Morgunblaðið - 12.04.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979
59
Einar (t.v.) og Gísli Pálssynir frá Aðalbóli við farartæki sín á toppi
Snæfells.
Á vélsleðum
upp Snæfell
Egilsstöðum, 6. apríl.
HINN 20. marz sl. fóru þrír ungir
menn á vélsleðum frá Aðalbóli í
Hrafnkelsdal á Snæfell og hugðust
þeir gera tilraun til að aka alla leið
upp á fjallið. Er skemmst frá því
að segja að ferð þeirra tókst með
ágætum. Röktu þeir sig upp eftir
hjarnröndum upp bröttustu brekk-
urnar, en það var nauðsynlegt til
að ekki spólaði. Á tindinum var
hið fegursta útsýni í sólskini og
heiðríkju eins og sjá má af mynd-
um. Þetta er í fyrsta skipti sem
ekið er á Snæfell, en farið var upp
með norðausturhrygg fjallsins.
Steinþór
Ferðaskrifstofan Útsýn:
Skipuleggur tvær 19
daga Israelsferðir
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn hefur skipulagt tvær ferðir til ísraels
og er hin fyrri ráðgerð 27. maí og hin siðari 18. september og standa
háðar í 19 daga. Rúmur áratugur er liðinn frá því Útsýn bauð
viðskiptavinum upp á Austurlandaferðir og verður að þessu sinni
boðið uppá ferðir til ísracls.
í frétt frá Ferðaskrifstofunni
Útsýn segir að í ferðum sem
þessum megi koma á helgustu
staði þriggja útbreiddustu trúar-
bragða heims, Gyðingdóms, krist-
indóms og Islams svo sem að
Grátmúrnum, Via Dolorosa, í
Grafarkirkjuna, Moskuna á bjarg-
inu þar sem musteri Salómons
stóð forðum, en auk þessa megi
kynnast ísrael nútímans. Ferðatil-
högun er í stórum dráttum þannig:
Flogið með Flugleiðaþotu til
London að morgni, haldið þaðan
síðdegis með þotu E1 A1 og lent á
Ben Gurion-flugvelli um kvöldið.
Þá er eftir um klukkustundar
akstur til Jerúsalem og verður
dvalið þar fyrstu dagana. Á öðrum
degi verður farin kynnisferð um
gömlu borgina, byrjað á
Zíons-fjalli, komið í herbergi síð-
ustu kvöldmáltíðarinnar og grafar
Davíðs, farið um Gyðingahverfið
að Grátmúrnum og síðan um Via
Dloroosa, leið Krists með krossinn
til Golgata og numið staðar við
hinar 14 stöðvar krossgöngunnar.
Síðan verður farið um markaðs-
svæðið og frjáls tilhögun síðdegis.
Daginn eftir verður farið um nýju
borgina, komið í Kidron-dalinn,
Getsemane-garðinn, hverfi rétt-
trúnaðar Gyðinga, skoðað þjóð-
minjasafnið, þing ísraels, Knesset,
og endað í samkomuhúsi
Hadassa-sjúkrahússins. Fjórði
dagur verður til frjálsrar ráðstöf-
unar og á fimmta degi verður farið
til Betlehem og Hebron og til baka
um kvöldið til Jerúsalem, sjötta
daginn verður ekið um Retaníu og
að Dauðahafinu þar sem farþegum
gefst kostur á að baða sig og ekið
aftur til Jerúsalem þar sem aftur
verður frjáls dagur daginn eftir.
Næstu fjóra daga verður síðan
ekið frá Jerúsalem og m.a. til
Tabor-fjalls, Nazaret, gist tvær
nætur í Safed, ekið til Tiberías á
bökkum Galíleuvatns, ekið til
Haifa og Acco og Tel Aviv þar sem
dvalið verður þar til ferðinni
lýkur. Verður m.a. boðið þar uppá
kynnisferð um borgina, en tilhög-
un að mestu leyti frjáls þar og á
19. degi verður haldið heimleiðis
frá Ben Gurion-flugvelli gegnum
London til Keflavíkur.
Innifalið í verði ferðarinnar sem
er 389.000 kr. eru auk flugfars
gisting og morgunverður á 4
stjörnu hótelum, allar kynnisferð-
ir og íslenzk leiðsögn.
** V
> i’ pm -m
'• . •
Handlaugarkrani
Nr. 45821
Fallegur - vandaður - Þægiiegur
Byggingavörur
Sambandsins
Suðurlandsbraut 32 • Símar 82033 • 82180
IMV EIIMIIMGAHÚS
Sameinið fjölskylduna undir þaki frá SAMTAK HF. - SAMTAK HF. Selfossi hefur hafið framleiðslu á nýrri gerð einingahúsa
fyrstu húsgerðina köllum við ÓÐALHÚS - Nýungf hönnun, þaulhugsuðbyggingaraðferð - Forframleiðslastaðlaðratréeininga
sem tryggir vandaðan og varanlegan frágang - Sparartíma, lækkar byggingarkostnað - Hallandi furuloft með bitum inni - I út-
og innveggjum eru falin rafmagnsrör og dósir þar sem við á - Staðlaðir Funaofnar á hagkvœmu verði frá OFNASMIÐJU
SUÐURLANDS. Allar lagnir verða auðveldar í uppsetningu þar sem gert er ráð fyrir þeim í einingum.
Óskin
rætist í
húsi
Upplýsingar hjá Samtak hf.
Austurvegi 38, sími: 99-1350
SAMTAK h/f SELFOSSI