Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 36
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 KAFf/NU ll r r W. (() GRANIGÖSLARI Ertu ekki búin að gefa hund- greyinu ennþá? Hann verður ekkert lamb að leika sér við þegar hann kemur niður aftur, stóri fíllinn? Hann er í sundtíma! Hafnarmál Hornfirðinga Allir sem hafa nokkurn áhuga á að kynna sér hafnarmál hér á landi þurfa ekki að fara langt aftur í tímann til þess að sann- reyna að hér á landi hafa orðið stórstígar framfarir í hafnarmál- um á síðustu áratugum. Frá Hafnarfirði suður og austur með ströndinni, allt austur á Fáskrúðsfjörð, var engin viðun- Fiskiskipin sem róa frá Horna- firði hafa lent í erfiðleikum vegna nýlegra breytinga á Hornafjarðar- ósi en þessi breyting hefur enn meiri áhrif á flutninga til og frá Höfn í Hornafirði vegna stærðar skipanna. Nú þegar hafin er kostnaðarsöm rannsókn á hafnaraðstöðu og inn- siglingu um Hornafjarðarós verð- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hvenær á að leggja háspil á annað háspil er nokkuð, sem aðeins lærist af reynslu við spilaborðið. Og reynsluna höfðu norsku gestirnir sín megin þegar slíkrar ákvörðunar var þörf í Stórmóti Bridgefélags Reykjavíkur, sem lauk á dögunum. Vestur gaf, allir utan hættu. Norður S. Á972 H. K109 Vestur t. 743 Austur S. K3 L. K92 S. G104 H. ÁG72 H. D865 T. ÁG2 T. D1096 L. Á1085 f; lm5 L D7 Suður S. D865 H. 43 T. K85 L. G643 Algengt var, að spilaður væri bútur, annaðhvort í hjarta eða grandi, á spil austurs og vesturs. Tíu slagir í hjartabútnum gáfu meðalskor svo að þeir, sem voru í gamei og unnu það fengu gott fyrir. Þegar sigurvegarar mótsins norðmennirnir Per Breck og Reidar Lien, voru með spil suðurs-norðurs varð vestur sagn- hafi í þrem gröndum. Góð loka- sögn og auðvelt er að sjá nóg af slögum. Þrír á hjarta, fjórir á tígul, tveir á lauf og að auki slagur á spaða. Þannig voru gestirnir dæmdir til að fá slæma einkunn fyrir spilið og lítið mátti út af bera til að einkunnin yrði ekki núll þegar Reidar spilaði út spaðatvisti. Vestur bað um gosann úr borði sem fékk slaginn þegar Per datt ekki í hug að láta drottninguna og sýndi heldur jafna tölu spila með sexinu. Stuttu síðar fékk Reidar á hjartakóng og án nokkurrar umhugsunar lagði hann spaða- ásinn á borðið. Kóngurinn kom trillandi í og vörnin hafði þar með tryggt sér fjóra slagi áður en spilið var byrjað svo heitið gæti. En tígulkóngurinn var réttu meginn svo að sagnhafi fékk afganginn. Með þessari vörn, sem á pappírnum virðist afskaplega einföld, björguðu norðmennirnir ekki nema örfáum stigum. En svona tvímenningskeppni vinnst heldur ekki nema, að allt sé tekið, sem á lausu liggur. COSPER (tDPIB C0»l*»*CIN ............ |M'"" ,ii/. .Ui. ,il.. * \ Ég fékk aðeins eitt svar við hjúskapartilboðinu — það var frá manninum yðar! andi höfn en nú hafa Sandgerði, Grindavík og Þorlákshöfn fengið stórbætta hafnaraðstöðu. Þar fyr- ir austan er enn vandræðaástand. Hornafjörður er lang mikilvæg- asta framleiðslusvæðið á þessu „hafnlausa“ svæði og ekki mun ofsagt að þar þurfi að gera stór- átak til úrbóta. Laus sandur verð- ur ávallt til trafala og þegar þar ofaná bætist Jökulsá (Horna- fjarðarfljót) má búast við snögg- um breytingum í innsiglingunni. ur að hafa framtíðarkaupskipa- höfn með í dæminu þar sem reikna má með stækkandi flutningaskip- um og útflutningurinn