Morgunblaðið - 08.04.1979, Side 27

Morgunblaðið - 08.04.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 27 nokkrar frummyndir er norskir listamenn gerðu við Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Þetta er lítil en þó mjög merkileg sýning sem ánægjulegt er að fá hingað til íslands. Hér getur að líta teikningar eftir ýmsa þekktustu listamenn Noregs á síðari hluta fyrri aldar og fram á þessa öld. Teikningar sem hafa greypst inn í hugskot okkar sem erum á miðjum aldri og haft ómæld áhrif á aðra listamenn, m.a. íslenzka, varðandi myndskreytingar forn- sagna. Hér eru teikningar eftir Erik Werenskiold (1855—1938), Cristian Krogh (1852—1925), Halfdan Egedius (1877—1899), Eilif Petersen (1852-1928) og Gerhard Munthe (1849—1920). Þær eru allar frekar litlar en búa þó yfir miklum þrótti í útfærslu og þurfa vandlega skoðun til að þær skili sér, einkum vegna þess að þær njóta sín naumast í steinsteyptum, hráum og þunglamalegum gang- inum. Það er mikill fengur að þess- ari sýningu og mikill lærdómur í því fólgin að skoða hana vand- lega og ættu því áhugamenn um teikningu að fjölmenna í Mynd- listarhúsið meðan á sýningunni stendur og þá ekki síst list- nemar. Fróðlegt er að sjá frum- teikningu Cristian Krogh af Snorra Sturlusyni — mynd sem telst fyrirmynd þeirrar myndar er gat að líta í íslenzkum kennslubókum er undirritaður var í barnaskóla og gerir máski enn. Þetta er hressilega útfærð teikning og sannkallaður forn- mannabragur á henni en þó engin yfirdrifin hetjurómantík. Það er stíll yfir manninum og einhvern veginn er maður sáttur við þá tilhugsun, að þannig hafi Snorri litið út, mikilúðlegur í sjón og raun. Listamaður, sem mikla athygli vekur, er hinn bráð- þroska Halfdan Egedius sem var efni í mikinn snilling, einnig sem málari, en dó langt fyrir aldur fram 22 ára að aldri. Hann var yngstur þessara manna og fæddist beint inn í þetta merkilega tímabil bóka- skreytingar fornsagna og jafn- framt frjósamt umbrotatímabil norskrar myndlistar er m.a. fæddi af sér menn líkt og Edvard Munch, frægasta mynd- listarmann Norðurlanda fyrr og síðar. Þetta er enn ein sönnun þess hve jarðvegurinn hefur mikið að segja og að slíkur árangur verður ekki til fyrir tilviljun, sprettur ekki fram fyrirvaralaust heldur er afleiðing undangenginnar þróunar. Það er mikil menning og þokki yfir þessari litlu sýningu og hún er stórum merkilegri en gæti virst við fyrstu sýn. Norræna menningarmiðstöðin á þakkir skilið fyrir að hafa skipulagt sýninguna og fjár- magnað að frumkvæði norsku deildar Norræna listabanda- lagsins. Þrír í Suðurgötu 7 Þrír ungir listnemar úr Mynd- lista- og handíðaskólanum þeir Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON ómar Stefánsson, Kristján Valsson og Sigurður Ármanns- son hafa ráðist í það fyrirtæki að setja upp samsýningu í sýningarhúsinu að Suðurgötu 7. Þeir eru fullir hugmynda um lífið og tilveruna, en sem eðlilegt er þá koma þessar hugmyndir manni kunnuglega fyrir sjónir því að hér er um að ræða aðfengnar hugmyndir reyndari listamanna hérlendra sem erlendra. Það mætti nefna hér ýmis nöfn en skal þó látið ógert því að það þjónar engum tilgangi að svo komnu máli. Allir eru hinir ungu menn óskrifað blað og sýningin virkar á mig sem leikur í Nýlistardeild skólans en þar kemur ósjaldan ýmislegt skemmtilegt frá þótt ekki sé ástæða til að hlaupa strax með það á opinberan vettvang. Teikningarnar á sýningunni bera þess vott að ennþá eigi þeir margt ólært í skólanum og þeir mættu gjarn- an skoða vandlega sýninguna er ég fjallaði um hér að framan. Ýmislegt á sýningunni er þó í svipuðum gæðaflokki og hefur sést þarna eftir eldri listamenn og ljósmyndirnar eru tiltölulega þokkalegar. Þá vil ég koma hér að þeirri skoðun minni, að ég álít myndir ekki öðlast meiri gildi fyrir það að heimspekilegur texti er rit- aður á erlendu tungumáli — íslenzkan finnst mér nógu góð og ekkert „lummó“. Hinum ungu mönnum óska ég velfarnaðar á listabrautinni. Kristján Guðmundsson Nýlokið er sýningu í rammaverzlun Guðmundar Árnasonar á BeFgstaðastræti er nokkra athygli vakti, og þótt henni sé lokið munu ennþá nokkrar myndir hanga uppi. Var hér um að ræða ljóðrænar afstraksjónir Kristjáns Guðmundssonar (Árnasonar). Listamaðurinn er svo sem kunnugt er búsettur í Amster- dam og mun þar vel þekkt nafn. Hann var einn ellefumenning- anna er sýndu í Malmö nýverið og seldi mynd sína „Þjóðskráin" til Moderna Museet í Stokkhólmi. Sú mynd vakti mikla athygli er hún var sýnd í Galerie SUM á sínum tíma og minntist ég m.a. á það í um- fjöllun um sýninguna, að Lista- safn íslands þyrfti að festa sér hana. Hér missti þó Listasafnið af strætisvagninum eins og oft áður og sem er óhjákvæmilegt við núverandi skipan mála og fjársvelti. Það vakti einkum athygli varðandi sýningu Kristjáns, að hann skyldi nota aftur klassísk efni í myndir sínar í stað ljós- myndavélarinnar en skyldi það ekki fyrr en varir verða þróunin í einhverri mynd yfir alla lín- una? Fram kom í myndum Kristjáns fáguð ljóðræn tilfinning fyrir litum ásamt fundvísi á sannfærandi stemmningar. En annars met ég listamanninn meira sem lista- mann í myndum líkt og fyrr- nefnd „Þjóðskrá" þar sem mér finnst meiri alvara í vinnu- brögðum. En þrátt fyrir allt var bæði óvenjulegt og forvitnilegt að fá þessa sýningu frá hendi Kristjáns. 0 Kaupmenn — verslunarstjórar! 0 . N AVEXTIRIÞESSARI VIKU Til afgreiðslu úr ávaxtageymslum okkar: Bananar Appelsínur Jaffa Vínber græn Epli rauö U.S.A. Sítrónur Vínber blá Epli rauö frönsk Grape-aldin Perur Epli græn Honduras ÁVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf Sundagöröum 4, sími 85300 V ÞARFTU AÐ K AUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? VANTARÞIGVINNUQ VANTAR ÞIG FÓLK í M Al'tiI.YSIR l'M ALI.T I.AND ÞEC AR ÞL AIGLYSIR I MORGlNBLAÐINt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.