Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979' 75 Balkanskaga gegn „óæskilegum vegsauka þýzka ríkisins vegna innlimunar Austurríkis." Innlim- un Albaníu var þar meö ráðgerð og hún var áformuð til að hamla á móti þýzkum áhrifum eins og stríðið í Eþíópíu hafði verið hugs- að í upphafi. Ciano taldi að þetta gæti orðið „áhrifarík ráðstöfun" sem gæti „aukið baráttuhug Itala.“ Tilræði við Zog var talið hugsan- legt hliðarskref. í október fór Ciano að múta albönskum höfð- ingjum. Hernaðarundirbúningur ítala leyndi sér varla og fór ekki fram hjá Zog konungi sem sendi ítölum um svipað leyti brjóstum- kennanlega áskorun um að ráðast ekki inn í Albaníu þar sem þeir ættu landið. Mussolini var í raun og veru mjög hikandi eftir ráðstefnuna í Múnchen. Þýzki utanríkisráðherr- ann, Joachim von Ribbentrop, ítrekaði tilboðið um hernaðar- bandalag 28. október, en Mussolini fór undan í flæmingi. Einum mánuði síðar talaði Mussolini um vonir ítala um yfirráð yfir Nizza, Túnis, Savoy og ef til vill Korsíku. Hann fékk það svar frá franska utanríkisráðherranum, Francois-Poncet, að ítalir kæmust að raun um að „vegurinn til Túnisborgar lægi yfir lík 45 milljóna Frakka “ Þannig fjar- lægðist „sáttasemjarinn frá Múnchen“ vesturveldin sem þarna höfðu ef til vill tækifæri til að dreifa athygli Mussolinis frá Balk- anskaga og lokka hann jafnvel frá bandalaginu við Hitler. Litlum sögum fór af árangri af slíkum titraunum þegar Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta, og utanríkisráðherra hans, Halifax lávarður, voru gestir Mussolinis í Róm í byrjun janúar 1939. Mussolini sagði þeim að hann vildi „frið af innanlands- ástæðum og eins af utanlands- ástæðum" og brezku ráðherrarnir trúðu honum. A meðan hélt Ciano áfram laumuspili sínu á Balkanskaga. Hann fór til Búdapest skömmu fyrir jól í boði Horthys ríkisstjóra til að ræða aðild Ungverjalands að Öxulbandalaginu og fullvissa Ung- verja um stuðning ítala ef Þjóð- verjar réðust á þá. Sigur ítalsks skriðdrekaliðs við Ebro, í síðustu meiriháttar orrustunni á Spáni, og samkomulag Frakka og Breta um hernaðarsamvinnu varð til þess að Mussolini féllst á tillögu Þjóðverja um að Andkomintern-bandalaginu yrði breytt í Þríveldabandalag og þar með hernaðarbandalag. Samn- ingaviðræður töfðust meðan Ciano fór til Belgrad 19. janúar 1939 til að fullvissa sig um að Júgóslavar legðust ekki gegn því að ítalir hertækju Albaníu. Stoyadinovic samþykkti áformin og sagði, að þótt hann sæi ekki fram á andstöðu Þjóðverja væri hann sannfærður um að innst inni mundi Nazistum gremjast að ítalir hertækju Albaníu. Ciano virðist hafa gefið í skyn að ítalir kynnu að hertaka Saloniki. Ciano og Stoyadinovic virðast líka hafa rætt um skiptingu Balkanskaga þannig að Júgóslavar fengju Búlgaríu og hluta grísku Make- dóníu, en ítalir Króatíu og Dalmatíu. Aðeins hálfum mánuði síðar var Stoyadinovic steypt af stóli. Þá loksins tókst Ciano að fá Mussolini til að samþykkja tímasetningu fyrirætlananna um hertöku Albaníu. Brýna nauðsyn var talin bera til að hefjast handa um innrásina í aprílbyrjun og ákveðið að það skyldi gert. „Á meðan ætla ég að hitta Ribbentrop og kannski minnast á þetta við hann,“ skrifaði Ciano í dagbók sína. Frestað En Mussolini óttaðist að hann gæti gert stjórninni í Belgrad h^ða Þjóðverjum og ákvað að fresta innrásinni. Sjá næstu síðu JANE HELLEN kynnir nýja hárnæringu JANE’S RINSE mýkir hárið án þess að fita þa,ð. Jane’s Shampoo + Jane’s Rinse = Öruggur árangur. x ■IW”;'c&merióka ? Tunguhálsl 11, R. Sími 82700 (Bauknecht Frystiskápar og kistur Fljót og örugg frysting. Örugg og ódýr í rekstri. Sérstakt hraðfrystihólf. Einangrað að innan með áli. Eru með inniljósi og læsingu. 3 öryggisljós sem sýna ástand tækisins. Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. Utsölustaóir DOMUS og kaupfélögin um land allt Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavík Simi 38900 Hver annar en BINA TONE getur boðið stereoútvarpstæki með kassettuseguibandi á svipuðu verði og mono. Þú ættir að kynna þér þetta stórgiæsi/ega stereoútvarpstæki með kassettubandi. ER TÍL BETRIFERMINGARGJÖF? D i- . i íxaaio j r ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVtK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF1366

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.