Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 1^4 t Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Maðurinn liíir víst ekki á hrauði einu saman og alveg örugglega ekki af snjakahvitu iðnaðarbrauði nútimans. Fyrr á öldum var aðcins mögulegt fyrir efnafólk að kaupa brauð úr sigtuðu hveiti, það er úr ijósu hveiti. Aðrir urðu að láta sér nægja brauð úr ósigtuðu hveiti, það er heiihveiti, eða úr rúgi, sem ekki hefur eins góða haksturseiginieika og hveiti og gefur því þéttara og þyngra brauð. Uað var ekki að sökum að spyrja. Rétt eins og Hall- grímur segir í I’assíusáimun- um: „l»að höfðingjarnir hafast að, hinir ætia sér leyfist það“, þá þóttu ljósustu brauðin fín- ust. Þegar svo efnaiðnaðurinn fann upp aðferðir til þess að hvítta hveiti á síðustu öld, hélt ógæfan áfram. Nú verð hvítt hveiti svo ódýrt að allir gátu keypt hvítt brauð og gerðu það ótæpilega. Þarna hljóp því gömul tízka með fólk í gönur, þó allir væru auðvitað hættir að gera sér grein fyrir því. Og enn er hveiti vendilega hvíttað, þó forsendurnar séulöngu brostnar. Það má segja margt skemmti- legt úr sögu brauðsins. Það hefur víða tíðkazt að bakarar framleiddu ekki aðeins eigin brauð, heldur bökuðu einnig brauð, sem fólk kom með til þeirra. Þetta hefur meðal ann- ars tíðkazt í Arabalöndunum allt fram á þennan dag. Á morgnana eru börnin send með stóra trébakka á höfðinu og á þeim hvílir t.d. hlemmistórt, þunnt og kringlótt brauð, sem gjarnan er einhvern veginn merkt eiganda sínum. Síðan fylgjast börnin með þegar brauðið er bakað og hlaupa síðan með það heim aftur. Bak- ararnir höfðu alltaf orð á sér fyrir að vera ekki alveg heilir í viðskiptum sínum. Ymsir arab- ískir málshættir fjalla um það. Einn segir t.d. að maður skuli nú láta bakarann baka brauðið, jafnvel þó hann klípi af því. Rúsínur þóttu góð og nokkuð dýr viðbót í brauð. Annar máls- háttur segir: Settu rúsínur í brauðið þitt á afmælisdegi bak- arans. í Evrópu á miðöldum, og fram eftir, voru líka til ýmsar kúnstugar sögur af bökurum og tiltækjum þeirra. En nú er mál að skemmtisög- unum linni og við snúum okkur að sjálfum brauðbakstrinum. Ykkur finnst e.t.v. útskýring- arnar hér á eftir óþarflega langar, en það er nú svo, að það er mun auðveldara að fram- kvæma hluti, sem maður hefur einhvern skilning á og mig langar að ýta undir þann skiln- ing hjá þeim, sem enn eru ekki komnir mjög langt á bökunar- brautinni. Góða skemmtun! Brauð (undirstöðuuppskrift) Það er fátt sem mér finnst jafn mikið meginatriði í mat og matargerð eins og gott brauð. Gott brauð setur punktinn yfir i-ið í máltíðinni. Og þó brauð- menning hér í bakarium hafi batnað mjög nú undanfarið, þá jafnast fátt á við heimabakað brauð. Það eru auðvitað til óteljandi uppskriftir af brauði. Hér er ein, sem er reyndar nokkurs konar vegvísir og eftir henni getið þið bakað margvís- leg brauð. Uppskriftin er nokk- uð stór, því mér finnst ekki taka því að baka úr minna en M> 1 af vökva, en þið getið auðvitað nee. ec. £ ítt ot>- sowð ö(2.Aoi-ö e^tóruej/J^- minnkað uppskriftina eða stækkað hana eftir hentugleik- um ykkar. 50 gr nýtt og gott pressuger (ca. 2 kúfaðar matskeiðar) V-21 vatn 10—12 dl mjöl (salt fyrir þá sem þess óska) (olía eða brætt smjör) (krydd) Ger fæst'nú sem betur fer víða, svo maður liggur ekki undir þeim ægilega grun að vera heimabruggari, þó maður sækist eftir því. Ymsir bakarar selja ger gegn vægu verði, og þá er maður öruggur um að það er nýtt, því gamalt og þurrt ger gefur ekki eins góðan árangur. Þið getið fryst ger. Það þykir brauð hæfilegt að nota 50 gr af geri í */2 1 af vökva, en það má líka vera minna af því, og meira ef þið haldið sérstaklega upp á gerbragðið. Þið getið notað