Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 45 ein bjartasta von a Bandaríkjanna Sjálisagt hafa fáir átt von á að fyrsta plata hljómsveitar- innar Toto hlyti jafn góðar undirtektir og síðar kom á daginn. Allt frá því að platan kom á markaðinn í nóvember hefur hún siglt hægum byr upp vinsældalista víðs vegar um heim og eitt laga hennar, „Iiold the Line“ hefur gert það mjög gott í Bandaríkjunum og víðar. Nú er Toto talin ein bjartasta vonin í Bandaríkjunum og víst er að ekkert er því til fyrirstöðu að hljómsveitin skipi sér á bekk með öðrum stjörnum Bandaríkj- anna. Toto er skipuð þeim David Paich, Steve og Jeff Porcaro, Steve Lukather, Bobby Kimbalí og David Hungate, og hér á eftir er ætlunin að fjaila lítillega um þá. Feður þeirra David Paich og Jeff Porcaro voru vel kunnir í Hollywood hér áður fyrr og unnu þeir meðal annars saman við sjónvarpsþátt með Glen Campell. Þá fengu þeir þá flugu í höfuðið að úr því að þeir væru góðir kunningjar, ættu ekkert að vera því til fyrirstöðu að synir þeirra gætu bundizt vin- áttuböndum. Þetta var fyrir tíu árum og enn í dag eru þeir David Paich og Jeff Porcaro góðir vinir. Yngri bróðir Jeffs, Steve og Steve Lukather voru þá saman í skóla og sem góðum skólabræðrum sæmir hittust þeir oft utan skólatímans og léku saman nokkur lög. Einnig var bassaleikarinn David Hun- gate oft með þeim. Síðar er fimmmenningarnir komust til vits og ára, fóru þeir að verða vinsælir undirleikarar í stúdíó- um, svokallaðir rtsession-menn“. Því kynntust þeir vel og upp úr þessum kunningsskap varð hljómsveitin Toto til, þótt svo aðalhvatamenn að stofnun hljómsveitarinnar væru þeir Paich og Jeff Porcaro. David Paich er í dag einn eftirsóttasti útsetjari í Banda- ríkjunum og hefur meðal annars útsett nýjustu plötu Doobie Brothers. En hann er einnig góður lagasmiður og samdi t.d. „Silk Degrees" ásamt Boz Scaggs. Paich hefur einnig sam- ið hið vinsæla lag Toto „Hold the Line“ og reyndar hefur hann samið flest lögin á plötunni. Þótt svo Jeff Porcaro sé að- eins 24 ára gamall hefur hann þegar getið sér gott orð fyrir trommuleik sinn. Hann hefur m.a. leikið með Steely Dan og er að finna á plötu þeirra Katy Lied. David Hungate, er ættaður frá Texas en kom til Los Angeles í leit að fé og frama. Hann er vel þekktur „session-leikari" og hefur að- stoðað Barböru Streisand. Leo Sayer og Pointer Sisters. Steve Porcaro var í eina tíð undirleikari hjá Boz Scaggs en hefur einnig komið fram með Gary Wright og Leo Sayer. Sama má reyndar segja um hinn Steve, hann lék með Scaggs og hefur auk þess leikið á plötum hjá Hall og Oates og Alice gamla Cooper. Þá eru hinir fimm upptaldir og eftir er aðeins einn, söngvar- inn Bobby Kimball, en hann kynntist þeim David og Jeff dag einn er hann var að rangla um upptökusali eins stúdíósins í Los Angeles. Kimball er frá Louisi- ana og hefur sungið með fjölda- mörgum hljómsveitum frá þeim landshluta. Síðan þá hefur margt breytzt og i dag er hann aðalsöngvari Toto. Dimball söng inn á eina plötu hjá Alice Cooper og er nú mjög eftirsóttur söngvari. Svo vikið sé að plötu þeirra félaga þá er hún fyrst og fremst rokk-plata, og meira að segja býsna góð sem slík. Lögin eru eins og verða vill misjöfn að gæðum, en ekkert þeirra væri með góðu móti hægt að kalla lélegt, en mörg aftur á móti góð. Af þeim tíu lögum, sem á plöt- unni eru, eru átta eftir David Paich, en hin eru eftir þá Bobby Kimball og Steve Porcaro. Með það S huga að þetta er fyrsta plata Totq, mætti enda- laust hrósa henni. Eitt er það þó, sem Toto verður ekki hrósað fyrir og það eru textar. í sjálfu sér er það ekkert nýtt að textar séu lélegir eða slæmir. En öllu má nú ofgera og íslenzkar hljómsveitir myndu jafnvel skammast sín fyrir suma texta Toto. Annað atriði er ekki síður mikilvægt og það er, hvernig leirburður yrði það ef lélegustu ensku textarnir yrðu þýddir á íslenzku? En sem sagt takist Toto að semja betri texta og innihaldsmeiri er fullvíst að þeir mun ekkert bíða annað en frægð og meiri frægð. Um hæfni þeirra og getu efast enginn. Toto, tallð frá vinstri: Steve Lukather, gítarleikari, David Paich, hijómborðsleikari, Jeff Porcaro, trommuleikari, Steve Porcaro, hljómborðsleikari, Bobby Kimbail, söngvari og David Hungate, bassaieikari. „McGuinn Clark & Hillman“ (Capitol/Fálkinn) 1979 Flytjendur: Roger McGuinn: Gítarar og söngur, Geene Clark: Söngur, gítaar og munn- harpa. Chris Hilllman: Basssagítar og söngur. Greg Thomas: Trommur. George Terry: Gítar og píanó. Joe Lala: Slag- verk. Paul Harris: Hljóm- borð. Upptökustjórn: Ron Albert & Howard Albert. McGuinn Clark & Hillman þarf líklega að kynna