlutverkin í myndinni fara engir aukvisar, eöa Jack Nicholson, Shelley Duvall, Scatman Croth- ers, (þeldökki húsvörö- urinn í One Flew Over The Cuckoo’s Nest), og ungi sveinninn lék í Close Encounters... Hér gæti hæglega veriö í uppsiglingu mesta hryllingsmynd sögunnar. HAI R HAIR thefilm HAlR sun Hinn gamalkunni skapKorðarleikari James Cajrney í myndinni Einn. tveir. þrír. Um kvikmynda- sýningar vikunnarl Endursýningar settu svip sinn á starfsemi kvikmyndahúsanna í vikunni sem leið. Stjörnubíó hélt nafni þeirra hjónakornanna (fyrrverandi), Burton og Taylor, á loft meö því aö dusta rykið af The Taming Of The Shrew. Þaö var vel til fundið, þar sem um er aö ræöa langbestu myndina sem þau léku í saman. Engu var líkara en aö ólán elti allar þær myndir sem þau unnu aö saman, aö Who’s Afraid Of Wirginia Woolf, undanskilinni, því ágæta verki. Aðrar myndir meö þeim hjón- um, Boom, Hammer- smith Is Out, The Vip’s, The Comedians, Dr. Faustus, o.s.frv. all- ar eru þær best gleymdar. Nú, Tónabíó lét ekki sitt eftir liggja, heldur dró fram nýtt eintak af One, Two, Three, þeirri smeilnu kaldastríös- satíru, sem kætti hug okkar fyrir einum fimmtán árum síöan. Hér fer snillingurinn James Cagney meö hlutverk forstjóra Kók í Vestur-Þýskalandi, og yfirleikur svo frábær- lega aö unun er á aö horfa. Hversu vel eöa illa „Einn, tveir, prír“ hefur svo elst, skal ósagt látiö, þar sem aö undirritaöur hefur ekki enn haft tækifæri til aö sjá myndina á nýjan leik. En hvaö sem ööru líður, þá heyri ég ekki enn svo lagið „Itchy, Bitchy, Teeny, Weeny, Yellow Polka Don’t Bikini...“, aö eitt af fyndnari kvikmyndaat- riöum æskuáranna komi ekki upp í hugann. Laugarásbíó tók þátt í endursýningar- prógramminu, og þar varö Smokey And The Bandit fyrir valinu. En þegar þessar linur eru skrifaðar er einmitt ver- iö aö frumsýna þar myndina „Sigur í ósigri“. Hér er á ferö- inni hálfgremjulegt fyr- irbrigði, bandaríska sjónvarpsmynd, sem til útflutnings er framleidd sem fullgild kvikmynda- húsafilma. „Sigur í ósigri“ eöa Dark Victory er gerö eftir allþekktri Warner-grát- mynd, samnefndri. Sú upphaflega var gerö ár- iö 1939 og státaöi af allmörgum Warn- er-stjörnum, eins og Bette Davis, Bogart, George Brent, og ná- unga sem nú er öllu kunnari fyrir vafstur sitt á stjórnmálasviðinu, Ronald Reagan. 1976-útgáfan er meö Anthony Hopkins og einkum Elizabeth Mont- gomery, í fylkingar- brjósti. Sú síðarnefnda er sjónvarpsstjarna, en meö þessari mynd vildi hún brjóta af sér þá ímynd sem hún haföi áskapað sér eftir ára- langan leik í sjónvarps- þáttunum bandarísku „Bewitched". Og aumingja Peter Fonda er enn og aftur kominn með „Djöfulinn á hælana", í Nýja Bíó. Vikan hefur því veriö næsta tíðindalítil. Reyndar var önnur frumsýning í dag (22. mars), í Austurbæjar- bíói, sem er aö hefja sýningar á nýlegri bandarískri mynd um þann mann sem hvaö víðfrægastur hefur orö- iö áö endemum um heimsbyggð alla — og er þó af ófáum að taka — „ofurhugann" Evel Knievel. Hér fær publik- um sem sagt nasaþef- inn af fífldirfsku manns- ins, reifaðan í drama. Fastir liöir eins og venjulega í Háskólabíói. STJÖRNUBÍÓ: Hér verður tekin til sýningar innan tíðar eldhress discómynd, a la Saturday Night Fever, sem nefnist Thank God It’s Friday. Mér er tjáð að þetta sé hin líflegasta mynd, enda státar hún af discódrottningu veraldar, Donnu Summers. En auk hennar heyrast og koma fram fjölmörg þekkt nöfn úr heimi discótónlistarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.