Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 KINVERSKA SKOPPARAKRINGLAN Auðkýf- ingar endur- reistir að var vitanlega eitt af fyrstu verkum kommúnista þegar þeir komust til fullra valda í Kína að gera upptækar eignir ríkis- manna. Það hefur varla undrað nokkurn mann. Hitt kann að vefj- ast meir fyrir, að nú eru stjórnvöld í Kína að skila fyrrverandi ríkis- mönnum, þeim er eftir lifa, eign- um þeirra. Það er ekki gott að vita hvort ríkismennirnir skilja þetta sjálfir. Hitt er greinilegt að skoð- anir þeirra, sumra a.m.k., hafa breytzt á langri ieið: þeir ætla ekki að taka upp forna lifnaðarhætti Kínverja í ævintýrum, endurnýja kvennabúrið, éta súrsaða páfugis- punga í hvert mál og hálshöggva misheppnaða spámenn. Þeir eru orðnir hófsamir og lítiilátir af iangri nauðsyn, segjast ætla að lifa „óbrotnu lífi“ áfram og verja peningunum sínum „skynsam- lega“. Málsvari fyrrverandi for- stjóra og framkvæmdastjóra lét svo ummælt, að „allir iðnrekendur og kaupsýslumenn sem unna ætt- landi sínu ættu að taka þessum tíðindum með réttu hugarfari". Hann bætti því við, að enginn gæti með góðu móti áfellzt menn fyrir að „verja einhverju af þessum endurheimtu eignumn sínum til þess að bæta eigin kjör“, en mest af þeim ætti að renna til „upp- byggingarinnar í landinu". Manni finnst í fljótu bragði undarlega valinn tíminn til þess arna. Það ber sem sé upp á sama tíma að fyrrverandi ríkismenn verða ríkir aftur, fyrir tilstilli stjórnvaida, og hitt að það er viðurkennt opinberlega að fjöldi manns í Kína hefur enn tæpast til hnífs og skeiðar. Það er sem sé staðfest, að ræðumaður á fundi flokksnefndar í Amhwei-héraði, sem haldinn var ekki alls fyrir löngu, lýsti því yfir að „fjöldi manns í sveitum hefur enn naum- ast í sig og á“. En Kínverjar þykjast hafa gild- ar ástæður, og eru tvær helztar. I fyrsta lagi segja þeir eignaupptök- una hafa verið stjórnarskrárbrot — og það mun rétt vera. I stjórn- arskránni er mönnum tryggður eignarréttur, svo fremi þeir „arð- ræna ekki aðra“. Fyrrum fram- kvæmdastjóri, sem fær aftur eign- ir sínar má t.a.m. veita sér eins mikið og hann kærir sig um og getur og lifa þannig langtum betra lífi en vanalegur verkamaður. En honum leyfist ekki að eiga aðra húseign en hann býr í, leigja hana út og lifa á leigunni. Hin ástæðan er sú, og öllu skiljaniegri, að stjórnvöld eru búin að komast að þeirri niðurstöðu að það megi hafa ýmislegt gagn af þessum gömlu kapítalistum. Þeir hafa verið sagðir hinir mestu bófar fram að þessu og er löngu búið að innprenta almenningi það. En nú eru þetta allt í einu orðnir hinir mestu hæfileikamenn, og búa yfir mikilli og fjölþættri þekkingu sem komið getur að margvíslegum notum í skiptum við aðrar þjóðir, einkum og sér í lagi í viðskiptasökum... En jafnframt þessu var tilkynnt önnur tilslökun og ekki síður merkileg. Nú geta fleiri Kínverjar komizt í álnir en þeir einir sem efnaðir voru áður. Það er sem sé búið að heita verðlaunum fyrir „uppfinningar", hvers kyns sem eru, sem eru til þess fallnar að auka framfarir og bæta þjóðarhag. Uppfinningarnar verða borgaðar eftir því hversu mikilvægar þær teljast. Þeir sem hugsa upp eitt- hvað sérstaklega mikilvægt munu fá „vottorð um uppfinninguna, heiðursmerki og 10 þúsund yuan (jafngildi 20 millj. ísl. kr., eða um það bil)“. En „afburða mikilvægar" uppfinningar verða ennþá betur borgaðar... - JOHN GITTINGS Bandaríski rithöfundur- inn Norman Mailer kom fyrir rétt í Massachuss- etts um daginn og bar sig illa.. Hann er nýskilinn við konuna, rétt enn