Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Ólafur Jónsson lét um síð- ustu mánaðamót af starfi for- stjóra Vinnuveitendasambands Islands, en þangað réðst hann í ársbyrjun 1973. Það má með sanni segja, að starfið hafi verið erilsamt, því að þennan tíma hefur verið mikill óróleiki á vinnumarkaðinum. Verðbólg- an hefur á þessum tíma verið meiri en áður og því hafa kjarasamningar úrelzt — laun- þegasamtökin hafa borið fram nýjar kröfur og menn hafa setzt að samningaborði fyrr en ráðgert hafði verið í samning- um. „Starfið hefur verið erilsamt, en fjölbreytt," sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. „Það hefur og gefið mér tækifæri til þess að kynnast mönnum og málefnum, þótt þessi tími hafi verið óvenju annasamur. Stutt hefur verið á milli samninga og samningalot- ur á hverju ári milli heildarsam- takanna. Menn halda og gjarn- an, að á milli samningalotanna sé lítið haft fyrir stafni, en raunin er samt sú, að um marg- þætt verkefni er að ræða og nánast allan tímann eru í gangi einhvers konar viðræður um túlkun samninga og sitthvað þeim tengt." „Þú komst til vinnuveitenda- sambandsins úr embætti toll- gæzlustjóra og hafðir áður verið fulltrúi lögreglustjóra. Já, eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum var ég um ára- bil fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, en 1966 tók ég við embætti tollgæzlustjóra. Mér líkaði mjög vel í báðum þessum störfum. Þegar óskað var eftir að ég tæki við starfi fram- kvæmdastjóra VSI þótti mér það áhugavert og lét til leiðast. Ég vildi gjarnan kynnast þess- um vettvangi þjóðmála. Mér hefur líkað vel í þessu starfi. Ég hef kynnst ágætu fólki í hópi vinnuveitenda og samstarfs- manna, forystumanna stéttar- félaga, embættismanna og stjórnmálamanna. Að slíkri kynningu er mikill ávinningur." „En hver voru helztu verkefni, sem fyrir lágu, þegar þú tókst við forstjórastörfum?" „Verkefnið, sem fyrst og fremst lá fyrir, þegar ég kom hingað, var að efla Vinnuveit- endasambandið og freista þess að ná sem flestum vinnuveitend- um inn í samtökin, enda er það eitt af markmiðum í lögum þess. Að þessu hefur verið unnið og nú eru Samband fiskvinnslu- stöðvanna, Kjararáð verzlunar- innar, Samband ísl. verktaka og prentiðnaðurinn aðilar að sam- bandinu auk margra fleiri at- vinnugreina sem bæst hafa í samtökin. Þetta hefur gengið tiltölulega vel, enda hefur félagatal VSÍ á þessu tímabili um það bil tvöfaldazt, úr um 2 þúsund félögum í tæplega 4 þúsund félaga. Jafnframt hafa átt sér stað skipulagsbreyting- ar, sambandið er nú byggt upp af samtökum atvinnugreina meir en áður. Þetta skipulag hefur ótvíræða kosti, en breyt- Frá undirritun aðalkjarasamninga milli VSI og ASI. Frá vinstri cru: Barði Friðriksson, ólafur Jónsson, Jón H. Bergs, þá sáttanefndarmennirnir Jón Skaftason, Torfi Hjartarson, sáttasemjari og Jón Þorsteinsson og lengst til hægri sér á Björn Jónsson forseta ASÍ og Snorra Jónsson, varaforseta. — Ljósm.: ól.K.M. Ofíugur, frjals atvmnurekstur er undirstaða bcettra ttfskjara — segir Ólafur Jónsson, sem látið hefur afforstjórastörfum fyrir VSÍ ingunni hafa einnig fylgt erfið- leikar á meðan þessi mál eru að þróast og verið er að samræma ýmis mál milli aðilanna. Annar þáttur sem talsverður tími hefur ferið í, er að efla hagrannsóknir sambandsins. Um leið og ég hóf hér einnig störf Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur. Mönnum var þá að verða ljóst, að mikil- vægt