fer sjóleið- ina. Um ellefu kílómetra austur af Hornafjarðarósi er Stokksnes og Hornsvík sem er í útjaðri sand- fjörunnar. Þar mætti koma upp sambærilegri höfn og nú er í Þorlákshöfn. Með því að grafa í gegnum mjótt sandrif, eins og gert var í Grindavík mætti fá góða Hverfi skelfingarinnar 6 hrópin í þeim heyrast út á götu, þegar framhjá húsinu er geng- ið á kyrru sumarkvöldi. Stund- um heyrast kveinstafirnar í Kirsten og skammir sem hún lætur dynja á honum. Hvað það cr veit kannski enginn beinlín- is. Að minnsta kosti vita karl- mennirnir í hverfinu ekki um það. Stöku kona hefur kannski grun — cn þær eru ekki að flíka honum. Kannski Kirsten gruni eitt- hvað sjálfa. bað gæti skýrt þessi tíðu rifriidi á heimilinu. Að minnsta kosti er það klárt að Kirsten kom að manni sin- um — fyrir skömmu — þar sem hann var að bera víurnar í kornunga barnapíu heimilis- ins. Bo afsakaði sig með þvf að hann hefði verið drukkinn og það væri óþarfi að gera veður út af þessu. Eitt er þó víst: þetta er fjarska ieiðinlegt fyrir litla son þeirra, Lars, sem er ekki nema tveggja ára. Stund- um vaknar hann á kvöidin, iitla skinnið, við gauraganginn í foreldrum sínum. Morguninn sem Inger Abil- gaard var myrt rifust þau hjónin ekki. Þau gcngu saman heim og settust inn í stofu. Kirsten með kaffibolla og Bo með bjór. Lars var að lcika sér fyrir utan ásamt félögum sín- um handan götunnar. Einkenn- isklæddur lögreglumaður sást þjóta hjá og í hverfinu voru íögregluþjónar nánast við hvert fótmál. í skóginum voru lögreglumenn með sporhunda að leita ef morðinginn hefði hugsanlega sloppið þá leiðina. — Ilvað vildirðu Inger? spurði Bo. — Ég ætlaði að fá lánaða mataruppskrift hjá henni. — Höíðuð þið komið ykkur saman um að þú færir til hennar? — Nei, ég ákvað bara að koma við. Ég hef oft gert það. — Hvcrs vegna beiðstu ekki þar til ég var kominn heim? Ef Lars heíði uppgötvað að við vorum hvorugt heima hefði hann orðið hræddur. — Ég gat ekki beðið enda- laust. Þú fórst klukkan tíu og ekkert benti til að þú ætlaðir að koma f bráð. — Hvernig heldurðu að hún hafi verið drepin? Hafði hún verið lamin í höfuðið. Kirsten beit á vör sér. — Ilöfuðið var víst eini stað- urinn þar sem ekkert blóð var að sjá... Hún hryllti sig í. hcrðunum og kveikti sér í sígarettu. — Heldurðu að hún hafi vcr- ið stungin hnífi? — Ég veit það ekki. — Ilvernig lá hún? — í hnipri — með háðar hendur á maganum. Nei, þú mátt ekki vera að spyrja um þetta. Ég get ekki afborið að sjá þessa sjón alltaf fyrir mér. — Bara ein spurning í við- bót — var hún nakin? Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. — Já, það held ég. Hvers vegna? — Ég er bara að reyna að setja mig inn í þetta. Þá get ég kannski áttað mig frekar á því sem gerzt hefur. Hann þagði stutta stund en sagði svo: — Það er undariegt — en þegar ég er að skrifa um eitt- hva’ð af þessu tagi eða þessu líkt, þá sé ég það aldrei fyrir mér. Orð eins og blóð, gapandi sár, heiiaslcttur — þetta eru hara tæknileg hugtök... — í hamingju ba>num þeg- iðu nú. Kirsten missti stjórn á sér og stakk fingrum í eyrun. Augun voru uppglennt og andlitið hvítt og varirnar óeðlilega ljós- ar. — Fyrirgefðu, tautaði Bo og rétti afsakandi hönd upp. Hann reis upp og fór að ganga um gólf. Þau heyrðu ýlfrið í hundun- um úr skóginum. Bo stansaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.