einu sinni, — fjórðu konuna. Krefst hún nú 1000 dollara lífeyris á viku, ein- býlishús í Massachussetts og íbúð- ar í New York en beggja barna þeirra hjóna að auki. Mailer sagði fyrir réttinum, að sér þætti fjári hart ef konunni yrði dæmt þetta og væri nær að hún borgaði honum lífeyri. Kvaðst hann ekki einasta skulda skattin- um og umboðsmanni sínum heldur hefði hann á framfæri eina fyrr- verandi eiginkonu sína, átta börn og tvær hjákonur. Hann gekkst að vísu við því að bækur sínar seldust ve! en benti á það að ekki veitti af, og auk þess kvaðst hann alla tíð hafa verið götóttur í bókhaldi. Mætti segja að sín ógæfa væri sú að hann ætti létt með að semja bækur en væri hins vegar ómögulegur að færa bækur... Nagisa Oshima er með þekkt- ustu kvikmynda- leikstjórum jap- önskum; er búinn að vera að í tvo áratugi, leikstýra einum 20 myndum og var verðlaun- aður fyrir nýjustu mynd sína á kvik- myndahátíðinni í Cannes í fyrra. E.t.v. telur Oshima nóg að gert í kvikmyndalistinni; hann er a.m.k. búinn að finna sér aðra hugsjón. Hann kveður það hafa runnið upp fyrir sér fyrir nokkrum árum að konur væru „þær manneskjur sem verst yrðu úti í mannfélaginu". Og nú hefur hann tekið sér fyrir hendur að hjálpa þeim. Hann efndi til hálf- tíma sjónvarpsþáttar og er það orðinn einn vinsælasti þáttur í sjónvarpi í Japan. Hann er nefnd- ur „kvennaskóli" og fer þannig fram, að konur spyrja en Oshima situr fyrir svörum og gefur góð ráð við því sem að amar. Gefur auga leið að hann gerir lítið annað nú orðið en hugsa upp heilræði. En hann segist ekki hafa annað betra við tímann að gera, „engar skepn- ur í heiminum sæti jafnillri með- ferð og konur" og sé þeim ekkert of gott... að hefur gengið á með verkföllum í Bret- landi undanfarið, aldrei þessu vant enda eru góð ráð orðin dýr þar. Ríkisstjórnin kann engin ráð frekar en vant er; stj órnarandstað- an kann hins vegar mörg ráð og eru það allt þjóðráð. Það kann fólk að meta og hefur látið það óspart í ljós í skoðanakönnunum: leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, Margaret Thatcher, er manna vinsælust en Callaghan karlræfillinn forsætis- ráðherra fyrirlitinn af öllum. Einn er þó sá hópur manna sem ekki kann að meta Margaret Thatcher. Um svipað leyti og verið var að spyrja fólk á götum úti um skoðanir þess á Callaghan og Thatcher fór fram vinsæidakönn- un í vaxmyndasafninu fræga Madame Tussaud. Þar lenti Margaret Thatcher í heldur skuggalegum félagsskap. Hún var kjörin þriðja mesta óféti ársins, næst á eftir Idi Amin sem sigraði í fyrra, en Adólf Hitler í fyrsta sæti, seigur gamli maðurinn. Tók Thatcher sæti Drakúla greifa, sem verður að fara að herða sig ef hann ætlar að lafa á listanum. Hlýtur ríkisstjórnin nú að reyna að koma fram frumvarpi um niðurgreiðslu aðgöngumiða að safni Madame Tussaud. Það ber annað til tíðinda í vinsældakönnuninni í vaxmynda- safninu að Winston Churchill var kjörinn heimsins mesta hetja fyrr og síðar. í fyrra var það Elvis Presley... HUGSJONIR/ HERMENNSKA Vantar fólk til vopna- burðar Herskylda var afnumin í Bandaríkjunum árið 1972; það var að frumkvæði Nixons forseta. En nú er komið til tals að leiða hana í lög aftur. Einkum eru hægrimenn hvetjandi þess. Vakir það fyrir þeim að styrkja hinn fasta herafla sem nú er skipaður sjálfboðaiiðum einvörðungu og þar á meðal sívaxandi fjölda af kven- fólki. En margir frjálslyndir, bæði demókratar og repúblikanar, hafa og lýst sig fylgjandi því að her- skyldan verði innleidd á ný. Að vísu eru þeirra ástæður af nokkuð öðrum