lítilshátt- ar fyrir yngri lesendum og til að hressa minni þeirra eldri. Allir eiga þeir Roger McGuinn, Gene Clark og Chris Hillman það sameiginlegt að hafa verið upphafsmenn að bandarísku hljómsveitinni Byrds sem var fyrsta þjóðlagarokk-hljómsveit- in. Clark hætti fyrstur og fór að gefa út sólóplötur og hefur hingað til gert það ágætt á litlum tryggum markaði. Chris Hillman hætti til að stofna Flying Burrito Brothers ásamt Gram Parsons. Hillman gekk síðan í Manassas með Steve Stills, síðan stofnaði hann ásamt fleirum Souther Hillman Furey Band, og eftir það Chris Hillman Band. Roger Mc Guinn hélt Byrds út lengst en lagði hljómsveitina niður eftir rtendurfunda“-plötuna „The Byrds". McGuinn hefur síðan haft sínar eigin hljómsveitir, leikið með Bob Dylan og fleirum. Það má segja að grundvöllur- inn fyrir endurreisn gamalla frægra hljómsveita byggist upp á örvæntingu þegar menn átta sig eftir ákveðinn aðlögunar- tíma að þeir hefðu betur átt að halda áfram í gömlu hljóm- sveitunum fjárhagsins (kannski aðallega) og stemmningarinnar vegna. Líklega er það líka ástæðan í þetta sinn, en samt hafa við- Vinsœldalistar London 1. ( 1) I will survive ............Gloria Gaynor 2. ( 2) Lucky number ................ Lene Lovich 3. ( 7) I Want your love ...................Ghic 4. ( 6) Something else..... Sid Vicious/Six Pistols 5. ( 5) Can you feel force ........... Real Thing 6. ( 3) Oliver’s army.............. Elvis Costello ..........and the Atractions 7. ( 9) Keep on dancing ............ Gary’s Gang 8. ( 4) Tragedy — Bee Gees 9. (14) Waiting for an alibi .........Thin Lizzy 10. (11) Into the valley................... Skids New York 8. ( 4) 2. ( 2) 3. ( 6) 4. ( 3) 5. ( 5) 6. ( 4) 7. ( 8) 8. ( 7) 9. (12) 10. (11) Tragedy ........................Bee Gees Da Ya Think I’m sexy ........ Rod Stewart What a fool believes ..... Doobie Brothers I will survive ............Gloria Gaynor Shake your groove thing.................. ........................Peaches and Herb Heaven knows ...............Donna Summer ......með Brooklyn Deams Sultans of swing............. Dire Straits Fire.......................Pointer Sisters Every time I think of you...... The Babys What you won’t do for love............... ............................Babby Caldwell „Björgvin og kariakórínn“ Eitt af þeim dægurlögum sem oftast heyrast í óskalagaþáttum útvarpsins þessa dagana er „Ég fann þig“ með Björgvini Halldórs- syni. Pilturinn sá er reyndar ekki óvanur vinsældum en hins vegar gerist það ekki á hverjum degi að þekktur karlakór — Karlakór Reykjavíkur í þessu tilviki eigi hlut að máli á þessum vettvangi. Síðastliðið haust þegar Björgvin vann að gerð plötu sinnar bað hann Karlakórinn að syngja með sér í einu laganna. Nokkrir hressir félagar úr kórnum brugðu skjótt við, skunduðu suður í Hljóðrita og útkoman virðist hafa fallið í góðan jarðveg. Þessir sömu félagar lögðu Björgvin einnig lið þegar Sjón- varpið gerði þátt með honum nú fyrir stuttu. Það má því segja að þarna taki ólíkir kraftar höndum saman og Karlakórsmenn hafa reynst hinir liðtækustu í dægur- lagabransanum eins og reyndar má búast við af fjölhæfum söng- mönnum. komandi dottið niður á góða og áheyrilega plötu. En Byrds voru líka misjafn- lega vinsælir á ferli sínum og svo voru gæði tónlistarinnar líka. Byrds voru líka brautryðj- endur. Þeir ruddu braut fyrir öllum folk-rokk hljómsveitum, þeir ruddu braut fyrir country-rokki, þar á meðal Eagles. Astæðan fyrir því að Eagles eru sérstaklega nefndir er sú að þessi plata er mjög nálægt þeirra stíl og þá sérstaklega rokklögin og söngur Chris Hill- man. Hillman, sem alltaf hefur verið veiki punkturinn í öllum hljómsveitum sem hann hefur verið í, kemur hér loks með mjög sterkur, hann á hér 3 lög, tvö ekta Eagles-rokk-lög, „Stopping Traffic" og „Sad Boy“, og dæmigert Manassas lag, „Long Long Time“, hann syngur einnig eina lagið sem ekki er eftir þá þremenninga, „Surrender To Me“, sem er eftir Rick Vito, sem er mest grípandi lagið á plötunni, enda búið að gefa það út á litla plötu. Roger McGuinn á ekki nema 2 lög á plötunni, ekta McGuinn lög, „Don’t You Write Her Off“ og „Bye Bye Baby“ sem eru bæði ágæt en hvorki betri né verri en það sem hann hefur áður gert. Gene Clark á 4 lög á plötunni, „Feeling Higher" er það besta, en hin eru rétt í meðallagi, „Release Me Girl“, „Little Mama“ og „Backstage Pass". Þrátt fyrir það að McGuinn Clark & Hillman sé hér með ágæta plötu má búast við því að samvinnan verði ekki langvinn þar sem undirtektir á hljóm- leikum hafa verið dræmar undanfarna mánuði, sem er miður. Ilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.