væri að VSÍ hefði á sínum snærum öfluga hagdeild, sem gæti fylgzt með stöðu þjóðar- búsins og áttað sig á efnahags- horfum. Þetta starf hefur verið mikils virði og þarf að efla enn. Aimennar kjararannsóknir hafa og verið efldar til muna í þjóð- félaginu og þess má geta, að viðsemjendur okkar hafa einnig snúið sér að því sviði. Megingall- inn hefur þó verið sá, að efna- hagsmálin hafa verið ótrygg og efnahagsstjórn ábótavant." „En er ávallt hlustað í reynd á hagfræðingana, þegar menn sitja og semja um kaup og kjör?“ „Menn vilja mjög gjarnan hafa hagfræðinga sér til ráðu- neytis og hagfræðilegar upplýs- ingar á borðinu, en þegar á hólminn kemur, hefur þessum upplýsingum jafnan verið ýtt til hliðar — því miður — Sátta- semjari hefur oft sagt, að ef til vill væri þá meiri þörf á sál- fræðilegum leiðbeiningum. Frá mínu sjónarmiði er ekki nægi- lega mikið lagt upp úr því að skýra fyrir fólki samhengi milli efnahagsmálanna og kaups og kjara. Vinnuveitendur hafa jafnan varað við of mikilli kröfugerð, sem leiða myndi til ófarnaðar án mikils árangurs. Afleiðingin hefur og jafnan verið aukinn verðbólguhraði og gengisfelling." „En hvað um samningamálin sjálf ?“ „Þar þarf úr mörgu að bæta og VSI hefur lengi lagt mikla áherslu á að nauðsynlegt sé að breyta og bæta vinnulöggjöfina. Hafa tillögur verið gerðar um það við viðsemjendurna, og miklar umræður farið fram, en við höfum talið að vinnulöggjöf- in væri úrelt og markaði ekki nógu skýran ramma um samn- ingaviðræðurnar. Þá hefur skipulag hjá viðsemjendum okk- ar verið of laust í reipunum. Þar hafa smáhópar haft allt of mikil völd, án tillits til ábyrgðar. Innan ASÍ hafa verið uppi til- lögur um breytingar á þessu skipulagi, en þær hafa aldrei náð alla leið. Margar tillögur hafa verið gerðar um breytingu á vinnulög- gjöfinni, og miklar umræður farið fram um þau mál milli aðila vinnumarkaðarins, en án teljandi árangurs. Fyrrverandi félagsmálaráð- herra lét semja frumvarp um þetta efni, en ekki náðist sam- komulag um nema mjög tak- markaðan hluta þess þ.e. kafl- ann um sáttasemjara ríkisins. Ég tel æskilegt að aðilar vinnumarkaðarins næðu sam- komulagi um endurbætta vinnu- með, hefur verið dæmt ónothæft í flestum nágrannalöndum okk- ar. Það er engin glóra í því að laun eigi að hækka við það að viðskiptakjör versni. í þessu komum við ávallt að því, að forsenda þess að allt þetta geti gengið er, að fólk geri sér grein fyrir því, hvað sé til skiptanna í þjóðfélaginu. Erfið- leikarnir eiga og oft rót sína að rekja til þess, að hið opinbera hefur oft tekið full stóran hlut til sín í sköttum og ýmiss konar álögum á atvinnureksturinn. Á stundum hefur of hratt verið farið í ýmsiss konar uppbygg- ingu og atvinnureksturinn hefur ekki fengið að byggja fyrirtækin upp sem skyldi. Því hefur ekki tekizt að efla framleiðni og framleiðslu nægilega, sem haft hefur þau áhrif, að atvinnuveg- irnir hafa ekki getað staðið undir hærra kaupi. Hinu er hins vegar ekki að leyna, að oft hafa komið stórir vinningar í at- vinnurekstri, mikill afli í t.d. síld og loðnu, en tímarnir hafa einnig oft og einatt verið erfiðir, aflabrestir, markaðir ekki nógu traustir. Allt hefur þetta komið fram í framvindu efnahags- mála, en enginn vill taka skell- inn. Til þess að milda áhrif slíkra óhappa var t.d. verðjöfn- unarsjóður sjávarútvegsins stofnaður sem vísir að slíku kerfi, en góð hugmynd ekki komið að notum vegna misnotk- unar. „En hvað um tekjuskipting- Aðilar