toga: þeim þykir æska landsins orðin hugsjónasnauð, svo og að bilin milli samfélagsstétta og kynþátta fari breikkandi og telja þetta mundu lagast ef allir færu aftur í herinn. Þegar herskyldan var afnumin var því borið við m.a. að lögin um hana hefðu verið ranglát og einkum tekið til fátækra manna og blakkra en hvítir miðstéttarmenn af velstæðu foreldri, t.a.m., margir sloppið við herþjónustu — farið í háskóla í staðinn. Varð því enda ekki neitað þegar bornar voru saman tölur úr Víetnamstríðinu um mannfall úr hinum ýmsu stéttum og þjóðfélagshópum, að eitthvað mundi bogið við her- skyldulögin eða framkvæmd þeirra nema hvort tveggja væri. Reyndar hefur blökkumönnum t.d. fjölgað mjög í hernum frá því að herskyldan var afnumin. Þeir eru að verða helmingur nýliða, og 65% hermanna er þjónað hafa sex ár eða lengur eru blökkumenn. Kann það að stafa af því að þeim standi ekki öliu betri vinna til boða. En það fylgir þessu að menntunarskortur nýliða er orðinn til nokkurra vandræða í hernum. Er nærri einn af hverjum tuttugu talinn „ólæs að heita má“, þ.e. ekki betur læs en svo að hann getur varla eða ekki stautað sig fram úr handbókum, leiðarvísum og fyrirskipunum ... Eins og við HERÆFINGAR: á stríðstímum „leggjast allir á eitt“ var að búast hafa margir lagzt gegn tillögunni um það að herskylda verði tekin upp aftur. Ekki eru þeir þó allir alfarið á móti herskyldu og sumir eru t.d. fylgjandi því að allir ungir menn sem vettlingi geta valdið verði skráðir til herþjónustu, svo að mætti kveðja þá í herinn fyrir- varalítið ef drægi til stríðs. Nú er talið að taka mundi rúma tvo mánuði frá því fyrsti maður yrði kvaddur í herinn og þar til hann yrði orrustureiðubúinn. En um það leyti yrðu Sovétmenn trúlega búnir aö leggja Bandaríkin i eyði og farnir heim aftur fyrir mánuði eins og sagði í einni röksemda- færslu um þetta. Aðan voru nefndar helztu ástæðurnar sem fylgjendur her- skyldu hafa fært máli sínu til stuðnings: hermennskan mundi vekja æskulýðnum hugsjónaeld og efla samhygð með þjóðinni. Sakna margir rosknir menn heim- styrjaldaráranna síðari fyrir það að stéttamunur varð þá með minnsta móti og „allir lögðust á eitt“. Er þess konar söknuður og vel þekktur í Bretlandi. Einn helzti málsvari herskyldu í Bandaríkjunum er Charles Peters ritstjóri tímaritsins Washington Monthly. Hann heldur því seint og snemma fram í blaði sínu að herskylda mundi leysa flest þjóð- félagsvandamál sem við er að stríða í Bandaríkjunum. í fyrsta lagi fengju herforingjar nægan liðsafla. I öðru lagi mætti setja hermenn til margvíslegrar félags- legrar þjónustu, láta þá annast gamalmenni og sjúklinga og vinna margvísleg miður þokkuð verk. En auk þess mundi eflast samhugur og vinátta með æskumönnum úr öllum þjóðfélagsstéttum og af öllum litarhætti, en allir urðu jafnir — a.m.k. meðan þeir væru í hernum. Andstæðingar herskyldunnar hafa svo sem líka látið frá sér heyra um málið. Dálkahöfundur einn i Washington Post komst svo að orði um Peters og skoðanir hans, að hann vildi láta „kveðja alla i herinn og fengelsa þá sem færðust undan, fangavistin mundi innræta þeim föðurlandsást, þessum lúsablesum". Og mannréttindanefndin bandaríska komst svo að orði um herskyldu yfirleitt, að hún væri „gróf skerðing almennra mannréttinda". Svo er þó að sjá að herskyldunni aukist heldur fylgi og víst eru það að málið mun ekki niður falla á næstunni: Menn eiga eftir að deila hart og lengi, hvað svo sem úr verður. - Robert Chesshyre

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.