annan vökva en vatn, t.d. mjólk, súrmjólk, ými, mjólkur- eða vatnsþynnt skyr, eða einhverja blöndu af þessu. Eg mæli sérstaklega með súrmjólk og vatni til helminga. Mjölið getur verið ýmiss kon- ar, t.d. fínt hveiti, heilhveiti (öðru nafni Grahamsmjöl), rúg- ur og sigtimjöl, ef þið náið í það, eða einhver blanda af þessum mjöltegundum. Eg mæli ein- dregið með að þið reynið að verða ykkur úti um óhvíttað hveiti, í stað þess hvíttaða, ef þið notið fínt hveiti. Það er sjálfsagt að nota það hráefni, sem efnaiðnaðurinn hefur sem minnst sýslað með. Ýmsar stærri búðir verzla nú með slíkt hveiti. Ég held mikið upp á sigtimjöl, sem því miður er oft erfitt að fá, jafnvel í heilsubúð- um, og svo blöndu af fínu hveiti og heilhveiti. Rúgur gefur mun þéttari brauð, eins og áður er nefnt, og er því góður í brauð, sem á að geymast vel og sem á að sneiða. Tilvalið er að nota hann ásamt hveiti. Maísmjöl, haframjöl eða flög- ur, og bygg gefur laust brauð og því er bezt að nota aðeins 1—3 dl af því á móti hveiti og móta brauðið þannig að þið þurfið ekki að sneiða það. Steýtt eða mulið hveiti, og rúgur, og svo rúg- og hveitiflögur eða valsað, er alltof sjaldséð í búðum, því slíkt er góð viðbót í gott brauð. Þið getið t.d. notað 2—3 dl af steyttu korni í ofangreinda upp- skrift og allt að 9 dl af flögum á móti fíngerðu mjöli, eins og sigtimjöli eða hveiti og e.t.v. svolitlu af heilhveiti. Trefjar eru eitt af slagorðunum nú á dögum, og víst er það, að alltof margir borða svo mikið unninn mat að allar trefjarnar hafa verið hreinsaðar úr honum. Þær sitja t.d. utan um hveitikornið og eru því í heilhveiti og hveitiflögum, en ekki í fínu hveiti, hvort sem það er hvíttað eða ekki. Það má fá hveitiklíð og bæta eins og 1 dl í ofangreinda uppskrift, með því mjöli sem þið notið. Trefjarnar eru nauðsynlegar, því þær gera fæðuna lausari í sér í þörmun- um, svo hún berst greiðlegar áfram. Salt eða ekki salt er mikil spurning. Ég hef áður nefnt, að salt þykir ekki ýkja æskilegt nema mnög í hófi. Satt að segja finnst mér venjulegt smjör gefa brauðinu alveg nægilega seltu, svo og ýmislegt álegg, og salt því óþarfi í brauð. En ekki eru allir sammála mér og bæta því t.d. 1—2 tsk af salti í. Reynið þá að fá ykkur gott hafsalt, það ku vera heldur betra. Sumir álíta að brauðið verði mýkra af feiti, sem sett er í deigið, t.d. 1 dl af olíu, eða 100 gr af bræddu smjöri. Krydd finnst mér góð viðbót í brauð, t.d. 1—2 msk af kúmeni, fennelfræjum, anísfræjum eða carawayfræjum (sem er alls ekki það sama og kúmen). Kryddið finnst mér bezt að steyta eða mala í piparkvörn, því þá verður bragðið jafnara og mildara. Þar með hef ég nefnt það helzta sem þið getið notað í brauðið ykkar. Nú er það alfarið ykkar að þreifa ykkur áfram. Þá erum við komin að því að blanda deigið. Einnig þar eru möguleik- arnir margir, en ég held mér við eina aðferð. Myljið gerið i stóra skál og hellið vökvanum yfir. Gerið kann víst vel að meta að vökvinn sé um 37°, en ekki mikið heitari. Ef vatnið er kaldara, þarf gerið aðeins lengri tíma til að lyfta brauðinu, ef brauðið á að lyfta sér lengi. Ég hika ekki við að nota heitt vatn úr krananum til að ná hæfilegu hitastigi. Gerið leysist nú upp í vökvanum, og þið getið hjálpað til með því að hræra í. Þegar gerið er svona nokkurn veginn uppleyst, hellið þið feiti í, ef þið notið hana. Auk þess bætið þið nú kryddinu og salti í, ef þið notið slíkt. Hellið nú um 10 dl af mjöli, því grófasta fyrst, og hrærið í. Stráið svo mjöli á borð, hellið deiginu þar á, og hnoðið það vel með mjölugum höndum, svo það festist síður við ykkur. Nú hnoð- ið þið mjöli upp í deigið, þar til það loðir vel saman. Það tekur yfirleitt ca. 10 