vinnumarkaðarins vilja vera án ríkisafskipta, þegar þeir fjalla um kaup og kjör, en ríkisvaldið hefur gripið inn í. Þessi ríkisafskipti hafa gengið allt of langt, eins og þegar samningsatriði hafa hreinlega verið lögfest. Þó getur verið nauðsynlegt að ríkið hafi ein- hver afskipti af málum, eins og t.d. með því að marka efnahags- stefnu sem yrði síðan rammi samningsgerðarinnar. í raun held ég, að allir séuorðnir sam- mála um að finna þurfi nýjar aðferðir til þess að leysa þessi kjaramál á betri hátt en nú er gert, en um leiðir til þess greinir menn á. Það þarf að gera þessi mál öll miklu einfaldari og þótt sáttasemjari ríkisins og sátta- nefndir hafi unnið vel, er unnt að fá miklu heillavænlegri út úr þeirri vinnu með breyttri vinnu- löggjöf og bættu skipulagi samningamála. Að lokum sagði Ólafur Jóns- son: „Ég vil leggja á það áherzlu, að öflugur, frjáls atvinnurekst- ur er undirstaða bættra lífs- kjara. Það eru markmið vinnu- veitenda sem annarra, að allir megi hafa sem bezt lífskjör. Lífskjör hér á landi eru miklu lélegri en þau gætu verið. Sumir segja 25—30% lélegri, en kannski er mismunurinn miklu meiri. Allt er þetta vegna þess að ekki hefur tekist að hemja verðbólguna og hafa nægilga góða stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar. tra lífskjara. Vinnuveitendur á íundi með ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. ólafur Jónsson er annar frá vinstri, miili Jóns H. Bergs formanns VSÍ og Davíðs Scheving Thorsteinssonar. Þá eru við borðið taldir andsælis: Vilhjálmur Hjálmarsson, Matthías Bjarnason, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, ólafur Jóhannesson, Matthías Á. Mathiesen, Haildór E. Sigurðsson, Jón Sigurðsson og Skúli J. Páimason. löggjöf, en til þess er því miður lítil von. En þá verður Alþingi að freista þess að leysa málið. „En hvernig meturðu þá samninga, sem gerðir hafa verið undanfarin ár?“ Samningarnir hafa ekki reynst hagstæðir. Þeir hafa bæði leitt af sér aukna verð- bólgu og gengisfellingar. Hitt deila menn svo um hver hafi átt sök á því að þeir voru þannig úr garði gerðir. Vinnuveitendur telja sig hafa varað alvarlega við afleiðingunum en það reynd- ist bara ekki nóg. Hinu er ósvarað hvort harðari átök á vinnumarkaðnum hefðu bætt úr. Samningana 1974 eyðilagði olíukreppan, þar sem ekki tókst að gera ráðstafanir í þeim efn- um í tæka tíð. Samningarnir 1976 voru á margan hátt skyn- samlegri en það verður varla sagt um samnningana 1977. Hið alvarlegasta við þá var það vísitölukerfi, sem fylgdi. Þetta vísitölukerfi, sem við erum enn una í þjóðfélaginu milli hinna einstöku stétta?" „Vinnuveitendasambandið hefur lagt á það mikla áherzlu, að gert yrði samkomulag um launaskiptinguna milli hinna ýmsu hópa. Þar hefur verið viss vilji til þess að taka á málunum, en ákveðnir hópar í þjóðfélaginu hafa ekki fengizt til þess að ræða breytingar á þessari skipt- ingu. Hana á ekki að fastsetja í lög, heldur á að það að vera samningsatriði. En þetta lendir fyrst og fremst á launþegum innan verkalýðshreyfingarinnar að þeir komi sér saman um skiptinguna, slíkt myndi ger- breyta og gera mönnum kleift að fást við þessi mál af meiri skynsemi." „En hvað finnst þér um af- skipti ríkisvaldsins af kjaramál- um?“ „Sé efnahagsstefnan traust og stjórn hennar tekin föstum tök- um, yrði mun auðveldara að fást við alla lcjarasamningsgerð. Ólafur Jónsson — Ljósm.: Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.