Morgunblaðið - 08.04.1979, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979
Með
rígaþorsk
og ísland
í myndum á
önglínum
Skuldin á útlcið gegnt Bjarnarey.
Grein: Árni Johnsen
Myndir: Sigurgeir
Jónasson
Jóel hellir nýlöguðu kaffinu á
brúsann í lúkarsopinu.
Bensi heitir báturinn eftir
þessum glæsilega Vestfirðingi, en
þaðan kom báturinn til Eyja og
myndin hangir í lúkarnum.
Gunni f Svanhól, áður en hann
missti þann stóra.
Fram hjá
tímaskekkjunni
Við renndum út höfnina í Eyjum
einn góðviðrisdaginn fyrir
skömmu, unnið í öllum frysti- og
fiskvinnsluhúsum þar sem liðlega
1000 manns vinna aflann dags
daglega, bræðslurnar báðar á
fullri ferð með yfir 2000 tonna
afköst á sólarhring. Og það er
sama hvað menn geta verið fjári
dauðyflislegir í hversdagslífinu,
aflahrota í verstöð hleypir blóðinu
út í yztu háræðar á öllum sem
einum.
í heimakletti röflaði fýllinn við
bjargbrúnir og sólsporin spröng-
uðu um móbergið, þessa listsýn-
ingu almættisins. Eilífðarsinfónía
hafnarinnar var í algleymingi,
sinfónía sem er byggð upp á
reglum reynslunnar, en leiðir hjá
sér tímaskekkju skólanna sem eru
farnir að éta bókvitið. Það er skítt
að í þessu landi skuli vera talað
tvenns konar mál vegna misstigs
skólanna, mál menntamanna ann-
ars vegar, fólksins í landinu hins
vegar. Það verður væntanlega að
ganga yfir eins og hver önnur
tízka.
Honor á
bæði borð
Beggi á Skuldinni og Elli í
Varmadal dóluðu út Víkina til þess
að leita sér að togbleiðu. Þeir hafa
aldrei gefist upp þótt þeir hafi
þurft að semja við austanáttirnar.
Þær voru í leyfi þennan dag og þá
er líka bezt að gefa huganum
algjörlega frí frá þeim.
Gunni í Svanhól var við stýrið á
Bárunni, sem við Sigurgeir ljós-
myndari höfðum tekið traustataki
í leiðangur til þess að skondra á
miðin. Við fundum hann niðri í
trillu að gera klárt fyrir dýptar-
mælinn og þegar við spurðum
hvort hann væri ekki á útleið var
svarað um hæl: Hvers vegna ekki?
Skelfing er gott að komast af
færibandinu og hitta svona
eilífðarverur sem þekkja ekki
snaga tímans.
Við renndum fram úr Skuldinni
og það var gefinn honor á báða
bóga, beygt fyrir Klettsnefið og
kóssinn tekinn inn á Ál.
„Velkomnir um
borð strákar“
Við eygðum skjótt netabátinn
Árntý á sandgrunninu skammt