mín. Ef þið eigið rafmagnshrærivél er tilvalið að virkja hana til að hræra og hnoða deigið. Nú er komið að því að leyfa gerinu að vinna sitt verkog lyfta brauðinu. I deiginu mynd- BOAu^i-o uyFr'ióT oo uypriár oo- fuytí uowe un F CATí H ALDið ast nú kolsýra, sem lyftir deig- inu, en það er einmitt kolsýran sem sér fyrir gosi í gosdrykkjum og kampavíni. Oft er talað um að deigið eigi að tvöfaldast að rúmmáli, ef um létt hveitideig er að ræða. Mér finnst 2 klst. lágmark. Bezt finnst mér ef deigið er látið lyfta sér í V4 sólarhring, annaðhvort á eld- húsborðinu eða inni í kæliskáp, og þá er þægilegra að hafa það í plastpoka. Til þess að ekki myndist skorpa á brauðið nú, er tilvalið að strjúka það að utan með matarolíu, eða velta því upp úr mjöli. Síðan á að breiða yfir það. Ef brauðið fær að lyfta sér lengi, verður það einnig auð- meltanlegra og líkaminn getur betur nýtt sér það. Eftir að brauðið hefur lyft sér, er það hnoðað svolítið og síðan mótað. Þessa tegund af brauði finnst mér bezt að móta í lítil brauð, t.d. brauðsnúða, snittubrauð eða þunn, kringlótt brauð. Mótuð brauð eru síðan sett á smurða plötu eða plötur. Flöt brauð er bezt að móta fyrst í þykkar kökur og fletja svo út eða toga út á smurðri plötunni. Þið fáið t.d. 2 stór brauð úr þessari uppskrift. í stað þess að baka allt brauðið í einu getið þið geymt helminginn af deiginu í kæliskáp til næsta dags. Ef deigið er geymt í meira en 2 sólarhringa, verður bragðið af því svolítið súrt, sem sumum fellur vel og öðrum ekki. Mér finnst hæfilegt að brauðið lyfti sér í 30 mín. á plötunni, eða þar til það er greinilega orðið meirá um sig en í upphafi. Setjið ofninn á 250° fyrir lítil eða þunn brauð, en 200° fyrir heil, stór brauð. Setjið nú plöturnar inn í miðjan ofninn, ef þið eruð með lítil og þunn brauð, en á neðstu rim, ef þið eruð með stór og þykk brauð. Bakið nú brauðin í co -0 go C3 SeAotÞda ka noTA Ýksa BAcsruenjio AArwAC. 6eAM-eie. auic þS5s ee &«rr qcau-o AU.J7V FAUJBó-T. 15—30 mín. eftir þykkt og gerð. Brauð á 200° þurfa þó sennilega allt að 45 mín. Grófari brauð þurfa lengri bakstur en fíngerð. Þegar höfugan ilminn leggur út úr ofninum er yfirleitt hæfilegt að taka brauðið út. Ef þið viljið gera einhverjar hundakúnstir og fá brauð með stökkri skorpu, þá setjið þið skál með vatni, helzt sjóðandi, inn í ofninn á undan brauðinu og slettið jafnvel ca. 1 dl af vatni í ofninn um leið og brauðið fer inn. Eftir u.þ.b. 15 mín. opnið þið ofndyrnar svolítið, þar til brauðið er bakað. Því miður eru ofnaframleiðendur eitthvað daufir yfir svona vatnssulli, svo e.t.v. er ekki ráðlegt að gera þetta, ef þið eruð með nýja og fína ofna. Eftirmáli Ef mér hefur tekizt sæmilega upp með leiðbeiningarnar, eruð þið nú sammála mér, að brauð- bakstur er hreint ekki dularfull eða flókin athöfnrþar sem ná- kvæmni í vigtun og tímasetn- ingu situr í fyrirrúmi látið það ekki villa fyrir ykkur þó þetta taki tíma í upphafi. Öll byrjun er erfið, en eftirleikurinn er því auðveldari. Á heimilum er tilvalið að hafa verkaskiptingu í brauðbakstri eins og öðru. Einn getur blandað og hnoðað deigið og annar svo mótað það og bakað einhvern tíma seinna. Börnum finnst yfirleitt gaman að baka og 10—12 ára börn geta orðið fyrir- taks bakarar, með smá hjálp í upphafi. Rétt eins og matargerð er brauðbakstur ekkert einka- mál einhvers eins í fjölskyld- unni, og hæfileikar í brauð- bakstri eru ekki háðir kyni viðkomandi. Því er ekkert því til fyrirstöðu, að á þennan hátt geti fjölskyldan í sameiningu bakað sín eigin hversdagsbrauð, eftir óskum fjölskyldumeðlima, svo heimabökuð brauð verði ekki aðeins sjaldséður veizlukostur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.